Morgunblaðið - 01.07.2019, Side 13

Morgunblaðið - 01.07.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2019 BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Alexander G. Kristjánsson alexander@mbl.is Donald Trump varð í gær fyrstur sitj- andi Bandaríkjaforseta til að stíga fæti inn í Norður-Kóreu, en forsetinn fundaði óvænt með Kim Jong-Un, ein- ræðisherra þar í landi, á heimleið sinni frá G20-fundinum í Osaka í Japan fyrir helgi. Fundurinn var haldinn í Frelsishús- inu sunnan landamæra Kóreuríkjanna, en áður en hann hófst steig Trump nokkur skref inn fyrir landamæri Norður-Kóreu í fylgd Kim, við mikla ánægju ljósmyndara sem festu sögu- legan atburðinn á filmu. Trump varð í fyrra fyrstur Banda- ríkjaforseta til að eiga fund með ein- ræðisherra Norður-Kóreu þegar þeir Kim hittust í Singapúr til að ræða mögulega kjarnorkuafvopnun Kór- euríkisins. Þrátt fyrir tímamótafund og mikla fjölmiðlaathygli var uppskeran heldur rýr: gefin var út sameiginleg yfirlýsing þess efnis að unnið yrði að kjarnorkuafvopnun. Segja má að kveðið hafi við sama tón á fundi gærdagsins, þeim þriðja sem leiðtogarnir eiga. Skipaðir verða starfs- hópar til að yfirfara kjarnorkuáætlun. „Á fundinum gafst tækifæri til að koma stöðnuðum viðræðum aftur af stað,“ sagði David Kim, sérfræðingur hjá Asíuútibúi Stimson-hugveitunnar, í samtali við AFP. „Það sem við þurfum nú er innihald, ekki umbúðir.“ Norðurkóresk stjórnvöld hafa á und- anförnum árum framkvæmt sex kjarn- orkutilraunir og komið sér upp lang- drægum eldflaugum sem drífa til meginlands Bandaríkjanna. Markmið bandarískra stjórnvalda er að semja við ríkið um að láta af þróun kjarna- vopna en í staðinn vilja Norður- Kóreumenn að efnahagsþvinganir, sem ríkið hefur verið beitt, verði aflagðar eða á þeim slakað í það minnsta. Söguleg skref inn í forboðna ríkið  Trump fundaði óvænt með Kim Saga stríðs, njósna, kjarnorkusamninga og eldflauga Samskipti Bandaríkjanna og N-Kóreu frá 1945 Myndir: AFP Photo/National Archives/US Defence/Kim Jae-hwan/KNS/Korea News Service Files/KCNA via KNS Stríð á Kóreuskaga Njósnir Á hryðjuverkalista KjarnorkutilraunirNýr leiðtogi og aukin samskipti „Öxulveldin illu“ Nýr Kim í brúnni Öll Bandaríkin skotmark 1950 Norður-Kórea ræðst inn í suðrið. Bandaríkjamenn leiða bandalag sem nær aftur valdi á Seúl, höfuðborg S-Kóreu. Mynd: F-86 Sabre-vél bandaríska flughersins sveimar yfir MIG-sundi í Norður-Kóreu 5. september 1953. 1945 Kóreuskaga skipt upp eftir 38. breiddargráðu milli norðursins, undir verndarvæng Sovétmanna, og lýðveldisins í suðri, stutt af Bandaríkjamönnum. 1953 Samkomulag um vopnahlé (en þó ekki fullkominn friðarsamningur) undirritað. Bandaríkin hefja viðskiptaþvinganir gegn N-Kóreu. 1968 N-Kóreumenn handsama áhöfn bandaríska njósnaskipsins USS Pueblo. Áhöfnin er í haldi í 11 mánuði. N-kóresk stjórnvöld halda því fram að skipið hafi verið í þeirra landhelgi. Bandaríkin neita sök. 1969 N-Kóreumenn skjóta niður banda- ríska njósnaflugvél. Október 2000: Mótmælendur í Seúl krefjast þess að Norður-Kórea biðjist afsökunar á sprengingunni árið 1987. Mynd: USS Pueblo yfirtekið 23. janúar 1968. 1987 N-Kóreumenn sakaðir um að koma fyrir sprengju í farþega- flugvél suðurkóreska félagsins Korean Air. Allir um borð, 115 manns, létust er sprengjan sprakk yfir Andaman-hafi. Mynd: Þúsundir Norður-Kóreubúa tilbiðja risastyttu af Kim Il-Sung einræðisherra . Mynd útgefin af ríkissjónvarpsstöð Norður-Kóreu 4. september 1998 sýnir eldflaugatilraunina. 1994 Júní: Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heimækir N-Kóreu og fundar með Kim Il-Sung. Júlí: Kim Il-Sung deyr. Kim Jong-Il, sonur hans, tekur við sem einræðis- herra Norður-Kóreu. Október: Norður-Kórea undirritar samkomulag umað leggja niður kjarnorkuáætlanir sínar í skiptum fyrir uppbyggingu á kjarnorku- verum fyrir almenna orkufram- leiðslu. 1998 Norður-Kóreumenn prufukeyra fyrstu langdrægu eldflaug sína. 1999 Kim Jong-Il lýsir yfir frestun á eld- flaugatilraunum. Bandarísk stjórn- völd slaka á efnahagsþvingunum. 1988 Bandaríkin setja N-Kóreu á svartan lista sinn yfir ríki sem styðja við hryðjuverk. 2000 Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, heimsækir Pyongyang. 2004 Norðurkóresk stjórnvöld hafna öllum viðræðum við ríkisstjórn Bush. 2011 Kim Jong-Il deyr. Sonur hans, Kim Jong-Un, tekur við völdum. 2005 N-Kórea hefur eldflaugatilraunir á ný, eftir hlé frá 1999. Stjórnvöld kenna„fjandsamlegri“ stefnu Bush um. 2006 Fyrsta tilraun Norður-Kóreu með kjarnorkuflaugar. 2013 Kim Jong-Un lætur framkvæma fyrstu kjarnorkuflaugatilraun sína. Mynd sem ríkissjónvarpsstöð Norður- Kóreu deildi 22. október 2006 og sýnir hermenn fagna vel heppnaðri kjarnorkuflaugatilraun. Mynd frá 30. nóvember 2017 sem sýnir flugtak Hwasong-15 flaugar, sem N-Kóreumenn segja drífa hvert á land sem er í Bandaríkjunum. 2002 George W. Bush Bandaríkjaforseti kallar N-Kóreu, Írak og Íran öxulveldin illu (e. axes of evil), hugtak sem verður lengi í minnum haft. 2009 Önnur kjarnorkuflaugatilraun Norður-Kóreu, í þetta sinn neðan- jarðar. Mynd: Kim Jong-Un fylgir föður sínum til grafar 28. desember 2011. 2016 Tvær kjarnorkuflaugatilraunir til viðbótar. 2017 Fleiri kjarnorkutilraunir. Kim Jong- Un lýsir því yfir að kjarnorku- flaugar ríkisins drífi nú til alls landsvæðis Bandaríkjanna. Júní: Bandarískur nemi, Otto Warmbier, sendur heim með heilaskaða eftir mánuði í varðhaldi í N-Kóreu. Hann deyr nokkrum dögum síðar. Ágúst:Donald Trump Bandaríkja- forseti hótar N-Kóreu öllu illu ef stjórnvöld hætta ekki að hóta Bandaríkjunum. September: Sjötta kjarnorkutilraun N-Kóreu, talin vera vetnissprengja. Fundir AFP/B. Smialowski 30. júní 2019 Donald Trump stígur yfir landamæri Norður-Kóreu fyrstur Bandaríkjaforseta, í fylgd Kim Jong-Un. 12. júní: Sögulegur fundur Kim Jong-Un ogDonaldsTrump í Singapúr. Leiðtogarnir gefa út yfirlýsingu umað unnið skuli að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga. 2018 30. júní 27. febrúar: Öðrum fundi leiðtoganna lýkur án samkomulags. 2019 Alexander G. Kristjánsson alexander@mbl.is Frans Timmermans, leiðtogi jafn- aðarmanna á Evrópuþinginu, verður að öllum líkindum næsti forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins. Leiðtogafundur ESB, þar sem til stóð að taka ákvörðun um útnefn- inguna, stóð enn yfir er Morgun- blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Timmermans var oddviti jafnaðar- manna og þar með frambjóðandi bandalags þeirra til annars tveggja valdamestu embætta sambandsins. Jean-Claude Juncker, núverandi for- seti, lætur af embætti 1. nóvember. Meðal baráttumála Timmermans er að koma á lágmarkslaunum innan sambandsins með það fyrir augum að minnka launamun milli aðildarríkja. Ríkjum yrði þó eftir sem áður heimilt að setja sín eigin lágmarkslaun, svo fremi sem þau væru hærri en viðmið sambandsins. Þá vill hann nýta sam- bandið sem vettvang til að taka á skattaundanskotum stórfyrirtækja sem nýta sér gloppur í skattareglum milli ríkja til að lækka greiðslur sínar til samfélagsins. Einstaka ríkis- stjórnir geti ekki tekið á slíku al- þjóðavandamáli. AFP Áræðinn Timmermans á kosningafundi í aðdraganda Evrópukosninganna. Timmermans tekur við Evrópusambandinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.