Morgunblaðið - 12.07.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019
✝ Guðrún Frið-riksdóttir
fæddist í Laufási í
Ketildalahreppi 18.
mars 1939. Hún lést
á Landspítalanum
2. júlí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Friðrik
Jónsson, bóndi og
oddviti í Hvestu í
Ketildölum, f. í
Hringsdal 1906, og
kona hans, Sigríður Þórð-
ardóttir kennari, f. í Litlu-
Tungu í Holtum 1901. Lífs-
förunautur Guðrúnar árin 1982
til 2007 var Auðunn Hafnfjörð
Jónsson, f. á Gjögri í Árnes-
hreppi í Strandasýslu 1936.
Hann lést 2007.
Systkini Guð-
rúnar eru Kristín
Friðriksdóttir, f.
1936, d. 1996, Þórð-
ur Friðriksson, f.
1937, og tvíbura-
systir hennar Sess-
elja Friðriksdóttir,
f. 1939. Dóttir Guð-
rúnar er Edda Arn-
dal, f. 1962. Dóttur-
dóttir hennar er
Sunna Rún Baldvinsdóttir, f.
1985, og dótturdótturdóttir
hennar er Ronja Bjarnadóttir, f.
2014.
Útför hennar fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 12. júlí
2019, klukkan 15.
Mamma mín, nú ertu farin frá
okkur og við þínir nánustu sam-
einuð í minningunni um þig. Þú
kemur til mín núna á öllum ald-
ursskeiðum lífs þíns. Ég les
minningabækurnar þínar frá
Reykjaskóla í Hrútafirði og
kynnist þér sem ungri stúlku á
leið út í lífið sem kennari, með
framtíðina óskrifað blað. Minn-
ingar vina þinna lýsa þér sem
ungri lífsglaðri stúlku, afburða
námsmanni, hnyttnum húmorista
og stórkostkegum karakter,
þannig varst þú. Þú sást spaugi-
legu hliðarnar á tilverunni en þú
fékkst þinn skerf af böggum að
bera í þessu lífi. Ég vildi að það
hefði verið léttara, en erfiðu tím-
arnir mörkuðu dýpt í sálina þína,
dýpt sem sjaldgæft er að finna.
Ég á allskonar minningar sem nú
ylja og næra, leikhúsferðirnar,
samtölin um árin þín í sveitinni í
Arnarfirði og fyrstu árin mín þar,
stundirnar með litlu fjölskyld-
unni okkar og erfiðu stundirnar
þínar þegar heilsan brast. Síð-
ustu árin okkar saman voru ár
tenglsa, skilnings og samveru á
hinum ýmsu gleði- og sorgar-
stundum lífsins. Þetta voru góð
ár. Þú naust þess alla tíð að
ferðast og sjá heiminn og varst á
yngri árum lunkin við að finna því
farveg. Síðasta ferðin okkar sam-
an til Tenerife geymir dýrmætar
minningar. Við eyddum dögunum
við sundlaugarbarminn, þú röltir
yfir á útibarinn á slaginu 12 á há-
degi til að fá þér ískaldan bjór og
sagðir iðulega „oh hvað bjórinn
er góður“ á þinn einstaka hátt.
Þú áttir ekki mikið en þú gafst
mikið. Þú deildir alltaf með mér
og Sunnu því sem þér áskotnað-
ist. Þegar Ronja kom í heiminn
þá fékk hún líka að njóta gjaf-
mildi þinnar. Þú hafðir svo marga
hæfileika sem ekki fengu að
blómstra. Þú elskaðir bókmennt-
ir og ljóð og hafðir gaman af fólki
sem fór sínar eigin leiðir. Þú
varst á undan þinni samtíð, bylt-
ingarsinni og kvenréttindakona.
Þú kenndir mér að meta það sem
skiptir máli í lífinu, að vera eins
og maður er og njóta. Þú hafðir
gaman af fallegum fötum og
passaðir upp á fram á síðasta dag
að vera fín og vel snyrt með rauða
Lancom-varalitinn þinn nr. 47.
Þú kenndir mér hreinskiptni. Þú
kenndir mér að þekkja þetta
ósýnilega, sem ekki er sagt með
orðum. Þú kenndir mér að sitja
með sársaukanum í lífinu. Mik-
ilvægasta gjöfin þín til mín er til-
finningin um að vera alltaf elsk-
uð.
Ég er stolt af þér. Guð geymi
þig, elsku mamma mín, það var
mér ómetanlegt að geta verið hjá
þér þegar þú skildir við, og að
geta deilt þeirri stund með Sunnu
og Sillu, þínum nánustu í þínu lífi.
Ég veit að þú nýtur þess að vera
frí og frjáls frá líkamanum núna.
Edda Arndal.
Elsku amma mín, þú skilur eft-
ir þig risastórt tómarúm í litlu
fjölskyldunni okkar.
Ég á eftir að sakna þess mikið
að heimsækja þig og að hafa þig
með á hátíðarstundum. Ég á eftir
að sakna þess að finna fyrir því
hvað þú elskaðir okkur mikið og
hafðir þar af leiðandi endalausar
áhyggjur af okkur stelpunum
þínum.
Ég á eftir að sakna þíns
skrautlega karakters og þinna
fyndnu athugasemda. Þú hélst
aldrei aftur af þér í samskiptum
við þína nánustu, þú settir ekki
upp neina kurteisisgrímu fyrir
okkur og ég kunni alltaf betur og
betur að meta þessi hreinu og
beinu samskipti okkar. Þau
gerðu okkur nánari. Þú sagðir
þínar skoðanir filterslaust en ég
mátti alltaf svara þér, þú varst
alltaf tilbúin að skoða hlutina frá
öðrum sjónarhornum og skiptir
jafnvel um skoðun eftir góðar
rökræður. Þú varst nefnilega
með svo ótrúlega opinn huga,
sem er eitt af því sem ég elskaði
mest við þig.
Takk fyrir allar okkar dýr-
mætu stundir í gegnum árin.
Ég á eftir að sakna þín mikið
en ég veit að þú átt eftir að njóta
frelsisins og hvíldarinnar hvar
sem þú ert.
Ég elska þig,
þín ömmustelpa,
Sunna Rún.
Guðrún
Friðriksdóttir
✝ HólmfríðurSigurbjörg
Gunnlaugsdóttir
fæddist 13. mars
1925 á Vopnafirði.
Hún lést 1. júlí
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Gunnlaugur
Sigvaldason bóksali
á Vopnafirði, f.
12.1. 1884, d. 24. 12.
1954, og Margrét
Soffía Grímsdóttir, f. 5.9. 1883,
d. 20.6. 1943. Systkini Hólm-
fríðar voru Guðrún Sigurbjörg,
f. 1915, d. 1920, og Gunnar, f.
1921, d. 1963.
Þann 2. júní 1951 giftist Hólm-
fríður Óskari Gissurarsyni raf-
virkja frá Litlu-Hildisey í Land-
eyjum, f. 24.6. 1923, d. 3.11.
1990. Börn Hólmfríðar og Ósk-
ars eru 1) Margrét, skrifstofu-
stjóri hjá Vita-Golf, f. 1951, eig-
inmaður hennar er Steinar Þór
Guðlaugsson jarðeðlisfræðingur.
jónssyni, f. 19.10. 1921, d. 19.1.
1952, er Gunnlaugur Grétar Sig-
urgeirsson, tæknifræðingur, f.
1947, eiginkona hans er Gunnvör
Sverrisdóttir sjúkraliði. Börn
þeirra eru a) Sverrir tölvunar-
fræðingur, b) Ingunn viðskipta-
fræðingur, eiginmaður Sigurður
Karl Magnússon tölvunarfræð-
ingur, börn þeirra eru Silja Rós,
Steinunn Kamilla og Sævar Ern-
ir.
Hólmfríður ólst upp á Vopna-
firði til 15 ára aldurs, en var síð-
an við nám í Menntaskólanum á
Akureyri og lauk þar gagn-
fræðaprófi. Hún fluttist til
Reykjavíkur 1945 og sinnti versl-
unarstörfum um nokkurra ára
skeið en helgaði sig síðan hús-
móðurstörfum. Árið 1982 hóf
hún hlutastarf á skrifstofu Ríkis-
sáttasemjara þar sem hún starf-
aði til ársins 1995.
Útför hennar fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 12. júlí 2019,
og hefst athöfnin klukkan 15.
Börn þeirra eru a)
Hrafn hagfræð-
ingur, eiginkona
hans er Kristín
Gunnarsdóttir
kennari og synir
þeirra Steinar
Helgi og Bergþór,
b) Ása tölvunar- og
heilbrigðisverk-
fræðingur. 2) Gylfi
barnahjartalæknir
á Barnaspítala
Hringsins, f. 1961, eiginkona
hans er Guðrún Sigmundsdóttir
yfirlæknir hjá Sóttvarnalækni.
Börn þeirra eru a) Guðlaug heil-
brigðisfulltrúi, eiginmaður
hennar er Hlynur Daði Sæv-
arsson arkitekt og börn þeirra
Egill Arnar og Guðrún Freyja, b)
Hólmfríður lyfjafræðingur, unn-
usti hennar er Einar Sigurvins-
son háskólanemi, og c) Magnús
Atli menntaskólanemi.
Sonur Hólmfríðar með fyrri
manni hennar Sigurgeiri Guð-
Við kveðjum í dag tengdamóð-
ur mína Hólmfríði Gunnlaugs-
dóttur, sem oftast var kölluð
Didda. Hún fæddist á Vopnafirði
en bjó stærstan hluta ævi sinnar í
Reykjavík, lengst af í Bólstaðar-
hlíð 62, eða frá 1963 þegar húsið
var byggt. Hún bjó þar í upphafi
með eiginmanni sínum, tengda-
foreldrum og börnum en með ár-
unum fækkaði á heimilinu. Didda
var ávallt vel til höfð og heimili
hennar snyrtilegt og smekklegt.
Ég kom inn í fjölskylduna fyrir
tæpum 35 árum og var tekið opn-
um örmum frá fyrstu stundu. Þá
var erfitt tímabil í lífi Diddu
vegna veikinda Óskars eigin-
manns hennar, sem glímdi við
langvinn erfið veikindi. Á heim-
ilinu var líka háöldruð tengda-
móðir hennar en hún annaðist
þau bæði með ósérhlífni og um-
hyggju.
Didda var skarpgreind og
minnug og rifjaði oft upp atburði
sem við höfðum gleymt. Hún
hafði einlægan áhuga á afkom-
endum sínum og fjölskyldum
þeirra og fylgdist vel með hvað
var að gerast í lífi þeirra fram á
síðasta dag. Hún var grandvör og
ég heyrði hana aldrei baktala
nokkurn mann. Didda var skyn-
söm og hreinskilin, kom gjarnan
með góðlátar athugasemdir sem
eru okkur minnisstæðar og höfðu
oft áhrif. Um fimmtugt þegar
eiginmaður hennar gat ekki ekið
lengur vegna veikinda tók hún
bílpróf á sama tíma og yngsti
sonur hennar, sem þá var 17 ára
og skammaðist sín ögn fyrir var-
færið ökulag móður sinnar. Þetta
endurspeglar hvernig Didda tók
á þeim hindrunum sem urðu á
vegi hennar. Hún átti síðan far-
sælan ökuferil þar til hún ákvað
að hætta að keyra 85 ára, því hún
setti öryggi samferðamanna
sinna ofar eigin þægindum.
Didda kunni að njóta lífsins,
ferðaðist víða með fjölskyldu og
vinum meðan hún hafði heilsu til.
Hún kom oft í heimsókn til okkar
til Svíþjóðar og til dóttur sinnar
sem bjó í Noregi í áratugi með
fjölskyldu sinni. Auk þess ferðað-
ist hún með okkur og dóttur sinni
um Evrópu. Mánuði áður en hún
lést, þegar hún var enn að ná sér
eftir alvarleg veikindi, kom hún í
brúðkaup í fjölskyldunni. Didda
var búin að hlakka mikið til og
naut sín í brúðkaupinu. Háöldruð
og veikburða skapaði hún þannig
gleðiríkar, ógleymanlegar minn-
ingar fyrir fjölskyldu sína.
Það var gott að koma í
Bólstaðarhlíðina til Diddu. Í eld-
húsinu hennar var besta kaffi-
hornið í bænum og þar var oft
þröngt á þingi þegar börn hennar
og fjölskyldur þeirra söfnuðumst
saman. Dóttir okkar bjó um ára-
bil í íbúðinni á móti henni með
eiginmanni sínum og tveimur
börnum. Þau nutu öll þessa sam-
býlis, dóttir okkar og tengdason-
ur fengu ómetanlegan stuðning
þegar þau fluttu ung að heiman
með lítið barn en þau aðstoðuðu
líka ömmu Diddu þegar aldurinn
hindraði hana í daglegu lífi.
Barnabarnabörnunum fannst
notalegt að fara yfir til ömmu
Diddu og fá kex sem sjaldnast
var í boði heima.
Tengdamóðir mín skilur eftir
mikið tómarúm sem ekki verður
fyllt. Hún studdi okkur á erfiðum
stundum og sagði okkur góðlega
til syndanna þegar ástæða var til.
Besta kaffihornið stendur heldur
ekki undir nafni án hennar.
Kærar þakkir fyrir samfylgd-
ina, elsku Didda, og allt sem þú
kenndir mér.
Guðrún Sigmundsdóttir.
Við kveðjum ömmu í síðasta
sinn í dag.
Það var alltaf gaman að koma
heim til ömmu, randalínur og
annar heimabakstur í boði ásamt
uppáhellingi og mjólkurglasi fyr-
ir krakkana. Ekki skemmdi fyrir
að miklar líkur voru á að hitta
aðra ættingja og var oft mikið
fjör yfir kaffisopanum. Á yngri
árum var það bingóvélin sem
heillaði mest við heimsóknirnar
til ömmu og gott ef hún sást ekki
um síðustu jól í höndum lang-
ömmubarnanna.
En það var einmitt ómissandi
þáttur í jólahefðinni þegar stór-
fjölskyldan hittist á jóladag
heima hjá ömmu til að gæða sér á
hangikjöti, kartöflum og uppstúf,
sem að sjálfsögðu var skolaði nið-
ur með malti og appelsíni og svo
var hinn víðfrægi ömmufrómas í
boði á eftir.
Nú verða þessar stundir ekki
fleiri en minningarnar munu lifa
áfram.
Sverrir og Ingunn.
Elsku amma Didda. Þú hefur
alltaf verið stór hluti af lífi okkar
allra. Ég er svo þakklát fyrir all-
ar yndislegu stundirnar sem við
höfum átt saman. Á þessum tím-
um hugsa ég til baka til samveru-
stunda í Fiskakvíslinni og ferð-
unum til Portúgal. Hlátursköstin
ykkar mömmu sem enginn skildi
neitt í nema þið tvær og sameig-
inleg ást ykkar pabba á eftirrétt-
um. Það var alltaf svo huggulegt
að koma til þín í Bólstaðarhlíðina
og þaðan eru margar góðar minn-
ingar sem við fjölskyldan deilum
saman. Ég hef alltaf verið mikið
jólabarn og ég er svo heppin að
hafa fengið að eyða öllum jólum
hátíðlega með þér. Það verður
ekki eins án þín. Ég hugsa til þín,
amma mín, og þín verður sárt
saknað.
Ása Steinarsdóttir.
Hólmfríður Sigurbjörg
Gunnlaugsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Hólmfríði Sigurbjörgu
Gunnlaugsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
✝ Guðrún Reyn-isdóttir fæddist
í Hafnarfirði 28.
júní 1934. Hún lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 6.
júlí 2019.
Foreldrar Guð-
rúnar voru Reynir
Guðmundsson, f. á
Geirseyri við Pat-
reksfjörð 24. apríl
1906, d. 1988, og
Margrét Skúladóttir, f. að Ytra-
Vatni í Lýtingsstaðahreppi í
Skagafirði 18. nóvember 1900,
d. í Hafnarfirði 1950. Systkini
Guðrúnar voru Svanhvít Reyn-
isdóttir, f. 1930, d. 2016, og
Sverrir Reynisson, f. 1932, d.
1955.
Eiginmaður Guðrúnar er
Halldór Júlíusson, f. 28. júní
1928. Börn þeirra eru: 1. Mar-
grét Halldórsdóttir, f. 1956,
maki Árni Guðmundsson. Börn
þeirra eru Halldór, Elín og
Guðmundur Örn. 2. Ingibjörg
Halldórsdóttir, f. 1959. Börn
hennar og Sveins
Ásgeirssonar eru
Ásgeir Arnar og
María Rún. 3.
Reynir Hall-
dórsson, f. 1963.
Dóttir hans og
Önnu Sigríðar
Guðmundsdóttur
er Guðrún Edda.
Guðrún ólst upp
á Brekkugötu í
Hafnarfirði. Hún
lauk gagnfræðaprófi frá Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði og
starfaði um tíma á Fræðslu-
málaskrifstofu Reykjavíkur.
Guðrún og Halldór giftu sig 18.
júní 1955 og hófu búskap á
Ægisíðu í Reykjavík og bjuggu
síðan lengst af í Vesturbæ
Reykjavíkur.
Guðrún var húsmóðir alla
sína tíð. Hún söng um árabil í
kirkjukór Neskirkju og söng-
sveitinni Fílharmóníu.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Neskirkju í dag, 12. júlí 2019,
klukkan 13.
Ég kveð þig, mamma, en mildur blær
um minninganna lönd,
um túnin nær og tinda fjær,
mig tengir mjúkri hönd,
sem litla stúlku leiddi um veg,
sú litla stúlka – það var ég,
og höndin – það var höndin þín,
svo hlý og ljúf og blíð.
Ég kveð þig, elsku mamma mín,
en man þig alla tíð.
(Rúnar Kristjánsson)
Elsku mamma, hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Ingibjörg Halldórsdóttir,
Margrét Halldórsdóttir.
Elskuleg tengdamóðir mín,
Guðrún Reynisdóttir, er fallin
frá. Hún var einstök kona og allar
hennar gjörðir snerust um að láta
öðrum líða vel. Umhyggja hennar
og áhugi á velferð sinna nánustu
var henni ávallt efst í huga.
Rúna var glaðlynd og góð
manneskja og einstaklega barn-
góð. Þess nutu barnabörnin í rík-
um mæli og fyrir það ber að
þakka.
Síðustu árin glímdi hún við
heilsubrest og hvíldin var henni
að vonum kærkomin.
Eftir standa aðeins góðar
minningar um einstaklega ljúfa
og góða konu og þakklæti fyrir
það sem hún gaf með nærveru
sinni og ljúfmennsku.
Blessuð sé minning Guðrúnar
Reynisdóttur.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Árni Guðmundsson.
Elsku amma Rúna valdi þann
sólríka og fallega dag 6. júlí 2019
til að fara til himna og kveðja
okkur. Hún amma var svo ynd-
isleg og hugljúf kona. Hún var
alltaf svo góð og það var svo mikil
hlýja og ljómi í kringum hana
sem skein af henni. Hún var gull-
falleg og glæsileg kona og mín
helsta fyrirmynd í lífinu. Í gegn-
um ævina sýndi amma endalaus-
an dugnað og kenndi mér svo
margt um lífið og tilveruna sem
ég þakka henni fyrir og met mik-
ils.
Það sem einkenndi líf elsku
ömmu var yndislega fjölskyldan
hennar, eiginmaður, börn og
barnabörn sem hún lifði fyrir.
Ást hennar og afa var svo ótrú-
lega falleg og einstök og ástin til
barna sinna og barnabarna enda-
laus. Hún hugsaði svo vel um allt
fólkið sitt og það var hennar líf og
yndi. Fleira sem einkenndi líf
ömmu var söngur, en amma söng
lengst af í kór í Neskirkju og svo
var það sundið hennar í Vestur-
bæjarlauginni. Amma hjólaði í
sund á hverjum morgni á meðan
afi labbaði brautina og svo kom
hún við í bakaríinu á leiðinni heim
og búðinni. Í matartímanum bauð
amma upp á dýrindis veislur.
Hún passaði að allir fengju nóg
að borða og hún var alltaf með
tilbúið ristað brauð með osti og
marmelaði fyrir mig þegar ég var
hjá henni, það var hefðin okkar.
Ég man að í töskunni hennar var
alltaf að finna bláan ópal eða blátt
mentos og tissjúpakka og í fryst-
inum var alltaf til ís.
Ég var heppin að fá að gista
ófáar nætur hjá ömmu og afa
þegar ég bjó úti á landi og við átt-
um svo yndislega tíma saman.
Það var ekkert sem jafnaðist á
við að gista hjá ömmu og afa, svo
fersk og góð lykt af sænginni og
svo gott að sitja og spjalla saman,
borða góðan mat og horfa á alls-
konar bíómyndir og þætti saman
og þá bauð amma oftast upp á
papriku- stjörnusnakk og nammi
með. Þar komst ég í skápana hjá
ömmu í gömul föt, skart, tísku-
tímarit og gamlar ljósmyndir
sem ég naut að skoða með ömmu
og heyra sögurnar frá henni.
Annað sem við gerðum þegar ég
gisti hjá henni var að fara með
bænirnar saman fyrir svefninn,
en amma kunni allar bænir, alla
sálma og alla texta. Það er ein
bæn sem minnir mig mest á elsku
ömmu og er í uppáhaldi, ég heyri
hana fara með hana í huganum á
innsoginu eins og hún gerði.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Ég er svo þakklát fyrir allan
stuðninginn sem elsku amma
veitti mér, hún sýndi mér svo
mikinn áhuga og hvatti mig
áfram í öllu mínu námi, starfi og
lífsins ævintýrum. Ég er svo
þakklát fyrir minningarnar okk-
ar saman og allt sem amma hefur
gert fyrir mig og gefið mér.
Elsku ömmu Rúnu verður sárt
saknað og fallega og bjarta minn-
ingin um hana mun lifa í hjörtum
okkar um alla tíð.
Guð geymi þig, amma mín –
égelska þig.
Þín nafna,
Guðrún Edda Reynisdóttir.
Guðrún
Reynisdóttir
Fleiri minningargreinar
um Guðrúnu Reynisdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.