Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 39
ÍÞRÓTTIR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019 Áttundu heimsmeistara- keppni kvenna í knattspyrnu lýk- ur á morgun með úrslitaleik heimsmeistara Bandaríkjanna og Evrópumeistara Hollands sem eigast við í Lyon. Mótið hefur verið hin mesta skemmtun að mínu mati og ég hef verið duglegur að fylgjast með leikjunum á RÚV sem hefur gert heimsmeistaramótinu góð skil. Ég hef séð marga frábæra leikmenn leika listir sínar á völl- unum á HM í Frakklandi. Gæðin eru að aukast, leikskilningurinn er meiri og áhorfstölur í sjón- varpi hafa rokið upp, líka hér á landi, og mikil aðsókn og stemn- ing hefur verið á leikjunum. Kvennaknattspyrnan er sífellt í sókn og forseti Alþjóða- knattspyrnusambandsins lét hafa eftir sér í gær að stefna FIFA væri að auka fjármagn til kvennaknattspyrnunnar í heim- inum og tvöfalda verðlaunafé á HM. Forsetinn vill fjölga liðunum úr 24 í 32. Því er ég ekki sam- mála. Ég held að með því fengj- um við fleiri slök lið og tölur eins og 13:0 þegar Bandaríkin mætti liði Taílands á HM í Frakklandi gætu sést í fleiri leikjum. Ég ætla að halda með Hol- lendingum í úrslitaleiknum en ég er ansi hræddur um að banda- ríska liðið verji titilinn og fagni honum í fjórða sinn. Lið Banda- ríkjanna er eins og vel smurð vél og hvergi er veikan hlekk að finna. Leikmenn liðsins eru sam- an við æfingar og leiki miklu meira en önnur lið og heims- meistararnir eru nánast eins og félagslið. Ég spái Bandaríkjunum 2:0 sigri með mörkum frá Alex Morg- an. Hún verður þar með marka- drottning mótsins! BAKVÖRÐUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Það hefur ansi mikið gengið á hjá mér undanfarna daga. Í bland við langar samningaviðræður kemur barn í heiminn og svo er að skrifa undir þannig að þetta hefur verið hálfgerð sturlun þessir síðustu dag- ar og þetta er í raun allt í smá móðu hjá mér,“ sagði Haukur Helgi Páls- son, nýjasti leikmaður rússneska körfuknattleiksliðsins Unics Kazan, í samtali við Morgunblaðið í gær. Haukur Helgi lék með Nanterre í efstu deild Frakklands í vetur en hann eignaðist sitt fyrsta barn mið- vikudaginn 3. júlí síðastliðinn með unnustu sinni Söru Dögg Jóns- dóttur. Tveimur dögum síðar skrif- aði hann undir samning við Unics Kazan sem leikur í efstu deild Rúss- lands og nágrannalandanna en þar með er ekki öll sagan sögð því Hauk- ur hafnaði samningstilboði ísraelska liðsins Hapoel Jerúsalem hinn 2. júlí síðastliðinn og því ljóst að það hefur margt á daga hans drifið undanfarna sólarhringa. „Ég vissi að ég væri á blaði hjá Unics Kazan ásamt öðrum sextíu leikmönnum eða svo. Venjan í Rúss- landi hefur verið sú að liðin þar reyna að fá stráka sem eru að detta út úr NBA-deildinni í Bandaríkj- unum eða leikmenn sem eru með mikla reynslu í Evrópudeildinni þannig að ég var ekki að gera mér neinar sérstakar vonir um að ég væri að fara þangað þótt það hefði vissulega verið gaman að vera á blaði hjá þeim.“ Skilinn eftir í lausu lofti Haukur var að fara að skrifa undir hjá ísraelska úrvalsdeildarliðinu Hapoel Jerúsalem þegar umboðs- maður hans hringir óvænt í hann og þá fer ótrúleg atburðarás af stað. „Þegar ég er að fara að skrifa undir hjá Hapoel Jerusalem fæ ég upphringingu frá umboðsmanninum mínum. „Það er komið upp ákveðið vandamál Haukur, Unics Kazan var að hringja,“ segir hann við mig og þá tjáir hann mér það að rússneska lið- ið hafi fylgst mjög vel með mér og að þeir hafi áhuga á að fá mig. Hann segir mér svo að hann þurfi að fara að sofa svo hann sé tilbúinn fyrir undirskriftina daginn eftir hjá Hapoel Jerúsalem og skilur mig í rauninni algjörlega eftir í lausu lofti. Hann hringir svo daginn eftir og segir að við höfum 45 mínútur til þess að taka ákvörðun um hvort við ætlum að fara til Jerúsalem eða ekki. Hann segir mér jafnframt að það sé fínn möguleiki á því að Unics Kazan vilji fá mig en það sé ekkert staðfest í þeim efnum. Ég þarf því að taka ákvörðun um það á hálftíma hvort ég ætli mér að fara til Ísraels eða gefa Rússlandi séns. Umboðs- maðurinn minn er ekki vanur því að taka sénsa og hvetur menn í raun alltaf til þess að taka þann samning sem er á borðinu en í þetta skiptið sagði hann mér að veðja á Rússland og það gekk eftir á endanum.“ Haukur segir að ekki hafi komið til greina að vera áfram hjá Nan- terre í Frakklandi þar sem hann skoraði níu stig að meðaltali, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsend- ingar í 32 leikjum með liðinu í vetur. „Í janúar/febrúar byrjaði Nan- terre að ræða um nýjan samning við mig. Síðan byrja ég að spila mjög vel eftir áramót og ég fæ meira traust til þess að vera með boltann eftir að einn af bakvörðum liðsins meiðist. Ég finn það þarna þegar hlutirnir fara að ganga mjög vel að ég hef ekki áhuga á að vera þarna áfram. Ég fann fyrir áhuga frá öðrum liðum og ákvað þess vegna að hafna Nan- terre. Næsta skref hjá mér var að spila í Evrópubikarnum og það var hálfskrítið að segja nei við Nanterre eftir að þeir tryggðu sér sæti í þeirri keppni en ég var í raun ákveðinn í að yfirgefa Frakkland. Ég var svo orð- in hálfstressaður um að fá ekkert til- boð frá liðum í Evrópubikarnum en ákvörðunin um að yfirgefa Nanterre var fyrst og fremst körfuboltalegs eðlis.“ Kominn tími á næsta skref Haukur Helgi er meðvitaður um að hann sé að fórna ákveðnum hlut- um fyrir körfuboltann en Unics Kaz- an er eitt af sterkustu liðum Rúss- lands. Þrátt fyrir að liðið hafi aldrei orðið landsmeistari hefur það þrí- vegis orðið bikarmeistari, síðast 2014, og einu sinni fagnað sigri í Evrópubikarnum, árið 2011. „Það var mjög þægilegt að vera í París og okkur leið mjög vel þar. Það er stutt að fljúga heim til Ís- lands en mér fannst vera kominn tími til þess að taka næsta skref. Ég ræddi þetta við Söru og þótt hún hafi ekki alveg búist við því að við værum að fara til Rússlands var hún tilbúin að taka þetta skref með mér eftir stutt fundahöld. Unics er hörkulið sem spilar í mjög sterkri deild. Þeim hefur gengið vel á und- anförnum árum og enduðu meðal annars í öðru sæti deildarkeppn- innar í ár og féllu úr leik í undan- úrslitum úrslitakeppninnar. Liðið hefur spilað í Evrópukeppni frá 1997 og gæðalega séð er þetta sá styrk- leikaflokkur sem ég vil spila í. Stundum þarf maður að fórna ákveðnum hlutum fyrir körfubolt- ann og í þessu tilfelli er maður að fórna því að vera nær heimaslóðum.“ Haukur er ekki farinn að undir- búa flutninga til Rússlands og ætlar sér að taka næstu daga í að kynnast dóttur sinni og eyða tíma með fjöl- skyldunni. „Þetta var stress, ég get alveg við- urkennt það. Ég vissi það fyrirfram að það væru samningaviðræður að fara í gang og ég ætti von á nokkrum símtölum frá bæði stjórnarmönnum og þjálfurum hjá Unics Kazan. Þeir vissu hins vegar af því að við ættum von á barni og voru þess vegna ekki mikið að stressa sig á því ef ég svar- aði ekki í símann. Um leið og unn- usta mín fékk hríðir gleymdist hins vegar allt hitt sem var í gangi og við ætlum núna að taka okkur góðan tíma í að kynnast sem fjölskylda áð- ur en við förum að undirbúa flutn- inga til Rússlands,“ sagði Haukur Helgi í samtali við Morgunblaðið. Skiptin í móðu eftir fæðinguna  Haukur Helgi endaði óvænt í Rúss- landi eftir ótrúlega atburðarás Ljósmynd/FIBA VTB Haukur Helgi Pálsson leikur með Unics í VTB-deildinni en þar spila bestu lið Rússlands, Lettlands, Hvíta-Rússlands, Kasakstan og Póllands. KR og Breiðablik fá tækifæri um helgina til að styrkja enn frekar stöðu sína á toppi úrvalsdeildar karla í fót- bolta en andstæðingar þeirra eru tvö neðstu lið deild- arinnar, ÍBV og HK. Rúnar Kristinsson og hans lærisveinar í KR náðu fjög- urra stiga forskoti á Blika með sigri í leik liðanna á mánudagskvöldið og í dag verða Vesturbæingar mættir á goslokahátíðina í Vestmannaeyjum þar sem þeir mæta ÍBV klukkan 16. Segja má að himinn og haf skilji liðin að; KR er með 26 stig á toppnum og hefur unnið sjö leiki í röð en ÍBV er með fimm stig á botninum og hefur unnið einn leik af tíu í sumar. Breiðablik fær nágranna sína í HK í heimsókn á Kópavogsvöll annað kvöld klukkan 19.15. Það verður þriðja viðureign liðanna á tveimur mán- uðum en þau skildu jöfn, 2:2, í deildinni í byrjun maí og Blikar unnu bik- arleik þeirra í lok maí, 3:1. Blikar eru með 22 stig í öðru sæti en HK átta stig í næstneðsta sætinu. Þá mætast ÍA og Fylkir á Akranesi í dag klukkan 14 en Skagamenn eru með 17 stig í fjórða sæti og Fylkir er með 15 stig í sjötta sæti. vs@mbl.is Toppliðin mæta botnliðunum Rúnar Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.