Morgunblaðið - 28.06.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.06.2019, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019 Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Pústþjónusta SAMEINUÐ GÆÐI Selfoss // Akureyr i // Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@ jotunn.is // www. jotunn.is Sláttutraktorar frá Wolf Garten í miklu úrvali! Verð frá 335.000 með vsk. Alvarleg ung kona horfirbeint fram til áhorfandans,klippingin er áberandi ogdálítið pönkuð. Á gráum bol hennar er eftirfarandi texti, — nokkurs konar yfirlýsing listamanns- ins; SELFPORTRAIT: I AM NOW 28 AND LIVING IN NEW YORK IN SPRING. I ALWAYS GET VERY FRUSTRATED AND WANT TO GO BACK TO THE MIDNIGHT SUN. HULDA 1985. Þessi sjálfsmynd Huldu Hákon er frá því snemma á ferli hennar og í baug í kringum höfuðið hefur hún málað fjall og bát, hlaðinn múrvegg, skýja- kljúfa og minningu um afa listakon- unnar með hest, mannverur í hnapp auk fleiri minna sem áttu eftir að birtast endurtekið í verkum hennar síðar, eins og hundur, hrafn og stjörnubjartur himinn. Töffarinn Hulda Hákon saknar heimahaganna og segir það hreint út og æ síðan hef- ur hún sagt hlutina eins og þeir eru og umbúðalaust, hún rýnir í sam- félagið og tjáir sig um það sem henni liggur á hjarta. Hulda hefur allt frá upphafi ferils sín sótt sér innblástur í sagnahefðina og alþýðulist, verk hennar endur- spegla þjóðlegan íslenskan veruleika þar sem hún fléttar saman gömlum þjóðsögum og samfélagsrýni á það sem er efst á baugi í umhverfi hennar og samtíma. Á yfirlitssýningunni Hverra manna ertu? í Listasafni Ís- lands má sjá verk sem spanna allan feril hennar, frá byrjun níunda ára- tugarins og til dagsins í dag. Hulda sýndi fyrst málverk á tímamótasýn- ingunni Gullströndin andar árið 1983 á gerjunartíma nýja málverksins og nýexpressjónismans, en þá hafði hún nýlega lokið námi frá School of Visual Arts í New York. Sýningin er í báð- um sölum á efri hæð safnsins en Hulda er þekkt fyrir sinn einstaka myndheim lágmynda sem dvelja á mörkum málverks og skúlptúrs. Lág- myndirnar byggir hún ýmist úr alls- konar spýtum og braki sem hún hleð- ur upp og mótar verkið með, eða steypir í mót úr efni sem heitir hydrocal sem hún mótar saman við tré og málar svo yfir. Í annarri sjálfs- mynd frá svipuðum tíma situr hún í grasi með hundinn sinn undir stjörnuskini, en kjarnorkuváin sem vofir yfir á níunda áratugnum er ekki langt undan og ryður sér leið inn í myndflötinn. Frásögnin og tungu- málið eru mikilvæg í verkum Huldu og hún fléttar gjarnan inn í þau texta sem getur verið titill verksins eða vís- að til staðsetningar þess eða haft óræða eða jafnvel enga tengingu við viðfangsefnið. Fjögur verk frá árinu 2006 vísa hins vegar með bein- skeyttum hætti í íslenskan fjár- málaveruleika í aðdraganda hruns- ins. Lítil gráleit vera liggur á bakinu og virðist ósjálfbjarga, á kviðnum eru spenar og orðið EBITA er ritað yfir. Ebita er rekstrartengt hugtak úr fjármálaheiminum sem var eins og allir vita á blússandi siglingu á þess- um tíma, þar sem markmiðið var sí- fellt meiri gróði. Nú þegar nokkur tími er liðinn frá því hún sýndi þau fyrst verður ádeilan grátbrosleg og háðið kemur enn sterkar í gegn. Eitt verk á sýningunni sker sig nokkuð úr öðrum höfundarverkum Huldu en það er innsetning frá 2006 skrifuð með tússi á mdf-plötur sem þekja heila veggi í litlu tilbúnu rými inni í sýningarsalnum. Verkin eru unnin upp úr munaskrá á perónuleg- um eigum úr vinnustofu Kjarvals, sem eftir lát hans eru varðveittar á Listasafni Reykjavíkur. Áhorfandinn gengur inn í þessa upptalningu sem er nánast yfirþyrmandi og maður veltir fyrir sér tilgangi þess að varð- veita og skrá hversdagslega hluti eins og stóran hvítan bolla halda- lausan, ullartvinna, þrjár tölur, kassa með verkfærum og svo mætti lengi telja. Hulda heldur á lofti tilhögun þar sem henni finnst vegið að rétti ættingja Kjarvals og um leið minn- ingu um listamanninn. Í mörgum verkum Huldu má greina sterkar taugar til landsins og náttúrunnar og náin tengsl við staði eins og Vestmannaeyjar þar sem hún er með vinnustofu og er í beinu sam- bandi við sjómenn, – hetjur hvers- dagsins á staðnum sem segja sögur af sjónum og veiðistöðum með ævin- týrlegum nöfnum eins og Rósagarð- urinn og Háfadjúp, sem staðsetja verkin af fallegum túrkisbláum og silfurmerlandi makrílnum á ákveðnum fiskimiðum. Nokkur nýleg málverk í stöðluðum stærðum koma vel út á skærgulum vegg í öðrum salnum, rammarnir eru hluti mál- verksins, þykkir og áberandi. Stund- um ægir ólíkum veðrabrigðum saman í verkum Huldu og sumarsólstöður, hríð og norðurljós eða hið rafmagn- aða náttúrfyrirbæri hrævareldurinn birtast samtímis. Slíkur órökrænn samsláttur veðurlýsinga gefur hugar- fluginu lausan tauminn. Á sýningunni Hverra manna ertu? eru ferli Huldu gerð góð skil, frásögn- in er dýnamísk og lifandi og samspil mannlífsins og náttúrunnar endur- speglar sýn Huldu á umhverfið og samtímann. Verkin taka sig vel út í rýminu og myndmál Huldu er afar persónulegt og heillandi, verkin eru sýnilega hlaðin handbragði hennar og einstakri nálgun og rýni á samfélagið, virðingu fyrir hjátrúnni og þjóð- sagnaarfinum. Og rúmum þrjátíu ár- um síðar erum við enn undir tindr- andi stjörnuhimni Huldu Hákon. Undir stjörnubjörtum himni Huldu Hákon Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Náttúrutenging „Í mörgum verkum Huldu má greina sterkar taugar til landsins og náttúrunnar,“ skrifar rýnir. Listasafn Íslands Hverra manna ertu? bbbbn Yfirlitssýning á verkum Huldu Hákon. Sýningarstjóri Harpa Þórsdóttir. Sýningin stendur til 29. september 2019. Opið daglega frá kl. 10-17. ALDÍS ARNARDÓTTIR MYNDLIST Dýnamísk „Verkin taka sig vel út í rýminu og myndmál Huldu er afar per- sónulegt og heillandi,“ og í verkum má sjá virðingu fyrir þjóðsagnaarfinum. Við Þjóðleikhúskjallarann Eitt af eldri verkunum á sýningunni. Hin árlega tónlistarhátíð Englar og menn hefst í Strandarkirkju á sunnudaginn, 30. júní, með opnunar- tónleikum kl. 14. Yfirskrift þeirra er Himinborna dís og flytjendur eru Björg Þórhallsdóttir, sópran og list- rænn stjórnandi og framkvæmda- stjóri hátíðarinnar, Elísabet Waage hörpuleikari, Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Hilmar Örn Agnars- son organisti. Megnið af efnisskránni verða sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson og helguð minningu hans og verða einnig flutt sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, Franz Schubert og fleiri tónskáld. Hátíðin stendur yfir til 11. ágúst og verða tónleikar haldnir á sunnu- dögum kl. 14. Margir af fremstu söngvurum og tónlistarmönnum landsins koma fram á hátíðinni auk nýstirna úr íslenskum söngheimi, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir einnig að í Strandarkirkju sé einstakur hljómburður og helgi sem skapi hlýja stemningu og nálægð. Flytjendur sumarsins hafi þessi ein- kenni staðarins í huga við val á efnisskrám sem séu fjölbreyttar og spennandi og rík áhersla lögð á flutning þjóðararfsins, þ.e. íslenskra þjóðlaga og sönglaga. Aðrir sem fram koma í sumar eru Lilja Guðmundsdóttir sópran, Krist- ín Sveinsdóttir mezzósópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir sem leikur á harmóníum og píanó, Hrafnhildur Árnadóttir sópran, Þor- steinn Freyr Sigurðsson og Matt- hildur Anna Gísladóttir sem leikur á harmóníum og píanó, Auður Gunn- arsdóttir sópran, Ágúst Ólafsson barítón og Eva Þyrí Hilmarsdóttir sem leikur á harmóníum og píanó, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran, Egill Árni Pálsson tenór og Hrönn Helgadóttir á harmóníum og píanó, Vala Guðnadóttir, sópran og man- dólín, Helga Laufey Finnbogadóttir á harmóníum og píanó og Guðjón Þorláksson kontrabassaleikari. Á lokatónleikum hátíðarinnar, 11. ágúst, koma svo fram Björg Þór- hallsdóttir sópran, Oddur Arnþór Jónsson barítón, Elísabet Waage hörpuleikari, Gunnar Kvaran selló- leikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti. Hátíðin er styrkt af Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga, Tónlist- arsjóði og Strandarkirkjunefnd og aðgangseyrir að tónleikum er 2.900 kr. Þekktir tónlistar- menn og nýstirni Stjórnandi Björg Þórhallsdóttir sópran.  Englar og menn á sunnudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.