Morgunblaðið - 12.07.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019
✝ Gústaf Ósk-arsson fæddist
3. júlí 1933 á Ísa-
firði. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 2. júlí
2019.
Foreldrar hans
voru: Óskar Gúst-
af Ingjaldur Jen-
sen prentari frá
Ísafirði, f. 1906, d.
2009, og Hansína Kristrún
Einhildur Hannibalsdóttir frá
Kotum í Önundarfirði, f. 1905,
d. 1995. Systkini voru Aðal-
heiður Óskarsdóttir Moskios,
f. 1931, d. 2012, Málfríður
Guðrún Óskarsdóttir, f. 1936,
Anna Júlía Óskarsdóttir, f.
1940, og Ómar Óskarsson, f.
1949.
Eftirlifandi kona Gústafs er
Kristbjörg Markúsdóttir, f. 30.
ágúst 1935 á Ísafirði, dóttir
hann gegndi frá 1963 til 1993.
Lengst af kenndi Gústaf á
Ísafirði, en einnig á Barða-
strönd, Kleppjárnsreykjum og
í Hveragerði. Hann var skóla-
stjóri barnaskólans á Drangs-
nesi frá 1967 til 1971. Síðasta
kennsluárið sitt var hann
skólastjóri grunnskólans á
Núpi í Dýrafirði.
Gústaf var mikill söng-
maður og söng bæði í Sunnu-
kórnum og í kirkjukórnum á
Ísafirði í mörg ár. Árið 2004
fluttu Gústaf og Kristbjörg til
Hveragerðis og þar starfaði
hann með kirkjukór Hvera-
gerðiskirkju og með Hvera-
fuglum, sem er kór eldri borg-
ara í Hveragerði. Gústaf var
mikill áhugamaður um leiklist
og starfaði með Skallagrími í
Borgarnesi og Litla leik-
klúbbnum á Ísafirði. Hann
samdi og setti upp mörg leik-
rit með nemendum sínum.
Útför hans fer fram frá
Hveragerðiskirkju í dag, 12.
júlí 2019, klukkan 14.
Markúsar Þórðar-
sonar, f. 1910, d.
1990, og Auðar
Ólafsdóttur, f.
1917, d. 2002.
Börn Gústafs og
Kristbjargar eru
Ólafur Jón, f.
1955, Ragnheiður
Helga, f. 1956,
Ósk, f. 1957,
óskírð stúlka, f.
1958, d. 1959, Hans, f. 1960,
Rúnar, f. 1962, d. 2017, Áróra,
f. 1966, og Óðinn, f. 1969.
Barnabörnin eru 17 og barna-
barnabörnin eru 13.
Gústaf gegndi ýmsum störf-
um á æviferli sínum. Vann
m.a. við húsbyggingar og í
mjólkurvinnslu, bæði í Borgar-
nesi og á Ísafirði, auk þess að
stunda grásleppuveiðar á
Drangsnesi. Ævistarf Gústafs
var þó kennarastarfið sem
svo fingur undir orðin eftir því
sem þau voru sungin. Á þennan
hátt lærðu þau bæði lögin, vís-
urnar og að lesa. Og urðu allir
nemendur þessa bekkjar flug-
læsir án þess að hann tæki
nokkurn tímann upp formlega
lestrarkennslubók. Það fór það
orð af honum, og það hef ég eft-
ir samkennara hans, að kennsl-
an væri honum auðveld.
Ég ætla ekki að halda því
fram að hann hafi verið fullkom-
inn og gallalaus. Allir sem ein-
hvern tímann óku með honum í
bíl uppgötvuðu fljótt að þar var
enginn ökuþór á ferð. Og þó að
hann hafi unnið við smíðar var
margt annað sem lét honum bet-
ur. Ýmsir voru því kallaðir til af
mömmu til að „hjálpa“ honum
við framkvæmdir, en hann var
nógu skynsamur til að átta sig á
því að líklegra væri betra að
hlutverkunum væri snúið við.
Þannig tókst að koma mörgu í
verk og alveg fram til þess síð-
asta var hann að leggja á ráðin
um framkvæmdir. Núna í vor að
planta út hlyn og elri við húsið
en á óræktarspildu í eigu Hvera-
gerðisbæjar sem hann tók í fóst-
ur fyrir nokkrum árum. Í fyrra
vildi hann reisa gróðurhús á
pallinum „fyrir mömmu ykkar“.
Og pallurinn var stækkaður fyr-
ir þremur árum. En eftir því
sem hann varð ónýtari til verka
vegna heilsuleysis urðu hend-
urnar fleiri sem tilbúnar voru að
hjálpa.
Sá þáttur í fari pabba sem ég
hef þó borið mestu virðingu fyr-
ir er heiðarleiki hans og hrif-
næmni.
Að stela, svindla eða ljúga var
ekki til í hans bók. Og hann gat
tárast ef eitthvað hreif hann; fal-
leg tónlist, bíómynd eða góð
bók. Sem unglingi fannst mér
þetta vandræðalegt en seinna
bara fallegt.
Að leiðarlokum er ég vitan-
lega hryggur að geta ekki hitt
hann aftur en um leið óendan-
lega þakklátur fyrir að hann hafi
verið faðir minn. Hann kenndi
mér margt og hefur alla tíð ver-
ið mér fyrirmynd. Ég mun
sakna hans en á sama tíma ylja
mér við dýrmætar minningar
um mann sem var einstaklega
falleg og heilsteypt manneskja.
Með hlýju í hjarta kveð ég hann
pabba minn.
Meira: mbl.is/minningar
Hans.
Gústafs Óskarssonar minnist
ég með hlýju. Við kenndum
saman í Hnífsdal. Hann að ljúka
sínum kennsluferli og ég að
byrja minn. Á litlu kennarastof-
unni skemmti Gústaf okkur með
vísum sem hann samdi og sög-
um auk þess að vera hafsjór
fróðleiks um allt sem viðkom
kennslunni, hvaða fugl flaug hjá
og hvaða planta óx í vegkant-
inum.
Á þessum árum var skólinn
tvísetinn, eldri börnin á morgn-
ana og þau yngri eftir hádegi,
kennslustofurnar þrjár. Þegar
nálgaðist hádegi mátti sjá mann
í dökkbláum kuldagalla koma
gangandi einbeittum skrefum
frá Ísafirði, stundum á skíðum.
Það var eitthvað notalegt við
það að sjá reynsluboltann nálg-
ast skólann í snjónum, losa sig
við kuldagallann, fara inn í stof-
una sína og skrifa forskriftina á
töfluna.
Auk þess að kenna saman
sungum við saman í kirkjukórn-
um. Einhvern veginn finnst mér
í minningunni eins og Gústaf
væri einhvers konar verndari
eða akkeri fyrir mig á Ísafirði.
Ég vissi um öruggt skjól ef eitt-
hvað bjátaði á. Jólin okkar fyrir
vestan lá mörgum litlum börn-
um á að koma í heiminn. Gústaf
vissi að konan mín gæti þurft að
vera uppi á spítala að taka á
móti börnum um jól, hann full-
vissaði mig snemma á aðvent-
unni um að ég þyrfti ekki að ótt-
ast einveru um jólin, ég væri
alltaf velkomin til þeirra Krist-
bjargar. Það var ég alltaf þakk-
lát fyrir þó ekki kæmi til þess.
Alla daga síðan höfum við skipst
á sögum í jólakortum, ég hef
sagt frá hversdagslífinu og hann
sent mér nýskráðar sögur og
ævintýri sem ég get deilt áfram
með börnum í kennslustofu rétt
eins og hann gerði svo vel.
Hildur Heimisdóttir.
með forsetaúrskurði full kenn-
araréttindi. Hann mætti kennsl-
unni með því hugarfari að allir
gætu lært eitthvað og væru ein-
hverjir nemenda hans ekki mikl-
ir námsmenn á bókina var hann
alltaf sannfærður um að þeir
hefðu einhverja aðra hæfileika
sem myndu nýtast þeim. Hann
var ekki heldur sérstaklega hrif-
inn af normalkúrfum og reyndi
alltaf að kenna öllum sínum
nemendum þannig að þeir væru
nokkurn veginn á sama stað í
náminu. Það tókst honum yfir-
leitt án þess að það bitnaði á
bestu námsmönnunum en hinir
sem verr gekk námið nutu góðs
af. Megnið af kennaraferlinum
kenndi hann eldri bekkjum
grunnskóla og sérhæfði sig í
kennslu raungreina. Þó kom fyr-
ir að hann væri með fyrsta árs
nemendur. Einum slíkum bekk
fylgdi hann í nokkur ár og kall-
aði alltaf, með smá kímni,
„bekkurinn minn sem ég kenndi
aldrei að lesa“. Hann notaði
sönghæfileika sína til að kenna
þeim ógrynni vísna og laga sem
hann skrifaði upp á töflu, bar
Við pabbi höfum þekkst frá
mínum fyrstu andartökum. Bók-
staflega! Hann tók á móti mér
ásamt ljósmóður. Það eitt segir
margt um hann en það var nán-
ast óþekkt á þeim tíma að feður
væru viðstaddir fæðingu barna
sinna.
Tónlist og kennsla var honum
í blóð borin. Hann var músík-
alskur, lærði á fiðlu og selló og
var góður söngmaður. Hann
byrjaði snemma að syngja með
kórum og í hartnær sjö áratugi
var hann viðloðandi kórsöng. En
köllun hans og ástríða var
kennslan. Hann lagði mikið á sig
til að geta sinnt þeirri köllun.
Sem unglingi stóð honum ekki
til boða að mennta sig umfram
þess tíma skólaskyldu. Þegar
hann var kominn með stóra fjöl-
skyldu tók hann landspróf og fór
að kenna sem farandkennari. Til
fjölda ára sótti hann sumarnám-
skeið á vegum Kennarasam-
bandsins, svo smátt og smátt
safnaðist reynsla og menntun í
sarpinn. Fór svo, eftir að hann
hafði starfað í næstum tvo ára-
tugi sem kennari, að hann fékk
Gústaf Óskarsson
✝ Sigurður Krist-jónsson fæddist
á Ytri-Bug 5. ágúst
1929. Sigurður lést
á dvalarheimilinu
Jaðri í Ólafsvík 4.
júlí 2019.
Foreldrar Sig-
urðar voru Jóhanna
Oktavía Kristjáns-
dóttir og Kristjón
Jónsson, Ytri-Bug.
Jóhanna og
Kristjón eignuðust 10 börn. Þau
voru auk Sigurðar: Björn Mark-
ús Leó, f. 28. nóvember 1930, lát-
inn, Þórdís, f. 30. janúar 1932,
Guðmundur Kristján, f. 11.
ágúst 1933, Kristjana, f. 26. des-
ember 1934, Einar, f. 22. desem-
ber 1936, Elín, f. 8. maí 1938, lát-
Valdís, f. 1976, maki Þorvaldur
Konráðsson, börn Patrekur,
Árni Dagur og Svanbjörn Kon-
ráð, Dröfn, f. 1983, maki Ísak
Fannar Sigurðsson, börn Hug-
rún Magnea, Kristín Mjöll og
Linda Marín.
Sigurður Valdimar er giftur
Kristínu Björk Marísdóttur.
Börn þeirra eru: Lea Hrund, f.
1980, maki Jóhannes Berg-
sveinsson, börn Telma, Berg-
sveinn Kári, Ari Kristinn og
Agnes, Sif, f. 1981, maki Hörður
Tryggvason, börn Björk og
Tryggvi Steinn, Magnús Darri, f.
1991, maki Helga Jóhannsdóttir,
Gils Þorri, f. 1992, maki Aníta
Rut Aðalbjargardóttir.
Sigurður stundaði nám við
Stýrimannaskólann á Ísafirði og
í Reykjavík. Hann var útgerðar-
maður og skipstjóri hjá Skarðs-
vík ehf.
Útför Sigurðar fer fram frá
Ingjaldshólskirkju í dag, 12. júlí
2019, og hefst athöfnin klukkan
14.
in, Ingibjörg, f. 22.
október 1939, Úlf-
ar, f. 3. maí 1941,
látinn, og Sigurvin,
f. 9. september
1944.
Hinn 25. desem-
ber 1958 giftist Sig-
urður Valdísi
Magnúsdóttur, f.
23. maí 1931, d. 3.
apríl 2012. Börn
Sigurðar og Valdís-
ar eru: Kristín Magnea, f. 28.
júní 1952, og Sigurður Valdi-
mar, f. 30. mars 1961.
Kristín Magnea er gift Svan-
birni Stefánssyni. Börn þeirra
eru: Sigurður Magnús, f. 1973,
maki Monica Pinkovska, börn
Aron Darri og Jónbjörn Orri,
Nú hefur elsku afi lagst til
hinstu hvílu, þessi mikli höfð-
ingi, dugnaðarforkur og aflakló.
Afi var mjög gjafmildur,
rómantískur og hlýr inn við
beinið og hafði ótrúlega glettið
bros.
Afi var mikill vinnuþjarkur,
var mjög ákveðinn og þver og
ætlaðist til mikils af þeim sem í
kringum hann voru. Hann
kenndi okkur réttu vinnubrögð-
in við öll þau störf sem við unn-
um fyrir hann og með honum
og fór fram á stundvísi og
vinnusemi og búum við vel að
því í dag. Eftir að afi hætti á
sjónum varði hann öllum stund-
um í Bjarmaskúrnum og fylgd-
umst við oft með honum við
netavinnu og brögðuðum á há-
karlinum sem alltaf hékk uppi
skúrnum. En þetta er eitt dæmi
um gamlar matarvenjur sem við
systkinin tengjum við þau afa
og ömmu sem og kúttmaga,
hrogn og lifur, svið, vélindu og
ekki má gleyma skötunni.
En afi hafði gaman að því að
verka sína eigin skötu og var
mikil hefð í kringum kæsinguna
fyrir Þorláksmessuna. Skatan
var vanalega vel kæst og reif
vel í, best var ef við misstum
andann og táruðumst. Einna
skemmtilegast fannst okkur
systkinunum að fylgjast með
afa japlandi á brjóskinu en hon-
um fannst engin ástæða til að
hreinsa það frá. Einnig var
ótrúlegt að fylgjast með honum
borða óbeinhreinsaðan fisk en
það var magnað hvernig hann
hreinsaði beinin frá uppi í sér
og spýtti þeim út um annað
munnvikið og lá oft við að við-
kvæmir misstu matarlystina.
Hann var ótrúlega fiskinn
jafnt á láði sem legi og var
ótrúlegt að fylgjast með honum
við árbakkann hvernig honum
tókst að tæla hina erfiðustu
laxa til að bíta á agnið. Hann
var með miklar serimóníur þeg-
ar kom að laxveiðinni og varð
alltaf að gefa ánni einn koní-
akssjúss áður en veiðin hófst og
henda smá torfu út í til að
hressa upp á laxinn.
Við munum aldrei gleyma því
ein jólin þegar afi kafnaði næst-
um því af jólaskrautinu sem
dreift var á veisluborðið. En
einhvern veginn hafði þetta litla
jólaskraut ratað upp í hann með
þeim afleiðingum að hann stóð á
öndinni. Það varð uppi fótur og
fit við matarborðið en hann náði
nú með herkjum að hósta því
upp úr sér og urðu allir mjög
hissa þegar skrautið kom í ljós.
Aldrei var veisluborðið skreytt
aftur með svona fínu glimm-
erskrauti.
Afi átti forláta pallbíl sem
var algjör eðalkerra. En bíllinn
skekktist fljótt og skældist við
hin ýmsu störf á bryggjunni og
voru ófá fiskikörin flutt á pall-
inum á honum. En það fór nú
ekki fyrir brjóstið á afa hversu
illa útleikinn bíllinn varð heldur
var hann ótrúlega seigur að
lappa upp á bílinn með ýmsum
ráðum.
Það var t.d. fyllt upp í öll göt
með kítti og drengirnir látnir
rúlla yfir hann með þeirri máln-
ingu sem til var í skúrnum.
Þetta er gott dæmi um það
hversu nýtinn og nægjusamur
afi var þegar kom að honum
sjálfum.
Afi og pabbi voru miklir vinir
og eyddu þeir miklum tíma
saman bæði við leik og störf og
voru þeir farsælir og samstiga.
Við vitum að afi verður þeim
pabba og mömmu ævinlega
þakklátur fyrir alla þá um-
hyggju og elju sem þau veittu
honum enda voru þau hans
hægri hönd.
Við minnumst þín með hlýju í
hjarta.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Þín barnabörn
Lea Hrund, Sif, Magnús
Darri og Gils Þorri.
Í dag kveðjum við Sigurð
Kristjónsson skipstjóra á Hell-
issandi. Hann var elstur tíu
systkina, foreldrar hans treystu
því mikið á hann og fór hann
snemma að vinna fullan vinnu-
dag. Faðir hans lést þegar Siggi
var tvítugur og flutti þá móðir
hans til Ólafsvíkur þar sem
Siggi keypti íbúð fyrir fjöl-
skylduna. Hann byrjaði ungur
til sjós, varð fljótt skipstjóri og
ávann sér virðingu samborgara
sinna fyrir dugnað og ósérhlífni.
Siggi var þekktur skipstjóri,
mjög farsæll og fengsæll. Hann
var skipstjóri á Skarðsvíkinni
og er mér mjög minnisstætt
þegar hann bauð mér pláss hjá
sér. Ég var að rétta honum
hjálparhönd þar sem hann var
að dytta að húsinu sínu og þá
spurði hann mig hvað ég ætlaði
að gera um sumarið. Ég sagði
honum sem var að ég ætlaði að
reyna að komast á sjóinn. Siggi
sagði þá við mig, 15 ára ung-
linginn, þú kemur þá bara með
mér! Þetta var náttúrlega ótrú-
legt tækifæri fyrir ungan mann
að fá að róa með þessum þekkta
skipstjóra og hans reynslumiklu
áhöfn en um borð voru á þess-
um tíma meðal annarra Gvend-
ur Tomm, Hemmi í Garði,
Konni Ragnars og Jói Long
sem höfðu verið í áhöfn Sigga í
áratugi. Plássið um borð var
mjög eftirsótt og því merkilegt
að Siggi skyldi gefa ungum
manni slíkt tækifæri.
Siggi var í Lionsklúbbi Nes-
þinga og unnum við saman við
undirbúning kútmagakvölds
eldri borgara í Snæfellsbæ
ásamt fleirum í áratugi. Sam-
starfið gekk alltaf vel og margs
er að minnast frá þeim tíma.
Siggi setti manni fyrir verkefni
og einu sinni sem oftar fékk ég
það verkefni að láta fisk síga.
Hann gaf mér nákvæm fyrir-
mæli um verkunina. Mér fannst
tíminn fulllangur sem fiskurinn
átti að liggja í kös. Ég tók því
upp á mitt eindæmi ákvörðun
um að stytta tímann. Þegar
fiskurinn var tilbúinn fannst
mér vel hafa heppnast og fór
með fisk til Sigga til smökk-
unar. Sigga fannst fiskurinn
bragðlaus og því ekki boðlegur.
Þá var úr vöndu að ráða því ein-
ungis vika var í kútmagakvöld-
ið. Siggi tók þá ákvörðun um að
nú skyldum við láta hraðsíga,
þ.e. við skyldum verka fiskinn á
viku sem venjulega tók nokkrar
vikur. Aðferðin fólst í því að
keyra fyrst hita á fiskinn til að
fá bragðið og síðan þurrka hann
með köldum blæstri. Þetta var
lýsandi fyrir Sigga, engar
skammir eða dramatík, hann
hugsaði alltaf í lausnum.
Sjórinn og sjómennskan voru
Sigga mjög hugleikin fram á
síðasta dag og hann spurði
ávallt frétta af fiskiríi þegar við
hittumst. Tveimur dögum fyrir
andlátið kom ég við hjá honum
á Jaðri.
Ég sá á honum að hann hafði
verið lasinn og hafði orð á því
við hann. Hann svaraði því til
að hann væri nú orðinn gamall
og þreyttur. Þegar ég heyrði af
andláti Sigga varð mér hugsað
til síðasta samtals okkar og þá
áttaði ég mig á því að ég hefði
ekki áður heyrt hann tala um að
hann væri þreyttur.
Sigurður Kristjónsson skip-
stjóri hefur nú leyst landfestar
og látið úr höfn í hinsta sinn.
Ástvinum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Ásbjörn Óttarsson.
Sigurður
Kristjónsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
KRISTÍN HAGALÍNSDÓTTIR
húsmóðir,
Skólavörðustíg 26,
lést mánudaginn 1. júlí.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 15. júlí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Guðrún Haraldsdóttir
Einar Ólafur Haraldsson Helga Hrönn Elíasdóttir
Ómar Ingi Magnússon
Guðrún Kristín Einarsdóttir Vilhjálmur Vilhjálmsson
Eydís Björk Einarsdóttir
Karen María Einarsdóttir
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og systir,
LINDA GUÐBJÖRG SAMÚELSDÓTTIR
Tungu,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Akranesi fimmtudaginn 27. júní.
Verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtudaginn 18. júlí
klukkan 13. Þökkum öllu því starfsfólki á Sjúkrahúsinu á
Akranesi sem annaðist hana af alúð og hlýju.
Guðni Þórðarson
Fjóla Lind Guðnadóttir Sigurður Kári Guðnason
Þórður Guðnason Guðný Kristín Guðnadóttir
Guðbjörg Rós Guðnadóttir Linda Björg Guðnadóttir
Ólöf Húnfjörð Samúelsdóttir
og fjölskyldur