Morgunblaðið - 28.06.2019, Side 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Stóll á snúningsfæti
í ítölsku nautsleðri
75 cm á breidd
Verð frá 120.000 kr.
Í síðustu viku var dómgæsl-
an í úrvalsdeild kvenna í knatt-
spyrnu til umræðu á þessum
vettvangi, hún sögð hafa verið
undir meðallagi í sumar sem
væri sorgleg þróun. Rétt er að
taka undir það.
Nokkrum dögum eftir að sá
pistill birtist hér í blaðinu, fyrir
rétt rúmri viku, leit einn glóru-
lausasti dómur sumarsins dags-
ins ljós. Fylkir fékk þá vítaspyrnu
á einhvern óútskýranlegan hátt
sem tryggði liðinu stig í jafn-
teflisleik gegn Selfossi. Allir gera
mistök, en þetta atvik var í einu
orði sagt algjört bull.
Eftir að hafa farið aðeins of-
an í kjölinn á dómgæslunni í
efstu deildum karla og kvenna í
sumar fyrir þennan pistil get ég
ekki annað en velt því fyrir mér
hvort leikir í kvennadeildinni séu
notaðir sem tilraunavettvangur
um getu dómara.
Í efstu deild karla eru búnir
56 leikir í sumar sem dæmdir
hafa verið af 11 dómurum. Einn
dæmdi sinn fyrsta leik í síðustu
umferð, en annars hefur enginn
dæmt færri en fjóra leiki í deild-
inni í sumar.
Í efstu deild kvenna eru
búnir 35 leikir í sumar sem
dæmdir hafa verið af 16 dóm-
urum. Fimm þeirra hafa dæmt
aðeins einn leik og aðrir fimm
hafa dæmt tvo leiki. Í síðustu
umferð gerðist það í fyrsta sinn
að dómari sem hefur dæmt í
efstu deild karla í sumar dæmdi í
efstu deild kvenna.
Er þetta eitthvað annað en
hrein óvirðing? Auðvitað þurfa
dómarar að byrja einhvers stað-
ar til þess að komast í fremstu
röð og það tekur tíma að ná
takti. En lítur KSÍ svo á að það sé
betra að gera mistök í kvenna-
boltanum en karlaboltanum?
Hver er ástæðan fyrir þessu?
BAKVÖRÐUR
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
VIÐTAL
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Tómas Freyr Aðalsteinsson, lektor
við Williams-háskólann í Massachu-
setts, var í vor útnefndur golfþjálfari
ársins í sinni deild í bandaríska há-
skólagolfinu. Tómas kennir íþrótta-
fræði ásamt því að vera þjálfari
kvennaliðs skólans í golfi, en hann er
lærður íþróttasálfræðingur og hefur
meðal annars hjálpað kylfingum að
takast á við andlegu hlið leiksins.
Undir hans leiðsögn hafnaði lið
Williams-háskóla í öðru sæti, annað
árið í röð, á meistaramóti 3. deildar
(NCAA III). Til útskýringar er
deildarfyrirkomulagið ekki eins og
þekkist hér heima, háskólaíþrótt-
irnar í Bandaríkjunum eru undir
hatti íþróttasambandsins NCAA þar
sem eru þrjár deildir. Tómas segir
að um það bil 400 lið séu í hverri
deild, þeim er ekki raðað eftir styrk-
leika og lið falla því ekki úr deildum
eða tryggja sér sæti í efri deildum
með góðum árangri.
Það sem ræður er hvaða áherslur
skólarnir leggja á íþróttir, hvort og
þá hversu miklu þeir verja af sínum
fjármunum í íþróttastyrki. Williams-
háskólinn veitir til að mynda enga
styrki og er því í 3. deild, en gæti
þess vegna byrjað að veita háa
styrki og tefla þá fram liðum í 1.
deild. Innan NCAA eru svo karla- og
kvennasambönd þjálfara þar sem
þeir kjósa sjálfir þjálfara ársins.
Tómas var útnefndur golfþjálfari
ársins á landsvísu í 3. deild og eftir
því sem Morgunblaðið kemst næst
hefur enginn íslenskur háskólaþjálf-
ari áður afrekað það. Sú útnefning
var raunar þriðja rósin í hans
hnappagat. Áður hafði hann verið
útnefndur þjálfari ársins á sínu
svæði (e. conference) og einnig þjálf-
ari ársins í austurhéraðinu (e. re-
gion) sem nær allt frá Flórída í suðri
og norður til Maine.
„Þetta er mikill heiður, en auðvit-
að er maður ekki kosinn þjálfari árs-
ins nema að vera með gott lið. Það
tekur tíma að byggja það upp,“ segir
Tómas í samtali við Morgunblaðið.
Hann flutti til Bandaríkjanna árið
2008 og hefur nú þjálfað þar í átta ár
í háskólaíþróttum, en byrjaði þar
reyndar sem knattspyrnuþjálfari.
Landsliðsmaður í golfi
og knattspyrnuþjálfari
Tómas var í yngri landsliðum Ís-
lands í golfi, var einnig með UEFA
B þjálfaragráðu og þjálfaði yngri
flokka Fram í knattspyrnu.
„Ég fór út í framhaldsnám, hafði
lært sálfræði í Háskóla Íslands og
fór í íþróttasálfræði rétt fyrir utan
San Francisco. Ég ætlaði mér bara
að ná í meistaragráðu og fara aftur
til Íslands, en kynntist síðan kon-
unni minni sem er frá Minnesota og
við ákváðum að vera aðeins lengur.
Þá byrjaði ég í þjálfun, var að þjálfa
golf- og knattspyrnulið í framhalds-
skóla og það ýtti þessu af stað,“ seg-
ir Tómas um hvernig það atvikaðist
að hann ílengdist í Bandaríkjunum.
Eftir að hafa svo þjálfað háskóla-
lið í golfi í Minnesota í um fjögur ár
var hann ráðinn til Williams-háskóla
þar sem hann var nú að ljúka sínu
þriðja ári. Þar er fyrirkomulagið
þannig að þjálfararnir eru einnig í
akademískum stöðum innan skólans
og fá ákveðin réttindi samhliða því.
Sálfræðin orðin stærri þáttur
Auk þess að kenna í háskólanum
og þjálfa golfliðið hefur Tómas verið
að aðstoða kylfinga sem íþróttasál-
fræðingur. Þó hann sé menntaður
sem slíkur titlar hann sig þó frekar
sem þjálfara þar sem hann er ekki
klínískur sálfræðingur.
„Í þessu hlutverki hef ég ein-
göngu verið að einblína á hugarfarið.
Þetta er orðið mikið algengara; kylf-
ingar eru með þjálfara fyrir stutta
spilið, sveifluþjálfara, einkaþjálfara í
ræktinni, sjúkraþjálfara og svo
íþróttasálfræðiráðgjafa,“ segir Tóm-
as. Hann hefur meðal annars unnið
mikið með Valdísi Þóru Jónsdóttur
og verið hluti af þjálfarateymi hjá
nokkrum atvinnukylfingum sem
íþróttasálfræðiráðgjafi. En hvað er
það sem hann rekur sig mest á hjá
kylfingum?
„Það að halda sig í núinu. Golf er
þannig íþrótt að stundum gengur vel
og stundum gengur ekki nógu vel.
Ég nota oft frasann að ef þú ert með
annað auga á fortíðinni og hitt á
framtíðinni, þá ertu blindur gagn-
vart núinu. Það sér maður oftast, að
vera fastur í því að velta sér upp úr
slæmum hring eða slæmri holu. Það
er ekkert hægt að gera nema læra af
því. Og það að hugsa fram í tímann,
að þurfa að fá einn fugl í viðbót til
þess að geta unnið mót eða slíkt, þá
ertu að hugsa um eitthvað í framtíð-
inni sem þú hefur enga stjórn yfir.“
Fá andleg neyðarúrræði til
Auk glímunnar við að halda sig í
núinu vinnur Tómas mikið með það
hvernig byggja á upp sjálfstraust
hjá kylfingum, glíma við stress og
kvíða og takast á við mótlæti. Hann
segist hafa rekið sig á að sumir haldi
að hægt sé að laga hugarfar og and-
lega þáttinn á stuttum tíma.
„Það er rosalega lítið sem hægt er
að gera sem neyðarrúrræði til þess
að bjarga einhverju. Þá er það orðið
of seint. Þetta snýst um vinnuna sem
maður getur lagt inn áður, því þetta
snýst allt um undirbúning. Að vera
með gott leikskipulag, góð markmið
og vita hvernig þú ætlar að nálgast
hvert mót, hvern keppnisdag og
hvert högg. Að þú sért með plan A,
B og C,“ segir Tómas, og leggur
áherslu á undirbúning og mikilvægi
þess að hafa andlega þáttinn í lagi.
„Þetta er ekki spurning um það
hvað þú ert góður þegar þú ert að
spila þinn besta leik, heldur hversu
vel þú getur spilað þegar þú ert ekki
upp á þitt besta. Það snýst svo mikið
um hversu öflugur og sterkur þú ert
á þeirri stundu,“ segir Tómas Freyr
Aðalsteinsson við Morgunblaðið.
Þjálfari ársins aðstoðar
afreksfólk að vera í núinu
Tómas Freyr Aðalsteinsson útnefndur þjálfari ársins í háskólagolfinu í BNA
Þjálfari ársins Tómas Freyr Aðalsteinsson með viðurkenningar sínar.
Silfurliðið Þjálfarinn Tómas Freyr Aðalsteinsson og kvennalið Williams-
háskóla í golfi sem hafnaði í öðru sæti á meistaramóti þriðju deildar NCAA.