Morgunblaðið - 12.07.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Pappelina á pallinn
Pappelina er tilvalinn félagi bæði innan
og utandyra. Kíktu á úrvalið í Kokku eða á
kokka.is
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Kapellan í St. Jósefsspítala verður nýtt aðsetur Leik-
félags Hafnarfjarðar, í að minnsta kosti ár, en bæjarráð
Hafnarfjarðar hefur samþykkt samning bæjarins við leik-
félagið sem felur því afnot af kapellunni. Leikfélag
Hafnarfjarðar lýkur þar með tveggja og hálfs árs leit að
hentugu húsnæði en félagið hefur í þann tíma þurft að haf-
ast við í gámi. Þetta segir Gunnar Björn Guðmundsson,
formaður Leikfélags Hafnarfjarðar, í samtali við Morgun-
blaðið en leikfélagið kom í fyrsta sinn saman í kapellunni í
gær til að vinna í húsnæðinu og undirbúa það fyrir nýju
starfsemina.
„Þetta er algjör björgun fyrir félagið. Það var bara á
leiðinni að verða lagt niður. Það getur enginn starfað í
gámi,“ segir Gunnar og bætir við að nú ætli félagið að
blása til sóknar. „Leikfélag Hafnarfjarðar var með
stærstu leikfélögum landsins og var ofboðslega sterkt hér
áður fyrr. Núna erum við bara að reyna að endurvekja
það,“ segir hann.
Gunnar telur tenginguna við kapelluna vera ákaflega
jákvæða og segir meðlimi leikfélagsins vera spennta fyrir
húsnæðinu. Segir hann að leikfélagið haf haft augastað á
kapellunni í nokkurn tíma. „Þetta er stórkostlegt hús sem
mun henta leikfélaginu mjög vel. Við höfum skoðað fullt af
húsnæði en þetta er það sem okkur leist best á,“ segir
Gunnar sem býst við að leikfélagið geti hafið sýningar í
kapellunni í september. Hann kveðst þó ekki vita hvort
kapellan hafi verið afhelguð.
„Við lítum bara á þetta sem húsnæði og berum mikla
virðingu fyrir því enda munu engin myrkraverk fara fram
þarna,“ segir Gunnar og hlær.
„En það er góður andi þarna. Það er alveg öruggt. Mað-
ur finnur að húsið er mjög gott. Ég held að allir Hafnfirð-
ingar beri hlýjar tilfinningar til þess,“ segir hann.
Kapellan verður leikhús
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leikhús Stund á milli stríða hjá Gunnari Birni Guðmundssyni fyrir framan kapelluna í gærkvöldi.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Skipum er að fjölga á makrílmiðunum
suður af Vestmannaeyjum þessa dag-
ana. Dagamunur er á veiðinni, góður
afli hefur fengist suma daga en slakur
aðra. Það ræðst nokkuð af veðrinu.
„Við komum í gær en það var hálf-
gerð bræla. Við köstuðum seinnipart-
inn og drógum undan veðrinu. Feng-
um um 160 tonn og síðan hefur lítið
verið,“ sagði Hjalti Einarsson, skip-
stjóri á Víkingi AK, síðdegis í gær.
Hitt uppsjávarskip HB Granda fór
fyrr til veiða og var í gær að landa
fyrsta aflanum í frystihús fyrirtækis-
ins á Vopnafirði.
Hafa komið góðir kaflar
Huginn VE fór fyrstur til makríl-
veiða á miðunum suður af Eyjum, fyr-
ir um hálfum mánuði, og skip Vinnslu-
stöðvarinnar Kap VE og Ísleifur VE,
hafa einnig stundað veiðarnar. Upp-
sjávarfrystihús Vinnslustöðvarinnar í
Vestmannaeyjum hefur verið starf-
andi frá 1. júlí og unnið afla af þessum
þremur skipum.
„Þetta hefur gengið vel. Veiðin hef-
ur verið upp og ofan, ræðst mikið af
veðrinu. Það hafa komið góðir kaflar.
Makríllinn virðist vera að tínast inn á
svæðið,“ segir Sindri Viðarsson, yfir-
maður uppsjávarsviðs Vinnslustöðv-
arinnar.
Ástand makrílsins er ágætt. Hann
er stór en ekki mjög feitur, að sögn
Hjalta. Sindri segir að fituprósentan
sé 16-18% sem sé ágætt miðað við
þennan tíma. Hann segir að stutt sé
fyrir skipin að sækja til löndunar í
Eyjum og því sé alltaf verið að vinna
ferskan fisk.
Í gær bættust fyrstu skipin að
austan í hópinn. Búist er við því að
skip stórra útgerða haldi til makríl-
veiða um helgina og í næstu viku.
Hjalti Einarsson segir gott að fleiri
séu að leita en færri. Þá sé hægt að
fylgja makrílnum eftir yfir stærra
svæði.
Skipum fjölgar
á makrílslóð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Afli Makríll er sunnan við Eyjar en
ekki er vitað hvert hann heldur.
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti í gær tillögu Íslands
um rannsókn á mannréttindabrotum
á Filippseyjum. Í henni felst að ít-
arleg úttekt verði gerð á stríði
filippseyskra stjórnvalda gegn fíkni-
efnum. Tillagan var samþykkt með
18 atkvæðum gegn 14 en 15 ríki sátu
hjá.
Gunnlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra sagði í samtali við
mbl.is í gær að hann væri ánægður
með niðurstöðuna.
„Þetta er áþreifanleg sönnun þess
að okkar rödd og okkar verk skipta
máli,“ sagði Guðlaugur.
Hann sagði það hafa verið sér-
staka áherslu Íslands að þau ríki
sem hefðu verið kjörin til setu í
mannréttindaráðinu fylgdu ákvæð-
um mannréttindasáttmálans og
sýndu þannig gott fordæmi.
Forseti Filippseyja er síður en svo
ánægður með ályktun Íslands og
sagði hana „klikkaða“.
Fastafulltrúi Íslands í mannrétt-
indaráði Sameinuðu þjóðanna, Har-
aldur Aspelund, sagði í ræðu sinni í
gær að nýlega hefðu ellefu sérfræð-
ingar mannréttindaráðsins kallað
sameiginlega eftir óháðri rannsókn á
mannréttindabrotum á Filippseyj-
um.
Samþykktu tillögu Íslands
Okkar rödd og verk skipta máli, segir utanríkisráðherra
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Leiðtogar stéttarfélaganna Framsýn-
ar og Einingar/Iðju, sem heyra undir
Starfsgreinasambandið (SGS), hafa
lýst mikilli óánægju yfir framgöngu
samninganefndar Sambands íslenskra
sveitarfélaga (SNS) í kjaraviðræðum
samtakanna við SGS og boðað að til
verkfalla geti komið.
Samninganefnd sveitarfélaga ákvað
í síðustu viku að hverjum starfsmanni
sveitarfélaganna yrði greidd ein-
greiðsla á væntanlegan kjarasamning
sem yrði metinn hluti af kostnaðar-
áhrifum hans. Eingreiðslan fer þó ekki
til félagsmanna SGS, Eflingar og
Verkalýðsfélags Akraness, sem vísað
hafa kjaradeilum við SNS til ríkis-
sáttasemjara.
Framsýn hefur skorað á aðildar-
félög SGS að boða til verkfalla gangi
fyrirætlanir sveitarfélaga eftir.
„Við munum fara í það að safna liði
og ég vil sjá að aðildarfélög lami allt
skólastarf í haust,“ sagði Aðalsteinn
Árni Baldursson, formaður Framsýn-
ar, og bætir við að félagsmenn geti
ekki horft upp á „þessa mismunun“.
Eining/Iðja hefur einnig boðað til
verkfalla verði áform sveitarfélaga
ekki dregin til baka.
„Hinir, sem hafa beðið á kantinum
eftir því að við útkljáum okkar mál, eru
verðlaunaðir sérstaklega fyrir það.
Þessir starfsmenn fá 105 þúsund á
meðan okkar fólk á ekki að fá krónu.
Þetta er siðlaust og til skammar fyrir
sveitarfélögin í landinu,“ sagði Aðal-
steinn.
Þá hefur Framsýn sent fjórum
sveitarfélögum bréf og óskað eftir því
að þau hunsi tilmæli samninganefndar
SNS og borgi starfsmönnum sínum,
sem aðild eiga að SGS, sambærilega
eingreiðslu og aðrir starfsmenn sveit-
arfélaga eiga von á. Tjörneshreppur
hefur samþykkt að borga starfsmönn-
um sínum hlutfall af eingreiðslunni en
tvö sveitarfélög hafa hafnað fyrir-
spurninni.
Björn Snæbjörnsson, formaður
Einingar/Iðju, segir deiluna komna í
harðan hnút. „Okkar takmark er að
semja og vonandi næst það. En það er
alveg ljóst að okkar menn eru tilbúnir í
þær aðgerðir sem þarf,“ sagði Björn.
Verkfallsaðgerðir SGS myndu hafa
áhrif á marga, þar sem félagsmenn
vinna með eldri borgurum og fötluðum
og ýmis störf í grunn- og leikskólum.
Í ályktun frá Einingu/Iðju sem sam-
þykkt var á fundi stéttarfélagsins í
fyrradag segir m.a. að fái félagsmenn
ekki fyrrgreinda eingreiðslu, og SNS
ljái ekki máls á lífeyrisjöfnun, sem hafi
verið aðaldeilumálið í kjaradeilunum,
muni nefndarmenn sjá verkfallsað-
gerðir „sem ekki hafa sést á undan-
förnum árum“.
Gæti komið til verkfalla
Formenn Framsýnar og Einingar/Iðju telja að félagsmönnum sé mismunað
Starfsmenn sveitarfélaga fá eingreiðslu í ágúst Þó ekki félagsmenn SGS
Björn
Snæbjörnsson
Aðalsteinn Árni
Baldursson
Maður sem grun-
aður er um til-
raun til mann-
dráps í heima-
húsi í Nes-
kaupstað í
fyrrinótt var í
gær úrskurðaður
í fjögurra vikna
gæsluvarðhald.
Þetta staðfesti Helgi Jensson sak-
sóknari í samtali við mbl.is.
Árásarmaðurinn er grunaður um
að hafa ítrekað stungið í hönd og
fótlegg fórnarlambsins sem komst
undan honum og yfir til nágranna
sinna þar sem hringt var á hjálp.
Hann var færður með sjúkraflugi
til Reykjavíkur og gekkst undir að-
gerð, en var útskrifaður af gjör-
gæslu síðdegis í gær.
Að sögn systur hins stungna er
hann slappur og aumur, en allt sé á
réttri leið. Árásarmaðurinn er
frændi kærustu fórnarlambsins og
hafði hann haft í hótunum við fórn-
arlambið um nokkurt skeið.
Grunaður um tilraun
til manndráps