Morgunblaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Vorum að taka upp fyrstu sendinguna í HAUST 2019 Str. 38-58 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Framkvæmdir standa nú yfir á hús- næði Safns Jóns Sigurðssonar for- seta á menningarsetrinu á Hrafns- eyri við Arnarfjörð á Vestfjörðum. Að sögn Hilmars Sævarssonar, um- sjónarmanns fasteigna hjá forsætis- ráðuneytinu, var kominn tími á við- hald á íbúðarhúsinu sem jafnframt hýsir safnið. Sævar segir að verið sé að skipta út hluta af gamalli múr- klæðningu, að hluta til á framhlið hússins, og að enn eigi eftir að koma í ljós hvort einnig þurfi að laga hluta af bakhlið hússins. Sævar seg- ir húsið mjög gott og að það verði allt málað að loknum múrfram- kvæmdum. Framkvæmdir hófust fyrir viku og er vonast til að þær klárist í haust. Vegna sumarleyfa var ekki unnt að fá upplýsingar um væntanlegan kostnað við endurbæt- urnar. Valdimar Halldórsson, staðar- haldari á Hrafnseyri, segir lítils háttar truflanir hafa orðið vegna há- vaða á meðan verið var að brjóta múr og steypu. Fyrsta embættisverk Vigdísar Að sögn Valdimars var Safn Jóns Sigurðssonar stofnað árið 1980 og var opnun safnsins fyrsta embættis- verk Vigdísar Finnbogadóttur í for- setatíð hennar. Á 200 ára fæðingar- afmæli Jóns Sigurðssonar árið 2011 var safnið svo endurnýjað. „Það hefur verið töluverð aðsókn í safnið í sumar og mun meiri en í fyrra. Mér finnst fleira fólk vera á ferðinni og svo hafa bæst við gestir af skemmtiferðaskipum sem leggj- ast að bryggju á Ísafirði. Það er áætlað að á milli 5.000 til 6.000 manns komi á opnunartíma safnsins 1. júní til 8. september. Þar af koma á milli 1.500 til 2.000 manns í safnið og 2.500 á kaffihúsið. Aðrir gestir stoppa við til þess að mynda eða nota salerni staðarins,“ segir Valdi- mar, sem bætir við að fallegt útsýni yfir Ketilfjörð laði fólk helst að ásamt kaffi og kökum. Þá sé alltaf eitthvað um að gestir vilji kynna sér sögu landsins og Jóns Sigurðssonar. Hugmyndir um að lengja opnunartíma safnsins segir Valdi- mar varla tímabærar öryggisins vegna fyrr en göng séu komin milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Valdi- mar segir íbúa Arnarfjarðar kalla þau Arnarfjarðargöng en Dýrfirð- ingar kalli þau Dýrafjarðargöng. Valdimar segir að hugmynd hafi komið fram um að kalla göngin Hrafnseyrargöng. Ljósmynd/Sigurður Böðvarsson Hrafnseyri Svona var um að litast á þessum sögufræga stað í fyrradag. Framkvæmdir á Hrafnseyri  Viðgerð á múrklæðningu og málun Ljósmynd/Safn Jóns Sigurðssonar Endurbætur Framkvæmdir á fullu á Safni Jóns Sigurðssonar forseta. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við stefnum að betri nýtingu á nú- verandi grunnkerfum samgangna, veitna og almannaþjónustu með þéttingu byggðar,“ segir Rósa Guð- bjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnar- firði. „Aðalskipu- lag bæjarfélags- ins sem gildir til ársins 2024 gerir ráð fyrir að byggt verði á svæðum sem nú eru vannýtt, án þess þó að gengið verði á útivistar- svæði og óspillta náttúru. Raunar þurfum við að halda vel á spöðunum í allri skipulagsvinnu og því útbúa ný byggingasvæði, svo ört fjölgar fólki í bænum.“ Í Morgunblaðinu á dögunum sagði frá uppbyggingu í Skarðs- hlíðarhverfi í Hafnarfirði. Fyrstu íbúarnir eru komnir á svæðið og mun ef að líkum lætur fjölga hratt á næstu misserum. Gert er ráð fyrir að í fullbyggðri Skarðshlíð verði um 1.500 íbúar og að hverfið sé full- byggt eftir fá ár. Í framhaldi af því verður svo farið í uppbyggingu í Hamraneshverfi, sem liggur við hlið Skarðshlíðarhverfis. Fimm mínútur á Hraununum Skv. fyrstu hugmyndum verða um 1.200 íbúðir í því hverfi og íbú- arnir þá nærri 4.000. „Við fylgjumst vel með öllum lykiltölum, svo sem íbúafjölda og sú tala hækkar stöð- ugt. Um aldamótin voru Hafnfirð- ingar nærri 18.000 en eru nú skv. nýjum tölum Hagstofunnar 29.799. Við búumst því við 30.000. íbúanum síðar á árinu,“ segir Rósa bæjar- stjóri. Á árinu 2015 var unnin ítarleg greining á umhverfi og samfélagi í Hafnarfirði. Í framhaldi af því voru svo kynntar nokkrar sviðsmyndir sem sýndu ólíkar áherslur og hvern- ig haga megi uppbyggingu í Hafnar- firði næsta aldarfjórðunginn. Nokk- ur svæði eru til skoðunar sem byggingaland framtíðar og þar má nefna reit sem hefur vinnuheitið Fimm mínútna hverfið. Það er svæði sem afmarkast af Reykja- víkurvegi, Fjarðarhrauni og Flata- hrauni og rætt er um sem nýtt and- lit Hafnarfjarðar. „Í þessi hverfi á hraununum verð- ur sleginn alveg nýr tónn skipulags- málum og áhersla lögð á góða blönd- un íbúðabyggðar og þjónustu,“ segir Rósa. „Gert er ráð fyrir að bílastæði og bílastæðahús verði undir byggð- inni að miklu leyti og á sama tíma að aðgengi að almenningssamgöngum sé til fyrirmyndar. Verður spenn- andi valkostur fyrir meðal annars þá sem vilja byrja smátt eða þá sem vilja minnka við sig og vera í nálægð við þjónustu miðsvæðisins.“ Önnur uppbyggingarsvæði eru Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæðið svonefndaen þar liggja mikil og spennandi tækifæri, að sögn bæjar- stjóra. Haldin var opin hugmynda- samkeppni um svæðið í upphafi árs 2018 og þótti hún skila góðum til- lögum sem hægt verður að byggja samkvæmt. Einstakir möguleikar „Þarna eru hugmyndir um bland- aða og þétta byggð sem fellur vel að aðliggjandi hverfi og hafnarstarf- semi og mun tengjast skemmtilega miðbænum okkar. Það er eftirsókn- arvert að búa, starfa eða sækja af- þreyingu á okkar fallega hafnar- svæði og njóta jafnframt þeirrar þjónustu sem hefur verið að byggj- ast upp í miðbæ Hafnarfjarðar á síðustu misserum. Við finnum jafn- framt fyrir miklum áhuga á upp- byggingu á hafnarsvæðinu og þar í kring, enda býður það upp að mínu mati alveg einstaka möguleika, til búsetu, rekstrar og útiveru,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. Fjölgun íbúa kallar á ný uppbyggingarsvæði  Halda vel á spöðunum í skipulagsmálum  Þétta byggð og brjóta lönd  Nýta grunnkerfin  Hafnfirðingar senn 30.000 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hafnarfjörður Horft af Hamrinum yfir miðbæ. Fremst er Dvergsreiturinn en fjær fallegar byggingar sem reistar hafa verið á síðari árum. Rósa Guðbjartsdóttir Þrjú skemmtiferðaskip lágu við bryggju á Akureyri í gærmorgun. Frá vinstri má sjá Norwegian Spirit, með 1.996 farþega og 965 manna áhöfn, þá Aidaluna, með 2.050 farþega og 646 í áhöfn, og loks skipið Lechamp- lain, með184 farþega og 124 í áhöfn. Þá var einnig von á Magellan, með 1.452 farþega og 660 manna áhöfn. Veðrið lék við heimamenn og gesti Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Þrír stórir ferðalangar við Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.