Morgunblaðið - 09.07.2019, Page 11

Morgunblaðið - 09.07.2019, Page 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019 15-20% afsláttur af ÖlluM AEG VÖruM OrMssOn DAGAR RUSLAFÖTUR Lágmúla 8 - 530 2800 OG BÚSÁHÖLD 20% afsláttur 20-25% afsláttur POTTAR OG PÖnnUR 15% afsláttur 15% afsláttur 20% afsláttur 15% afsláttur ÞVOTTAVÉLAR HELLUBORÐ VEGGOFnAR OG FLEIRI HEIMILISTÆKI ÞURRKARAR UPPÞVOTTAVÉLAR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ég hef mikinn áhuga á sög-um af lífi fólks í fortíð-inni. Hef verið upptekinaf ósögðum sögum kvenna, sem höfðu ekki rödd til jafns við karlana til að koma sínu á fram- færi í gegnum bókmenntir,“ segir Guðrún Rannveig Stefánsdóttir, kennari og ljóðskáld. Fyrir skemmstu kom út hjá Sölku ljóða- bókin Vökukonan í Hólavallagarði en þar er að finna alls 42 ljóð um konur sem grafnar eru í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Guðrún í aðalhlutverki Í aðalhlutverki í ljóðabókinni er Guðrún Oddsdóttir (1779-1838) sem fyrst allra var jarðsett í kirkju- garðinum sem þá var í útjaðri byggðar í Reykjavík. Sá sem fyrst er lagður í mold í nýjum grafreit er sagður vökumaður eða -kona; rotni ekki í gröf sinn heldur taki á móti öllum sem þar eru síðar grafnir. Eða svo herma þjóðsögur Jóns Árnasonar. Guðrún Oddsdóttir var prests- dóttir frá Reynivöllum í Kjós „og mikil skýrleiksstúlka“, eins og Sól- veig Ólafsdóttir sagnfræðingur greinir frá í samantekt í bókinni. Hún giftist Þórði Sveinbjörnssyni, sýslumanni Árnesinga, sem seinna varð háyfirdómari, landfógeti og bæjarfógeti í Reykjavík. Syðra bjuggu þau á Nesi við Seltjörn og áttu um sína daga eftir að reyna margt, eins og að sjá á eftir börnum sínum í gröfina. Því fór svo að Guð- rún missti heilsu og lést um aldur fram, þrotin að kröftum. Draumarnir rættust ekki „Ég velti fyrir mér hvaða drauma og vonir þessar konur áttu. Hvernig var líf þar sem engir af draumunum rættust? Hvernig ætli hafi verið að vera kona sem langaði ekki að eignast börn en ala samt tíu börn? Vera kona sem langaði að mennta sig en hafði ekki tækifæri til þess? Lífið verður ekki alltaf eins og maður væntir,“ segir Guð- rún Rannveig sem finnst Hólavalla- kirkjugarður vera afar spennandi staður. Fullur af sögum og leynd- armálum. „Mér fannst mjög auðvelt að sækja innblástur í garðinum til dæmis með því að lesa grafskriftir og velta fyrir mér sögum kvenna sem þar hvíla. Það er áhugavert að skoða hvaða upplýsingar eru á leg- steinum. Oft stendur heilmikið um karlinn, uppruna hans og titil, en nafni konunnar fylgja sjaldnast miklar upplýsingar.“ Guðrún Oddsdóttir vökukona er sú kona sem fær mest pláss í ljóðum nöfnu hennar. Ljóðabálkurinn er þrískiptur, fyrsti kaflinn segir frá komu Guðrúnar í garðinn, annar kaflinn er tileinkaður öðrum konum í garðinum og sá þriðji er um vöku- konuna. „Ég hugsa ljóðin eins og drauma eða endurminningar úr lífi sem eitt sinn var en miðjukaflinn heitir einmitt Lífið í garðinum. Ég vil ljá konunum rödd í ljóðunum og ein þeirra er Steinunn Sveinsdóttir frá Sjöundá á Rauðasandi,“ segir Guðrún Rannveig. Saga Steinunnar er vel þekkt. Hún og Bjarni Bjarnason voru dæmd til dauða fyrir að myrða maka sína árið 1802. Áður en til aftöku kom lést Steinunn í Reykjavík og var hún dysjuð á Skólavörðuholti. Um öld síðar voru bein Steinunnar flutt í vígða mold í Hólavalla- kirkjugarði. Með nostalgíu fyrir gamla tímanum „Konurnar í ljóðum mínum áttu í lifanda lífi fullt af minningum og ef- laust stundum leyndarmálum sem þær hafa tekið með sér í gröfina,“ segir Guðrún Rannveig, sem fór fyr- ir sögugöngu um kirkjugarðinn á dögunum. Þar var þrætt á milli grafa kvenna sem ljóðin í bókinni eru um. „Já, það var frábært að sjá hvað margir höfðu áhuga á að koma í gönguna og kynna sér sögu vöku- konunnar og hlýða á ljóðin,“ segir skáldkonan. „Ég held að margir séu forvitnir um kirkjugarðinn og heill- aðir af honum og þeirri miklu sögu sem hann hefur að geyma. Það eru líka örugglega margir eins og ég, með nostalgíu fyrir gamla tímanum og langar að fara í ferðalag í hug- anum. Þegar maður stígur inn í garðinn er það eins og að stíga aftur í tímann. Þessir ævagömlu steinar, birtan, litirnir … stemningin er ein- faldlega ólýsanleg.“ Grafskriftirnar gáfu innblástur Hólavallagarður! Ósagð- ar sögur í nýrri ljóðabók. Guðrún og Steinunn frá Sjöundá. Draumar kvennanna rættust ekki og leyndarmálin tóku þær með sér í gröfina, segir Guðrún Rannveig Stefánsdóttir skáldkona. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skáld Þegar maður stígur inn í garðinn er það eins og að stíga aftur í tímann. Þessir ævagömlu steinar, birtan, lit- irnir, segir Guðrún Rannveig Stefánsdóttir sem á dögunum bauð til sögu- og ljóðagöngu um gamla kirkjugarðinn. Leiði Hér hvílir hin sögufræga Steinunn Sveinsdóttir frá Sjöundá. Á daginn dvel ég innan um rætur trjánna á nóttunni reika ég í skugga þeirra í þessum garði eru allir jafnir öll blóm jafn mikilvæg allar rætur njóta sömu næringar öll tré birtu sömu sólar stytti mér stundir uppgötva nýjar jurtir fágætar tegundir arfa og fegurstu skrautblóm burnirót rökkurfjóla gullklukka gleymmérei blágresi barðastrý – Guðrún Rannveig Stefánsdóttir Í jurtagarði drottins ÚR LJÓÐABÓKINNI Fræknustu hlauparar landsins, þeir sem ætla að taka þátt í Laugavegs- hlaupinu næsta laugardag, 13. júlí, taka væntanlega næstu daga í lokæf- ingar. Hlaupið er 55 kílómetra langt og afar krefjandi, en skráningu í það lauk í janúar síðastliðnum. Laugavegurinn tengir saman Land- mannalaugar og Þórsmörk. „Í huga margra hlaupara er Lauga- vegshlaupið skemmtilegasta hlaupið á Íslandi,“ segir í tilkynningu. Lands- lagið á leiðinni er fjölbreytt og farið er um á sandi og möl, í grasi og snjó, á ís, yfir ár og læki. Laugavegshlaup um helgina Krefjandi hlaup Hlauparar Tekið á rás út í óvissuna. Fulltrúar tíu fyrirtækja hafa skrifað undir samning um aðstöðu og rekst- ur í nýju Lífsgæðasetri St. Jó. á Suð- urgötu 41 í Hafnarfirði og tvö þeirra þegar flutt inn, Saga Story House og Eldmóður markþjálfun. Verk- efnastjóri lífsgæðaseturs flutti að- stöðu sína í húsið, réttum tveimur ár- um eftir að Hafnarfjarðarbær skrifaði undir kaupsamning um kaup Hafnar- fjarðarbæjar á 85% eignarhlut ríkis- ins i byggingunni. Við kaupin sumarið 2017 skuldbatt Hafnarfjarðarbær sig til að reka al- mannaþjónustu í húsinu að lágmarki í 15 ár frá undirritun samnings. Engin starfsemi hafði verið í húsinu frá því að St. Jósefsspítala var lokað í árslok 2011. „Fleiri fyrirtæki flytja inn á næstu vikum en við gerum ráð fyrir að taka á móti 16-20 rekstraraðilum nú í fyrsta áfanga,“ segir Eva Michel- sen, verkefnastjóri Lífsgæðaseturs St. Jó. Lagt er upp þá hugmynd að setrið sé samfélag sem býður upp á forvarnir, heilsuvernd, snemmtæka íhlutun, fræðslu og skapandi greinar. Margir vilja í Lífsgæðasetur Undirritun Evu Michelsen, l.t.v., hjá Lífsgæðasetri með þeim Ingibjörgu Valgeirsdóttur og Guðbjörgu Björns- dóttur eigendum Saga Story House. Sköpun og fræðsla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.