Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Blaðsíða 10
STJÓRNMÁL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2019 B reskt stjórnmálalíf er í algjöru upp- námi þessa dagana. Stóru flokk- arnir gömlu eru báðir margklofnir, jafnt innan þingflokkanna og gagn- vart hefðbundnum kjósendum sín- um. Tilsýndar er Brexit stærsti ásteytingar- steinninn en það má líka greina klofning milli Lundúna og landsbyggðarinnar, norðurs og suðurs og sennilega hefur almenningur ekki verið jafntortrygginn á þingið í tæp 200 ár. Nýafstaðnar Evrópuþingskosningar benda til þess að þorri hefðbundinna stuðningsmanna hans hafi annaðhvort kosið Brexit-flokkinn eða setið heima. Verkamannaflokknum, höfuðflokki stjórnarandstöðunnar, reiddi litlu betur af. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Frjálslyndir demókratar yrðu hlutskarpastir ef gengið yrði til þingkosninga nú, að vísu aðeins með 24%, en Brexit-flokkurinn skammt undan með 22%, meðan bæði Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn eru aðeins með 19%. Auðvitað standa þingkosningar ekki fyrir dyr- um alveg á næstunni og skekkjumörkin slík að segja má að þeir séu um það bil á sama róli, flokkarnir fjórir. En niðurstöðurnar segja heil- mikið um það rót sem er á stjórnmálum í land- inu. Og víst er að ekki yrði auðvelt að mynda starfhæfa ríkisstjórn yrði þetta niðurstaðan, einmitt þegar þörfin á styrkri stjórn með tryggt umboð kjósenda er mest. Skömm á stjórnmálum Brexit skiptir auðvitað miklu í þessum hrær- ingum í fylgi flokkanna; margir Brexit-sinnar hafa misst trú á Íhaldsflokknum og Verka- mannaflokknum, en eins halla margir aðild- arsinnar úr sömu flokkum sér nú að Frjáls- lyndum. Það snýr þó ekki aðeins að brexit-málinu, því fjölmargir kjósendur hafa fengið megna skömm á stjórnmálakerfinu og þar af leiðandi sérstakalega gömlu kjölfest- uflokkunum. Þeir hafa þó enga hugmynd um stefnu Brexit-flokksins í öðrum málum, því hann hefur enga stefnuskrá myndað sér í lands- málunum. Stefna frjálslyndra eða frambjóð- endur eru þeim litlu kunnari, því sá flokkur þurrkaðist nánast út í síðustu kosningum og Vince Cable, eini þekkti forystumaður hans, er á förum fyrir aldurs sakir. Því er engan veginn víst að þeim haldist á fylginu. Undir venjulegum kringumstæðum ætti Verkamannaflokkurinn að vera að sækja mjög í sig veðrið, en það er öðru nær. Hann þykir hafa verið einstaklega tvístígandi og tækifær- issinnaður í brexit-málinu, en þar fyrir utan er flokkurinn þjakaður af innanmeinum. Jeremy Corbyn er kommi af gamla skólanum og margir hafa efasemdir um að honum takist að ná kjós- endum á sitt band en sjálfur hefur hann og klíka hans verið meira upptekin af hreinsunum innan flokksins. Til þess að gera illt verra hefur flokk- urinn svo setið undir látlausum ásökunum um að líða gyðingaandúð í sínum röðum en á henni ber mest hjá ötulustu stuðningsmönnum Cor- byns í grasrótinni. Nú þegar við bætist að fólk í Norður- og Mið-Englandi, sem stutt hefur Verkamannaflokkinn mann fram af manni, er farið að kjósa Brexit-flokkinn í miklum mæli, er voðinn vís. Evrópuspurningin Evrópumálin hafa löngum verið viðkvæm í Bretlandi. Þegar afráðið var að ganga í Efna- hagsbandalag Evrópu (EBE), sem þá hét, var það gert með almennri atkvæðagreiðslu en þá lá ekki fyrir síðari eðlisbreyting þess sem hefur miðað að æ meiri Evrópusamruna í átt að ríkja- sambandi. Breskir kjósendur voru ekki spurðir um þá samþættingu, hvorki Maastricht né Lissabon-sáttmálana, þrátt fyrir að Tony Blair hafi gefið fyrirheit um hinn síðari. Áhyggjur af fullveldismissi af þeim sökum, ásamt lýðræð- ishalla Evrópusambandsins (ESB) og umtals- verðum kostnaði Breta af aðildinni, en þó ekki síst áhugaleysi stjórnmálastéttarinnar á að hafa tryggt umboð þjóðarinnar í þessum efnum ól jafnt og þétt á efasemdum um Evrópusam- starfið. Þegar David Cameron leiddi kosningabar- áttu sína árið 2010 hét hann því að láta kjósa um Evrópumálin en hann náði ekki meirihluta og í samsteypustjórn með frjálslyndum voru efnd- irnar látnar eiga sig. Hann lofaði hinu sama fyr- ir kosningarnar 2015 en náði flestum að óvörum meirihluta svo hann varð að láta til sín taka. Hann freistaði þess fyrst að reyna að semja við önnur ríki ESB um umbætur en var varla virtur viðlits svo hann neyddist til þess að halda brex- it-kosninguna árið 2016. Þrátt fyrir að rík- isstjórnin beitti sér af alefli gegn Brexit, hefði uppi magnaðar hrakspár um afleiðingar brexit og verði milljónum punda í kosningabaráttuna (sem sennilega braut í bága við kosningalög) þá fór svo, enn öllum að óvörum, að niðurstaðan var brexit. Við svo búið sagði Cameron af sér í skyndi, en helstu stjórnmálaflokkar landsins sóru þess dýra eiða að þeir myndu fara að vilja þjóð- arinnar. Flestir bjuggust við að Boris Johnson, einn helsti leiðtogi aðskilnaðarsinna, myndi taka við, en á síðustu stundu sveik Michael Gove hann um stuðning, svo Theresa May varð forsætisráðherra, nánast fyrir heppni. Trúnaðarbrestur við kjósendur May var aðildarsinni, en tönnlaðist á því að brexit þýddi brexit, gerði svo eitthvað allt ann- að. Hún reyndist fara illa með tíma sinn og samningsmarkmið hennar, hafi þau nokkur ver- ið, báru keim af uppgjafarsamningum. Þá reyndist ákvörðun hennar um að boða í skyndi til kosninga í júní 2017 einstaklega vanhugsuð, dró enn úr umboði hennar, og hið nýja þing virt- ist ekki telja sig jafnskuldbundið og áður til þess að uppfylla brexit. Um það leyti fóru vankantar May sem stjórn- málamanns að koma óþægilega í ljós. Henni er ekki eiginlegt að tjá sig við almenning, en hún var í raun engu skárri innan ríkisstjórnarinnar, fór á bak við eigin ráðherra og glataði smám saman trúnaði. Þegar samningur frú May var loks lagður fram í þinginu í nóvember 2018 reyndust nær allir óánægðir með hann og kol- felldu með 230 atkvæða mun, sem er mesti ósig- ur breskrar ríkisstjórnar í þinginu. May lét sér þó ekki segjast og lagði hann fram í tvígang aft- ur, óbreyttan, en með óljósum viljayfirlýsingum til þess að sefa áhyggjur manna en án árangurs. Upp úr þessum óförum molnaði skjótt undan May sem þó virðist allt vilja til vinna til þess að sitja áfram í embætti. Íhaldsmenn voru klofnir og tvístígandi, margir sennilega í ekki minni af- neitun en forsætisráðherrann en höfðu ekki döngun til þess að losa sig við May, sennilega af því að þeir vildu fremur þola óstarfhæfa rík- isstjórn en kosningar. Eins og ástæða reyndist til. Þeir vöruðu sig hins vegar ekki á því að þetta ófremdarástand veikti tiltrú þorra almennings á þingheimi og þá fyrst og fremst stjórnarliðinu auðvitað. Eins og rétt var því þó að frú May bæri mesta ábyrgð á þessu óláni öllu sat hún samt sem áður sem fastast í þeirra skjóli. Verra var þó að efasemdirnar sneru ekki aðeins að getu þeirra til þess að sinna landstjórninni, heldur ekki síður um heilindi þeirra gagnvart Boris Johnson fer flestra sinna ferða á reiðhjóli og er velþekktur hjólreiðamaður í Lundúnum. Í borgarstjóratíð sinni hratt hann af stað hjólaleigunni í höfuðstaðnum, en í daglegu tali eru hjólin enn nefnd eftir honum: Boris-bikes. Síðasta árið hefur hann enn hert sig á hjólinu og grennst verulega; að margra mati til þess að koma sér í form fyrir forsætisráðherrastólinn. AFP Boris er á leiðinni Það hefur verið umhleypingasamt í breskum stjórnmálum síðastliðin ár. Hin lánlausa Theresa May hrökklast senn úr Downings- træti eftir að úrgöngusamningi hennar úr ESB hefur verið hafnað í þrígang í þinginu og Íhaldsflokkur hennar fékk illa útreið í Evr- ópuþingskosningum meðan hinn nýi Brexit-flokkur Nigels Farage vann stórsigur. Leiðtogabaráttan í Íhaldsflokknum er komin á fullt og þar þykir hinn litríki Boris Johnson sigurstranglegastur. En mun honum ganga betur en May að koma brexit í gegn? Andrés Magnússon andres_m@me.com

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.