Morgunblaðið - 01.07.2019, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2019
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin handavinnustofa kl. 9-12.
Handavinnuhópur kl. 12-15.30. Félagsvist með vinningum kl. 12.45.
Opið innipútt og 18 holur útipúttvöllur. Hádegismatur kl. 11.40-12.45.
Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. 535-2700.
Boðinn Bingó kl. 13.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Lista-
smiðja opin kl. 9-16. Hugmyndabankinn opinn kl. 9-16. Línudans kl.
10. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30. Gáfumannakaffi kl. 14.30.
Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13.15 kanasta.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45.
Hádegismatur er kl. 11.30, frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum
með Margréti kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest-
ur kl.11, hádegisverður kl.11.30, ganga með starfsmanni kl.14, síð-
degiskaffi kl.14.30, bíó í betri stofunni kl.15.30. Uppl. í s. 4112760.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, vatnsleikfimi í Sund-
laug Seltjarnarness kl. 18.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Freyja frænka
okkar lést 16. júní
sl. eftir harða bar-
áttu við krabba-
mein. Þessi hæg-
láta og einbeitta kona sem
ætlaði sér sigur varð að lúta í
lægra haldi fyrir þessum vá-
gesti sem virðist stundum engu
eira. Hún var svo sannarlega
ekki ein í baráttunni; Harri eig-
inmaður hennar og fjölskyldan
sem og systkini Freyju og fjöl-
skyldur þeirra stóðu þétt við
bakið á henni og hún var um-
vafin ástúð þeirra og umhyggju
allt þar til yfir lauk. Það var
bæði aðdáunarvert og yndislegt
að finna og sjá hversu mikils
kærleiks hún naut allan tímann
og hvað þau stóðu öll þétt sam-
an til að gera Freyju baráttuna
sem bærilegasta. Það sefar
Freyja Kristín
Leifsdóttir
✝ Freyja Krist-ín Leifsdóttir
fæddist 7. janúar
1962. Hún lést 16.
júní 2019. Útför
hennar fór fram
22. júní 2019.
sorgina nú þegar hún
er sárust.
Hryggðar hrærist
strengur
hröð er liðin vaka
ekki lifir lengur
ljós á þínum stjaka.
Skarð er fyrir skildi
skyggir veröldina
eftir harða hildi
horfin ertu vina.
Klukkur tímans tifa
telja ævistundir
ætíð lengi lifa
ljúfir vinafundir.
Drottinn veg þér vísi
vel þig ætíð geymi
ljósið bjart þér lýsi
leið í nýjum heimi.
(Hákon Aðalsteinsson)
Kæri Harri og fjölskylda, Vig-
fús, Heimir, Lovísa og fjölskyld-
ur, sendum ykkur innilegustu
samúðarkveðjur vegna fráfalls
Freyju. Blessuð sé minning
hennar.
Jóna og Klara
Matthíasdætur.
Hún hefur kvatt
um sumarsólstöður.
Þeim fækkar enn í
saumaklúbbnum,
þessum afburðaskemmtilega
saumaklúbbi, sem mér var boðin
þátttaka í fyrir tæpum sextíu ár-
um. Farnar eru Soffía, Ella
Torfa, Gússí og nú hún Sigrún
mín blessuð. Ég var yngst en ég
kunni að dansa charleston og átti
að kenna þeim dansinn. Þetta var
saumaklúbbur með stæl. Mikið
talað og hlustað á tónlist en einn-
ig mikil handavinna. Ekki man ég
hvað árin voru mörg en klúbb-
urinn riðlaðist í sundur eftir því
Sigrún
Sigurðardóttir
✝ Sigrún Sigurð-ardóttir fædd-
ist 28. ágúst 1929.
Hún lést 17. júní
2019.
Sigrún var jarð-
sungin 25. júní
2019.
sem árin liðu.
Áfram hittumst
við þó hjá Soffíu
og síðast hjá Sig-
rúnu í Kópavogin-
um í hádegismat.
Sigrún var fal-
leg kona, vel
greind og leiftr-
andi skemmtileg
þegar sá gállinn
var á henni en hún
var sjálfri sér
verst og gekk í gegnum marga
öldudali í lífinu, en virtist alltaf
komast í gegnum þá. Hún sneri
sér að málaralist á seinni árum
og voru allir veggir í litlu íbúð-
inni hennar þaktir myndum.
Kannski stofnum við allar
saman saumaklúbb hinum megin
þegar þar að kemur. Þakka þér
allar okkar skemmtilegu sam-
verustundir, sjáumst síðar.
Þín
Sif Aðils (Dúdú).
Elskuleg móðir
mín Bjarnveig
Karlsdóttir, eða
Badda eins og vin-
konur hennar kölluðu hana, var
borin til grafar 8. febrúar síð-
astliðinn frá Grafarvogskirkju.
Mamma var myndarleg kona
og yfirleitt létt í lund þrátt fyr-
ir að stundum hafi gefið á bát-
inn hjá henni en húsmóðir var
hún fyrst og fremst og tók það
hlutverk mjög alvarlega og var
einstaklega smekkleg og vand-
virk í því sem hún tók sér fyrir
hendur hvort sem það var við
matargerð eða annað sem til-
heyrði heimilisstörfum. Lagði
metnað í að allir ástvinir fengju
góðan og hollan mat og var
ekkert til þess sparað, hafði
hún unun af að dekra við
barnabörnin þegar þau voru í
pössun sem var ansi oft og þá
var mikið að gera í eldhúsinu
Bjarnveig
Karlsdóttir
✝ BjarnveigKarlsdóttir
fæddist 22. janúar
1933. Hún lést 27.
janúar 2019.
Bjarnveig var
jarðsungin 8. febr-
úar 2019.
og veitti það henni
mikla gleði. Þó svo
að húsmóðurstörf-
in hafi verið fyr-
irferðarmest á
hennar starfsævi
hafði hún unnið við
ýmis önnur störf,
inn á milli vann
hún við verslunar-
störf og einnig á
leikskóla ásamt
heilmiklum prjóna-
skap á ullarvörum sem var vin-
sæl aukavinna fyrr og nú. Sam-
búð og hjónaband foreldra
minna varði í rúm 55 ár og má
segja að þau hafi eigi mátt
hvort af öðru sjá þann tíma og
nutu þau elliáranna saman fyr-
ir utan nokkra mánuði er móð-
ir mín neyddist til að fara á
hjúkrunarheimili vegna veik-
inda og svo það tæpa ár sem
hún lifði eiginmann sinn.
Mamma var alltaf til staðar
fyrir ástvini sína og þakka ég
henni allar gjafirnar og um-
hyggjuna sem hún og pabbi
veittu mér og mínum börnum.
Elsku mamma, blessuð sé
minning þín.
Þinn sonur,
Karl Rúnar Sigurbjörnsson.
Elsku Halla mín,
þá er ferð þinni hér
í þessum heimi lok-
ið en ég veit að það
hefur verið tekið
vel á móti þér þarna hinumegin.
Ég veit í raun ekki hvernig þær
mamma og Halla kynntust en
Halla og Doddi voru bara alltaf
hluti af minni æsku og án þess
að vera blóðtengd þá tengdist
ég þeim meira en mörgum
skyldmennum. Heimili þeirra
var alltaf opið fyrir okkur systk-
inin og þrátt fyrir mörg börn
þeirra þá munaði þau ekki um
að fá okkur líka sem hálfgerða
heimalninga sem var hreint
ótrúlegt þegar hugsað er til
baka.
Flestar eru minningarnar frá
Skriðustekknum þar sem ég var
daglegur gestur eða eiginlega
bara hluti af fjölskyldunni. Þar
áttum við Halla oft gott og
gagnlegt spjall um hitt og þetta
í lífinu. Hvort sem hún sat á
„prikinu“ sínu í eldhúsinu eða
við strauvélina þá gaf hún sér
alltaf tíma til að spjalla og gefa
Hallveig
Ólafsdóttir
✝ Hallveig Ólafs-dóttir fæddist
19. júlí 1929. Hún
lést 15. júní 2019.
Útför Hallveigar
fór fram 28. júní
2019.
af sér og sinni lífs-
visku. Þá var nú
ekkert eins spenn-
andi og að fá að
fara með Mogga-
bílnum niður í
vinnu hjá þeim
hjónum en þau
unnu bæði hjá
Morgunblaðinu og
þegar prentað var í
Aðalstrætinu var
þetta algjört ævin-
týri að koma þangað. Góðar og
skemmtilegar minningar frá
Skriðustekknum rifjast upp og
ófáar stundirnar undir stofu-
borðinu að horfa á sjónvarpið,
búa til bílabraut eftir öllu hús-
inu eða aðrir skemmtilegir leik-
ir. Það var alltaf hægt að
föndra og leika sér. Heita kakó-
ið og smurða brauðinu dýft út í
og ógleymanlega sunnudags-
steikin sem var einstakur við-
burður og yndisleg minning.
Það er óhætt að segja að þau
hjónin, Halla og Doddi, hafi
reynst okkur systkinunum og
mömmu auðvitað alveg einstak-
lega vel. Kærar þakkir fyrir
okkur, elsku Halla, og skilaðu
kveðju til Dodda.
Kæru Einar, Kristín, Sigga,
Solla, Birgir og Þór, okkar inni-
legasta samúðarkveðja til ykkar
og fjölskyldna ykkar.
Ýr og Stefán (Trimmi).
Ég kveð í dag
elskulegan frænda
minn, Böðvar Jóns-
son málarameistara,
Miðtúni, Reykjavík,
93 ára að aldri. Böðvar bar ald-
urinn vel. Þrátt fyrir sinn háa
aldur var Böðvar skýr og vel
meðvitaður um lífið í kringum sig
og tilveruna, skemmtilegur í við-
ræðum, allt lífið út í gegn.
Böðvar andaðist 19. júní 2019,
á sama dánardegi og kona hans,
Böðvar Jónsson
✝ Böðvar Jónssonfæddist 6. júlí
1925. Hann lést 19.
júní 2019.
Útför Böðvars
fór fram 28. júní
2019.
Stella Árnadóttir,
sem lést árið 2007 á
sjálfan kvenréttinda-
daginn, en Stella var
mikil kvenréttinda-
kona. Enginn veit
sína ævi fyrr en öll er.
Stella og Böðvar
eignuðust þrjá syni,
Jón Einar, Björn og
Árna. Allir lifa þeir
foreldra sína.
Ég bið þig, frændi
minn, að bera Stellu kveðju mína.
Samúðarkveðjur til bræðr-
anna, Jóns Einars, Björns og
Árna, og Bozena Zofia Tabaka.
Það er alltaf erfitt að verða
viðskila við sína.
Þín frænka,
Borghildur Maack.
Kynni okkar Al-
berts hófust fyrir ca.
15 árum þegar hann kom tíma-
bundið í land og vann við störf í
landi.
Albert var mikill sögumaður,
kunni ótal sögur og hafði gaman af
að segja frá.
Albert var heljarmenni að
burðum, vakti það athygli hvaða
ofurafl og kraft hann hafði í störf-
um sínum.
Albert sýndi mér ávallt kurt-
eisi, enda virðing í báðar áttir og
hef ég ekki yfir neinu að kvarta.
Albert var alltaf tilbúinn að
rétta fram hjálparhönd.
En Albert hafði þann veikleika
að burðast með stóran poka á bak-
inu, bakpoka fullan af gaddavír, og
gaddavírinn stingur fast. Já, þeir
voru ekki miklir vinir, Bakkus og
Albert.
Tíminn er eins og vatnið
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.
(Steinn Steinarr)
Hvíl þú í friði, félagi.
Sævar Geirsson.
Ég ætla að minnast vinar míns
með nokkrum fátæklegum orðum
um sterka persónu sem hafði stór-
an og sterkan líkama en það var
líka lítið barn sem bjó innra með
honum. Það að stunda byggingar-
vinnu við misjafnar aðstæður á Ís-
landi getur oft verið erfitt. En oft
var það fyrir mig ekki það erf-
iðasta að setja upp kranann við
byggingarstaðinn. Því ég var með
krana og fyrsta kokk á meðal
vinnumanna, en það var Albert
Pétursson sem var svo sterkur að
það var ekki alltaf þörf fyrir
krana. Það var það sama ef þurfti
að lengja skurð til að koma mótum
fyrir, þá réðst hann á verkefnið
með skóflu af krafti og ef hefði
þurft að kalla til gröfu þá hefði
hún ekki verið komin á staðinn,
hann hefði fyrir löngu verið búinn
að taka skurðinn.
Hann er nú farinn frá okkur og
kominn í sólarlandið. En það sem
flýtti fyrir komu hans þangað var
það sem hefur verið að herja á
okkar samfélag í langan tíma,
þ.e.a.s. óregla.
Minning um hann mun lifa
Albert Pétursson
✝ Albert Pét-ursson fæddist
4. nóvember 1960.
Hann lést 28. maí
2019.
Minningarathöfn
um Albert fer fram
frá Fossvogskap-
ellu í dag, 1. júlí
2019, klukkan 13.
lengi meðal starfs-
manna minna og
margra fleiri. Inni-
legar samúðarkveðj-
ur til fjölskyldu og
ættingja hans.
Örn Felixson og
Helga Pálma.
Mig langar að
kveðja fyrrverandi
svila minn Albert
Pétursson, sem varð bráðkvaddur
úti í hinni stóru Ameríku 28. maí
síðastliðinn. Hann og núverandi
kona hans Susan voru nýflutt
þangað.Við kynntumst árið 1992
þegar ég munstraði mig á afla-
skipið Örfirisey RE 4 og urðum
við strax góðir vinir. Albert var
mjög félagslega sinnaður og hafði
gaman af að spjalla og var ótrú-
lega vel lesinn og fróður um ansi
margt og þú komst ekki að tómum
kofunum hjá honum. Hann var
ótrúlega nákvæmur og vandvirk-
ur í öllu sem hann gerði og þótti
mér stundum nóg um þegar lá á
að koma verkinu af, nei þetta varð
að gera alveg mjög vel, það var
mottóið hjá honum. Greiðvikinn
var hann og vildi allt fyrir alla
gera. Ég man að oft vakti hann á
frívöktum og var að flaka fisk eða
að hjálpa öðrum félögum að
gramsa eins og það var kallað að
fá sér leyfilegan skammt í soðið.
Okkar kynni urðu svo enn nánari
þegar við fórum á árshátíð hjá
Granda og hann var að vand-
ræðast með að systir konunnar
hans sem var í heimsókn á Íslandi
þyrfti að komast með. Ég sagðist
bara bjóða henni með mér og lán-
samur var ég þar og er þakklátur
Albert því að hún er konan mín í
dag. Kona Alberts þá var Sonja
Lampha og kynntust þau í Taí-
landi á sínum tíma. Við höfum
miklu minna verið í sambandi eftir
að þau skildu, Sonja og hann, en
alltaf annað slagið hittumst við og
spjölluðum. Hann hringdi til mín
rétt áður en hann fór utan og vildi
ólmur láta mig hafa fágætar ljóða-
bækur sem hann átti. Ég sá þá
þegar ég heimsótti hann í síðasta
skiptið að hann var ekki í góðum
málum. Bakkus hafði á stundum
verið hans fylgdarsveinn í gegn-
um lífið og því leist mér ekki á
framtíðina hjá honum í Amerík-
unni.
Hans er sárt saknað af öllum
sem hann þekktu. Hann var góður
maður og tryggur og trúr og sendi
ég samúðarkveðjur til hans nán-
ustu, Susan konu hans, Guðmund-
ar Hannessonar, Péturs pabba og
Indriða bróður. Guð geymi minn-
ingu Alberts Péturssonar.
Haraldur Haraldsson.