Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019 Þegar höfundar myrkraframtíðarsagna ætla aðsýna fram á heim sem al-ræðisöfl hafa tekið yfir og vilja knýja alþýðuna inn á veg fá- visku og auðsveipni, í andstæðu upp- lýsingar, þá virðist oft liggja beinast við að skapa heim án bóka. Heim þar sem bækur birtast sem það tákn víðsýni og upplýsingar sem þær vissulega eru, og því óttast alræðisöflin þær og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að eyða þeim. Og fyrirmyndirnar eru líka þekktar úr fortíð sem nútíð; seint á fimmtándu öld stóð munkurinn Girolamo Savonarola til að mynda fyrir brennum bóka og annarra ver- aldlegra listaverka í Flórens (hann var að lokum hengdur og líkið brennt), nasistar brenndu bækur eft- ir gyðinga og í Norður-Kóreu eru bækur sem ekki fjalla um eða hylla leiðtoga ríkisins bannaðar. Þá sitja margir nú yfir sjónvarpsþáttunum Sögu þernunnar sem fjalla um ekki svo fjarlæga framtíð í Bandaríkj- unum þar sem bækur eru einmitt bannaðar vegna þess að rétt eins og í Fahrenheit 451 búa þær yfir þekk- ingu sem ögrar alræðinu. Þekkingu til að gera heiminn betri, lífið marg- brotnara og mennina jafna. Fahrenheit 451 er ein þekktasta myrka framtíðarsaga, eða dystópía, síðustu áratuga. Og er að líkindum vinsælasta verk höfundarins, hins bandaríska Rays Bradburys (1920- 2012). Titillinn vísar í það hitastig á fahrenheit-skalanum sem pappír brennur við. Sagan kom fyrst út árið 1953 og gerist á óljósum tíma einhvern tím- ann á miðri 21. öldinni, eftir tvær kjarnorkustyrjaldir, og segir af brunaliðsmanninum Guy Montag. Hann vinnur ekki við að slökkva elda heldur kveikja í bókum og brenna þær með þeim húsum sem þær finn- ast í; og svo mikilvægt er að brenna hið hættulega prentaða orð að litlu skiptir þótt eigendur bókanna brenni með þeim, enda aðeins hættulegir glæpamenn sem lesa skáldskap og fræðirit. Þegar Montag heldur heim úr vinnunni, sæll eftir vel unnið verk við að eyða bókum, bíður hans heima vansæl eiginkona, háð sljóvgandi lyj- um og eyðir deginum í að fylgjast með skemmtiefni sem varpað er upp á veggi heimilisins – það er athyglis- vert að kynnast þeirri framtíðarsýn höfundarins nú á tölvuöld. En einn daginn er Montag er á leið heim hitt- ir hann unglingsstúlku sem hann hrífst af en hún spyr spurninga og veltir hlutunum fyrir sér á annan hátt en aðrir. Enda stafar yfirvöldum ógn af henni og hún er ekki örugg. En forvitni Montags er vakin og hann tekur að lauma heim til sín for- boðnum bókum, enda hlaut eitthvað mikilvægt að vera í þeim fyrst gömul kona kaus einn daginn að brenna með þeim. Eiginkonan er þó ekki ánægð með forvitni Montags sem þarf að útskýra hana: „Það hlýtur að vera eitthvað í bók- um, hlutir sem við getum ekki ímyndað okkur, sem fær konu til að vera kyrr í brennandi húsi, það hlýt- ur að vera eitthvað í þeim. Ekki brennur maður til bana fyrir ekki neitt.“ „Hún hefur verið fáviti.“ (73) Það er skýring eiginkonunnar. En Montag lætur sér ekki segjast, fróðleiksfýsnin er vakin. Höfundur sögunnar gerir vel í að skapa persón- ur sem vekja spennu og andstæður í frásögninni og standa á táknrænan hátt fyrir ólík öfl. Einn þeirra er yf- irmaður Montags, Beatty, maður sem las áður mikið af bókum en hef- ur fyllst óbeit á þeim því honum finnst að þær rugli fólk með misvís- andi og ögrandi hugmyndum um lífið og tilveruna. Hann sér á hvaða leið Montag er og reynir að útskýra fyrir honum hvers vegna best sé að mata lýðinn bara með flæði ómerkilegra upplýsinga: Troddu það fullt af óeldfimum upplýsingum, troðfylltu það svo af „staðreyndum“ að það sé að springa, en sé alveg „skínandi upplýst“. Þá heldur það sig vera að hugsa, finnst það taka framförum, þótt allt standi í stað. Og verður hamingjusamt, því þannig staðreyndir breytast ekki. Ekki gefa því neitt viðsjárvert, eins og heimspeki eða félagsfræði, til að flækja málin. (86) Önnur lykilpersóna er gamall pró- fessor sem sér eftir því að hafa ekki haft kjark til að taka til varna er tek- ið var að endurskrifa söguna og eyða bókum. Og hann aðstoðar Montag er hraði frásagnarinnar eykst og hann þarf að leggjast á flótta, í heimi þar sem erfitt er að sleppa undan alsjá- andi auga kerfis sem líður enga and- spyrnu. Í heimi þar sem hugsjóna- fólk leggur texta bóka á minnið fyrir óljósa framtíð. Fahrenheit 451 er merkileg saga, vel skrifuð og hefur elst furðulega vel – það er fengur að því að eiga hana loksins á íslensku í lipurri þýðingu Þuríðar Bachmann. Og þessi saga talar á margs konar hátt til okkar í dag. Hún varar við einangrunar- hyggju og alræðishugmyndum og hvetur okkur til að hætta aldrei að leita þekkingar. Og hún hvetur til lesturs og það er mikilvægt nú á tím- um þegar bóklestur dregst saman, sífellt færri lesa vandaða fréttamiðla og rörsýni eykst. Fleiri og fleiri láta sér nægja að horfa bara á vegginn og mata sig þar. Gæfuleg framtíð það … Troddu það fullt af óeld- fimum upplýsingum Ray Bradbury „Fahrenheit 451 er merkileg saga, vel skrifuð og hefur elst furðulega vel,“ segir rýnir. Skáldsaga Fahrenheit 451° bbbbm Eftir Ray Bradbury. Þuríður Bachmann þýddi. Ugla, 2019. Kilja, 221 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Hvað gerist ef vatnið hverf-ur?“ Því svarar norskirithöfundurinn MajaLunde í skáldsögunni Blá og ef fram heldur sem horfir er framtíðin sem lýst er í bókinni ekki sérlega langsótt. Blá er önnur bókin í svokölluðum loftslagsfjórleik Lunde þar sem hún varpar ljósi á mögulegar afleiðingar loftslags- breytinga í framtíðinni. Lunde fléttar saman tvær frá- sagnir á tveimur tímaskeiðum. Sag- an hefst árið 2017 þegar Signe siglir skútunni Blá á æskustöðvarnar í Noregi. Við henni blasa umfangs- miklar virkjunarframkvæmdir, sem vekja sárar æskuminningar, og sigl- ir hún skelkuð á braut til að hitta gamlan elskhuga í þeim til- gangi að veita honum mak- leg málagjöld. Hún er ein um borð í skútunni en neðan þilja geymir hún undar- legan ískaldan farm. Loftslagsváin er bersýni- leg aldarfjórðungi síðar þegar sögunni víkur til Dav- ids og ungrar dóttur hans sem eru á flótta norður eftir Frakklandi. David og Lou tilheyra hópi loftslagsflóttamanna sem skipta milljónum. Endalausir þurrk- ar hafa hrakið feðginin að heiman þar sem miskunnarlausir eldar geisa og allt fyrir sunnan Mið-Frakkland er orðið að eyðimörk. Dag einn finna þau vel falinn bát á eyðibýli langt úti í sveit, skammt frá flóttamannabúð- um þar sem þau dvelja, en útlitið verður sífellt svartara. Blá er virkilega spennandi lesning sem vekur mann svo sannarlega til umhugsunar um þann veruleika sem við búum við í dag. „Við eigum ekki náttúruna. Ekki frekar en hún á okkur,“ segir Signe og í bókinni blasir ófögur sjón við jarð- arbúum sem hafa þurft að borga fyrir græðgi, vanvirð- ingu, hugsunarleysi og hroka kynslóðanna á undan. Blá er því áríðandi en á sama tíma ógnvekjandi skáldsaga um þá loftslagsvá sem blasir við okkur hér og nú. Þýðing Ingunnar Ásdís- ardóttur er áreynslulaus og maður flæðir milli tímaskeiða og landa og það er erfitt að leggja bókina frá sér. Þegar fléttan skýrist og frásagn- irnar sameinast kallar það fram sannkallað gæsahúðaraugnablik og tárin voru heldur ekki langt undan, gleði- jafnt sem sorgartár. Blá er því ekkert annað en mikilfengleg lestr- arupplifun sem skilur heilmikið eftir sig. Ljósmynd/Oda Berby Maja Lunde „… mikilfengleg lestr- arupplifun sem skilur heilmikið eft- ir sig,“ skrifar rýnir um söguna. Sannkallað gæsa- húðaraugnablik Skáldsaga Blá bbbbm Eftir Maju Lunde. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Mál og menning, 2019. Kilja, 347 bls. ERLA MARÍA MARKÚSDÓTTIR BÆKUR Nýtt vegglistaverk eftir Theresu Himmer, Sólarslóð, var afhjúpað í Kópavogi í gær. Verkið er á bogadregnum vegg við Hálstorg, setur þar svip á umhverfið og er í al- faraleið gangandi og akandi vegfarenda í miðbæ Kópa- vogs. Sólarslóð sýnir hreyfingu sólarinnar yfir eins árs tímabil með tólf brotalínum. Þær teikna upp hin óskýru mörk á milli sólarljóssins og skuggans sem veggurinn á Hálstorgi varpar á sjálfan sig. Hver brotalína áætlar hæstu stöðu sólar á 21. degi hvers mánaðar ársins. Línan er máluð með hvítri vegamálningu sem blönduð er ör- smáum glerperlum. Sólarslóð sækir innblástur í verk Gerðar Helgadóttur. Theresa er menntaður arkitekt og myndlistarmaður, hefur búið hér á landi í meira en áratug og hafa verk hennar verið sett upp víða hér á landi og vakið eftirtekt. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hreyfing sólar Listakonan Theresa Himmer við verk sitt, Sólarslóð, við afhjúpun þess í Kópavogi í gær. Sólarslóð Theresu í Kópavogi Á sunnudag lýkur í Sveinshúsi í Krýsuvík sýningunni „Móðir jörð og Steinninn ég“ með listaverkum eftir Svein Björnsson. Sveinshús verður þá opnað kl. 13 og verður boðið upp á einfaldar veitingar og leiðsögn um sýninguna sem hefur verið opin í júní en í ágúst verður önnur sýning opnuð þar og nefnist „Canarí“. Hefð er fyrir því að sýningar Sveinssafns standi yfir í tvö sumur í röð með opið fyrsta sunnudag í mánuði kl. 13. „Móðir jörð og Steinninn ég“ er áttunda sýning Sveinssafns en Sveinshús, blátt að lit, staðsett upp af Græna- vatni, er helgað list Sveins Björnssonar og þeirri arfleifð sem hann skildi eftir sig. Sveinn hafði þetta bústjórahús Krýsuvíkurbús- ins til afnota fyrir listsköpun sína um langt árabil. Sýningunni í Sveinshúsi lýkur Sveinn Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.