Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 11
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
Opið
laugardag
10-15
STÓRÚTSALA 30-70
SUMARYFIRHAFNIR - GÆÐAFATNAÐUR
%
AFSL.
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Messa í Úthlíðarkirkju
Sunnudagur 7. júlí kl. 16.00
Prestur Sr. Hjálmar Jónsson.
Jón Bjarnason og söngsveinar
Úthlíðarkirkju leiða
almennan safnaðarsöng.
Sérstakur gestur Jóhann Friðgeir
Valdimarsson, óperusöngvari.
Veitingar í Réttinni að athöfn lokinni.
„Ég held tvímælalaust að þetta
muni auka áhugann á garðinum,
innanlands og utan. Aðalbreytingin
verður sennilega sú að við fáum
kröfuharðari ferðamenn. Fólk sem
gerir meiri kröfur til upplýsingar og
fræðslu, og dvelur þá vonandi leng-
ur í garðinum,“ sagði Magnús Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við
mbl.is í gær.
Vatnajökulsþjóðgarður komst í
gær í hóp merkustu þjóðgarða
heims þegar samþykkt var að hann
yrði skráður á heimsminjaskrá
UNESCO á heimsminjaráðstefnu
samtakanna í Bakú í Aserbaídsjan.
„Þetta eru stórkostlegar fréttir.
Með þessu er staðfest að stórbrotin
náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins
í Lónsöræfum teljist hafa einstakt
gildi fyrir allt mannkyn. Vá. Til
hamingju öll og þúsund þakkir fyrir
vandaðan undirbúning öll þið sem
hafið komið að þessu stóra verk-
efni!“ skrifaði Guðmundur Ingi Guð-
brandsson, umhverfis- og auðlinda-
ráðherra, á fésbókarsíðu sína þegar
fregnirnar höfðu verið gjörðar
heyrinkunnugar í gær.
Samspil elds og íss einstakt
Um stærstu viðurkenningu sem
náttúrusvæði getur hlotnast er
ræða en til að komast á heimsminja-
skrá UNESCO þarf staður eða
fyrirbæri sannanlega að hafa það
sem kallað er einstakt gildi á heims-
vísu. Í tilnefningu Vatnajökulsþjóð-
garðs var lögð áhersla á rekbeltið,
heita reitinn undir landinu og eld-
stöðvakerfi í gosbeltunum ásamt
samspili elds og íss sem talið er ein-
stakt á heimsvísu.
Vatnajökulsþjóðgarður er þar
með orðinn þriðji heimsminjastað-
urinn á Íslandi, ásamt Surtsey sem
er á skrá sem náttúrustaður vegna
einstæðrar jarðfræði og Þingvöllum
sem menningarminjar.
„Þetta er fyrst og fremst mikill
heiður fyrir almenningsþjóðgarðinn
og Ísland allt,“ sagði Magnús fram-
kvæmdastjóri í gær þegar hann var
staddur á heimsþinginu í Bakú.
Sagði hann að í þessu væri fólgin
viðurkenning á þeim einstöku nátt-
úruöflum sem finna megi á svæðinu,
jöklunum, landformunum, jökulán-
um og eldfjöllunum. Heimsminja-
stofnun UNESCO sé kröfuhörð og
ekki hvaða svæði sem er komist inn
á listann. Uppfylla þurfi strangar
kröfur um rekstur garðsins og á
þeim er ekki slakað þótt svæðið sé
komið með viðurkenninguna. „Það
má líta á þetta eins og gæðavottun,“
sagði Magnús. Fylgst sé með hvort
þjóðgarðurinn standi í stykkinu, en
dæmi séu um að svæði sem hafa
komist hafa inn á listann detti af
honum sé ekki staðið við skuldbind-
ingar.
Aðspurður sagði Magnús að stór
hópur ferðamanna gerði út á að
heimsækja heimsminjastaði og að
slíkum mætti eiga von á. Fólki sem
gerði meiri kröfur, eins og áður seg-
ir, öfugt við ferðamenn sem stoppa
við Jökulsárlón í tvo tíma og fara
svo aftur í bæinn.
Vinnan farin af stað
Í umsögn Alþjóðlegu náttúru-
verndarsamtakanna (IUCN), sem
mæltu með því að þjóðgarðinum
yrði bætt á listann, var m.a. þeim
tilmælum beint til stjórnvalda að
lokið yrði sem fyrst við endurskoð-
un stjórnunar- og verndaráætlunar
garðsins, og mannauður þjóðgarðs-
ins yrði efldur. Sagði Magnús að
vinna við þessa þætti væri í gangi
og nefndi að atvinnustefna garðsins,
sem tekur á samskiptum garðsins
við atvinnurekendur á svæðinu, hafi
nýlega verið samþykkt.
Í framkvæmdastjórn heimsminja-
stofnunar UNESCO sitja 58 ríki og
taka fulltrúar þeirra endanlega
ákvörðun um viðbætur á listann.
Um 40 svæðum var í gær bætt á
heimsminjaskrána, en þar af falla
flest undir menningarverðmæti.
Innan við tíu svæðum var bætt við á
náttúruminjaskrána, sem Vatnajök-
ulsþjóðgarður tilheyrir nú. Eins og
áður segir er þjóðgarðurinn þriðja
svæðið á Íslandi til að komast á
heimsminjaskrána, Surtsey var tek-
in inn 2008 og Þingvellir 2004.
Vatnajökulsþjóðgarður
nú á heimsminjaskrá
Framkvæmdastjóri býst við kröfuharðari ferðamönnum
Morgunblaðið/RAX
Viðurkenning Ferðamenn við Vatnajökul snemma á öldinni. Þjóðgarðurinn
var stofnaður 2008 og ellefu árum síðar komst hann á heimsminjaskrá.
Matarmarkaður verður á Laugar-
dalsvelli næstu tvær helgar. Um
tuttugu aðilar, matarvagnar og aðrir
söluaðilar matvæla, taka þátt í her-
legheitunum.
Róbert Aron Magnússon, for-
svarsmaður markaðarins, segist
hæstánægður með veðurspána og
spenntur fyrir helginni.
Mathallir og matarmarkaðir hafa
sprottið upp víðs vegar um Reykja-
vík síðustu ár en Róbert stóð einnig
fyrir matarmarkaði í Skeifunni síð-
asta sumar og stendur fyrir svokall-
aðri götubitahátíð á Miðbakka síðar í
júlí.
Spurður um skýringar á vinsæld-
um þessa forms segir Róbert:
„Þetta form gefur nýjum aðilum
tækifæri til að kynna sína vöru án
þess að þeir þurfi að taka á leigu
heilan veitingastað í miðborginni eða
hvað það er með öllum tilkostnaði.
Þarna gefurðu fleirum tækifæri til
að koma saman og kynna sínar
vörur á svæði þar sem er saman-
komið fullt af fólki sem vill prófa
eitthvað nýtt og öðruvísi.“
Jói Pé og Króli halda uppi stuðinu
á markaðnum á sunnudaginn og
plötusnúðurinn Snorri Ástráðs á
laugardaginn. ragnhildur@mbl.is
Ljósmynd/Róbert Aron
Grænkerastaðurinn Jömm hóf göngu sína á matarmarkaði í Skeifunni. Nú
er staðurinn í Kringlunni. Róbert segir afar ánægjulegt að sjá staðina vaxa.
Tækifæri fyrir rís-
andi veitingamenn
Matarmarkaður á Laugardalsvelli
Karlmaður á fertugsaldri var
dæmdur í tveggja ára fangelsi í
Héraðsdómi Norðurlands eystra í
síðasta mánuði fyrir nauðgun. Brot
mannsins átti sér stað í heimahúsi í
janúar í fyrra.
Maðurinn var ákærður fyrir
nauðgun með því að hafa haft sam-
ræði og önnur kynferðismök við
konu án hennar samþykkis og vilja
með því að beita hana ofbeldi og
ólögmætri nauðung.
Dómurinn mat framburð kon-
unnar trúverðugan og dæmdi
manninn eins og áður segir í
tveggja ára fangelsi. Honum var
einnig gert að greiða konunni 1,5
milljónir króna í miskabætur.
Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun