Morgunblaðið - 28.06.2019, Side 26

Morgunblaðið - 28.06.2019, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019 Mjólkurbikar karla 8-liða úrslit: Breiðablik – Fylkir................ (e. framl.) 4:2 Thomas Mikkelsen 33. (víti), 59. (víti), Höskuldur Gunnlaugsson 104., 106. – Valdimar Þór Ingimundarson 12., 61. KR – Njarðvík .......................................... 3:0 Ægir Jarl Jónsson 21., 25., Ástbjörn Þórð- arson 62. FH – Grindavík ........................................ 7:1 Hjörtur Logi Valgarðsson 19., Steven Len- non 25., 30. (víti), 44., Halldór Orri Björns- son 33., Pétur Viðarsson 65., Brynjar Ás- geir Guðmundsson 90. – Marc McAusland 82. Rautt: Vladimir Tufegdzic (Gri.) 29. Inkasso-deild karla Keflavík – Leiknir R................................ 1:3 Adolf Bitegeko 61. – Vuk Oskar Dimitrij- evic 47., Sævar Atli Magnússon 53., Sólon Breki Leifsson 65. Afturelding – Grótta ............................... 0:3 Axel Freyr Harðarson 87., Pétur Theódór Árnason 90., 90. Staðan: Grótta 9 5 2 2 19:13 17 Fram 9 5 2 2 15:11 17 Þór 8 5 1 2 15:6 16 Fjölnir 8 5 1 2 14:9 16 Leiknir R. 9 5 0 4 16:15 15 Keflavík 9 4 2 3 14:10 14 Víkingur Ó. 8 4 1 3 9:6 13 Þróttur R. 9 3 1 5 16:15 10 Haukar 9 2 3 4 13:15 9 Afturelding 9 3 0 6 12:21 9 Njarðvík 9 2 1 6 8:17 7 Magni 8 1 2 5 10:23 5 2. deild karla Tindastóll – Völsungur ........................... 0:0 Staðan: Leiknir F. 8 5 3 0 15:7 18 Selfoss 8 5 1 2 19:8 16 Vestri 8 5 0 3 11:10 15 Völsungur 9 4 2 3 11:12 14 Víðir 8 4 1 3 16:13 13 Fjarðabyggð 8 4 0 4 13:11 12 ÍR 8 3 2 3 10:9 11 Dalvík/Reynir 8 2 4 2 10:10 10 Þróttur V. 8 2 3 3 9:12 9 KFG 8 3 0 5 11:18 9 Kári 8 2 2 4 15:16 8 Tindastóll 9 0 2 7 8:22 2 3. deild karla Augnablik – Reynir S............................... 1:3 KH – KV.................................................... 0:1 Skallagrímur – Kórdrengir .................... 1:5 Sindri – Höttur/Huginn ........................... 3:2 Staðan: KV 9 8 0 1 21:8 24 Kórdrengir 9 6 2 1 23:9 20 KF 8 6 1 1 18:7 19 Reynir S. 9 4 3 2 15:11 15 Vængir Júpiters 8 5 0 3 13:9 15 Sindri 9 4 1 4 18:18 13 Einherji 8 3 1 4 10:10 10 Álftanes 8 2 3 3 12:13 9 Höttur/Huginn 9 2 3 4 14:17 9 Augnablik 9 1 3 5 13:21 6 Skallagrímur 9 2 0 7 12:27 6 KH 9 0 1 8 11:30 1 KNATTSPYRNA KÓPAVOGUR/KAPLA- KRIKI/VESTURBÆR Jóhann Ingi Hafþórsson Bjarni Helgason Björn Már Ólafsson Fjögur lið eru enn með í baráttunni um bikarmeistaratitil karla í fótbolta og verða í skálinni þegar dregið verður til undanúrslita á mánudaginn. Þetta eru lið KR, FH, Breiðabliks og Vík- ings R. Öll hafa þau einhvern tímann orðið bikarmeistarar en KR hefur unnið titilinn oftast eða 14 sinnum, FH tvisvar og Breiðablik og Víkingur einu sinni hvort. Breiðablik vann 4:2-sigur á Fylki í framlengdum leik á Kópavogsvelli. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2:2, en Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki áfram með tveimur mörk- um í framlengingu. Einar Ingi Jó- hannsson, dómari leiksins og aðstoð- armenn hans, áttu ekki góðan dag. Fyrra mark Höskulds var kolólöglegt, þar sem hann var bæði í rangstöðu og brotlegur í markinu. Þrátt fyrir það stóð markið og eftirleikurinn var auð- veldur hjá Breiðabliki gegn svekktum Fylkismönnum. Leikurinn var annars jafn og skemmtilegur. Fylkismenn byrjuðu af miklum krafti, en eftir að þeir komust í 1:0 snemma í fyrri hálf- leik tók Breiðablik yfir leikinn. Heima- mönnum tókst að jafna í 1:1 og voru óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hnífjafn og kom ekki á óvart að staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma. Það er algjör synd að ákvörðun dómara skyldi hafa svo mikil áhrif á jafnan og skemmtilegan bikarslag. Fylkismenn gerðu mjög vel stóran hluta leiks og voru síst lakari aðilinn á einum erfiðasta útivelli landsins. Það gekk vel að hafa Ólaf Inga Skúlason og Sam Hewson saman í skítverkunum á miðjunni og aðra yngri og sprækari menn þar fyrir framan. Það skapaðist oft hætta þegar Fylkismenn sóttu og Valdimar Þór Ingimundarson heldur áfram að vaxa og verða betri. Hjá Breiðabliki var Höskuldur Gunn- laugsson sterkur og Thomas Mikkels- en nýtti tvær vítaspyrnur vel og lét finna fyrir sér. Breiðablik fór alla leið í bikarúrslit á síðasta ári, en þurfti þá að sætta sig við tap gegn Stjörnunni. Blikar ætla sér einu skrefi lengra. johanningi@mbl.is FH hefði getað skorað 10 FH tók rænulausa Grindvíkinga í kennslustund á Kaplakrikavelli í Hafn- arfirði en leiknum lauk með 7:1-sigri Hafnfirðinga. Steven Lennon skoraði þrennu fyrir FH og þeir Hjörtur Logi Valgarðsson, Halldór Orri Björnsson, Pétur Viðarsson og Brynjar Ásgeir Guðmundsson sitt markið hver. Marc McAusland skoraði mark Grindvík- inga þegar hann minnkaði muninn í 6:1 á 83. mínútu en staðan í hálfleik var 5:0, FH í vil. FH-ingar mættu gríðarlega öflgur til leiks. Björn Daníel Sverrisson spil- aði í holunni og Brandur Olsen fór aft- ar á miðjuna og þessi tilfærsla svín- virkaði hjá Ólafi Kristjánssyni, þjálfari liðsins. Liðið lék á als oddi og hefði hæglega getað skorað tíu mörk í leikn- um. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ágæt- lega en eftir að þeir lentu undir hrundi leikur liðsins. Þeir virkuðu hálf- rænulausir og á köflum var eins og ákveðnir leikmenn liðsins væru hrein- lega undir áhrifum áfengis, svo slæm var ákvarðanatakan á stórum köflum. Tímabilið var undir hjá FH í gær og þeir svöruðu mörgum gagnrýn- isröddum með stórsigri sínum og eru komnir áfram í undanúrslit bik- arkeppninnar. Grindvíkingar þurfa að gyrða sig alvarlega í brók og liðið að fara skora einhver mörk því þú vinnur ekki marga leiki ef þú kemur boltanum ekki í netið. bjarnih@mbl.is Ægir nýtti tækifærið KR vann öruggan sigur á Njarðvík í miklum rigningarleik í Vesturbænum. Eftir fyrri hálfleik var staðan orðin 2:0 fyrir KR en leikurinn hefði hæglega getað þróast öðruvísi. Strax eftir 5 mínútna leik fengu Njarðvíkingar tvö dauðafæri. En Beitir Ólafsson í marki KR var vel á verði og í kjölfarið tóku KR-ingar öll tök á vellinum og voru í litlum vandræðum. Ægir Jarl Jón- asson, sem lítið hefur fengið að spila hingað til á tímabilinu, átti góðan leik og gerði tvö mörk og síðasta markið skoraði annar leikmaður sem ekki hef- ur átt fast sæti í byrjunarliðinu, Ást- björn Þórðarson. Njarðvíkingar geta vel við unað enda eru átta liða úrslit í bikarnum besti bikarárangur í sögu félagsins. Þeir mættu vel stemmdir til leiks í gær, agaðir varnarlega auðvitað en spiluðu fínan fótbolta á köflum. Þeir gripu aldrei til örþrifaráða heldur spiluðu boltanum meðfram jörðinni og sköpuðu sér færi til þess að skora, að minnsta kosti 2-3 mörk. En svo dræm færanýting er kostnaðarsöm gegn liði eins og KR og því fór sem fór. Njarð- víkingar vonast til að frammistaðan verði vítamínsprauta sem muni hjálpa þeim í botnbaráttunni í Inkasso- deildinni á meðan KR-ingar eru strax farnir að einbeita sér að næsta leik sín- um – toppslag gegn Breiðablik í deild- inni á mánudaginn. Svo ólík eru örlög liðanna eftir þennan leik. bjornmarolafs@gmail.com Fjögur eftir í bikarnum  Dýrkeypt mistök dómaranna í framlengingu í Kópavogi  Lennon skoraði þrennu fyrir FH sem slátraði Grindavík  KR afgreiddi síðasta 1. deildarliðið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Færi Aron Bjarnason reynir að leika á Andrés Má Jóhannesson og býr sér til færi í leik Breiðabliks og Fylkis. Niðurlæging Halldór Orri Björnsson sækir að marki Grindavíkur en hann skoraði stórglæsilegt mark í sannkölluðum risasigri FH-inga í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.