Morgunblaðið - 09.07.2019, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það vakti at-hygli fyrirhelgi þegar
stjórnvöld í Gí-
braltar tilkynntu
að þau hefðu stöðv-
að risastórt olíu-
flutningaskip Írana. Rök-
studdur grunur leikur á að það
hafi verið að flytja hráolíu frá
Íran til olíuhreinsistöðvar á
vegum stjórnvalda í Sýrlandi.
Áfangastaðurinn væri svo sem
ekki í frásögur færandi, fyrir
utan að Evrópusambandið og
fleiri hafa lagt innflutnings-
bann á olíu til sýrlenskra
stjórnvalda í refsiskyni fyrir
grimmilegt framferði þeirra í
borgarastríðinu sem geisað
hefur bróðurpartinn af þessum
áratug.
Ekki þarf að koma á óvart að
Íranar skuli hafa reynt að
koma hráolíu til Sýrlands.
Refsiaðgerðir Bandaríkjanna
gegn Íran hafa stórskaðað olíu-
útflutninginn, auk þess sem Ír-
anar hafa notfært sér ástandið
í Sýrlandi til þess að koma sér
upp bækistöðvum þar, í næsta
nágrenni við höfuðóvininn Ísr-
ael. Þá er þetta framferði í
samræmi við fyrri athafnir Ír-
ana, sem nýttu sér það fjár-
magn sem kjarnorkusam-
komulagið frá 2015 færði þeim
til þess að kaupa sér ítök og
völd og ýta undir ófrið vítt og
breitt um Mið-Austurlönd en
ekki til að hressa upp á dapra
stöðu í efnahagsmálum innan-
lands.
Viðbrögð íranskra stjórn-
valda við aðgerðum
Gíbraltar-
stjórnarinnar og
Breta hafa einnig
verið athyglisverð.
Þau halda því fram
að olíuflutn-
ingaskipið hafi verið á al-
þjóðlegu hafsvæði, en hóta því
um leið að verði skipinu ekki
sleppt sé það heilög skylda ír-
anskra sérsveita að grípa
bresk olíuflutningaskip í
hefndarskyni.
Þá er því haldið fram að
skipið hafi verið tekið að fyrir-
mælum Bandaríkjanna, sem
stjórnvöld í Gíbraltar harð-
neita. En sú kenning kemur
ekki á óvart því að Íranar hafa
síðustu daga verið að brjóta
gegn kjarnorkusamkomulag-
inu, fyrst með því að safna of
miklu af auðguðu úrani og svo
með því í gær að fara yfir þau
mörk sem þeim er heimilt að
auðga úranið. Írönsk stjórn-
völd vita því upp á sig skömm-
ina í þeim efnum og halda upp-
teknum hætti að kenna
Bandaríkjunum um og hóta
öðrum þjóðum öllu illu.
Allt styður þetta að núver-
andi stjórnvöldum í Teheran sé
einfaldlega ekki treystandi til
þess að standa við gerða samn-
inga og að leiðin til að draga úr
hættunni sem af þeim stafar sé
að mæta þeim af fullri festu.
Og raunar mátti það vera al-
gjörlega ljóst af framferði
landsins á þeim fjörutíu árum
sem núverandi stjórnvöld hafa
haldið þar um taumana.
Framferði og við-
brögð Írana segir
sína sögu um trú-
verðugleikann}
Gripnir í Gíbraltarsundi
Borgaryfirvöldmega hvergi
sjá lausa spildu
eða grænan blett í
borginni án þess
að vilja þétta.
Stefnan um þétt-
ingu byggðar er
rekin áfram af miklum ofsa,
eins og sjá má á áformum um
byggingu tuga íbúða við Bú-
staðaveginn, þar sem áður var
aðeins gert ráð fyrir fáeinum
íbúðum. Þar er íbúum svarað
með því að þeir geti ferðast á
reiðhjólum fyrst ekki er pláss
fyrir bíla og að tekið hafi verið
tillit til athugasemda þeirra
með því að fækka um tvær
íbúðir – breyting sem engu
breytir.
Síðustu daga hafa borgar-
búar svo fengið að fylgjast með
borgaryfirvöldum hamast við
að hefja þéttingu í Elliðaár-
dalnum. Meðal þess sem haldið
er fram til stuðnings áform-
unum er að sá hluti Elliðaár-
dalsins sem samþykkt hefur
verið að byggja á sé í raun
ekki Elliðaárdalurinn og auk
þess eyðimörk!
Staðreyndin er
sú að Elliðaárdal-
urinn er gríð-
arlega mikilvægt
útivistarsvæði
borgarbúa með
fjölbreyttri og fal-
legri náttúru. Borgir eiga að
verja slíkar náttúruperlur í
stað þess að skerða þær og
rýra. Og borgaryfirvöld í
Reykjavík mættu leiða hugann
að því að borgir batna ekki
með því að þrengja stöðugt að
íbúunum, auka byggingamagn
og fækka opnum og grænum
svæðum. Þvert á móti eru opin
og græn svæði mikils virði fyr-
ir þá sem búa í borg.
Borgaryfirvöld ættu einnig
að hlusta á þá sem gagnrýnt
hafa þau vinnubrögð að af-
greiða svo stórt mál á lokuðum
fundi borgarráðs að sumarlagi
í stað þess að fara með þetta
hefðbundna og opna leið í
gegnum borgarstjórn. Það lýs-
ir slæmri samvisku og styður
við þá kröfu að fram fari íbúa-
kosning um málið.
Borgaryfirvöld
ættu að verja opin
og græn svæði í
stað þess að gera
lítið úr þeim}
Atlaga að Elliðaárdal
S
tundum gleymist að þakka það sem
vel er gert. Gunnar Bragi Sveinsson
var ráðherra í ríkisstjórn undir for-
ystu Framsóknarmanna árin 2013
til ’16. Björn Bjarnason hefur rakið
skilmerkilega hvernig Gunnar Bragi sem utan-
ríkisráðherra undirbjó feril 3. orkupakkans,
m.a. með minnisblaði sem staðfestir áframhald-
andi sjálfstæði Íslands í orkumálum.
Jafnframt má minna á samning við Evrópu-
sambandið um landbúnaðarmál sem var frá-
genginn í tíð Gunnars Braga sem utanríkis-
ráðherra árið 2015. Meginefni samningsins er
að tollfrjálsir innflutningskvótar Íslands fyrir
skyr og lambakjöt til sambandsins voru stór-
auknir, auk nýrra kvóta fyrir aðrar kjötteg-
undir. Jafnframt jukust gildandi tollfrjálsir
kvótar til innflutnings á landbúnaðarvörum frá
Evrópusambandinu til Íslands. Einnig falla allir tollar nið-
ur nema á jógúrt, smjörva og ís. Þessi samningur Gunnars
Braga felur í sér mikla kjarabót fyrir neytendur, þegar
áhrif hans koma fram.
Ríkisstjórnin sem Gunnar Bragi sat í felldi líka niður
hinn svonefnda sykurskatt sem vinstri stjórnin 2009-13
setti á og núverandi vinstri stjórn hyggst nú innleiða á ný.
Allt hin bestu mál. Takk fyrir það.
Samkvæmt nýlegri grein Gunnars Braga hafa viðhorf
hans þó breyst nokkuð síðan hann var ráðherra.
Til dæmis segir hann nú: „Spá fræðimanna um að sýkla-
lyfjaónæmi eitt og sér verði stærri valdur að dauða en
krabbamein eftir um þrjátíu ár virðist altént ekki ná
þeirra athygli. Það mætti segja að hægt hefði
verið að sjá þetta fyrir.“ Sú spurning hlýtur að
vakna hvort þessi „spá fræðimanna“ kom eftir
að utanríkisráðherrann gekk frá áðurnefndum
samningi árið 2015. Jafnframt gleymir hann
viðvörun formanns síns um bogfrymil í útlend-
um mat, veiru sem „getur leitt til breytinga á
hegðunarmynstri, þannig að menn hafa jafnvel
velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort
þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna“.
Ekki kom fram í greininni að nýlegar rann-
sóknir á íslensku kjöti sýna að shigatoxín-
myndandi E. coli sé hluti af náttúrulegri ör-
veruflóru íslenskra nautgripa og sauðfjár.
STEC fannst í 30% sýna af lambakjöti og
11,5% sýna af nautgripakjöti. Bendir þingmað-
urinn þó réttilega á að hagsmunir neytenda
felast á endanum ekki í ódýrum vafasömum
matvælum heldur heilbrigði og langlífi, en tekur ekki fram
hvort dýr og vafasöm matvæli séu neytendum hagfelld.
Athygli vekur að ráðherrann fyrrverandi vefengir sjón-
armið heilbrigðis- og lýðheilsusérfræðinga sem hvetja til
sykurskatts á sama tíma og hann gagnrýnir aðra sem eru
ósammála þessum nýju álögum. Hann er þó samkvæmur
sjálfum sér í sykurskattsmálinu, ólíkt hinum sem hér eru
nefnd.
Sérstaklega verður að fagna hræsnislausum varnaðar-
orðum í greininni gegn aukinni áfengisneyslu. Takk fyrir
þau.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Tímarnir breytast og skoðanir með
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Íbúum fjölgaði lítilsháttar í öll-um landshlutum, nema áVestfjörðum, frá 1. desember2018 til 1. júlí 2019. Á Vest-
fjörðum fækkaði íbúum um níu á
þessu tímabili. Fjölgun íbúa varð
hlutfallslega mest á Suðurlandi á
tímabilinu. Þar fjölgaði íbúunum um
600 eða 2%. Íbúum á höfuðborgar-
svæðinu fjölgaði um 2.396 eða um
1,1% og íbúum á Suðurnesjum fjölg-
aði um 508 eða 1,9%. Þetta kemur
fram á heimasíðu Þjóðskrár Íslands.
Reykvíkingum fjölgaði um
1.161 á tímabilinu og var það hlut-
fallsleg fjölgun upp á 0,9%. Næst
komu sveitarfélögin Kópavogur með
fjölgun upp á 473 íbúa (1,3%) og
Mosfellsbær þar sem fjölgaði um
377 íbúa (3,3%).
Fækkun í 20 sveitarfélögum
Sé litið til alls landsins þá fjölg-
aði íbúum Skagabyggðar hlutfalls-
lega mest eða um 10,2%. Þar fjölgaði
íbúum úr 88 í 97 eða um níu íbúa.
Sveitarfélagið Skagabyggð er á
vestanverðum Skaga, milli Húnaflóa
og Skagafjarðar. Það varð til árið
2002 við sameiningu Skagahrepps
og Vindhælishrepps. Sveitarfélagið
liggur að sveitarfélaginu Skaga-
strönd að norðan og sunnan.
Íbúum fækkaði í 20 af 72
sveitarfélögum landsins á tíma-
bilinu. Af 72 sveitarfélögum í land-
inu eru 39 með færri en 1.000 íbúa.
Íbúum fækkaði í 16 þessara sveitar-
félaga eða í 41% þeirra frá 1. desem-
ber síðastliðnum. Hlutfallslega mest
fækkun íbúa varð í Eyja- og Mikla-
holtshreppi þar sem íbúum fækkaði
um 6,8%. Í Árneshreppi varð 5,0%
fækkun íbúa á þessu tímabili.
Alls eru 23 sveitarfélög með
1.000-5.000 íbúa hvert. Á tímabilinu
fækkaði í fjórum þeirra eða 17%
sveitarfélaga. Engin fækkun varð í
sveitarfélögum með yfir 5.000 íbúa á
umræddu tímabili.
Sveitarfélög í deiglunni
Samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra hyggst leggja fram á
haustþingi þingsályktunartillögu um
stefnumótandi áætlun ríkisins um
málefni sveitarfélaga. Stefnumót-
unin verður til fimmtán ára og jafn-
framt verður mörkuð aðgerðaáætl-
un til fimm ára. Þetta verður í fyrsta
sinn sem ríkið mótar slíka stefnu í
málefnum sveitarfélaga.
Ráðuneytið lagði fram Græn-
bók, stefnu um málefni sveitarfé-
laga, til umsagnar í vor. Þar er m.a.
fjallað um fjölda og stærð sveitarfé-
laga. Fram kemur að þeim hafi
fækkað um 125 á síðustu 27 árum,
aðallega í frjálsum sameiningum.
Ljóst er að íbúaþróun er mjög
óhagstæð fámennustu svæðunum.
Íbúum á Norðurlandi vestra hefur
fækkað um 31% síðan 1990 og um
28% á Vestfjörðum á sama tíma.
Mikil fækkun leiðir til óhagkvæmni í
rekstri sveitarfélaganna.
Um 84% íbúa landsins tilheyra
atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins.
Fólksfækkun í litlum
sveitarfélögum
230.358
227.962
222.377
27.557
27.049
25.711
16.549
16.547
16.229
7.309
7.227
7.180
7.055
7.064
6.992
30.540
30.441
30.506 10.72610.691
10.488
30.290
29.690
28.737
Íbúafjöldi eftir landshlutum 2017-2019
1. desember 2017 1. desember 2018 1. júlí 2019
Heimild: Þjóðskrá Íslands
Suðurnes Vesturland Vestfirðir Norðurl. vestra Norðurl. eystra Austurland Suðurland Höfuðborgarsvæðið
Landið allt
1. desember 2017 348.220
1. desember 2018 356.67 1
1. júlí 2019 360.384
Fjölgun 1.12. ’18 - 1.7. ’19: 1,0%
Fjölgun 1.12. ’18 - 1.7. ’19
Suðurnes, 1,9%
Höfuðborgarsvæðið, 1,1%
Norðurland
vestra, 1,1%
Norðurland
eystra, 0,3%
Austurland, 0,3%
Suðurland, 2,0%
Vesturland, 0,0%
Vestfirðir, -0,1%
Umræðuskjalið Grænbók,
stefna um málefni sveitarfé-
laga, var til umsagnar í Sam-
ráðsgátt í vor. Umsagnir voru
birtar jafnóðum.
Í Grænbókinni er vitnað í
skýrslu verkefnisstjórnar frá
2017 um stöðu og framtíð ís-
lenskra sveitarfélaga. Verkefn-
isstjórnin taldi að til að efla
sveitarstjórnarstigið þyrftu
sveitarfélög að vera sjálfbærar
þjónustu- og rekstrareiningar.
Fækka þyrfti sveitarfélögum og
skilgreina þau verkefni sem þau
verða að geta sinnt ein og
óstudd.
Lagt er til að lágmarks-
íbúafjöldi sveitarfélaga verði
1.000 íbúar 1. janúar 2026. Gef-
inn verði aðlögunartími og lág-
marksíbúafjöldi hækkaður í
þrepum.
Af umsögnum um Grænbók-
ina að dæma er ljóst að ekki eru
allir sáttir við kvöð um lág-
marksíbúafjölda í hverju
sveitarfélagi.
Næsta skref er gerð hvít-
bókar, eða draga að opinberri
stefnu, og verður hún einnig
lögð fram til umsagnar.
Sjálfbær
sveitarfélög
SAMRÁÐ VIÐHAFT