Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019
BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR
SÉRBAKAÐfyrir þig
SALATBAR
ferskur allan
daginn
Sunnumörk 2, Hveragerði, og Larsenstræti 5, Selfossi • Sími 483 1919,
Almar bakari • Opið alla daga kl. 7-18
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Michelle Bachelet, mannréttinda-
fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sagði
að grafið hefði verið undan grunn-
stofnunum og réttarríkinu í Vene-
súela, þegar hún kynnti skýrslu
mannréttindaráðs samtakanna í
gær. Benti hún meðal annars á að
vegið hefði verið að pólitískum and-
stæðingum stjórnvalda og að þús-
undir manna hefðu verið pyndaðar
eða myrtar af öryggissveitum lands-
ins.
Þá kom fram í máli Bachelet að
þeir sem reyndu að nýta sér réttindi
á borð við málfrelsi og fundafrelsi
ættu á hættu að gjalda fyrir það.
Fordæmdi hún árásir gegn „raun-
verulegum og ímynduðum pólitísk-
um andstæðingum og málsvörum
mannréttinda“, sem næðu allt frá
hótunum og rógsherferðum upp í
fangelsi án dóms og laga, pyndingar,
kynferðislegt ofbeldi, manndráp og
jafnvel að viðkomandi yrði látinn
hverfa.
Aftökur tíðar
Samkvæmt skýrslunni hafa um
7.000 manns verið myrtir í aðgerðum
öryggissveita landsins á undanförn-
um 18 mánuðum, og byggist sú tala á
opinberum gögnum stjórnvalda í
Venesúela. Segir í skýrslunni að lík-
legt sé að hátt hlutfall þeirra hafi
verið tekið af lífi án dóms og laga.
Sagði Bachelet að nauðsynlegt væri
að rannsaka aftökurnar og sækja þá
sem bæru ábyrgðina til saka.
Sérsveit lögreglunnar, FAES, er
sérstaklega nefnd í skýrslunni sem
gerandi og hvatti Bachelet stjórn-
völd í Venesúela til þess að leysa
hana upp.
Sagði Bachelet einnig að rök-
studdur grunur léki á um að brotið
hefði verið á rétti almennings í land-
inu til fæðu og heilsu og að svo virtist
sem félagsleg úrræði hefðu verið
misnotuð til þess að ná stjórn á sam-
félaginu. Bachelet gagnrýndi einnig
refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og
sagði þær hafa ýtt undir versnandi
efnahagsástand og þar með gert
mannúðarvandamálið verra.
Þá lét Bachelet vera að krefjast al-
þjóðlegrar rannsóknar á meintum
mannréttindabrotum Venesúela, þar
sem hún vildi að ríkið fengi tækifæri
til þess að gera umbætur. Fagnaði
Bachelet því að 62 samviskuföngum
hefði verið sleppt úr haldi um það
leyti sem hún heimsótti landið fyrr á
árinu, auk þess sem 22 til viðbótar
var sleppt fyrr í vikunni. Hvatti hún
Venesúela til þess að sleppa öllum
sem hefðu verið fangelsaðir fyrir það
eitt að nýta sér sjálfsögð mannrétt-
indi sín.
Hafna niðurstöðunum
Stjórnvöld í Venesúela fordæmdu
hins vegar skýrsluna og sagði Willi-
am Castillo, aðstoðarutanríkisráð-
herra landsins, hana einkennast af
rörsýn á þau vandamál sem steðjuðu
að ríkinu, þar sem lögð væru á ráðin
um „valdarán“ auk þess sem Banda-
ríkin hygðu að hans sögn á innrás.
Krafðist Castillo leiðréttingar á
efni hennar og ítrekaði að stjórnvöld
í Venesúela höfnuðu því að reynt
væri að gera öryggissveitir landsins
ábyrgar fyrir glæpum.
Grafið undan réttarríkinu
Harðorð skýrsla mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um Venesúela
Um 7.000 manns sagðir hafa beðið bana á undanförnum 18 mánuðum
AFP
Venesúela Mótmæli hafa verið tíð í Venesúela að undanförnu. Ný skýrsla
Sameinuðu þjóðanna segir að grafið hafi verið undan réttarríkinu þar.
Mikill fögnuður braust út í Khartoum, höfuðborg Súd-
ans, í gær þegar greint var frá því að samkomulag
hefði náðst milli herforingjaráðsins sem nú fer með
völd og mótmælenda um friðsamleg valdaskipti.
Samkomulagið felur í sér að myndað verður nýtt ráð
með fulltrúum mótmælenda og hersins, sem stýra mun
landinu í þrjú ár og þrjá mánuði. Munu borgaraleg öfl
taka við völdunum úr hendi hersins vorið 2021.
AFP
Samkomulagi við herforingjana fagnað
Jens Stolten-
berg, fram-
kvæmdastjóri
Atlantshafs-
bandalagsins,
varaði við því í
gær að litlar lík-
ur væru á að
hægt væri að
bjarga INF-
sáttmálanum frá
1987, sem
Bandaríkin og Sovétríkin gerðu
sín á milli um útrýmingu með-
aldrægra eldflauga.
Viðræður milli Bandaríkja-
manna og Rússa til þess að bjarga
sáttmálanum sigldu nýverið í
strand, og munu Bandaríkin slíta
samkomulaginu formlega 2. ágúst
næstkomandi nema Rússar eyði-
leggi eldflaugar, sem vesturveldin
segja að stríði gegn því. Rússar
hafa hins vegar hafnað þeim ásök-
unum og sakað Bandaríkjamenn
um að reyna að koma sökinni yfir á
Rússa. Sagði sendinefnd Rússa hjá
bandalaginu í yfirlýsingu að hún
hefði staðfest að Rússar hefðu ekki
í hyggju að setja upp meðaldrægar
eldflaugar sem gætu hæft skot-
mörk í Evrópu nema Bandaríkja-
menn gerðu það.
Stoltenberg sagði að enn væri
tími til stefnu til þess að bjarga
samkomulaginu, en Rússar þyrftu
að hlíta skilmálum þess. Hann
benti á að það hefði einungis tekið
Sovétmenn nokkrar vikur árið
1987 að eyða öllum meðaldrægum
flaugum sínum. Það þyrfti því ekki
að taka langan tíma, ef sam-
komulag næðist.
Litlar líkur á að það
takist að bjarga INF
Jens
Stoltenberg
ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ
Bandarískir
gamanleikarar
og háðfuglar
syrgðu í gær á
samfélags-
miðlum þegar
fregnir bárust af
því að banda-
ríska húmor-
tímaritið MAD
myndi leggja
upp laupana í
haust. Tímaritið var stofnað árið
1952 sem háðsádeila á teikni-
myndasögur en breyttist fljótt í
spéspegil líðandi stundar.
Tímaritið komst nýlega í fregnir
þegar Donald Trump Bandaríkja-
forseti líkti Pete Buttigieg, forseta-
frambjóðanda í Demókrataflokkn-
um, við hinn seinheppna Alfred E.
Neuman, „lukkudýr“ tímaritsins.
Buttigieg viðurkenndi hins vegar
að hann hefði þurft að fletta upp
hver Neuman væri. Tímaritið hefur
komið út á ýmsum tungumálum í
gegnum tíðina, þar á meðal ís-
lensku.
MAD-tímaritið kem-
ur út hinsta sinni
BANDARÍKIN
Alfred E.
Neuman
Íranar kröfðust þess í gær að
Bretar slepptu olíuflutningaskipi
sem var stöðvað í fyrradag við Gí-
braltar, en skipið var sagt á leið-
inni til Sýrlands í trássi við við-
skiptabann Evrópusambandsins.
Sökuðu Íranar Breta um að hafa
tekið skipið að beiðni Bandaríkja-
manna, en Josip Borrell, utanrík-
isráðherra Spánar, hafði haldið
því fram. Stjórnvöld á Gíbraltar
sögðu hins vegar að engin slík
beiðni hefði borist.
Mohsen Rezai, ritari stjórnlaga-
ráðs Írans, hótaði því í gær að ef
Bretar slepptu ekki skipinu yrðu
írönsk stjórnvöld að hertaka
breskt olíuflutningaskip til þess
að svara ögrun Breta. Þá sagði ír-
anska utanríkisráðuneytið að skip-
ið hefði verið stöðvað á alþjóðlegu
hafsvæði og aðgerðir Breta því
ólöglegar. Bretar segja skipið
hins vegar hafa verið stöðvað á
bresku hafsvæði. Samþykkti dóm-
stóll í gær að skipið yrði í haldi
næstu 14 daga til viðbótar hið
minnsta.
Krefjast þess
að olíuskipinu
verði sleppt
Hóta að taka
breskt olíuskip