Morgunblaðið - 09.07.2019, Side 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins.
Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum
keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast
tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að
leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar
– tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði.
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
Í gegnum aldirnar
hefur María Magda-
lena, saga hennar og
helgisögur sem henni
tengjast, orðið óþrjót-
andi uppspretta lista-
manna. Í öllum list-
greinum hefur hún
verið látin túlka kenn-
ingar, hugmyndir og
tilfinningar lista-
mannanna. Þar má sjá
hana sem hina bljúgu konu er þvær
fætur frelsarans, systur Mörtu er
situr íhugul og hæglát við fætur
Jesú, hinn trúfasta lærisvein við
krossinn, vitnið sem mætir Jesú
upprisnum í Getsemane, predikar-
ann, iðrandi syndarann, í englafans
og þannig mætti lengi telja. Hún er
gjarnan tekin út úr hópi kvenna af
listamönnum á þann hátt, að þegar
allar aðrar konur myndverksins
bera slæðu eða hylja höfuð sitt, þá
er hún berhöfða. Táknar það fortíð
hennar sem fallinnar konu. Einnig
er hún iðulega sýnd með rautt hár
en rauði háraliturinn á að undir-
strika ólguna og baráttuna sem
hún stendur í við sjálfa sig.
Ekki hefur áhuginn minnkað á
Maríu Magdalenu á síðari tímum.
María Magdalena er orðin eins-
konar poppstjarna. Það er að
segja, popplistamenn hafa nýtt sér
minni hennar og sögu. En sjaldan
er þó litið til hinnar upprunalegu
myndar þeirrar sögu. Fjöldi kvik-
mynda og sjónvarpsmynda hafa
verið gerðar þar sem María
Magdalena kemur fyrir eða leikur
megin hlutverkið. Elstu myndirnar
eru frá upphafsdögum kvikmynda-
gerðarinnar. Í flestum
þessara mynda er
sleginn svipaður tónn.
María Magdalena er
gjarnan sýnd þar sem
syndarinn, hóran, sem
snýr af rangri leið eft-
ir að hafa mætt Jesú
og notar það sem eftir
er af lífi sínu til að
gera yfirbót. Einnig er
hún túlkuð ástkona
Jesú og jafnvel freist-
arinn sjálfur, hin
fallna Eva. Sjaldan er
sýnd hin Biblíulega mynd af pre-
dikaranum og postulanum Maríu
Magdalenu. Hvort heldur er, þá er
það synd hennar sem yfirgnæfir
allt annað í frásögninni – og ástir
hennar.
En er ef til vill eitthvað til í því
að samband Maríu Magdalenu og
Jesú hafi fyrst og fremst byggst á
erótískri ást, eins og popp-
listamenn samtímans vilja meina?
Fjölmörg listaverk slá þann streng
eins og til dæmis hinn þekkti söng-
leikur Andrew Loyd Webber og
Tim Rice, Jesus Christ Superstar.
Í raun má segja að allur sá mikli
áhugi sem beinist að Maríu Magda-
lenu snúist fyrst og fremst um
þessa spurningu. Vangaveltan um
ástir og erótíkst samband Maríu
Magdalenu og Jesú er þannig eng-
an veginn ný af nálinni. Kirkjan er
ótrúlega snauð af allri erótík í sögu
sinni þó að Biblían sé það ekki.
Enda er erótíkin einn sterkasti
þráðurinn í eðli okkar. María
Magdalena hefur löngum svarað
þessari þörf mannsins fyrir erótík
og erótíska ást sem kirkjan hefur
forðast. Í kristninni sem var svo oft
bæld gagnvart eðlilegum hlut eins
og kynlífi varð það hlutverk Maríu
Magdalenu að endurspegla erótík-
ina – eða vekja erótískar kenndir.
Hvort sem menn nú trúa því að
erótískt samband hafi verið í milli
Jesú og Maríu Magdalenu eða
ekki, þá hefði slíkt samband í
sjálfu sér ekki breytt neinu um
hlutverk Maríu Magdalenu – eða
Jesú. Úr því að Jesús bar í brjósti
mannlegar tilfinningar eins og
reiði, gleði, hamingju og sorg, bar
hann þá ekki líka í brjósti þörfina
fyrir þá gleði sem erótísk ást vissu-
lega vekur meðal manna? Hefði
hann verið sannur maður án þess?
Það var vegna hins erótíska
hlutverks sem María Magdalena
varð dýrlingur snyrtifræðinga mið-
aldanna. Hún var líka verndar-
dýrlingur þeirra sem framleiddu
tískuvörur fyrir konur eins og
töskur, hanska, greiður og svo
framvegis. Málarar miðaldanna
máluðu hana gjarnan íklædda
glæsilegum kjólum, skreyttum
dýrum steinum og öðrum dýr-
gripum. Þegar komið er fram á 16.
og 17. öld er hún aftur á móti
gjarnan máluð hálfnakin. Á mál-
verkum þessara tíma sést hún
gjarnan sitja með spegil í hönd eða
starandi í tæra lind, upptekin af
eigin fegurð.
Þessu öllu hefur kirkjan reynt
að ýta undir stólinn í aldanna rás.
Kaþólskir listamenn voru látnir
mála hana í hópi kvenna sem trúar
fylgja biskupi sínum. Hjá mótmæl-
endum varð hún hin prúða og und-
irgefna mótmælendakona sem
heldur aftur af sér og geislar um-
fram allt af andlegum dyggðum.
En ást Maríu Magdalenu var á
engan hátt dulin, dulræn, leynd eða
táknræn. Marteinn Lúter, leiðtogi
siðbreytingarnar í Þýskalandi og á
Norðurlöndum á 16. öld hafði þetta
að segja um ást Maríu Magdalenu
á Jesú:
„Allt sem hún getur hugsað um,
allt sem hana getur dreymt, allt
sem hún getur sagt er þetta eitt:
„Ef aðeins ég gæti eignast þennan
mann fyrir eiginmann, ástkæran
gest minn og meistara, þá yrði
hjarta mitt ánægt.“ Hún elskaði
hann heitt og af miklum tilfinn-
ingaþunga, hjarta hennar brann
fyrir hann einan“. (Luther, Martin:
Werke, Weimarer Ausgabe bls.
28.).
Ef til vill segir Lúter hér allt
sem segja þarf. Og er hann þó ekki
þekktur af tilfinningasemi. Lesend-
ur verða síðan hver fyrir sig að
túlka þessi orð Lúters – trúa því
sem þeir vilja trúa og draga sínar
eigin ályktanir.
Eftir Þórhall
Heimisson »Kirkjan er ótrúlega
snauð af allri erótík í
sögu sinni þó að Biblían
sé það ekki. Enda er
erótíkin einn sterkasti
þráðurinn í eðli okkar.
Þórhallur Heimisson
Höfundur er prestur og starfar í
Svíþjóð.
thorhallur33@gmail.com
Alexander Andreyevich Ivanov/Wikimedia Commons
Ástkona? María Magdalena var fyrst til að sjá Jesús eftir upprisuna.
María Magdalena – ástkona Jesú?