Morgunblaðið - 12.07.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019
flugumferðina yfir Reykjanesinu.
Hún byrjaði á því að gera einskonar
loftmyndir af Keflavíkurflugvelli,
flugbrautunum, flugvélastæðunum
og hinum ýmsu tengingum á milli
þessara mannvirkja, sem minntu
hana á borðspil,“ segir Valgerður og
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Fimmföld sýn nefnist sýning sem
opnuð verður í Stofunni í Listasafni
Reykjanesbæjar á morgun, laugar-
dag, kl. 14. „Yfirskriftin vísar til þess
að á sýningunni gefst sýn fimm
ólíkra listamanna,“ segir Valgerður
Guðlaugsdóttir sem ásamt Helga
Hjaltalín Eyjólfssyni hefur umsjón
með sýningunni. Sýnendur eru Anna
Hallin, Leifur Ýmir Eyjólfsson,
Helgi Þorgils, Olga Bergmann og
Rósa Sigrún Jónsdóttir.
„Við Helgi, maðurinn minn, búum
í Höfnum úti á Reykjanesi. Okkur
langaði að setja upp sýningu þar
sem allt Reykjanesið væri undir sem
viðfangsefni,“ segir Valgerður þegar
hún er spurð um tilurð sýningar-
innar. „Á vormánuðum buðum við
listamönnunum fimm að hafa vinnu-
aðstöðu í gamla samkomuhúsinu í
Höfnum,“ segir Valgerður og bendir
á að fyrir vikið rati Hafnir beint eða
óbeint inn í mörg verkanna.
Ný sýn á hið kunnuglega
„Við Helgi óskuðum eftir því að
sýnendur ynnu ný verk út frá um-
hverfinu. Við óskuðum einnig eftir
því að lögð yrði áhersla á tvívíða
miðla og verk á pappír. Það kom að
hluta til af því að í vinnuaðstöðunni
sem við buðum upp á var vatnslita-
vinnustofa og grafíkvinnustofa,“
segir Valgerður og bendir á að sum
pappírsverkanna séu í formi þrívíðra
skúlptúra en ekki tvívíðra verka sem
hengja má upp á vegg.
Að sögn Valgerðar söfnuðu sýn-
endur litaprufum og sjónarhornum
úr landslaginu kringum Hafnir sem
síðan runnu inn í verkin. „Lág-
gróður og vegghleðslur fundu sína
leið í saumspori, ströndin og höfnin
mótuðust á blaði, hólar og hæðir
voru rispuð á koparplötur, hugleið-
ingar um náttúrufyrirbæri eins og
flekaskilin og jafnvel flugumferðin
varð að innblæstri,“ segir Valgerður
og tekur fram að verkin opni nýja
sýn á kunnugleg fyrirbæri.
„Anna vinnur með loftrýmið og
bendir á að Anna hafi í framhaldinu
skapað bæði grafík- og vatnslita-
myndir. „Myndirnar sýna flugferla
milli ólíkra áfangastaða, en mann-
gerðu línurnar liggja eins og net
hver yfir aðra.“
Valgerður bendir á að Helgi Þor-
gils hafi fundið sér innblástur í höfn-
inni í Höfnum og unnið fjölda kola-
teikninga sem tengjast svæðinu.
„Auk þess sýnir hann tvær manna-
myndir af okkur Helga,“ segir Val-
gerður kímin og bætir því við að það
hafi ekki verið ætlun þeirra Helga
að blanda sjálfum sér inn í sýn-
inguna.
Pappírsskúlptúr úr gömlum
rukkunarbréfum
„Í vinnurýminu vorum við með
grafíkpressu sem bæði Olga Berg-
mann og Leifur Ýmir nýta sér í sín-
um verkum,“ segir Valgerður og
bendir á að í verkum sínum skoði
Leifur Ýmir hugmyndina um
„heimafjallið“ út frá atferli fugla.
„Þegar hann komst að því að nabb-
arnir ofan á bungum væru afrakstur
margra áratuga fugladrits fór hann
að sjá Reykjanesið með öðrum aug-
um sem endurspeglast í kopar-
stungum hans,“ segir Valgerður.
„Olga vann með flekaskilin í verk-
um sínum,“ segir Valgerður, en á
Reykjanesinu ganga flekaskilin á
land. „En hún er líka að skoða skilin
á milli persóna, hvernig samband
myndast og gliðnar. Hún sýnir
nokkra skúlptúra úr pappamassa, en
efniviðinn fékk hún heima hjá sér í
tiltekt,“ segir Valgerður og bendir á
að pappamassinn sé þannig búinn til
úr gömlum rukkunarbréfum, göml-
um dagbókum og verkum sem Olga
reif niður í tætara.
„Rósa Sigrún gerði vatnslita-
myndir og grafíkmyndir sem hún
saumaði út í og setti síðan saman í
þrístrending sem myndar tvær súlur
á gólfinu,“ segir Valgerður og bendir
á að Rósa Sigrún sé í verkum sínum
að vinna með smágerða náttúruna í
kringum vinnustofuna sem birtist í
lynginu og mölinni. „Hún var líka
mikið í kringum fjöruna hjá okkur
með vatnslitaboxið sitt og safnaði
litaprufum sem hún vann svo
áfram,“ segir Valgerður, en í sýning-
arskránni lýsir Rósa því að litakort
vorsins hafi lengi heillað hana.
Þess má að lokum geta að sýn-
ingin stendur til 18. ágúst.
Sýn fimm ólíkra listamanna
Skúlptúrar Rósa Sigrún segist lengi hafa heillast af litakorti vorsins.
Flekaskil Olga Bergmann vinnur með flekaskilin í verkum sínum.
Fimmföld sýn opnuð í Stofunni í Duus Safnahúsum á morgun Þar sýna Anna Hallin,, Helgi Þor-
gils, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Olga Bergmann og Rósa Sigrún Jónsdóttir Áhersla er á tvívíða miðla
Esjan Leifur Ýmir skoðar hug-
myndina um bæjarfjallið.
Kol Ný kolateikning Helga Þorgils
af Valgerði Guðlaugsdóttur.
Flug Anna Hallin vann með loftrým-
ið og flugumferðina á Reykjanesi.
Harmonikuhátíð Reykjavíkur 2019
hefst á morgun þegar slegið verður
upp harmonikuballi í veislusalnum
Húnabúð í Skeifunni 11a. Þar ætla
harmonikuleikararnir Kevin Sol-
ecki og Cory Pesaturo frá Banda-
ríkjunum að halda uppi fjörinu milli
kl. 21 og 1. Borðapantanir eru í
síma 896 9790. Þess má geta að Pe-
saturo og Solecki halda harmoniku-
tónleika í Hannesarholti í dag kl. 12
áður en hátíðin hefst. Á sunnudag
stendur Harmonikuhátíð fyrir dag-
skrá í Árbæjarsafni milli kl. 13 og
17. Auk Solecki og Pesaturo munu
„Harmonikuunnendur á Suður-
nesjum slá upp balli í Kornhlöðunni
venju samkvæmt og einnig koma
fram Reynir Jónasson, Grétar
Geirsson, Guðmundur Samúelsson
og hið vinsæla Vitatorgsband
ásamt fleirum,“ segir í tilkynningu.
Harmonikuhátíð
Reykjavíkur 2019
Stuð Cory Pesaturo og Kevin Solecki.
Seinni tónleika-
hrina Sönghátíð-
ar í Hafnarborg
fer fram um
helgina. Í kvöld
kl. 20 flytur
Umbra En-
semble úrval
fornrar tónlistar
og þjóðlaga víða
úr heiminum.
Sveitina skipa
Alexandra Kjeld á kontrabassa,
Arngerður María Árnadóttir á
keltneska hörpu og orgel, Guð-
björg Hlín Guðmundsdóttir á bar-
okkfiðlu og Lilja Dögg Gunnars-
dóttir á slagverk, en allar syngja
þær einnig.
Á morgun kl. 17 flytja Sigrún
Hjálmtýsdóttir sópran og Guðrún
Jóhanna Ólafsdóttir messósópran
tónlist eftir Bellini, Donizetti,
Rossini og Verdi. Anna Guðný
Guðmundsdóttir leikur á píanó og
Francisco Javier Jáuregui á klass-
ískan gítar. Lokatónleikar hátíðar-
innar sem fram fara á sunnudag
kl. 17 eru minningartónleikar um
Atla Heimi Sveinsson, eitt helsta
söngvaskáld Íslands, sem féll frá
fyrir skömmu. Þar koma fram
söngvararnir Kristinn Sigmunds-
son, Hallveig Rúnarsdóttir, Eyjólf-
ur Eyjólfsson, Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir, Alexander Jarl Þor-
steinsson og Þórhildur Steinunn
Kristinsdóttir með Francisco Jav-
ier Jáuregui gítarleikara og Evu
Þyri Hilmarsdóttur píanóleikara.
Seinni tónleikahrina Sönghátíðar
Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir