Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Blaðsíða 8
Eggert VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2019 Sjálfstæðisflokkurinn hefur í níu-tíu ár verið bæði kjölfestan í ís-lenskum stjórnmálum og drif- kraftur framfara. Full innistæða er fyrir því þegar sagt er að enginn stjórnmálaflokkur hafi gert meira til að skapa okkar góða samfélag hér á Íslandi. Það er staðreynd sem allir flokksmenn mega með réttu vera stoltir af. Hlutverk kjölfestunnar er að standast ágjöf og láta ekki hagga sér. Hlutverk drifkraftsins er að sækja fram. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert hvort tveggja. Lykillinn að árangri Annar lykillinn að glæsilegri arfleifð og árangri flokksins eru hin tæru, sönnu og sígildu grundvallargildi sjálfstæðisstefnunnar. Enginn Sjálf- stæðismaður velkist í vafa um hvað sameinar okkur. Hinn lykillinn er samstaða flokks- manna um að vinna að framgangi þessara gilda í sameiningu, hvað sem líður blæbrigðamun eða jafnvel ágreiningi í afstöðu til einstakra mála. Vegna þeirrar samstöðu truflar það ekki Sjálfstæðismenn að vera ósammála um sumt í þágu þess að grundvallargildin nái fram að ganga. Róttæk frelsishugsjón íhaldsins Íhaldssemi er flokknum okkar vissu- lega í blóð borin en á sama tíma get- um við vel verið róttæk þegar kemur að framgangi grundvallarhugsjóna okkar, ekki síst þegar kemur að ein- staklingsfrelsi, athafnafrelsi og við- skiptafrelsi. Við erum hægriflokkur, við viljum hafa frjálst og opið mark- aðshagkerfi þar sem er réttarríki. Það var réttilega talað um „upp- reisn frjálshyggjunnar“. Glæsileg og tímabær frelsisvæðingin sem flokk- urinn okkar og forysta hans stóð fyrir á árunum fyrir síðustu aldamót var auðvitað róttæk í samhengi sinnar tíðar. Hin „gömlu gildi“ þeirra tíma voru einokun og alltumlykjandi kæf- andi opinber umsvif. Íhaldið lét sig ekki muna um að brjóta þau gömlu gildi á bak aftur í þágu frelsishug- sjónarinnar. Á sama tíma var flokkurinn í for- ystu landsmálanna þegar djarft en gæfuríkt skref var stigið með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæð- inu – skref sem allmargir á þeim tíma töldu brjóta gegn bæði stjórnarskrá og grundvallargildum sjálfstæðis- stefnunnar um sjálfstæði þjóð- arinnar. Kröfur komu fram um þjóð- aratkvæðagreiðslu, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, en þeim var ekki sinnt. Að hlusta á efasemdir Það er ekkert launungarmál að efa- semdir hafa verið uppi um svokall- aðan þriðja orkupakka innan Sjálf- stæðisflokksins að undanförnu. Við slíkar aðstæður á flokksforysta sem styður málið tvo kosti: að valta yfir efasemdaraddirnar með offorsi eða taka þær alvarlega og fara vandlega ofan í saumana á þeim. Sumir forystumenn bregða sér gjarnan í líki valtarans. Þá læra menn fljótt að standa ekki í vegi fyrir þeim. Auk þess verður ósköp þægilegt að standa í skjóli og elta síðan brautina sem rudd er – og til er fólk sem hefur sérhæft sig í að feta ruddar brautir. Þetta fyrirkomulag getur gefist mjög vel um hríð. Vandinn er að því stærri og öflugri sem valtarinn verður, því erfiðara verður fyrir fylgjendurna að sjá þegar hann stefnir ofan í skurð. Slíkt hefur endað með ósköpum. Nálgun forystu Sjálfstæðisflokks- ins hefur verið allt önnur í orku- pakkamálinu. Þó að við styddum mál- ið eftir vandlega skoðun slógum við efasemdir ekki út af borðinu heldur tókum þær alvarlega. Þær háværustu komu úr ranni Heimssýnar, samtaka andstæðinga ESB-aðildar. Til að gefa þeim sem mest vægi fengum við fyrrverandi framkvæmdastjóra Heimssýnar til að gera úttekt á málinu. Niðurstaða hans var að efasemdirnar styddust ekki við sterk rök. Fram á sjónarsviðið kom virtur sérfræðingur í lögum sem lýsti efa- semdum um að málið stæðist stjórn- arskrá. Til að gefa efasemdum hans sem mest vægi leituðum við sér- staklega til hans. Niðurstaðan var út- færsla sem hann telur hafið yfir allan vafa að standist stjórnarskrá. Andstæðingar málsins líktu því við Icesave og lögðu til svipaðan leið- angur og þá var farinn. Til að gefa þessu sjónarmiði sem mest vægi var leitað álits hjá dómaranum í Icesave- málinu. Niðurstaða hans var að hér væri hreint ekkert Icesave-mál á ferðinni. Þvert á móti væri vandséð hvernig það þjónaði íslenskum hags- munum að leggja í þann leiðangur sem andstæðingar málsins lögðu til. Við þetta bætist hafsjór af mál- efnalegum svörum við bæði rétt- mætum spurningum sumra og hrein- ræktuðum rangfærslum annarra. Með yfirvegaðri og málefnalegri nálgun, án alls yfirgangs, hefur myndast breið samstaða um málið á þingi. Eftir standa fáeinir menn sem tala við sjálfa sig og framkalla næsta stig fyrir ofan storm í vatnsglasi, sem er fellibylur í fingurbjörg. Því verður þó ekki neitað að þeim hefur því mið- ur tekist með upphrópunum og ítrek- uðum rangfærslum að rugla of marga í ríminu. Það var auðvitað tilgang- urinn. Áfram kjölfesta og drifkraftur Það er mikilvægt að átta sig á að það felst engin stefnubreyting í því fyrir Sjálfstæðisflokkinn að styðja þriðja orkupakkann. Þvert á móti væri það stefnubreyting að leggjast gegn því viðskiptafrelsi sem hann boðar og hefur áður verið bæði dyggilega stutt og samþykkt í orkumálum af hálfu þeirra sem á undan gengu. Veltingurinn sem málið hefur vald- ið mun þegar upp er staðið verða okk- ur áminning um það hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn er bæði drif- kraftur og kjölfesta í íslenskum stjórnmálum og mun verða það áfram. Kjölfestan og drifkraftur framfara Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’ Íhaldssemi er flokkn-um okkar vissulega íblóð borin en á sama tímagetum við vel verið róttæk þegar kemur að framgangi grundvallarhugsjóna okkar. Happy Talk kertastjakar kr. 6.900, 9.800 og 16.000 Spiladósir kr. 6.600 Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Veislan á heima í Hörpu Rými sem henta fyrir hverskyns tilefni Nánar á harpa.is/veislur Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.