Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2019 S tjórnmál birtast stundum eins og leik- ur á sviði. Leikarinn í sínu hlutverki talar af alvöru þess sem höndlað hefur sannleikann og freistar þess að fylkja öðrum um hann. Það er auðvelt að hrífast með en vandinn hefst þegar sú tilfinning grípur að maður hafi séð sýninguna áður og jafnvel oft. Kannski endurspeglar brúðuleikhúsið þó þessa upplifun best enda er þar ekki reynt að fela strengina sem brúðurnar hanga í, en þess þó gætt að ekki glitti í þá sem halda um spotta. Svo aldrei framar Íslands byggð sé öðrum þjóðum háð Á sviði veruleikans hendir að hinn pólitíski leikari sæti ábyrgð og finni harkalega fyrir á sínum pólitíska skrokki. Skoðanakannanir í lýðræðisríkjunum birtast sem aðvörunarskot, í anda þess sem varðskipin okkar smáu sendu í gegnum gömlu dönsku byssurnar í bar- áttunni um landhelgina. Stundum skutu þau púður- skoti og létu brjótar sér ekki segjast fékkst leyfi úr landi til að skjóta kúlu fyrir framan stefni og haft var rúmt bil til öryggis. Á þeim árum þótti það ekki jaðra við siðferðisbrest að leyna því ekki þótt manni þætti vænt um landið sitt og þjóð og vildi ekki gefa forræðið yfir lífsbjörginni frá sér án þess að taka slag og það jafnvel við ofur- eflið. Nú felast erfiðleikarnir við að skynja að ofureflið styðjist við bandamenn í baklandinu sem eigi ekkert nema uppgjöf í fórum sínum. Það örlaði ekki fyrir slíku á þessum baráttuárum. Það var eins gott. Því ofureflið var mikið. Þeir eru þó til sem hafa lagt sig fram um að gera eins lítið úr öllu afrekinu eins og þeir frekast treysta sér til. Glotta yfir gömlu hjali um ímyndaða sigra, sem engir voru að þeirra sögn. Hvers vegna er lagst svona lágt? Helst virðist það vera ein- hver knýjandi þörf til að fá hrós í því skjallbandalagi, sem innan sömu veggja á öruggt sæti sem þjóðin erf- iðar fyrir, þessi sama og ann landi sínu og hefur skömm á úrtölunum og skilur þær ekki. Erfitt er að bera mikla virðingu fyrir því háttalagi og ástæðu- laust. Púðurskotin forðum og hin, sem hittu hafsborðið framan við stefnið voru eins og kannanir í pólitík nú- tímans. Þau skiptu ekki raunverulegu máli en í þeim fólst aðvörun um það sem kynni að verða. Klippur á togvíra voru nær raunveruleikanum, og því líkari kosningum sem gera meira en að mæla. Þegar vel eða sæmilega tekst til geta þær fært „réttum“ flokkum virðingarsess, sem menn sækjast nú meir eftir en völdum. Í aðdraganda kosninga er þó látið eins og „völdin“ séu í höndum kjósenda og fái réttir flokkar styrk verði þeirra hagsmuna ekki aðeins gætt, og fyrst og síðast réttar þjóðarinnar, en þar fer fullveld- isrétturinn fremstur. En tjaldið fellur á milli sviðs og áhorfenda á kosninganótt og sífellt fleiri kjósendur hafa áttað sig á að nú sé sú stund komin þegar fáu sé að treysta. Aftökusveit kemur óánægju Kims á framfæri Á þeim slóðum þar sem þjóðar- og landeigandinn fer einn með allt vald brennur hin pólitíska ábyrgð heitt á þeim sem hafa náð þeim frama að sitja í námunda við hann. Þar komast menn næst Paradís í landi eymd- arinnar. En andstæðan og eldur vítis er þó óþægilega nærri. Og enginn er óhultur. Hvorki orðum skreyttir valdsmenn sem allir í þrepunum fyrir neðan dá en einkum þó óttast og ekki nánustu skyldmenni eins og dæmi sanna. Á þetta minna fréttir frá Norður-Kóreu núna. Þær koma frá suðrinu og hafa hingað til reynst tiltölulega áreiðanlegar, þótt það komi fyrir að þær séu málaðar í sterkari litum en efni standa til. Það er þó óþarft því ómálaður raunveruleikinn er viðurstyggilegur. Það var mat flestra að annar leiðtogafundur þeirra Donalds Trump og Kim Jong-un í Singapore, hafi ver- ið árangurslaus. Fyrir þá niðurstöðu hafa nokkrir nafngreindir ráðgjafar Kims nú greitt með lífi sínu fyrir framan aftökusveit hans. Aðrir, sem enn eru ekki afskrifaðir, hafa fallið af stalli og verið sendir í endurhæfingarbúðir, sem óþarft er að ætla að minni mikið á heilsuhælið góða í Hveragerði. Truflandi áhrif Trump er öflugur og hefur mörg járn í eldinum. Það er virðingarvert, en getur einnig gert stöður flóknari og torveldað samkomulag. Það er tvennt sem Kim Jong-un treystir á í sinni pólitísku tilveru. Kjarn- orkuvopnin og verndarhendi Kína. Faðir hans, Kim Jong-il, hóf þróun og framleiðslu ofurvopnanna. Hann teymdi þrjá bandaríska forseta drjúgan veg á asnaeyrunum, þá Bill Clinton, Bush yngri og Obama og náði að snýta út úr þeim fjár- munum sem munaði um til að halda sínum sveltandi lýð réttum megin við lífsmarkið. Þær fúlgur, stundum sem matvælaaðstoð, fékk pabbinn fyrir meinta áfanga í viðræðunum við banda- rísk yfirvöld um að hverfa frá smíði kjarnorkuvopna. Í þeim efnum varð þó að láta sér nægja drengskap- arloforð Kim Jong-il, sem var kominn af föður sínum Kim Il sung, leiðtoganum unaðslega og stórbrotna, í eins beinan karllegg og unnt var og varð það því að duga. Þegar að Kim þriðji hóf að sprengja kjarn- orkuvopn í tilraunaskyni og senda eldflaugar á loft og endaði með að flundra upp flaugum sem geta borið kjarnorkuvopn, þá harðnaði mjög viljinn til að grípa inn í. En um hitt þurfti ekki lengur að efast, að ekkert hafði verið að marka loforð eða annan fagurgala Kim ættarinnar fram til þessa og Bandaríkin höfðu borgað mikið fé fyrir minna en ekkert. Trump ætlar sér ekki að lenda sem fjórði maður í þeim sama pytt. Misheppnað viðmið Bandarískir samningamenn hans höfðu opinberlega rætt um að nú þyrfti Kim Jong-un að fara Líbíuleið- ina. Sem sagt þá að hann myndi eins og Gaddafí leið- togi afhenda Bandaríkjunum kjarnorkuvopn sín gegn fúlgum fjár og friðhelgi um sína daga og annarra Kimma á eftir honum. En þetta var heldur óheppileg framtíðarmynd hjá fræðingunum. Kim Jong- un veit að seinasta skjól Gaddafis starfsbróður var helsærður í holræsi undir akbraut þar sem hann lá tæplega sjötugur maður sundurskotinn svo ljósmyndarar rétt náðu af honum verðlaunamyndum áður en hann geispaði golunni. Hagur hans þarna í holræsinu var þó góður að öðru leyti. Persónulegar eigur Gaddafis voru þá taldar vera um 200 milljarðar dollara, og ekki er vitað til að svo stöndugur maður hafi áður kvatt á svona látlaus- um stað. Kim Jong-un 35 ára gamall er því sem næst helm- ingi yngri en Gaddafi og þessi verðlaunamynd úr hol- Tjaldið féll, en hvað svo ’Á þeim árum þótti það ekki jaðra við sið-ferðisbrest að leyna því ekki þótt manniþætti vænt um landið sitt og þjóð og vildi ekkigefa forræðið yfir lífsbjörginni frá sér án þess að taka slag og það jafnvel við ofureflið. Reykjavíkurbréf31.05.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.