Morgunblaðið - 01.07.2019, Síða 1
M Á N U D A G U R 1. J Ú L Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 152. tölublað 107. árgangur
ÞARF NOKKUR
GÖNG Í VEST-
URBYGGÐ
DREYMIR
UM SELÁ
ALLT ÁRIÐ
VILL SKAPA
MENNINGAR-
UMRÆÐU
RATCLIFFE Í SELÁ 6 BOÐN DÆMIR LJÓÐ 29MÁNUDAGSVIÐTALIÐ 11
Eftirlitsmyndavélum hefur verið
komið upp við bæjarmörk á Hellu og
Hvolsvelli, áþekkum þeim sem finna
má á Seltjarnarnesi, í Kópavogi og í
Garðabæ. Þá eru myndavélar við bæj-
armörk Selfoss.
Sveinn Kristján Rúnarsson, yfir-
lögregluþjónn hjá lögreglunni á Suð-
urlandi, segir vélarnar nýtast með
margvíslegum hætti. „Við höfum not-
að myndir úr þessu við rannsóknir hjá
okkur. Bæði í innbrotamálum og þeg-
ar við erum að leita að fólki sem hefur
horfið. Þetta getur satt að segja nýst í
mjög mörgum tegundum mála, til
dæmis fíkniefnamálum,“ segir hann,
en lögreglan hefur ein aðgang að efni
úr myndavélunum sem er aðgengilegt
í takmarkaðan tíma. Þá er eftirlitið
ekki viðvarandi, heldur grípur lög-
regla aðeins til þess þegar sérstök
þörf krefur. „Myndavélarnar taka
myndir af bílnúmerum og við getum
síðan flett bílnúmerum upp í kerfinu
hjá okkur,“ segir Sveinn Kristján.
Gríðarmikil umferð er um þjóðveg
eitt gegnum Hellu og Hvolsvöll. Að-
spurður segir Sveinn Kristján að
myndavélaeftirlit á þessum stöðum sé
þó ekki eðlisólíkt því sem fram fari á
höfuðborgarsvæðinu. „Það er auðvit-
að gríðarlegt magn af myndum sem
safnast upp hjá okkur, en þetta er
ósköp svipað og á höfuðborgarsvæð-
inu,“ segir hann og tekur fram, að
ekki sé um hraðamyndavélar að ræða.
jbe@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Eftirlit Fylgst með bílaumferðinni.
Mynda
umferð á
þjóðvegi 1
Aukið eftirlit við
Hellu og Hvolsvöll
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Notkun samfélagsmiðla mælist hæst
á Íslandi meðal EES-landa og aðild-
arríkja Evrópusambandsins. Áætlað
er að um 91% Íslendinga noti sam-
félagsmiðla en næstmest notkun
mældist í Noregi, þar sem áætlað er
að um 82% landsmanna noti sam-
félagsmiðla.
Þetta eru niðurstöður rannsóknar
Eurostat, hagstofu Evrópusam-
bandsins. Guðrún Katrín Jóhann-
esdóttir, félagsfræðingur og ráðgjafi
hjá Streituskólanum, segir að notk-
un samfélagsmiðla þurfi ekki endi-
lega að vera neikvæð:
„Það er ýmislegt neikvætt og ann-
að jákvætt við notkunina. Það er svo
margt í dag sem við getum séð inni á
samfélagsmiðlum – við getum fylgst
með fjölskyldunni og fréttamiðlum
þar til dæmis,“ segir hún.
Metnotkun er hjá Íslendingum á
aldrinum 65 til 74 ára í samanburði
við aðrar þjóðir. Samkvæmt rann-
sókninni nota 65% Íslendinga í þeim
aldurshópi samfélagsmiðla, en með-
altal Evrópusambandsþjóða var 19%
í sama flokki. Næstflestir notendur
á aldrinum 65 til 74 ára eru Norður-
Makedóníumenn, en samkvæmt
rannsókninni nota 55% samfélags-
miðla.
„Þessi aldurshópur getur fylgst
með börnunum sínum og barnabörn-
um sínum í gegnum samfélags-
miðla,“ sagði Katrín.
Ísland er einnig með hæst hlutfall
notenda á aldrinum 16 til 24 ára,
98%, en notkunin er mun svipaðri
milli landa hjá ungu fólki. Næst-
flestir notendur í þessum aldurs-
flokki eru í Danmörku, Tékklandi,
Svartfjallalandi og Króatíu, 97%.
Þá mældist lægsta hlutfalll not-
enda samfélagsmiðla í Frakklandi,
42% allra landsmanna og einungis
13% þeirra sem eru á aldrinum 65 til
74 ára.
Notkun samfélagsmiðla mest á Íslandi
Ljósmynd/AFP
Samfélagsmiðlar Íslendingar eru
virkir á þeim, samkvæmt Eurostat.
Um 91% Íslendinga notar samfélagsmiðla Norðmenn næstir með um 82%
Ný rannsókn bendir til þess að
ungmenni séu þrátt fyrir reglulega
íþróttaiðkun þreklítil og með of háa
fituprósentu. 40% þeirra ungmenna
sem tóku þátt í rannsókninni og
stunduðu íþróttir við sautján ára
aldur féllu í áhættuflokk fyrir lífs-
stílstengda sjúkdóma á borð við
sykursýki 2 og hjarta- og æða-
sjúkdóma.
„Við gætum spurt okkur: Gæti
verið að kyrrseta sé svo mikil milli
æfinga að æfingarnar dugi ekki til
að halda holdafari ákjósanlegu og
þreki góðu? Gæti verið að fæðuval
sé svo slæmt að regluleg íþrótta-
iðkun vinni ekki gegn þessari um-
framfitusöfnun?“ spyr íþróttafræð-
ingurinn Selmdís Þráinsdóttir. »4
Hreyfing regluleg
en fituprósenta há
Mávarnir sveimuðu áræðnir yfir Skarfabakk-
anum í Reykjavík í kvöldsólinni og biðu þess að
fá sinn skerf af afla dagsins, innyflin sem veiði-
menn á sportbátnum við strendur Grafarvogs
láta svo góðfúslega af hendi. Sennilega er allra
hagur af því fyrirkomulagi.
Í baksýn er enn eitt skemmtiferðaskipið, frá
Bermúda í þetta sinn, sem sigldi að landi til
stuttrar viðkomu í höfuðborginni.
Veiðitúr í Kollafirði
Morgunblaðið/Hari
Stolt siglir fleyið og sportbáturinn
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Stjórnendur álversins í Straumsvík
fylgjast grannt með þróun nýrrar
tækni sem gæti gjörbreytt losun koldí-
oxíðs frá álframleiðslu.
Með tækninni yrðu innleidd óbrenn-
anleg rafskaut í kerunum en þau eru nú
úr kolefni. Það binst súrefni úr súráli og
þá myndast koldíoxíð. Með óbrennan-
legum rafskautum myndi framleiðslan
einkum losa súrefni í stað koldíoxíðs.
Slík breyting gæti haft gífurleg áhrif
á kolefnisbókhald í álframleiðslu ef
þessar tilraunir takast og hægt væri að
innleiða þetta í álverum.
Tölvufyrirtækið Apple leiddi saman
álframleiðendurna Rio Tinto og Alcoa
sem voru framarlega í rannsóknum á
þessu sviði. Þróunin fer fram í Kanada
og styðja þarlend stjórnvöld hana.
Horft til næsta áratugar
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á
Íslandi, segir markmiðið að tæknin
verði orðin nógu þróuð til notkunar í til-
raunaverksmiðju árið 2024.
Áður en slík tækni komi til álita í ál-
verinu í Straumsvík muni fyrirtækið
vinna að áætlun um að dæla niður kol-
díoxíði í jarðlögin umhverfis álverið.
Markmiðið sé að álverið verði orðið kol-
efnishlutlaust 2040.
Norsk Hydro hugðist kaupa álverið í
Straumsvík í fyrra. „Það er greinilega
áhugi á að kaupa fyrirtækið. Viðræður
komust langt en ekki varð af kaupun-
um. Það var óvænt að þetta gekk ekki
eftir en við erum áfram hluti af Rio
Tinto sem er traustur bakhjarl,“ segir
Rannveig. Fjallað er um 50 ára afmæli
framleiðslunnar í Morgunblaðinu í dag.
Breytir miklu fyrir álver
Ný tækni gæti mögulega dregið mikið úr losun koldíoxíðs frá álverum á Íslandi
Stjórnendur álversins í Straumsvík skoða tæknina og niðurdælingu koldíoxíðs
Mikil fjárfesting
» Rannveig segir álverið í
Straumsvík eiga sér bjarta
framtíð en 50 ár eru í dag frá
gangsetningu keranna.
» Árin 2012-2014 hafi verið
fjárfest fyrir 63 milljarða í ein-
um fullkomnasta steypuskála
heims, sem sé nú að hluta
tölvustýrður og sjálfvirkur.
M Ísland hafi þróast … »10-11