Morgunblaðið - 09.07.2019, Side 13

Morgunblaðið - 09.07.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019 TRÉSMÍÐAVÉLAR Vélar fyrir atvinnumenn og handverksfólk Yfir 40 ára frábær reynsla á Íslandi Rennibekkur Lata Verð 158.300 Opið virka daga 9-18 laugardaga 10-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is Spónsuga 2 stærðir Verð frá 89.800 Slípivél BTS800 Verð 38.490 Borabrýni DBS800 Verð 11.110 Súluborvél DP16 Verð 53.360 Smergill BG150 Verð 19.960 Rennibekkur DMT 460 Verð 69.340 Iðnaðarsuga HA1000 Verð 27.490 Bandsög Basa1 Verð frá 54.660 Slípivél OSM100 Verð 52.920 Borðsög TS310 Verð 79.800 Loftpressa HC250 Verð 19.980 Borðsög HS80 Verð 34.210 Hefill 2 stærðir Verð frá 64.290 Tifsög 2 stærðir Verð frá 22.620 Slípivél OSM600 Verð 59.800 Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár AFP Forverðir í Rijksmuseum í Amsterdam virða hér fyrir sér hið fræga verk Rembrandts, „Næturvaktin“, en við- gerðir hófust á því í gær. Stórt glerbúr var reist utan um málverkið, svo að almenningur geti fylgst með for- vörðunum að störfum, en fjörutíu ár eru liðin síðan verkið var síðast tekið til forvörslu. Gera við verkið fyrir opnum tjöldum Stjórnvöld í Bretlandi leita nú ákaft að þeim sem lak á netið skýrslum frá sendiráði sínu í Washington, þar sem meðal annars kom í ljós að Sir Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, sagði Donald Trump Bandaríkjaforseta vera „van- hæfan“ og „óöruggan“ í starfi. Upplýsingalekinn olli úlfúð í Bret- landi, en brot úr skýrslunum voru birt í breska slúðurblaðinu Mail on Sunday um helgina. Trump svaraði fyrir sig í gær og sagði að stuðn- ingsmenn sínir í ríkisstjórn væru ekki „aðdáendur“ Darrochs og að hann hefði ekki sinnt hagsmunum Bretlands vel. Jeremy Hunt, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði að sá sem hefði lekið skjölunum mætti eiga von á „alvarlegum afleiðingum“, en tals- maður Theresu May forsætisráð- herra varði Darroch og sagði hann bara hafa gegnt þeirri skyldu sinni að gefa sitt „heiðarlega“ mat á stöðu mála. Hins vegar var tekið sérstak- lega fram að May væri ósammála mati Darrochs á Trump. Eftirmaður May mun skipa nýjan sendiherra í janúar næstkomandi. sgs@mbl.is Leitað að uppruna lekans  Sendiherra Bretlands kallaði Trump „vanhæfan“ Kim Darroch Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Alþjóðakjarnorkumálastofnunin staðfesti í gær að Íranar hefðu rofið skilmála samkomulags síns við al- þjóðasamfélagið frá 2015 með því að auðga úran umfram 3,67%, sem eru þau mörk sem samkomulagið kveður á um. Tilkynntu Íranar fyrr um dag- inn að þeir hefðu auðgað úran upp í hlutfallið 4,5% en úran sem nýtt er í kjarnorkuvopn er auðgað upp að um 90%. Vöruðu stjórnvöld í Teheran jafnframt ríki Evrópusambandsins við afleiðingum þess að grípa til refsiaðgerða. Behrouz Kamalvandi, forstöðu- maður írönsku kjarnorkumálastofn- unarinnar, sagði að 4,5% markið væri nóg til þess að mæta þörfum Ír- ans varðandi orkuframleiðslu, og gaf til kynna að Íranar myndu halda sig þar næstu misserin, frekar en að hækka hlutfallið nær þeim 90% sem þarf í kjarnorkuvopn. Íranar rufu fyrr í mánuðinum ákvæði samningsins um leyfilegt magn auðgaðs úrans, og hótaði utan- ríkisráðuneyti landsins því á sunnu- daginn, að ef lausn yrði ekki fundin á deilunni innan tveggja mánaða gætu Íranar „stigið þriðja skrefið“, án þess þó að geta hvað það yrði. Hass- an Rouhani, forseti Írans, sagði hins vegar í maí síðastliðnum að Íranar gætu dregið sig alveg úr samkomu- laginu, nema Bandaríkjastjórn kæmi aftur að því og létti á refsiaðgerðum sínum. Hafa þungar áhyggjur Evrópusambandið lýsti yfir „þungum áhyggjum“ sínum vegna aðgerða Írana og hvöttu stjórnvöld í Teheran til þess að snúa við blaðinu og hlíta á ný ákvæðum kjarnorku- samkomulagsins frá 2015. Þrjú af að- ildarríkjum sambandsins, Bretland, Frakkland og Þýskaland, undirrit- uðu það af hálfu alþjóðasamfélags- ins, og hafa þau öll hvatt Írana til þess að hugsa sinn gang. Rússar og Kínverjar, sem einnig eru aðilar að samkomulaginu, lýstu einnig yfir áhyggjum sínum af stöðu mála, en þeir sögðu Bandaríkja- stjórn bera ábyrgðina þar sem hún hefði beitt Írana fantabrögðum sem hefðu neytt þá til aðgerða. Staðfesta brot á samkomulaginu  Íranar auðga úran umfram 3,67%-markið AFP Kjarnorkuver Íranar hafa rofið fleiri skilmála samkomulagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.