Morgunblaðið - 09.07.2019, Side 32

Morgunblaðið - 09.07.2019, Side 32
Skuggamyndir frá Býsans leika á Múlanum á Björtuloftum Hörpu annað kvöld, miðvikudag, kl. 21. Hljómsveitina skipa Haukur Grön- dal á klarínett, Ásgeir Ásgeirsson á strengjahljóðfæri, Þorgrímur Jóns- son á bassa og Erik Qvick á slag- verk. Tónleikarnir eru liður í undir- búningi fyrir tónleikaferð þeirra til Makedóníu þar sem þeir koma fram á tveimur tónlistarhátíðum. Skuggamyndir frá Býsans á Múlanum ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 190. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Brandur Olsen reyndist hetja FH- inga þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Víkingum í tólftu um- ferð úrvalsdeildar karla í knatt- spyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í gær. FH fer með sigrinum upp í sjötta sæti deildarinnar í 16 stig en Víkingar eru komnir í ellefta sætið og eru með 11 stig. »27 FH sendi Víkinga í fall- sæti á Kaplakrikavelli ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson veit ekki hvað tekur við eftir næsta leik hans með Hammarby í Svíþjóð sem vænt- anlega verður sá síðasti með Stokkhólmsliðinu þar sem hann er í láni. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við Rostov í Rússlandi en á ekki von á að spila þar aftur. „Ég tel mig vera í góðri stöðu núna, það er frekar mikill áhugi og möguleikar á borð- inu en það er ekki undir mér komið hvernig það fer,“ segir Viðar. »24 Veit ekki hvað tekur við eftir næsta leik Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Einar Ásgeirsson er ekki unglamb í árum en engu að síður léttur á fæti, þó áttræður sé, fer á fótboltaleiki og myndar í gríð og erg, bæði fyrir netmiðilinn fotbolti.net og knatt- spyrnudeild Fylkis í Árbænum. „Ætli ég sé ekki elsti fótbolta- ljósmyndari landsins,“ segir hann. Félagsmál hafa lengi verið Einari hugleikin. Hann var í stjórn knatt- spyrnudeildar Fylkis, reif ásamt Guðmundi Bjarnasyni og Sveinbirni Sveinbjörnssyni upp getraunasölu deildarinnar snemma á níunda ára- tugnum, var vallarstjóri hjá Árbæ- ingum í um sjö ár og er í sögunefnd Fylkis. „Við búum reyndar ekki lengur í Árbænum vegna þess að eldri Árbæingar eiga þar ekki í nein hús að venda og því flytja þeir í Grafarvoginn,“ segir gallharði Fylkismaðurinn. Hann hefur lengi tekið myndir fyrir félagið og segir að sú iðja hafi leitt til myndatöku fyrir vefmiðilinn fyrir nokkrum árum. „Ég fór að senda Hafliða Breiðfjörð, eiganda fotbolti.net., myndir og þetta vatt upp á sig. Ég sendi honum til dæm- is 95 myndir eftir einn leik ekki alls fyrir löngu.“ Einráður sjálfboðaliði Einar áréttar að hann sé sjálf- boðaliði og myndi leiki að eigin vali. „Ég er einráður en þekki marga stráka í boltanum og þeir hafa mjög gaman af að láta mynda sig. Svo skemmir ekki fyrir að ég kemst frítt inn á alla leiki.“ Hann segist samt ekki geta fylgst með gangi mála eins og venjulegir áhorfendur. „Ég horfi bara á leikina í gegnum linsugatið og það er allt öðruvísi en að fylgjast með á hliðarlínunni. Ég sé ekki aðdraganda að marki vegna þess að ég fylgi alltaf boltanum.“ Eitt sinn fór Einar til Noregs að sækja skip og hann notaði tækifær- ið og lét gamlan draum rætast. „Ég keypti mér vandaða myndavél í frí- höfninni en henni var stolið ytra skömmu síðar og þá varð ég svo reiður að ég ákvað að stunda ekki í frekari ljósmyndun. Mörgum ára- tugum seinna féll ég fyrir stafrænni myndavél og hef verið að þessu síð- an.“ Einar segist að mestu hafa lært að taka myndir með því að prófa sig áfram og æfingin skapi meist- arann. „Það er lítið um námskeið í þessu en ég hef þó farið á tvö. Ann- ars fikra ég mig bara áfram. Ég lenti til dæmis í vandræðum með litasamsetninguna um daginn en hún er komin í lag.“ Einar var til sjós í 28 ár og vann sem rannsóknarmaður hjá Hafró í 13 ár áður en hann fór á eftirlaun. „Ég hætti að vinna fyrir tíu árum og á meðan ég bíð eftir eilífðinni verð ég að gera eitthvað. Það gefur lífinu gildi að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Morgunblaðið/RAX Á Fylkisvelli Einar Ásgeirsson myndar fyrst og fremst leikmenn Fylkis og er á heimavelli í Árbænum. Aldurinn engin hindr- un á fótboltavellinum  Einar Ásgeirsson er öflugur, áttræður ljósmyndari Dýrabær Smáralind, Kringlunni, Reykjanesbæ og Akranesi Byko Selfossi | Fiskó Garðabæ Heimkaup | Hundaheppni Sími 511 2022 | dyrabaer.is NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI – fyrir dýrin þín Bragðgott, hollt og næringarríkt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.