Morgunblaðið - 09.07.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 09.07.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019 Jón Magnússon lögmaður hann-ar dæmisögu og kannar hvort hún falli að íslenskum lögum. Það skuggalega er að hún smell- passar:    Þegar Múhameð Páll Omar binLaden kom til landsins og bað um alþjóðlega vernd neitaði hann að vera skráður karlmaður og sagðist vera kona.    Embættismað-urinn sagði: „Þú ert karlmaður skv. skilríkjum auk þess ertu karlmannlegur í út- liti og með mikið skegg. Þú ert karl og ég skrái þig þannig.“    Þá kæri ég þig, sagði Múham-eð. Gaman væri að sjá það, sagði embættismaðurinn. Seinna um daginn lagði Mú- hameð fram kæru þar sem brotið hefði verið gegn kynrænu sjálf- ræði hans og sagði í kærunni að brotið varðaði við 10. gr. laga frá Alþingi þ. 18. júní 2019 um kyn- rænt sjálfræði en þar segir: „Einstaklingur sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi getur óskað eftir því að í skráningarskírteini sbr. 34. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 verði kyn hans skráð í samræmi við kynvitund hans enda þótt það samræmist ekki skilríkjum hans frá heimaríki.“    Einboðið er að Múhameð vinnimálið og verði skráð kona þar sem hann segir að kynvitund sín sé sú að hann sé kona.    Með lagafrumvarpi um kyn-rænt sjálfræði greiddu 45 þingmenn atkvæði þ.á m. allir ráðherrar. Enginn greiddi at- kvæði á móti.“ Jón Magnússon Vita kjósendur þetta? STAKSTEINAR Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ríkisstjórnin áformar lagasetningu um landshöfuðlénið .is. Fram kemur í samráðsgátt ríkis- stjórnarinnar að hér á landi er að- eins eitt fyrirtæki, ISNIC hf., sem sinnir skráningu léna undir lands- höfuðléninu .is samkvæmt heimild frá ICANN í Bandaríkjunum. Á ár- unum 2010-2012 hafi verið lögð fram þrjú frumvörp um landshöfuðlénið .is.sem ekki náðu fram að ganga en með þeim átti gera starfsemi ISNIC háða starfsleyfi. Í áformum samgöngu- og sveit- arstjórnarráðuneytisins sem kynnt eru í samráðsgáttinni er lagt til að samið verði nýtt frumvarp um lands- höfuðlénið .is og að settar verði skýrar lágmarksreglur um skrán- ingu léna undir landshöfuðléninu .is. Líta verði á landshöfuðlénið .is sem mikilvæga innviði fyrir íslenskt sam- félag og því verði að telja bæði tíma- bært og nauðsynlegt að sett verði lágmarks lagaumgjörð um skráning- arstofu landshöfuðlénsins .is. Hvergi minnst á lén Orðrétt segir um ástæður þess að gildandi lög og reglur duga ekki til: „Hér á landi er ekki að finna heild- stæða löggjöf um landshöfuðlénið .is. Þá er hvergi minnst á lén í ís- lenskri löggjöf. Í dag byggist fram- kvæmdin á reglum sem ISNIC hf. hefur sett. Með tilliti til öryggissjón- armiða, neytendaverndar og þess að .is hefur áhrif á ímynd Íslands út á við þá þykir nauðsynlegt að setja í lög helstu reglur er varða landshöf- uðlénið og skráningu léna undir því.“ Þá segir um markmið lagasetn- ingarinnar að með frumvarpinu sé verið að setja skýrar reglur um skráningu léna undir landshöfuðlén- inu .is og mæla fyrir um almenna heimild til að starfrækja skráning- arstofu í því augnamiði að bæta ör- yggi, gæta að jafnræði og auka traust. Þá er gert ráð fyrir að mæla fyrir um úrlausn deilumála. Loks sé markmið með frumvarp- inu að koma á fót vettvangi fyrir ólíka aðila, svo sem stjórnvöld, tæknisérfræðinga, notendur nets- ins, fyrirtæki og netsamfélagið, til að hittast og ræða um lénamál á Ís- landi og framþróun netsins. Gert sé ráð fyrir því að sett verði á fót fag- ráð um lénamál með fyrirmynd í regluverki Evrópusambandsins um .eu lénið. Lög um landshöfuð- lén auka öryggi  Ríkisstjórnin áformar lagasetningu Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason hefur verið ráðinn í nýtt starf aðstoðarbankastjóra Arion banka. Þetta var tilkynnt í gær en nýverið var Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri í stað Höskuldar H. Ólafssonar. Ásgeir er lögfræðingur að mennt en hefur frá árinu 2012 gegnt störfum á vettvangi Kviku banka, síðast sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs fyrir- tækisins. Áður starfaði hann hjá LOGOS lögmannsþjónustu í Reykjavík og London og Straumi fjárfestingar- banka. Ásgeir og Benedikt áttu báðir sæti í fram- kvæmdahópi um losun fjármagnshafta árið 2015. Frá Kviku til Arion  Tekur við stöðu aðstoðarbankastjóra Ásgeir Helgi R. Gylfason Vátryggingafélag Íslands sendi eftir lokun markaða í gær frá sér tilkynn- ingu um að hagnaður á öðrum árs- fjórðungi verði mun meiri en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Þannig sýni drög að árshlutauppgjöri að í stað 814 milljóna króna hagnaðar, sem afkomuspá gerði ráð fyrir, stefni í að hagnaðurinn nemi 1.400-1.450 millj- ónum króna. Segir félagið að hinn stóraukni hagnaður frá fyrri áætlun- um sé til kominn vegna hærri ávöxt- unar á fjáreignum félagsins á tíma- bilinu. Stefnir í 3,3 milljarða hagnað Miðað við fyrirliggjandi forsendur áætlar félagið að hagnaður ársins verði fyrir skatt um 3.300 milljónir króna. Hagnaður VÍS á öðrum árs- fjórðungi síðasta árs nam 552 millj- ónum króna. Hagnaður félagsins fyrir skatt á árinu 2018 nam 2.375 milljónum króna. Stefnir í mun meiri hagnað hjá VÍS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.