Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2019 Kirkjan á Ingjaldshóli á utanverðu Snæfellsnesi, sem reist var árið 1903, setur sterkan svip á umhverfi sitt. Margar sögur eru til um þenn- an stað, svo sem um tiginn mann sem þarna á að hafa haft vetursetu ár- ið 1477 til að kynna sér siglingar norrænna manna vestur um haf. Í slík- um ferðum átti hann svo síðar eftir að láta að sér kveða, svo nafn hans lifir enn. Hver var maðurinn? MYNDAGÁTA Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hver var á Ingjaldshóli? Svar: Hér er spurt um hinn fræga Kristófer Kólumbus. Ferð hans til Nýja heimsins 1492 var fyrsta skjalfesta ferð Evrópubúa til Ameríku, eftir að norrænir menn höfðu gefið land- nám þar upp á bátinn. Engin staðfesting er þó fyrir því að Kólumbus hafi verið á Íslandi, að- eins getgátur. ÞRAUTIR OG GÁTUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.