Morgunblaðið - 09.07.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Fækkað verður í framkvæmda-
stjórn Landspítalans að sögn Páls
Matthíassonar, forstjóra Landspít-
alans. Í pistli hans á vef spítalans sl.
fimmtudag kom
fram að þrátt fyr-
ir að fjárframlög
til heilbrigðis-
þjónustunnar
hefðu aukist
væru þau ekki í
samræmi við þá
hratt vaxandi
þjónustuþörf sem
spítalinn þyrfti að
mæta. Því væru
hafnar aðgerðir
til þess að draga úr rekstrarkostn-
aði. Í þessu felst m.a. að ný verkefni
verði ekki hafin nema fjármögnun
þeirra sé tryggð, dregið verði úr
ferðakostnaði og yfirvinna verði tek-
in sérstaklega til skoðunar. Þá verði
ekki ráðið í nýjar stöður nema þar
sem brýn klínísk þörf krefji.
Spurður hvort í aðgerðunum felist
fækkun starfsfólks segir Páll að erf-
itt sé að segja til um það. „Við ætl-
um að sýna aðhald og reyna að nýta
starfsmannaveltu í störfum sem
ekki lúta beint að klíník, þ.e. þjón-
ustu við sjúklinga. Á sama tíma er-
um við áfram að berjast við að fá
fagfólk, sérstaklega í hjúkrun, inn í
klíníska þjónustu þar sem víða bráð-
vantar,“ segir Páll. Lengi hafi verið
vitað að mögulegt sé að draga úr
breytilegri yfirvinnu starfsfólks við
hjúkrun með því að manna betur.
„Þá þarf ekki að borga fólki fyrir að
sinna veikum einstaklingum með
yfirvinnu ef það er hægt að manna
með fullnægjandi hætti. Það er
ódýrara, það vitum við og öruggara,
bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk,“
segir hann.
Spurður hvort starfsfólki verði
fækkað á sviðum þar sem ekki megi
hagræða með nýráðningum segir
hann að fyrst og fremst sé ráðgert
að nýta starfsmannaveltu á þeim
sviðum þar sem það sé mögulegt.
Fækkað í yfirstjórn
Fram kemur í pistli Páls að viss
tækifæri séu til hagræðingar í end-
urröðun skipurits spítalans. Af hálfu
framkvæmdastjórnar sé þessi vinna
þegar hafin og hún muni halda
áfram í sumar. Spurður hvort þetta
sé til marks um að fækkað verði í yf-
irstjórn spítalans segir Páll að svo
sé. „Það er enn í vinnslu hvað þetta
felur í sér, en þetta beinist sérstak-
lega að framkvæmdastjórn,“ segir
Páll sem segir aðspurður að fækkað
verði í framkvæmdastjórninni, en í
henni sitja fimmtán manns að Páli
meðtöldum.
Spurður hvort spítalinn þarfnist
aukins fjár frá ríkinu segir Páll að
umfang verkefnanna vaxi og fjár-
þörf þar með. „Á þessum tímapunkti
erum við hins vegar að beina sjónum
að okkar innri rekstri. Sérstaklega í
því sem snýr ekki beint að þjónustu
við sjúklinga. Síðan gerum við ráð
fyrir að eiga samtal við stjórnvöld í
framhaldinu,“ segir hann.
Fækka í framkvæmdastjórn LSH
Hagræðing í yfirstjórn Landspítalans Reyna að nýta starfsmannaveltuna
Enn er þörf á fleirum í hjúkrun Fé aukið, en umfang verkefnanna hefur vaxið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
LSH Í pistli forstjórans kom fram að hagræðing gæti falist í endurröðun
skipurits. Fækkun í framkvæmdastjórn verður hluti hagræðingarinnar.
Páll
Matthíasson
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Dæmi eru um að konur sem leita til
Landspítala vegna fósturláts eða
meðgöngurofs verði fyrir áfalli á
biðstofu kvennadeildarinnar, sem nú
er sameiginleg öllu kvennadeildar-
húsinu, en þar eru m.a. kvenlækn-
ingadeild 21A og fósturgreiningar-
deild. Konurnar þurfa því oft að bíða
á biðstofunni með konum á leið í óm-
skoðun á meðgöngu og eru dæmi um
að þær hitti þar kunningja og séu
spurðar óþægilegra spurninga um
komu þeirra á spítalann. Þetta stað-
festir Kristín Rut Haraldsdóttir,
sérfræðiljósmóðir á fósturgreining-
ardeild Landspítala.
Kristín Rut segir að konum sem
missa fóstur eða þurfa að taka
ákvörðun um að fara í fóstureyðingu
líði oftast ákaflega illa og að fólk á
biðstofunni gangi stundum að því
vísu að þær séu þungaðar þó að þar
séu konur í ýmsum erindagjörðum.
„Þetta er svo erfiður tími, maður
vill bara alls ekki hitta neinn og
hvað þá að einhver óski manni til
hamingju eða eitthvað,“ segir hún.
Breytt vegna plássleysis
Kristín Rut segir að áður hafi sér-
stök biðstofa verið fyrir tilfelli af
þessu tagi en vegna plássleysis hafi
móttökunni verið breytt og hún gerð
sameiginleg. Var nýja móttöku-
svæðið tekið í notkun í október 2015
en nýja móttakan var hönnuð með
það í huga að skapa róandi and-
rúmsloft á kvennadeildinni en Krist-
ín Rut segir að margt hafi verið orð-
ið gamalt og lúið á gömlu
biðstofunum. Segir hún að fyrir
sameininguna hafi konur sem
misstu fóstur farið inn um annan
inngang og ekki þurft að bíða með
þunguðum konum á leið í fóstur-
skoðun.
„En við höfðum áhyggjur af því að
svona myndi gerast, þetta er svo lít-
ið land að þetta getur verið mjög
óheppilegt. Konunum finnst vont að
sitja frammi,“ segir Kristín Rut. „Þú
lendir þarna hlið við hlið, önnur með
gleðifréttirnar og hin með sorgar-
fréttirnar. Svo hittir maður kannski
skólasystur úr menntaskólanum.
Þetta er mjög erfitt.“
Alltaf einhver
kostnaður á móti
Kristín Jónsdóttir, yfirlæknir á
kvennadeild Landspítala, segir að
það hafi komið til umræðu að sam-
eining móttökunnar gæti valdið
óþægindum en segir að önnur lausn
hafi ekki fundist vegna plássleysis.
„Þetta var í raun bara plássleysið.
Við þurftum fleiri skoðunarstofur til
að hlutir gætu gengið hraðar fyrir
sig. Konur þurftu oft að bíða lengi
eftir göngudeildartímum og við vor-
um að reyna að koma til móts við
það að geta sinnt þeim hraðar og
betur. En það verður alltaf einhver
kostnaður á móti. Húsnæðið er ekk-
ert stærra en það er,“ segir Kristín.
„Það mun væntanlega ekki verða
breyting á fyrr en við fáum nýjan
spítala. Við bíðum bara spennt eftir
því. Þá verður töluverð uppstokkun
en þangað til erum við bundin af því
húsnæði sem við erum í.“
Þurfa að bíða
með konum á
leið í ómskoðun
Biðstofurnar voru áður aðskildar
EPA
Fósturlát Konur sem missa fóstur
upplifa oft á tíðum mikla sorg.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Katla jarðvangur á Suðurlandi hef-
ur opnað sitt fyrsta upplýsinga- og
fræðslusetur. Gestastofan er í húsi
sem áður hýsti sýningu um eldgosið
í Eyjafjallajökli og stendur við þjóð-
veginn, skammt frá bænum Þor-
valdseyri undir Eyjafjöllum.
Berglind Sigmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Kötlu jarðvangs, seg-
ir að gestastofan sé jafnframt
höfuðstöðvar jarðvangsins. Þarna
komist starfsmennirnir í beint sam-
band við ferðafólk og veiti fræðslu
um jarðvanginn. Auk einstaklinga
sem koma við í gestastofunni er tek-
ið á móti hópum.
80 jarðvætti í jarðvangnum
Jarðvangurinn nær yfir þrjú
sveitarfélög á Suðurlandi, Rang-
árþing eystra, Mýrdalshrepp og
Skaftárhrepp. Þetta er með allra
fjölbreyttustu og mest jarð-
fræðilega spennandi svæðum
heimsins. Innan jarðvangsins eru
um 80 jarðvætti sem skipast í þrjá
flokka, jarðfræði, menningu og
flokk þar sem jarðfræði og menning
koma saman.
Gestir fá upplýsingar um staði til
að skoða og upplifa, gönguleiðir og
fleira. Starfseminni svipar um
margt til starfsemi þjóðgarða þótt
hugmyndafræðin sé ólík. Jarð-
vangar byggja á styrkleika svæð-
anna, bæði náttúru og mannauði.
„Markmið okkar er að vinna með
einstaklingum og fyrirtækjum á
svæðinu og gefa þeim kost á að
kynna sig,“ segir Berglind.
Staðsetningin er ákveðin til
reynslu í ár og segir Berglind að
sumarið verði notað til að móta
starfsemina. „Okkur langar til að
leggja áherslu á loftslagsmálin, til
dæmis áhrif hlýnunar á jöklana sem
eru mikilvægir í jarðvangnum. Eng-
inn er að hugsa um þá og við tökum
það hlutverk að okkur,“ segir hún.
Kaffisala og verslun
Gestastofan er undir Eyja-
fjallajökli. Það kemur því ekki á
óvart að flestir erlendu gestanna
sem þangað leggja leið sína spyrja
um jökulinn. Hvernig þeir geti kom-
ist í snertingu við hann. Berglind
segir að eitthvað af gögnum Eyja-
fjallajökulssýningarinnar nýtist
áfram í gestastofunni þótt sýningin
sjálf hafi verið tekin niður.
Í gestastofunni er kaffisala ásamt
verslun með vörur úr héraði. Búið
er að koma upp salernum og verið
er að stækka bílastæðin. Þá er búið
að loka vinsælu bílastæði við af-
leggjarann heim að Þorvaldseyri
vegna slysahættu og segir Berglind
að ætlunin sé að beina fólki að stæð-
unum við gestastofuna. Þá þarf að
vinna að úrbótum á merkingum
húss og stæða.
Katla jarðvangur
opnar gestastofu
Katla jarðvangur setur upp upplýsinga- og fræðslusetur í
sýningarhúsi undir Eyjafjöllum og þar eru höfuðstöðvarnar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Starfsfólk Berglind Sigmundsdóttir framkvæmdastjóri, Jóhannes Marteinn Jóhannesson fræðslufulltrúi, Hörður
Bjarni Harðarson, umsjónarmaður jarðvangsskóla, og Leszek Kaczorowski starfsmaður halda á fána jarðvangsins.
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 7.900
Str. 36-52 • Fleiri litir
Ný sending