Morgunblaðið - 28.06.2019, Síða 32

Morgunblaðið - 28.06.2019, Síða 32
Hljómsveitirnar KUL og Teitur Magn- ússon & Æðisgengið leika fyrir gesti Kex hostels í kvöld frá kl. 21 og er að- gangur ókeypis. Hljómsveitin Kul er skipuð reynslu- boltum úr öðrum hljómsveitum og leika þeir rokk og ról. Teitur hefur gefið út tvær plötur, 27 og Orna, sem báðar hafa fengið mikið lof. Hann kemur fram með hljómsveit sinni Æðisgengið. KUL og Teitur og Æðis- gengið á Kex hosteli KR, FH, Breiðablik og Víkingur R. verða í skálinni þegar dregið verður í undanúrslit bikarkeppni karla í fótbolta á mánudaginn. Þetta varð ljóst í gærkvöld en framlengja þurfti viðureign Breiðabliks og Fylkis í Kópavogi. FH niðurlægði Grindavík og KR sló út síðasta 1. deildarliðið í keppninni, Njarð- vík, með öruggum sigri. »26 Ljóst hvaða lið leika í undanúrslitunum Ný heimildarmynd Yrsu Roca Fann- berg, Síðasta haustið, verður heimsfrumsýnd á hinni virtu kvik- myndahátíð Karlovy Vary í Tékklandi 1. júlí. Í henni fjallar Yrsa um bænd- ur sem bregða búi á Krossnesi í ein- um afskekktasta hreppi landsins, Árneshreppi á Ströndum. Þetta er önnur heimild- armynd Yrsu, en fyrsta mynd henn- ar, Salóme, var valin besta norræna heim- ildarmyndin á Nor- disk Pano- rama 2014. Mynd Yrsu frumsýnd á Karlovy Vary Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sex íslenskir flugkappar flugu um norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkj- unum fyrir skömmu og héldu þannig áfram að skrá flugsöguna. Fimm þeirra fóru í svipaða ferð á fisflug- vélum yfir hluta Þýskalands og Pól- lands fyrir um tveimur árum, fyrstir Íslendinga. Svona ferð krefst góðrar skipu- lagningar og mikils undirbúnings, að sögn Jónasar Sturlu Sverrissonar, en auk hans voru í hópnum þeir Gylfi Árnason, Styrmir Ingi Bjarna- son, Óli Öder Magnússon, Sveinn Kjartansson og Ágúst Hrafnkelsson. Allir nema Ágúst voru einnig í ferð- inni vorið 2017. Til stóð að fara til Ítalíu en Jónas þekkti til vestra eftir að hafa áður flogið með bandarískum vini sínum í opinni tvíþekju þvert yfir Bandarík- in og því varð Kalifornía fyrir valinu að þessu sinni. Hann segir að skrif- finnskan hafi verið mun meiri en í Þýskalandi og Þjóðverjar, sem hafi ætlað með, hafi verið stöðvaðir á flugvellinum í Berlín. Vegabréf ann- ars þeirra hafi verið skannað inn í ESTA-umsóknina og þá hafi núll breyst í bókstafinn O. Það hafi nægt til að stöðva ferð hans. „Ferlið tók sinn tíma hjá okkur en allt bjarg- aðist og við töpuðum ekki nema ein- um degi, en í staðinn höfðum við bandarískt flugskírteini til lífstíðar upp úr krafsinu,“ segir Jónas. Fjórar dagsferðir Félagarnir leigðu tvær flugvélar í Hayward, C-172 og DA40, og flugu þaðan norður til Lincoln, sem er rétt norðaustan við Sacramento. Þar fengu þeir þriðju vélina, RV9A, lán- aða og fóru síðan þaðan í fjórar dagsferðir. Mike Peavy, bandarísk- ur vinur þeirra, flaug eigin vél með þeim. „Við flugum vítt og breitt um svæðið, um 400 kílómetra á dag, og lentum á 22 völlum,“ segir Jónas. Flug í Bandaríkjunum er mun flóknara en á Íslandi enda mun fleiri og flóknari flugstjórnarsvæði. Jónas segir að menn verði að gæta þess að fljúga ekki inn í flugsvæði án réttra heimilda, vera í réttum hæðum og forðast svæði sem herinn stýrir. „Flugið frá Hayward fyrsta daginn var mjög stressandi,“ segir hann. „Veðrið var ekki sérstakt, frekar lágskýjað, og óvissa á nýju svæði, sem var um fjalllendi.“ Ferðin gekk annars áfallalaust en Jónasi og Styrmi var talsvert brugð- ið, þegar tvær flugvélar nálguðust þá hratt. Jónas segir að öll flug- umferð sjáist á skjá í vélunum og þegar vél nálgist verði hún gul á skjánum. Með meiri nálgun verði bletturinn að gulum hring, sem stækki þar til hann verður rauður og um leið æpi búnaðurinn stöðugt á flugmanninn „traffic, traffic“. „Við sáum tvo gula hringi hvorn sínu megin við okkur á miklum hraða. Tækið sagði að 300 fet væru á milli okkar. Þegar punktarnir voru komn- ir ofan í okkur sáum við tvær herþot- ur koma skyndilega upp rétt fyrir framan okkur og hverfa í skýin. Ekki var laust við að hjartað hætti að slá, en þetta var bara skemmti- legt eftir á og buxurnar voru hrein- ar.“ Merkilegast þótti þeim að fljúga fram hjá San Francisco og kringum Golden Gate-brúna. Þar lenti Gylfi í því að vél, sem kom á móti honum, var mjög nálægt. „Þegar við sáum hana var hún um 200 til 300 metra í burtu og um 50 metrum neðar, en við höfðum stjórn á öllu og því var þetta ekki ógnvekjandi atvik, þrátt fyrir að við hafa horfst í augu við flugmanninn í hinni vélinni,“ segir Gylfi. Frábær aðstaða Jónas segir að öll aðstaða til flugs sé frábær í Bandaríkjunum og eng- inn greinarmunur gerður á fisflugi og öðru flugi. Allt til alls sé á flestum flugvöllum, verkstæði, þjónusta, bílaleigur og veitingastaðir. „Stund- um er talað um dýrasta hamborgara í heimi, 100 dollara hamborgarann, því þótt hann kosti ekki nema fimm dollara á flugvöllunum kostar kannski 95 dollara að fljúga þang- að.“ Flugkappar Mike Peavy kennir Gylfa Árnasyni á stélhjólsvél í ferð félaganna. Dýrasti hamborgarinn  Flugu víða yfir norðurhluta Kaliforníu, um 400 km á dag, og lentum á 22 völlum  Hjartað hætti einu sinni að slá FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 179. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.