Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Tónlistarkonan og skáldið Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir hefur lagt í tvöfalda útgáfu nú í sumar. Annars vegar gefur hún út ljóðabókina FUGL/BLUPL, sem er komin í bókabúðir, og hins vegar plötuna Ljúfa huggun með hljómsveitinni Süsser Trost sem er einnig kominn út. „Bókin heitir FUGL/BLUPL svo það er strax komið eitthvert skrítið hljóð í hana. Það má segja að hljóð- in í tungumálinu séu eitt þema en það er samt bara mjög fjarlægt þema enda óhjákvæmilega hluti ljóðagerðar,“ segir Steinunn og bætir við að sumartónn einkenni bókina. „Sum ljóðanna eru einfald- lega ort um sumar. Þetta er sumar- bók sem ég vildi þess vegna að kæmi út að sumri. Svo er lífið og dauðinn meðal yrkisefna eins og kannski í öllum ljóðabókum.“ Sleppti beislinu af bókinni Fyrri ljóðabók Steinunnar, Uss, kom út árið 2016 og þegar hún er spurð hvort bækurnar séu svipaðar segir hún: „Ein vinkona mín sem las ljóðabókina sagðist heyra í mér tala þannig að það hlýtur að vera einhver tónn úr mér sem er sam- eiginlegur með bókunum tveimur.“ Nýja ljóðabókin, FUGL/BLUPL, er þó ólík þeirri fyrri. „Ég sleppti aðeins meira beislinu af þessari bók. Ég reyndi að hafa aðeins mátulega mikla stjórn á henni. Það var hugmyndin að leyfa henni að ráða sér svolítið sjálf. Hún fékk að vera nett lummó. Sum ljóðin eru í bundnu máli og bara hálfgerður leirburður. En drullumallið er líka skemmtilegt og mér fannst þetta vera góður leir.“ Steinunn segir ljóðlistina vera eins konar hljóða-, orða- og merk- ingarhnoð þar sem búnir eru til skúlptúrar. „Ég var nú líka bakari í eitt ár þannig að mér finnst ekkert leiðinlegt að hnoða og það þarf ekki að koma neitt lélegt út úr því.“ Girnisstrengja-indípopp Á nýju plötunni Ljúfa huggun flytur hljómsveitin Süsser Trost, sem Steinunn er sjálf hluti af, lög hennar og texta. Ásamt henni mynda sveitina þeir Mathurin Matharel og Brice Sailly. „Þetta er hljómsveit sem er eiginlega tvöföld í roðinu. Við erum öll barokktónlist- armenn, vorum saman í skóla og erum búin að spila lengi saman. Svo vildi það þannig til að okkur fannst við verða að útsetja lagið „Venus in Furs“ með Velvet Und- erground. Við fórum að útsetja fleiri lög og ég fór líka að útsetja mín eigin lög fyrir okkur. Eiginlega langar okkur að vera rokk- hljómsveit en við erum samt bara barokktónlistarmenn. Mamma segir að við séum ægilegir nördar. Þetta er svona girnisstrengja-indípopp, eða það er alla vega það sem ég kalla það.“ Þegar Steinunn er beðin að lýsa plötunni segir hún: „Þetta eru lög og ljóð eftir mig, þannig að þá er enn kominn svona minn tónn. Ég myndi alveg vilja vera rokkari en er sennilega meira krútt ef eitthvað er. Þetta eru lög eftir mig frá mis- munandi tímum. Í sumum er ég bara ein að syngja og spila undir en annað gerum við öll saman.“ Prýðisfallegt og skemmtilegt Efni ljóðabókarinnar og plöt- unnar skarast að vissu leyti. „Ég held það séu þrjú ljóð sem eru bæði á plötunni og í bókinni, þannig að þessi fyrirbæri haldast aðeins í hendur, en að öðru leyti lifa þau sjálfstæðu lífi. Þetta er prýðis- fallegur diskur og skemmtilegur og bókin sömuleiðis, svo ég snúi nú „fyrirgefiði hvað þetta er ómerki- legt“ á rönguna,“ segir Steinunn. „Það að vera tónlistarmaður og ljóðskáld fer að mínu mati sjálf- krafa saman og þar af leiðandi vel. Þegar ég hugsa út í það hvað Ís- lendingar séu, ef það er eitthvað til sem heitir Íslendingar, þá er það fólk sem er öldum saman búið að vera að búa til vísur. Þegar ég var lítil og bjó í Svíþjóð þá var sagt „Ís- lendingar eru allir skáld“ og ég tók það á orðinu. Þótt Íslendingar spili sinfóníur eða tónverk á hljóðfæri, eða bara sama hvað þeir gera, þá heyrist mér þeir alltaf vera að yrkja eða fara með ljóð.“ Skálholt og Norðurland Steinunn er að flytja heim til Ís- lands eftir langa fjarveru. „Ég er 38 ára og er búin að búa 18 af þeim árum í Frakklandi og það er alveg komið nóg í bili, svo nú er ég að flytja heim til Akureyrar ásamt fjölskyldunni þar sem ég mun spila og kenna. Ég tek svolítinn tónleika- rúnt áður.“ Steinunn spilar á Sum- artónleikum í Skálholti í dag, 6. júlí, kl. 16 áður en hún heldur norður í land með músíkina og ljóðin. „Á þessu ferðalagi mun ég spila svítu eftir Bach sem er skrifuð fyrir fimm strengja selló og það hljómar aðeins öðruvísi en fjögurra strengja sellóið og er svolítið „fríkað“ og skemmtilegt hljóðfæri. Ég spila líka lög eftir sjálfa mig. Mig langaði að hafa þetta saman þótt þetta sé þannig séð fáránleg samsetning en samt fannst mér það góð samsetn- ing.“ Krútt vill verða rokkari  Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir gefur út ljóðabókina FUGL/BLUPL og hljómplötuna Ljúfa huggun  Hefur tónleikaferð um landið í Skálholti Morgunblaðið/Hari Fjölhæf „Það að vera tónlistarmaður og ljóðskáld fer að mínu mati sjálfkrafa saman og þar af leiðandi vel.“ Það verður mikið um að vera í Al- þýðuhúsinu á Siglufirði um helgina. Í dag kl. 14 opnar Unndór Egill Jónsson sýningu í Kompunni sem ber yfirskriftina Fleygur. Undan- farin ár hefur hann verið heillaður að viðarsamsetningum og þeirri virkni sem þær gegna í strúktúrum og fyrir sýninguna vann hann fjög- ur þrykk þar sem sérstakri athygli er beint að því mótsagnakennda hlutverki sem fleygur gegnir í þeim samsetningum. Á morgun kl. 14.30 mun Linus Orri Gunnarsson standa fyrir þjóðlagasamspili í Alþýðuhús- inu sem fer þannig fram að fólk sest í hring með hljóðfærin sín og spilar það sem það kann úr alþýðuarfi. Þrykk Hluti af verki eftir Unndór. Sýningaropnun og þjóðlagasamspil Sænski organist- inn Johannes Skoog leikur um helgina í Hall- grímskirkju á Orgelsumri. Skoog flytur í dag kl. 12 verk eftir Marcel Dupré, Jehan Alain og Maurice Duruflé. Á morgun kl. 17 leikur hann svo verk eftir Claude De- bussy, Jean-Louise Florentz, Mar- cel Dupré, Jehan Alain og Maurice Duruflé. Skoog fæddist í Stokk- hólmi í Svíþjóð árið 1992 og hóf orgelnám átta ára en þá hafði hann lært á píanó frá fimm ára aldri. Sumarið 2017 var hann eini nem- andinn sem hlaut hæstu einkunn í orgelleik við tónlistarskólann Con- servatoire National Supérieur de Musique í París fyrir bæði árin sem hann stundaði meistaranám þar. Tvennir tónleikar með Skoog Johannes Skoog „Syngið þið fuglar“ nefnast næstu tónleikar í Englum og mönnum, tónlistarhátíð Strandarkirkju í Sel- vogi sem fram fara á morgun, sunnudag, kl. 14. Á þeim koma fram Lilja Guðmundsdóttir sópran og Kristín Sveinsdóttir messósópr- an og með þeim leikur Helga Bryn- dís Magnúsdóttir á harmóníum og píanó. Gestur þeirra á tónleikunum verður Bjarni Thor Kristinsson bassi. Á efnisskránni verða einsöngs- lög, aríur og dúettar eftir Mendels- sohn, Monteverdi, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson og Jó- hann G. Jóhannsson ásamt íslensk- um og enskum þjóðlögum. Björg Þórhallsdóttir sópransöng- kona er listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri hátíðarinnar sem er styrkt af Sambandi sunn- lenskra sveitarfélaga, Tónlistar- sjóði og Strandarkirkjunefnd. Að- gangseyrir að tónleikunum í Strandakirkju er kr. 2.900 Messósópran Kristín Sveinsdóttir syngur í Strandarkirkju á morgun. Syngið þið fuglar í Strandarkirkju Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is GLÁMUR DVERGARNIR R Dvergurinn Glámur er 35 cm á hæð, vegur 65 kg og er með innsteypta festingu fyrir 2“ rör Öflugur skiltasteinn fyrir umferðarskilti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.