Morgunblaðið - 01.07.2019, Page 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2019
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til
Svíþjóð
AIK – Malmö ............................................ 0:0
Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem
varamaður hjá AIK á 74. mínútu.
Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn
fyrir Malmö.
Norrköping – Sirius ................................ 0:1
Guðmundur Þórarinsson lék allan leik-
inn fyrir Norrköping en Alfons Sampsted
var ekki með.
Staða efstu liða:
Malmö 14 9 4 1 25:9 31
AIK 14 7 4 3 16:11 25
Djurgården 12 7 3 2 21:10 24
Gautaborg 13 6 4 3 20:12 22
Häcken 12 6 3 3 17:10 21
Norrköping 14 5 6 3 20:16 21
Hammarby 12 5 4 3 20:16 19
Elfsborg 13 4 5 4 17:19 17
Sirius 13 5 1 7 17:21 16
Östersund 13 3 6 4 13:18 15
Noregur
Bodö/Glimt – Odd ................................... 3:0
Oliver Sigurjónsson var á varamanna-
bekk Bodö/Glimt
Lilleström – Tromsö................................ 4:0
Arnór Smárason var í liði Lilleström
fram á 60. mínútu.
Mjöndalen – Viking ................................. 1:1
Dagur Dan Þórhallsson var á vara-
mannabekk Mjöndalen.
Samúel Kári Friðjónsson lék allan leik-
inn fyrir Viking og skoraði 1 mark. Axel Ó.
Andrésson er frá keppni vegna meiðsla.
Haugesund – Vålerenga ......................... 1:4
Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn
fyrir Vålerenga.
Staðan:
Molde 14 9 2 3 33:13 29
Bodø/Glimt 12 8 2 2 28:16 26
Odd 12 8 1 3 18:12 25
Brann 14 6 4 4 17:15 22
Vålerenga 13 6 3 4 22:18 21
Viking 12 5 3 4 19:18 18
Kristiansund 13 5 3 5 12:13 18
Rosenborg 13 5 3 5 12:15 18
Haugesund 13 4 4 5 19:17 16
Lillestrøm 13 4 3 6 14:18 15
Ranheim 13 4 3 6 14:18 15
Tromsø 13 4 1 8 12:23 13
Mjøndalen 13 2 6 5 18:24 12
Sarpsborg 11 2 5 4 10:12 11
Stabæk 11 3 2 6 7:14 11
Strømsgodset 12 2 3 7 12:21 9
B-deild:
Aalesund – Sandnes Ulf .......................... 3:1
Aron Elís Þrándarson, Davíð Kristján
Ólafsson og Daníel Leó Grétarsson léku
allan leikinn fyrir Aalesund en Hólmbert
Aron Friðjónsson fór af velli á 21. mínútu.
Jerv – Sandefjord .................................... 0:2
Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn fyrir
Sandefjord en Emil Pálsson var ekki með.
Tromsdalen – Start ................................. 1:3
Aron Sigurðarson skoraði tvö mörk og
lék allan leikinn fyrir Start og Kristján
Flóki Finnbogason fram á 56. mínútu. Jó-
hannes Harðarson er þjálfari liðsins.
Efstu lið: Aalesund 32, Sandefjord 30,
Raufoss 25, Kongsvinger 24, KFUM Oslo
23, Start 22, Ull/Kisa 20.
KNATTSPYRNA
Á AKUREYRI
Einar Sigtryggsson
einar@ma.is
Þór/KA og Valur áttust við á laug-
ardaginn í 8-liða úrslitum Mjólkur-
bikars kvenna í fótbolta. Valur hafði
ekki slegið feilpúst í allt sumar og
var Valsliðið búið að valta yfir hvern
andstæðing sinn á fætur öðrum.
Þór/KA fékk m.a. á baukinn gegn
þeim í fyrstu umferð í deildinni og
tapaði þá illa 5:2. Annað var upp á
teningnum á laugardaginn þar sem
heimakonur í Þór/KA unnu 3:2 eftir
mikinn baráttu- og spennuleik.
Nú er staðan þannig að aðeins
eitt af fimm efstu liðum Pepsi Max-
deildarinnar er eftir í bikarkeppn-
inni og topplið Vals og Breiðabliks
eru bæði úr leik.
Leikurinn var mjög jafn og
spennandi frá upphafi til enda og
komust heimakonur yfir í þrígang.
Valur jafnaði leikinn í 2:2 tíu mín-
útum fyrir leikslok en Þór/KA svar-
aði um hæl með marki frá Láru
Kristínu Pedersen. Þá fylgdi hún
eftir skoti Þórdísar Hrannar Sig-
fúsdóttur sem small í stönginni á
Valsmarkinu.
Varnarlína Þórs/KA var vel á tán-
um í leiknum og var fyrirliðinn
Arna Sif Ásgrímsdóttir eins og
drottning í ríki sínu í hjarta varn-
arinnar. Lára Kristín var einnig öfl-
ug og hjálpaði mikið til við að eiga
við Valskonur í vítateig Þórs/KA.
Skipulag liðsins var gott og Bryndís
Lára Hrafnkelsdóttir varði tvívegis
vel í byrjun seinni hálfleiks í stöð-
unni 1:1.
Landsliðssóknarmenn Vals, þær
Elín Metta, Margrét Lára, Fanndís
og Hlín, áttu í erfiðleikum en þær
náðu ekki að skapa mörg góð færi.
Fall Vals út úr bikarkeppninni verð-
ur að teljast mikið áfall fyrir liðið,
sem ætlaði sér eflaust að vinna báða
stóru titlana í sumar.
Barbára skaut Selfossi áfram
Selfoss er einnig komið í undan-
úrslit í fyrsta skipti síðan 2015, en
Selfoss tapaði í úrslitum tvö ár í röð;
2014 og 2015. Selfoss hafði betur
gegn HK/Víkingi á heimavelli, 2:0.
Eftir markalausan fyrri hálfleik skor-
aði Barbára Sól Gísladóttir tvö mörk
með fjögurra mínútna millibili í
seinni hálfleik og tryggði Selfossi sig-
ur.
Barbára er 18 ára og hefur vakið
verðskuldaða athygli í sumar. Hún
er komin með fimm mörk í níu leikj-
um í öllum keppnum og er fastamað-
ur í U19 ára landsliði Íslands. Sel-
fossliðið hefur vaxið í sumar og með
innkomu Hólmfríðar Magnúsdóttir
gengur betur. Selfoss hefur aðeins
tapað tveimur af síðustu sjö leikjum
í öllum keppnum og er til alls líklegt.
Aðeins KR orðið meistari áður
Fínar líkur eru á að nýtt nafn
verði grafið á bikarinn í ár, þar sem
KR er eina liðið í undanúrslitum
sem hefur orðið bikarmeistari. Það
gerðist síðast árið 2008. KR hefur
fjórum sinnum orðið bikarmeistari
og sex sinnum tapað í bikarúr-
slitum. Þór/KA hefur tvisvar komist
í úrslit, síðast árið 2013 og þar á
undan 1989, þá sem Þór. Selfoss
hefur tvisvar leikið til úrslita, en
Fylkir, sem hafði betur gegn ÍA á
föstudaginn var, hefur aldrei komist
í bikarúrslit.
johanningi@mbl.is
Aðeins eitt af fimm efstu
liðum deildarinnar eftir
Þór/KA og Selfoss í undanúrslit Þrjú af fjórum ekki orðið bikarmeistari
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Tvenna Mexíkóska landsliðskonan Stephany Mayor skoraði tvö mörk fyrir Þór/KA í sigrinum á Val.
Fjölnir kom sér um helgina á topp
1. deildar karla í fótbolta í hinni af-
ar jöfnu baráttu um sæti í úrvals-
deild á næstu leiktíð. Fjölnismenn
sendu skýr skilaboð um hvað þeir
ætla sér með 4:0-stórsigri á Þór.
Þar með munar þremur stigum á
liðunum en Þór er í 4. sæti.
Fjölnir komst yfir gegn Þór með
hálfótrúlegu sjálfsmarki í upphafi
seinni hálfleiks, þegar löng sending
fram völlinn fór af höfði Hermanns
Helga Rúnarssonar og í netið. Hinn
18 ára gamli Jóhann Árni Gunnars-
son skoraði svo fyrsta deildarmark
sitt í meistaraflokki og kom Fjölni í
2:0, með föstu skoti, og á lokakafla
leiksins bættu Ingibergur Kort Sig-
urðsson og Jón Gísli Ström við
mörkum.
Aðeins fimm stig skilja að Fjölni
og Víking Ó. sem er í 7. sæti eftir
markalaust jafntefli við Magna í
Grenivík. Víkingar hafa aðeins
fengið eitt stig úr síðustu þremur
leikjum sínum. Magni er enn neðst-
ur, þremur stigum frá næsta
örugga sæti.
Morgunblaðið/Hari
Skot Rasmus Christiansen reynir að koma skoti á mark Þórsara.
Fjölnismenn sendu
skýr skilaboð