Morgunblaðið - 12.07.2019, Side 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019
Það setur stórt strik í
reikninginn hjá íslenska U21 árs
landsliðinu í handbolta fyrir
þátttöku þess á heimsmeistara-
mótinu sem hefst á Spáni í
næstu viku að tveir bestu leik-
menn liðsins gáfu ekki kost á
sér verkefnið.
Selfyssingarnir Teitur Örn
Einarsson, leikmaður Kristian-
stad í Svíþjóð, og Haukur Þrast-
arson, sem varð Íslandsmeistari
með Selfyssingum í vor, verða
fjarri góðu gamni og það er
engin smá blóðtaka fyrir ís-
lenska liðið enda öflugir leik-
menn þar á ferð sem eru farnir
að láta vel til sín taka með A-
landsliðinu.
Báðir útskýrðu þeir afboð-
un sína á mótið í viðtali við
mbl.is í vikunni. Það ber að
virða ákvörðun þeirra en ég er
samt þeirrar skoðunar að Teitur
og Haukur hefðu átt að taka
slaginn og fórna sér fyrir mál-
staðinn. Þeir eru heilir heilsu,
vitaskuld svolítið lúnir eftir
langt og strangt tímabil en ung-
ir og frískir strákar sem ættu að
hafa orku á tanknum.
Og þá má velta því fyrir sér
hvort forráðamenn HSÍ og Einar
Andri Einarsson, þjálfari liðsins,
hafi sett nægilegan þrýsting á
leikmennina að vera með.
Ég man ekki betur en að Ar-
on Pálmarsson hafi verið í svip-
aðri stöðu og þeir Teitur og
Haukur hér um árið nema að Ar-
on var þá að spila með Kiel sem
var þá eitt besta lið heims og að
spila í sterkustu og erfiðustu
deild í heimi. Það kom aldrei til
greina af hálfu Arons að sleppa
verkefni með íslenska landslið-
inu né yngri landsliðum.
Vonandi þjappa leikmenn
sér saman og ég óska liðinu alls
hins besta á HM þar sem Ísland
er í afar sterkum riðli.
BAKVÖRÐUR
Guðmundur
Hilmarsson
gummih@mbl.is
kringum liðin er allt önnur en alveg
eins og við í dag, þá lenda norsku liðin
í vandræðum þegar þau mæta liðum
frá til dæmis Belgíu og Hollandi og
þau norsku eiga í raun ekki séns held-
ur á móti þessum stærri liðum þannig
að bilið er mjög mikið á milli deilda.“
Íslendingar hafa gert sér vonir um
að sjá íslenskt lið í riðlakeppni Evr-
ópudeildarinnar á næstu árum en þá
þarf allt að falla með íslensku lið-
unum að sögn Rúnars.
„Menn hafa gert sér vonir um
þetta í einhvern tíma og vonandi
styttist í það að við eigum lið í riðla-
keppni Evrópudeildarinnar en það
verður mjög erfitt. Þú þarft á heppni
að halda, ekki bara í þeim leikjum
sem þú spilar, heldur líka í drætt-
inum sjálfum og það þarf allt að falla
með okkur ef þetta á að takast.“
Draumurinn um íslenskt
lið í riðlakeppni fjarlægist
Topplið Noregs í allt öðrum gæðaflokki en topplið íslensku úrvalsdeildarinnar
Ljósmynd/NTB
Molde Leke James sem skoraði þrennu í fyrri hálfleik eltir Skúla Jón Friðgeirsson í leiknum í Noregi í gær.
EVRÓPUDEILD
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Evrópuævintýri KR-inga í ár átti sér
ekki langa ævidaga en hægt er að
fullyrða að liðið sé úr leik í Evr-
ópudeildinni í knattspyrnu eftir 7:1-
tap gegn norska úrvalsdeildarliðinu
Molde í fyrri leik liðanna í 1. umferð
undankeppninnar á Aker-vellinum í
Molde í gær. Vesturbæingar sáu til
sólar á fyrstu mínútum leiksins en
síðan ekki söguna meir en Evrópu-
ævintýrið var í raun úti í hálfleik þar
sem Norðmennirnir leiddu 4:0.
Vesturbæingar fengu á sig þrjú
mörk eftir hornspyrnur í gær og það
eru mörk sem liðið hefði átt að verjast
betur. Í þokkabót voru mörkin öll
keimlík en fyrstu tvö mörkin voru eft-
ir skalla á nærsvæðinu sem fór á
fjærsvæðið þar sem Molde-menn
voru grimmari. Þriðja markið kom
eftir skalla á fjærsvæðinu inn á nær-
svæðið þar sem leikmenn Molde voru
gapandi fríir. Vissulega voru leik-
menn Molde bæði stærri og sterkari
en leikmenn KR en samt sem áður þá
á liðið ekki að fá á sig þrjú nákvæm-
lega eins mörk og leikmenn liðsins
eiga að vera það reyndir að þeir eiga
að geta dekkað menn almennilega,
jafnvel þótt fyrsti boltinn tapist.
KR-ingar töpuðu fyrir miklu betra
liði eins og úrslitin gefa til kynna en
tapið hefði ekki endilega þurft að
vera svona stórt. Rúnar Kristinsson,
þjálfari KR, þekkir vel til í Noregi
eftir að hafa þjálfað úrvalsdeildarlið
Lilleström á árunum 2014 til ársins
2016, en hann segir að bilið á milli
deildanna sé mikið. „Á undanförnum
árum hafa menn hér heima aðeins
verið að gera lítið úr norskum fót-
bolta sem dæmi. Ég hef starfað þar,
ég veit hvernig umhverfið þar er,“
sagði Rúnar í samtali við Morg-
unblaðið í gær. „Við erum ekki að æfa
allan daginn eins og þeir. Umgjörðin í
1:0 Leke James 6.
2:0 Fredrik Aursnes 29.
3:0 Leke James 31.
4:0 Leke James 40.
5:0 Vegard Forren 63.
6:0 Etzaz Hussain 66.
6:1 Tobias Thomsen 71.
7:1 Ohi Omoijuanfo 90.
I Gul spjöldEngin.
Molde: (4-3-3) Mark: Craninx. Vörn:
Haraldseid, Björnbak, Forren, Hau-
gen. Miðja: Aursnes (Sjölstad 69),
MOLDE – KR 7:1
Wolff Eikrem (Moström 82), Huss-
ein. Sókn: Hestad, James (Knudtzon
74), Omoijuanfo.
KR: (4-3-3) Mark: Beitir Ólafsson.
Vörn: Kennie Chopart (Björgvin Stef-
ánsson 85), Arnór S. Aðalsteinsson,
Finnur Pálmason (Gunnar Þór Gunn-
arsson 46), Kristinn Jónsson. Miðja:
Skúli Jón Friðgeirsson, Pálmi Rafn
Pálmason, Arnþór Ingi Kristinsson
(Ægir Jarl Jónasson 77). Sókn:
Pablo Punyed, Tobias Thomsen, Ósk-
ar Örn Hauksson.
Dómari: Aleksandrs Golubevs, Lett-
landi. Áhorfendur: 3.000.
Aron Jóhannsson skrifaði í gær undir þriggja ára samn-
ing við sænska knattspyrnufélagið Hammarby og verður
þar með níundi Íslendingurinn sem spilar með liðinu en
það er í sjöunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.
Pétur Marteinsson lék þar fyrstur árin 1996 til 1998
og aftur 2003 til 2006. Pétur Björn Jónsson lék með lið-
inu 1998, Gunnar Þór Gunnarsson árin 2006 og 2007 og
Heiðar Geir Júlíusson árið 2007. Þeir Birkir Már Sæv-
arsson og Ögmundur Kristinsson voru báðir með liðinu
árin 2015 til 2017 og Arnór Smárason árin 2016 til 2018.
Viðar Örn Kjartansson varð sá áttundi þegar hann kom
til Hammarby sem lánsmaður fyrir yfirstandandi tímabil
en hann er væntanlega á förum eftir komandi helgi.
Aron, sem er með tvöfalt ríkisfang og hefur leikið 19 landsleiki fyrir
Bandaríkin, hefur undanfarin fjögur ár verið leikmaður Bremen í Þýska-
landi en dvölin þar einkenndist af meiðslum. Hann náði aðeins að spila 28
deildaleiki með liðinu og skoraði 4 mörk. Aron lék áður með AZ í Hollandi
og AGF í Danmörku og þrjú fyrstu meistaraflokksárin með uppeldisfélagi
sínu, Fjölni. vs@mbl.is
Aron níundi hjá Hammarby
Aron
Jóhannsson
Ian Jeffs mun stýra karlaliði ÍBV í knattspyrnu út þetta
keppnistímabil en hann tók við því til bráðabirgða fyrr í
þessum mánuði þegar Pedro Hipólito var sagt upp störf-
um. ÍBV tilkynnti þetta í gær og jafnframt að Andri
Ólafsson, samherji Jeffs í Eyjaliðinu um árabil og fyrir-
liði þess, yrði honum til aðstoðar. Jeffs er 36 ára gamall
og lék með ÍBV frá 2003 til 2007 og frá 2011 til 2016.
Hann þjálfaði kvennalið ÍBV í nokkur ár og stýrði áður
karlaliðinu í síðustu umferðunum tímabilið 2016. Jeffs er
ennfremur aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins.
Verkefnið sem við honum blasir er stórt. Eyjamenn
sitja einir og yfirgefnir á botni úrvalsdeildarinnar með
aðeins 5 stig eftir ellefu leiki. Jeffs var við stjórnvölinn í fyrsta sinn síðasta
laugardag þegar ÍBV tapaði 1:2 fyrir toppliði KR og á morgun spilar liðið
aftur á Hásteinsvelli þegar það fær FH í heimsókn. Í kjölfarið eiga Eyja-
menn útileiki við Fylki og Grindavík. vs@mbl.is
Jeffs og Andri með ÍBV
Ian
Jeffs