Morgunblaðið - 01.07.2019, Side 10
Morgunblaðið/Sv. Þorm.
Tímamót Álverið í Straumsvík gangsett fyrir sléttum fimmtíu árum í dag.
213 þúsund tonn í ár. Það er næstum
sjöföldun og segir Rannveig magnið
hafa þróast með svipuðum hætti og
álframleiðsla í heiminum.
Núverandi byggingar álversins
hafi upphaflega verið hannaðar fyrir
150 þúsund tonna framleiðslu á ári.
Með aukinni sjálfvirkni og þjálfun
starfsfólks hafi tekist að auka fram-
leiðsluna. Steypuskáli álversins sé
nú mjög fullkominn á heims-
mælikvarða, að hluta tölvustýrður
og sjálfvirkur.
Frá árinu 2012 hafi þar verið
framleiddir boltar sem skili álverinu
meiri tekjum. Öll framleiðslan sé nú
eftir sérpöntunum sem skili auknum
virðisauka af framleiðslunni í
Straumsvík.
Kom með ýmsar nýjungar
Rannveig segir afmæli
álframleiðslunnar ekki aðeins
tímamót fyrir fyrirtækið heldur líka
atvinnusögu Íslands. Álframleiðsla
hafi orðið ein af undirstöðunum í
efnahagslífinu.
„Með álverinu í Straumsvík komu
ýmsar nýjungar til landsins. Á
myndum frá gangsetningunni má
sjá menn með hjálma sem var frem-
ur nýtt fyrir Íslendingum. Notkun
þeirra á byggingarsvæðum var enda
ekki orðin almenn eins og nú er.
Það hefur eflt mjög tækni-
menntun í landinu og þróun hennar
að hafa möguleikann á að starfa
hérna. Margir starfsmenn hafa hér
kynnst tækni og síðan menntað sig á
þeim sviðum. Frá upphafi var hér
talsverður fjöldi tæknimenntaðra Ís-
lendinga og frá árinu 1997 hafa Ís-
lendingar séð alfarið um rekstur ál-
versins,“ segir Rannveig.
Afleiddu störfin um 1.500
Um 400 manns starfa nú í álverinu
og má ætla að afleidd störf vegna
starfseminnar í Straumsvík gætu
verið í kringum 1500, miðað við áætl-
anir Samáls á heildarfjölda afleiddra
starfa í greininni. Skiptast þau milli
verktaka og fyrirtækja sem þjón-
usta álverið.
„Á þessum 50 árum hefur Ísland
þróast með okkur. Margt af því sem
álverið varð að gera sjálft í gamla
daga er nú hægt að kaupa sem þjón-
ustu, t.d. ýmsa sérhæfða smíða- og
viðhaldsvinnu. Við þurftum í meira
mæli að gera við tæki sjálf, eða jafn-
vel senda þau til útlanda í viðgerð.
Nú eru komin verkstæði á Íslandi
sem ráða við flókin búnað og mikla
sjálfvirkni. Iðnaðurinn hefur þróast
og við höfum markvisst stuðlað að
því. Fyrirtækin hafa þróað búnað
fyrir áliðnaðinn sem við höfum próf-
að. Þau hafa svo flutt búnaðinn út og
selt öðrum verksmiðjum,“ segir
Rannveig.
Skilar meiri starfsánægju
Hún segir fyrirtækið einkum hafa
gert tvennt til að þróa verksmiðjuna.
Annars vegar aukið sjálfvirkni og
hins vegar menntað starfsfólk í Stór-
iðjuskóla álversins og ráðið há-
menntaða tæknimenn til starfa.
„Í Stóriðjuskólanum kennum við
grunnfög eins og ensku og svo fræð-
um við nemendur um málminn,
framleiðsluna og efnafræðina. Við
kennum fólki líka að koma fram og
standa fyrir máli sínu, nokkuð sem
skólakerfið gerði ekki á árum áður.
Stóriðjuskólinn eykur starfsánægju,
sjálfstæði og sjálfstraust,“ segir
Rannveig sem átti frumkvæði að
stofnun skólans.
Hún segir þessa stefnu eiga þátt í
lítilli starfsmannaveltu.
Sjálf er hún þriðji forstjórinn á 50
árum. Ragnar Halldórsson varð
fyrstur forstjóri en hann verður
níræður í haust. Christian Roth var
svo forstjóri þar til Rannveig tók við
starfinu árið 1997. Hún hóf störf í ál-
verinu 1990.
Ísland hefur þróast með álverinu
50 ár frá gangsetningu álversins í Straumsvík Forstjóri Rio Tinto á Íslandi segir áhrifin mikil
Starfsemin hafi eflt iðnað og verkþekkingu á Íslandi og orðið ein af undirstöðum efnahagslífsins
Álver ISAL í Straumsvík í 50 ár
200
150
100
50
0
1969 1974 1979 1984 1989 1994 1999 2004 2009 2014 2019
213 þúsund tonna áætluð árs-
framleiðsla 2019
200 þúsund tonna ársframleiðsla 2014
2019 Tæplega
400 manns
starfa hjá ISAL
í Straumsvík
1980 40 nýjum kerum
bætt við í kerskála 2
1970 40 nýjum kerum
bætt við í kerskála 1
1972 Kerskáli 2 tekinn í
notkun með 120 kerum
2012 Framleiðsla
bolta hefst
1966 Fyrirtækið stofnað af
Alusuisse með samningum
við ríkisstjórn Íslands
1969 Framleiðsla hefst
1. júlí 1969 með 33 þúsund
tonna framleiðslugetu
1997 Kerskáli 3
tekinn í notkun
160 ný ker
bætast við
1969 Framleiðslu-
afurðin er barrar
2010 Nýr langtíma
raforkusamningur
við Landsvirkjun
sem gildir til 2036
Heimild: ISAL/Rio Tinto
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Straumsvík Um 400 manns starfa nú hjá álverinu. Út frá áætlun Samáls er talið að afleidd störf séu um 1.500.
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Það var á sjöunda áratugnum sem
tveir af ráðamönnum svissneska ál-
fyrirtækisins Alusuisse fengu þá
hugmynd í flugi yfir Íslandi að land-
ið hentaði undir áliðnað. Sáu þeir
Vatnajökul og möguleika til að
beisla vatnsaflið fyrir áliðnað.
Úr varð að Alusuisse stofnaði Ís-
lenzka álfélagið um rekstur álvers í
Straumsvík með samningum við
ríkisstjórn Íslands. Búrfellsvirkjun
skyldi tryggja álverinu orku. Það
var svo á þessum degi fyrir 50 árum
sem fyrstu kerin voru gangsett.
Dr. Bosshard, tæknilegur fram-
kvæmdastjóri Íslenzka álfélagsins,
bauð Morgunblaðinu að fylgjast með
upphafi álvinnslunnar.
„Kerið, sem fyrst var sett af stað,
er nyrzt í hinum 650 metra langa
kerskála og erfiðleikar við það voru
mestir, þar eð kryolitið, sem raf-
greiningin fer fram í kemur í föstu
formi til landsins. Því þurfti fyrst að
bræða það, áður en súrálið, hráefnið,
yrði sett í kerið,“ sagði í frétt
Morgunblaðsins 2. júlí 1969.
Svarthvíta ljósmyndin hér fyrir
ofan er af gangsetningunni.
Hefur fylgt heimsframleiðslu
Álverið í Straumsvík hefur tvisvar
skipt um eigendur. Alusuisse seldi
það til Alcan sem síðan seldi það nú-
verandi eiganda, Rio Tinto.
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto
á Íslandi, áætlar að álverið hafi
framleitt um 6,2 milljónir tonna af
áli frá gangsetningunni 1969.
Miðað við tölur Evrópsku álsam-
takanna séu ¾ álsins enn í umferð.
Framleiðslan hefur aukist úr 33
þúsund tonnum fyrsta starfsárið í
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2019
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Afgreiðslutími:
9-18:30 virka daga
10-16:00 laugardaga
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af
heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á
persónulega þjónustu og hagstætt verð.
• Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur
• Frí heimsendingarþjónusta