Morgunblaðið - 09.07.2019, Side 18

Morgunblaðið - 09.07.2019, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019 ✝ Ragnar Niku-lás fæddist á Lækjarbakka í Hveragerði 21. apríl 1940. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suður- lands 27. júní 2019. Foreldrar hans voru Lauritz Christiansen, f. 19. júlí 1906, d. 3. ágúst 1973, og Þóra Nikulás- dóttir, f. 9. mars 1908, d. 11. desember 1982. Ragnar Nikulás átti tvo bræður; Hans, f. 14. nóvember 1937, d. 5. júlí 2007. Kona hans var Dóra Snorradóttir, f. 31. mars 1941, d. 16. maí 2000, og Ingvar, f. 18. september 1944, d. 4. nóvember 2007. Kona 1970. 4) Fanney Elísabet, f. 29. nóvember 1978, sambýlis- maður hennar er Baldvin Freyr Þorsteinsson, f. 6. októ- ber 1984. Fanney og Baldvin eiga eina dóttur, Iðunni Sig- urborgu, f. 25. júlí 2016, en fyrir átti Baldvin Freyr dæt- urnar Heklu Berglindi, f. 5. september 2007, og Kötlu Bryndísi, f. 5. september 2007. Ragnar Nikulás var garð- yrkjufræðingur að mennt, lærði við Garðyrkjuskóla rík- isins á Reykjum í Ölfusi. Hann starfaði við garðyrkju alla sína ævi, bæði sjálfstætt og seinna við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi. Ragnar Nikulás var Hver- gerðingur í húð og hár bjó þar allt sitt æviskeið. Útför Ragnars Nikulásar fór fram frá Hveragerðiskirkju, 8. júlí 2019. Vegna mistaka við vinnslu blaðsins birtust greinar um Ragnar Nikulás ekki á útfar- ardegi. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar. hans var Gíslína Björnsdóttir, f. 13. maí 1940, d. 20. febrúar 2017. Hinn 23. sept- ember 1962 kvæntist Ragnar Nikulás eftirlif- andi eiginkonu sinni Ástu Borg Jóhannsdóttur, f. 5. júlí 1940. For- eldrar hennar voru Jóhann Jónsson, f. 27. september 1918, d. 1. apríl 1994, og Anna Birna Björns- dóttir, f. 28. september 1921, d. 30. janúar 1998. Börn Ragnars Nikulásar og Ástu Borgar eru: 1) Anna Birna, f. 16. maí 1962. 2) Lárus Þór, f. 18. apríl 1964. 3) Jó- hann Guðni, f. 3. september Elsku Raggi mágur, mig lang- ar með nokkrum orðum að minn- ast þín. Þú varst alltaf til staðar í lífi mínu, sem lítil skotta kom ég oft til ykkar Ástu systur og þá var nú gaman. Heimilið ykkar var alltaf opið fyrir mig og garðurinn ykkar eitt ævintýri fyrir stelpu úr sjávarplássi þar sem var ekki eitt einasta tré, nema kannski eitt og eitt á stangli. Við áttum okkar rökræður og það var oftast glatt á hjalla . En þegar unga daman vildi ekki fara að sofa á kvöldin þá varðstu pínu pirraður en skeyttir ekki skapi á mér heldur fórum við í keppni um hvert okkar vaknaði fyrst á morgnanna og oftast átti ég vinn- inginn, eða það hélt ég lengi vel. Þú leyfðir mér að vinna , en það sem ég vissi ekki þá var að þú varst búin að fara út eldsnemma og huga að blómunum þínum sem þú ræktaðir af svo mikilli natni, það allt blómstraði í höndunum þínum. Gróðurhúsin þín voru eins og völundarhús með nellikkum, am- aryllis, orkídeum og ýmsum öðr- um blómum. Þú varst fyrstur að sýna mér orkídeur og þetta voru fegurstu blóm sem ég hafði séð. Þú varst fremstur í þínu fagi að rækta ný blóm og prófaðir allt mögulegt. Þegar ég gifti mig þá bað ég þig um að gera brúðar- vöndinn, hann var fallegur og lit- skrúðugur með freysliljum og brúðarslöri. Eitt árið varst að reyna að rækta maís, en merkilegt að þeg- ar maísstönglarnir voru rétt sprottnir þá hurfu þeir, en við Lalli sonur þinn elduðum þá þeg- ar við héldum að þú sæir ekki til, þetta voru mín fyrstu kynni af maísstönglum. Við tókum þá og borðuðum en ekki vorum við skömmuð, nei, heldur var okkur sagt að þú skildir ekki hvað maís- stönglarnir hyrfu hratt og ég satt að segja skammaðist mín lengi vel. Ég hætti að elda þá þarna og viti menn, uppskeran var ágæt eftir það. Þú ræktaðir bragðbestu gul- rætur í heimi og varst vakinn og sofinn yfir ræktuninni. Þegar ég eltist og ferðum fór að fækka til ykkar yfir sumartím- ann en við hittumst oft því það var svo gott að koma til ykkar Ástu. Stundum fórum við í bíltúr, þá þekktir þú hverja einustu þúfu og hvern hól. Þú varst svo fróður um sögu okkar Íslendinga og einnig um gróður og stað- hætti. En þú skildir nú ekki flökkueðlið í mér, síðar kom í ljós að Fanney dóttir þín var með sömu gen. Þér fannst við alltaf á ferð og flugi. Þú varst heimakær, þú fluttir ekki oft um dagana og varst í raun alltaf á sama blettinum, þú undir hag þínum vel í Hveragerði og varst stoltur af þínum heimabæ. Þú varst víðlesinn og það var keppni hjá smáa fólkinu í fjölskyldunni að vera með þér í liði í spurningarkeppnum því það var viss passi að þá var maður í vinningsliðinu. Elsku Raggi minn, þú varst rólyndur og göfuglyndur. Ég þakka þér samfylgdina, hún var góð og aldrei dró í brýnu. Farðu í friði, ég veit að sum- arlandið tekur vel á móti þér og okkar fólk mun umvefja þig kær- leika. Elsku Ásta systir, Fanney, Baddi, Iðunn, Lalli, Jói og Anna Birna, ég votta ykkur innilega mína dýpstu samúð. Þín mágkona, Þórný Jóhannsdóttir. Elskulegur mágur minn, Ragnar Nikulás Christiansen, kvaddi þetta líf í lok júní sl. og verður borinn til grafar í dag, 8. júlí 2019. Þakka þér elsku Raggi minn fyrir samferðina, velviljann og vináttuna sem þú sýndir mér ávallt. Segja má að ég hafi fylgt með þegar þú kvæntist Ástu systur minni. Ég var mjög oft hjá ykkur og fékk að njóta mín sem aldrei fyrr. Ég elskaði að vera í návist ykkar, alltaf eitthvað nýtt og spennandi sem ég gat tileinkað mér eða hjálpað ykkur Ástu með. Ég var barnapía hjá ykkur á sumrin og síðar í skóla í Hvera- gerði og Selfossi. Ég er þér þakklát fyrir margra hluta sakir. Þegar þú fluttir mig fram og til baka á gamla Willys-jeppan- um þínum með speglaskattholið sem ég gat ekki verið án þau misserin. Á hverju sumri í meira en fjögur ár. Þegar þú bjargaðir lífi mínu, að ég taldi. Ég var með hettusótt og bar mig afar illa. Nú, þá fékk ég frá þér þetta líka magnaða fræðsluerindi um bólusetningar frá byrjun og lífslíkur í prósent- um á heimsvísu. Ég róaðist lítið eitt og gat hlegið að viðbrögðum þínum. Takk fyrir alla aðstoðina við nám, sama hvar bar niður: Sesar eða Steinn Steinar. Dýralíf syðst eða nyrst á hnettinum o.fl. Þú varst svo fróður. Man vel eftir eðlis- og efnafræðinni sem ég átti að læra, tilneydd. Smá út- skýringar frá þér og ég gat höndlað mólikúl og alls konar mælieiningar á byrjunarstigi. Alltaf var stutt í húmorinn þegar við hittumst. Oft var ég hissa á því hvað þú vissir margt og gast gert margt. Ég bókstaflega missti brosandi andlit mitt, þegar ég mætti eitt sinn á ball með rock & roll-hljóm- sveit og Ragnar Nikulás mágur minn var að spila á trommurnar. Enn er það ráðgáta hvar og hve- nær þú hafðir æft þig á trommur. Mér fannst þú skemmtilegur. Eins ólík og við vorum, þá varstu einn af mínum bestu vin- um alla tíð. Ég kveð þig með söknuði og sendi Ástu systur minni, Önnu Birnu, Lárusi, Jóhanni, Fann- eyju og fjölskyldu innilegar sam- úðarkveðjur. Megi minningarnar um Ragga ylja okkur og hugga á sorgar- og saknaðarstundum. Hvíl þú í friði elsku vinur. Unnur Jóhannsdóttir. Ragnar Nikulás Christiansen Okkar hjartfólgni faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, DAGFINNUR STEFÁNSSON flugstjóri, sem lést sunnudaginn 16. júní, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 10. júlí og hefst athöfnin klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík. Inga Björk Dagfinnsdóttir Stefán Dagfinnsson Leifur Björn Dagfinnsson Hlín Bjarnadóttir Íris Stefánsdóttir Kjartan Freyr Jónsson Áslaug Stefánsdóttir barnabörn og langafabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN RÓSA EINARSDÓTTIR, Melteigi 19, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 2. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 17. júlí klukkan 13. Gestína Sigurðardóttir Kristín Rósa Sigurðardóttir Þórður K. Magnússon Bjarni Sigurðsson Guðríður Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR KRISTJÓNSSON skipstjóri, sem lést fimmtudaginn 4. júlí á dvalarheimilinu Jaðri í Snæfellsbæ, verður jarðsunginn á Ingjaldshóli, Hellissandi, föstudaginn 12. júlí klukkan 14. Kristín M. Sigurðardóttir Svanbjörn Stefánsson Sigurður V. Sigurðsson Kristín Björk Marísdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT HANNESDÓTTIR, Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ, lést á Hrafnistu Nesvöllum laugardaginn 6. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 12. júlí klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Innilegar þakkir til starfsfólks Hrafnistu á Nesvöllum fyrir einstaka umönnun. Þórir Valgeir Baldursson Guðrún Pálsdóttir María Baldursdóttir Júlíus Baldursson Hólmfríður Amalía Gísladóttir Baldur Baldursson Ómar Baldursson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita. ✝ Einar GeirÞorsteinsson fæddist 7. ágúst 1930 á Vatnsleysu í Biskupstungum. Hann lést 27. júní 2019. Foreldrar Ein- ars Geirs voru Ágústa Jónsdóttir húsmóðir, f. 28. ágúst 1900, d. 25. september 1986, og Þorsteinn Sigurðsson bóndi, f. 2. desember 1893, d. 11. október 1974. Systkini Einars Geirs voru: 1) Ingi- gerður, f. 1923, látin 2) Sig- urður, f. 1924. 3) Steingerður, f. 1926. 4) Kolbeinn, f. 1932, látinn. 5) Þorsteinn Þór, f. 1933, látinn. 6) Bragi, f. 1935, látinn. 7) Sigríður, f. 1938, látin. 8) Viðar, f. 1945. Eiginkona Einars Geirs er Ingveldur Björg Stef- ánsdóttir, f. 2. apríl 1936. Börn Einars Geirs og Ingveld- ar eru: 1) Stefán Árni, f. 1960. Eiginkona hans er Sigurrós Ragnarsdóttir. 2) Þorsteinn, f. 1962. Eiginkona hans er Ásta Sigrún Helgadóttir. 3) Guðni Geir, f. 1968. Eiginkona hans er Andrea Gerður Dofradótt- ir. 4) Áslaug, f. 1975. Eig- inmaður hennar er Einar Örn Ólafsson. Barnabörn Einars Geirs og Ingveldar eru 12 og barnabarnabörnin fimm. Einar Geir ólst upp á Vatnsleysu í Bisk- upstungum. Hann flutti síðar til Reykjavíkur og síðar í Garðabæ. Einar Geir starf- aði sem gjaldkeri hjá Landsbanka Íslands og síðar sem gjaldkeri og bókari hjá Egg- erti Kristjánssyni & Co. Einar Geir var framkvæmdastjóri sam- vinnufélagsins Hreyfils 1971 til 1989. Þá starfaði hann í heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu 1989 til 1990. Einar Geir starfaði sem starfsmannastjóri Heilsugæsl- unnar í Reykjavík frá 1991 og þar til hann lét af störfum sökum aldurs á árinu 1999. Einar Geir var formaður Ung- mennafélags Biskupstungna um árabil. Hann var formaður Karlakórsins Fóstbræðra 1969 til 1974 og formaður Kötlu, sambands sunnlenskra karla- kóra, 1977 til 1981. Einar Geir var bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins í Garðabæ 1978 til 1990 og formaður Framsóknarfélags Garða- bæjar 1988 til 1991. Einar Geir sat í miðstjórn Fram- sóknarflokksins í fimm ár. Útför Einars Geirs fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 9. júlí 2019, og hefst athöfnin kl. 13. Í dag kveð ég í hinsta sinn tengdaföður minn, Einar Geir Þorsteinsson. Ég minnist hans með mikilli hlýju og er lánsöm að hafa verið samferða honum í lífinu í næstum aldarfjóðung. Ég dró sannarlega stóra vinninginn í tendapabbalottóinu. Einar Geir var sannkallaður mannkostamaður. Hann var ein- staklega hlýr og kærleiksríkur, sýndi fjölskyldu sinni og afkom- endum einlægan áhuga og studdi fólkið sitt og hvatti til dáða í hví- vetna. Hann var líka sérdeilis barngóður og natinn og þolinmóð- ur afi. Einhvern veginn voru litlu barnabörnin alltaf komin í fangið á honum í kaffiboðum og á öðrum samverustundum, því afi var sá sem gaf sér tíma til að rugga, raula, telja fingur og skoða dót og hluti með litlu manneskjunum. Einar var afskaplega fé- lagslyndur og áhugasamur um sitt samfélag. Lengi vel tók hann virk- an þátt í stjórnmálum en einnig var hann virkur í öðru félagsstarfi og söng með Fóstbræðrum um áratugaskeið. Hann naut sín vel á mannamótum og réttirnar í Tung- unum, heimahögunum góðu, voru ómissandi hluti tilverunnar, þar sem stórfjölskyldan, sveitungar og vinir hittust og sungið var und- ir hans stjórn. Hann unni sveitinni sinni og hvergi þótti honum betra að vera en í sumarhúsinu sínu í sælureit stórfjölskyldunnar í Biskupstungum, helst með sem flesta afkomendur og frændgarð- inn á svæðinu. Veðrið var alltaf gott í Tungunum! Það lék allt í höndunum á Ein- ari. Það var alveg sama hvað var, viðhald, smíðar, gróðurrækt eða annað. Garðurinn þeirra Ingu, all- ar fallegu plönturnar sem þau hafa ræktað í stofunni sinni og margar sem hafa ratað í stofuna mína bera vitni um natni þeirra hjóna og umhyggjusemi gagnvart umhverfi sínu. Enginn gerði betri kalkún en þau Einar og Inga, sem afkomendur þeirra fengu að njóta hver einustu jól og fordrykkurinn hans Einars var sá albesti, líka kaffið sem hann lagaði. Það sem mér þótti um margt einstakt og sérstaklega aðdáunar- vert í lífi Ingu og Einars var þeirra fallega hjónaband. Hlýjan, virðingin, traustið og samheldnin sem einkenndi svo sterkt þeirra samband er okkur góð fyrirmynd. Þau lögðu sig fram um að njóta saman þess sem lífið hafði upp á að bjóða og voru þakklát fyrir þá gæfu sem þeim hafði hlotnast. Elsku Inga, Stefán, Steini, Guðni minn, Ása og fjölskyldur. Megi hugljúfar minningar um ein- stakan eiginmann, föður, tengda- föður, afa og langafa ylja okkur í sorginni. Andrea Gerður Dofradóttir. Í dag er borinn til grafar ást- kær tengdafaðir minn Einar Geir Þorsteinsson. Hann átti góða og farsæla ævi. Ég kynntist honum árið 1985 er ég kynntist syni hans Þorsteini Einarssyni. Einar Geir átti viðburðaríka og góða ævi og var umkringdur fjölskyldu og vin- um sem elskuðu hann og dáðu. Hann fæddist á bænum Vatns- leysu í Biskupstungum 7. ágúst 1930 og var því á 89. aldursári. Foreldrar hans voru Ágústa Jóns- dóttir húsmóðir og Þorsteinn Sig- urðsson, bóndi á Vatnsleysu. Þor- steinn var höfðingi mikill en mér hafa alltaf fundist mikil líkindi með þeim feðgum af þeim sögu- sögnum og myndum sem ég hef séð. Einar var einn af níu systk- inum en af þeim eru þrjú á lífi í dag. Minning mín um hann er mjög falleg og góð. Í hjarta mínu er mikið þakklæti fyrir að hafa kynnst þessum mikla sómamanni. Hann var einn að þeim sem voru alltaf að og féll sjaldan verk úr hendi hvort sem það var á heimili sínu á Móaflöt í Garðabæ eða í sumarbústaðnum Kjarri í Bisk- upstungnum. Hann tók mér strax afskaplega vel og fann ég strax að um góðan og gegnheilan mann var að ræða. Hann reyndist mér og mínum alltaf vel í gegnum tíðina og var alltaf til staðar. Þegar son- ur fæddist árið 1990 blasti það við að hann væri skírður í höfuðið á honum enda um alnafna að ræða. Einar Geir var mikið glæsimenni, glaðvær, mikill söngmaður og barngóður með eindæmum. Hann var Tungnamaður í húð og hár og undi sínum hag vel í sumarbú- staðnum Kjarri í landi Vatnsleysu. Þar elskaði hann að vera og dunda sér við hitt og þetta. Einnig var hann alltaf mættur í réttir Einar Geir Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.