Morgunblaðið - 09.07.2019, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 9. J Ú L Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 159. tölublað 107. árgangur
SPILAR MEÐ
ÞREMUR HEIMS-
MEISTURUM
LJÓÐ UM
KONUR Í
KIRKJUGARÐI
VINNUR MEÐ
KRAFTA
VATNAJÖKULS
DAGLEGT LÍF 11 HALLDÓR Á HÖFN 28DAGNÝ LEIKUR Í USA 25
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Vísindamenn í árlegum jarðfræði-
leiðangri til Surtseyjar hyggjast búa
til þrívíddarlíkan af Surtsey í því
skyni að fylgjast með rofi eyjunnar
með nákvæmum hætti. Í þessu skyni
verða tveir drónar með í för að þessu
sinni, annar þeirra vængjaður og
forritaður til þess að fljúga sjálfur
fram og aftur um eyjuna.
Kristján Jónasson, jarðfræðingur
við Náttúrufræðistofnun Íslands og
leiðangursstjóri, segir að með þess-
um hætti megi fylgjast betur með
þróuninni en ef notast er við hefð-
bundnar loftmyndir. Ný loft-
ljósmyndastofa Náttúrufræðistofn-
unar geri þetta kleift.
Nokkur fjöldi vísindamanna verð-
ur með í för en meðal annars verður
jarðhiti mældur og tilraunir gerðar
við borholur sem í eynni eru. Þá
verða sérfræðingar Landmælinga
Íslands með í för og munu mæla
fastmerki í eyjunni og tengja við ís-
lenska landshnitakerfið. »2
Mynda Surtsey með drónum
Vísindamenn kortleggja eyjuna og búa til þrívíddarlíkan
Vísindi Surtsey vel vöktuð af vís-
indamönnum á hverju ári.
„Ég er bara auðmjúkur og þakklátur fyrir þetta,“
sagði Björgvin Halldórsson sem í gærkvöldi fékk
fyrstur íslenskra listamanna stjörnu í gangstéttina
fyrir framan Bæjarbíó í Hafnarfirði. Athöfnin
markaði upphaf bæjarhátíðarinnar Hjartað í Hafn-
arfirði sem stendur út þessa viku. Björgvin og Rósa
Guðbjartsdóttir bæjarstjóri afhjúpuðu frægðar-
stjörnuna en verkið var unnið hjá S. Helgasyni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Björgvin fyrstur á frægðarstéttina
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Niðurstöðu Bankasýslu ríkisins um hvort
selja eigi ríkisbankana, Íslandsbanka og
Landsbanka, er að vænta á allra næstu
vikum. Þetta segir Lárus L. Blöndal,
stjórnarformaður
Bankasýslu rík-
isins. Vinna geng-
ur samkvæmt
áætlun en skammt
er þar til gefin
verður út ítarleg
skýrsla um stöðu
á bankamarkaði
eða tillaga um
söluferli bank-
anna. Að sögn
Lárusar er mik-
ilvægt að stjórn-
völd verði í kjöl-
farið tilbúin að
grípa til nauðsyn-
legra aðgerða.
„Þetta tekur allt
tíma og þá ekki síst fyrir stjórnvöld sem
þurfa að vera reiðubúin að stíga þau
skref sem þarf að stíga. Við förum ekki
út í það að vinna umfangsmikla tillögu án
þess að vita að menn séu að komast á
þann stað að hlíta þeirri tillögu. Sér-
staklega ef hún yrði í þá átt að selja
bankana,“ segir Lárus sem kveðst sann-
færður um að bankarnir séu betri sölu-
vara nú en á toppi hagsveiflunnar fyrir
þremur árum.
„Að mínu mati eru bankarnir tilbúnari
til sölu núna þannig að við erum ekki bú-
in að missa af neinu í þessum efnum held-
ur þvert á móti,“ segir Lárus. Að hans
sögn miðar áætlun Bankasýslunnar, verði
niðurstaðan sú að selja eigi bankana eða
hluta þeirra, við að hægt sé að hefja sölu-
ferlið á þessu ári og ljúka því árið 2020.
Bankar
nú betri
söluvara
Söluferli gæti verið
lokið innan tveggja ára
Ríkisbankar
» Ákvörðunar
um framtíð ís-
lensku ríkisbank-
anna að vænta á
næstu vikum.
» Komi fram til-
laga um söluferli
miðar áætlun
Bankasýslu rík-
isins við að hægt
verði að ljúka því
á næsta ári.
MSöluferli geti lokið … »12
Tíu börn á
aldrinum 5 mán-
aða til 12 ára
hafa á undan-
förnum dögum
verið greind með
sýkingu af völd-
um E. coli-
bakteríunnar.
Eiga börnin öll
það sameiginlegt
að hafa verið á
ferðinni í Bláskógabyggð á síðustu
vikum. Tvö börn voru lögð inn á
Barnaspítala Hringsins með nýrna-
bilun, annað hefur verið útskrifað
og hitt er á batavegi.
Embætti landlæknis og Heil-
brigðiseftirlit Suðurlands ráðgera
að senda frá sér fréttatilkynningu í
dag þar sem mögulega verður upp-
lýst um smitvaldinn. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins berast
böndin að einum fjölsóttum stað í
sveitarfélaginu en yfirvöld hafa
ekki viljað upplýsa um hvaða stað
er að ræða fyrr en nánari nið-
urstöður og rannsóknir liggja fyr-
ir.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir sagði við mbl.is í gær að til-
kynning yrði send út í dag að lokn-
um samráðsfundi. Taldi Þórólfur
líklegast að smitið kæmi frá mat-
vælum eða dýrum en búið er að
taka sýni á nokkrum stöðum.
Böndin berast að
einum stað í
Bláskógabyggð
Þórólfur
Guðnason
Fækkað verð-
ur í fram-
kvæmdastjórn
Landspítalans að
sögn Páls Matt-
híassonar for-
stjóra, sem boðað
hefur hagræð-
ingu í rekstri
spítalans. Spurð-
ur hvort starfs-
fólki verði fækk-
að segir Páll að fyrst og fremst
verði starfsmannavelta nýtt þar
sem það sé mögulegt.
Nánara fyrirkomulag hagræð-
ingarinnar liggur fyrir í ágúst, en
ljóst er að hún tekur til yfirstjórnar
spítalans. »11
Fækka í yfirstjórn
vegna hagræðingar
Páll
Matthíasson
Íbúum fjölgaði lítilsháttar í öllum
landshlutum, nema á Vestfjörðum,
frá 1. desember 2018 til 1. júlí 2019.
Á Vestfjörðum fækkaði íbúum um
níu á þessu tímabili. Fjölgun íbúa
varð hlutfallslega mest á Suður-
landi. Þar fjölgaði um 600 eða 2%.
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölg-
aði um 2.396 eða um 1,1%. Þetta
kemur fram hjá Þjóðskrá Íslands.
Reykvíkingum fjölgaði um 1.161
á tímabilinu eða um 0,9%. Næst
komu Kópavogur með fjölgun upp
á 473 íbúa (1,3%) og Mosfellsbær
þar sem fjölgaði um 377 íbúa
(3,3%).
Sé litið til alls landsins þá fjölg-
aði íbúum Skagabyggðar hlutfalls-
lega mest eða um 10,2%. Þar fjölg-
aði íbúum úr 88 í 97. Íbúum
fækkaði í 20 af 72 sveitarfélögum
landsins á tímabilinu. Af 72 sveit-
arfélögum eru 39 með færri en
1.000 íbúa. Íbúum fækkaði í 16
þessara sveitarfélaga. Alls eru 23
sveitarfélög með 1.000-5.000 íbúa
hvert. Á tímabilinu fækkaði í fjór-
um þeirra. » 14
Fjölgun varð í flest-
um landshlutum