Morgunblaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VIÐ VILJUM EKKI ÞENNAN – HANN ER MEÐ FLENSU.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann eys yfir þig gjöfum. ÉG VIL EINGÖNGU ÞAÐ BESTA FYRIR OKKUR, GRETTIR EÐA NÆSTBESTA JA, KANNSKI ÞRIÐJA BESTA ÞÚ ERT AÐ HITNA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ, HRÓLFUR! DAGATAL?! JÁ! ÞÚ MÆTTIR NÚ ALVEG ÞAKKA MÉR! TAKK FYRIR AÐ MERKJA AFMÆLISDAGINN ÞINN! „Á HINN BÓGINN GÆTI ÞAÐ LEITT TIL ÆVILANGRAR TILHNEIGINGAR TIL AÐ BÆLA NIÐUR TILFINNINGAR EF ÞÚ GRÆTUR EKKI.” hann. Svo fór hann í Menntaskólann á Akureyri á náttúrufræðibraut, út- skrifaðist þaðan 1989 og fór til Reykjavíkur í háskóla. Fljótlega eftir það fór hann til Kína. Árið 2010 fór hann til Sjanghæ og starfaði rúmlega sumarlangt við heimssýninguna sem þar var haldin það ár. Árið 2015 var Magnús heiðraður af þáverandi vara- forsætisráðherra Kína, Liu Yand- ong, fyrir framúrskarandi störf í þágu Konfúsíusarstofnunarinnar. Fjölskylda Eiginkona Magnúsar heitir Xin Shi og er fædd í Kína 18.1. 1971. For- eldrar hennar eru Shi Wanshan, f. 1939, d. 2019, skólastjóri í Jilin- héraði í Kína, og Wang Ronghua, f. 1942, kennari í Jilin-héraði. Xin Shi rekur ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi, sem þjónustar mest Kínverja sem hingað ferðast. Börn þeirra hjóna eru Björn Magnússon, f. 2005, og Jenný Magnúsdóttir, f. 2009. Þau eru tvítyngd og eiga sér sérstök nöfn á kínversku líka. Foreldrar Magnúsar eru hjónin Björn Magnússon, f. 5.9. 1947, bóndi og fyrrverandi oddviti á Hólabaki í Austur-Húnavatnssýslu, og Aðal- heiður Ingvadóttir, f. 24.8. 1948, hús- freyja á sama stað. Systkini Magnúsar eru: 1) Ingvar Björnsson, f. 1973, bóndi á Hólabaki, 2) Björn Huldar Björnsson, f. 1978, tölvunarfræðingur í Kópavogi, og 3) Ingibjörg Hanna Björnsdóttir, f. 1984, náms- og félagsráðgjafi í Reykjavík. Magnús Björnsson Jenný Rebekka Jónsdóttir húsfreyja á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal A-Hún Bjarni Guðmann Jónasson bóndi á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal A-Hún Ingibjörg Bjarnadóttir húsfreyja á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal A-Hún Ingvar A. Steingrímsson bóndi á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal A-Hún Aðalheiður Ingvarsdóttir bóndi á Hólabaki Þingi Theodóra Hallgrímsdóttir húsfreyja í Hvammi í Vatns- dal A-Hún Steingrímur Ingvarsson bóndi í Hvammi í Vatnsdal A-Hún Einarlína Guðrún Einarsdóttir húsfreyja á Leirubakka í Landsveit í Rangárvallasýslu Magnús Sigurðsson bóndi á Leirubakka í Lands- sveit í Rangárvallasýslu Hulda Magnúsdóttir húsfreyja í Hnausum, Þingi A-Hún Magnús Björnsson bóndi í Hnausum, Þingi A-Hún Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja í Hnausum, Þingi A-Hún Björn Kristófersson bóndi í Hnausum, Þingi A-Hún Úr frændgarði Magnúsar Björnssonar Björn Magnússon bóndi og fyrrv. oddviti á Hólabaki, Þingi A-Hún Helgi R. Einarsson skrifaðimér á miðvikudag: „Ég og Helga mín vorum að koma heim úr mjög vel heppnaðri gönguferð með félögum um V-Húnavatns- sýslu, í nágrenni Hvammstanga, og brunuðum síðan beint í Stykk- ishólminn til vinar okkar og skóla- félaga Gunnlaugs (Árnasonar Helgasonar, sem þú hlýtur að hafa kannast við). Bíldsey er í eigu þeirra systkina, þangað er gaman að koma og fá að taka til hend- inni.“ Síðan segir Helgi að lausnin á gátunni á laugardag og limrurnar séu litaðar af þvælingnum, enda urðu þær til í honum. Gönguförin 2019 Fórum um víðan völl víkur, dali og fjöll. Sólbrún og sæl svo snerum um hæl og reynslunni ríkari öll. Gömlu glæðurnar Þó eftirlauna sé „lúði“ lífsneistinn áfram mig knúði. Brunaði’ á braut, Bíldseyjar naut og nokkrar rollur þar rúði. Aftur fékk ég línu frá Helga á fimmtudag og þar stóð: „Fyrr má nú rota en dauðrota! Var að kíkja í blaðið og þessi vitleysa varð til“: Nýju gildin Sigurður Guðrún Sen sælt er með hánagen. Allt er svo breytt að ekkert er neitt og ég orðin því fenomen. Ingólfur Ómar skrifaði og sendi mér sléttubandavísu, – hún er víxlhend og breytist merking hennar ef hún er lesin aftur á bak. Lyndi nærir hvergi hér höldur þvaður mælir, yndi færir síður sér sjálfum glaður hælir. Og aftur á bak: Hælir glaður sjálfum sér síður færir yndi, mælir þvaður höldur hér hvergi nærir lyndi. Ingólfur Ómar lét þessa sum- arvísu fylgja með, – „Kvöldsól- arlag“: Glóðardísin geislahlý gyllir drang og voga, rauðum bjarma skarlat ský skreyta himinboga. Pétur Stefánsson yrkir: Ætlun sú mun ýmsa hryggja þó aðrir séu við það dús. Í Elliðaárdalnum á að byggja afar veglegt gróðurhús. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ævintýri á gönguför Norðlingabraut 8 110 Reykjavík S: 530-2005 Bíldshöfði 16 110 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 600 Akureyri S: 461-4800 &530 2000 www.wurth.is Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur Arvada flísjakki • 100% prjónað pólýester • Einstaklega þægilegir og flottir flísjakkar með hettu og vösum • Til í gulum og bláum lit • Stærðir: XS - 3XL Vnr: 1899 312 Verð: 8.900 kr. Bambus sokkar • 80% bambus/17% pólýamíð/3% teygju- efni, mjög þægilegir og mjúkir • Draga úr ólykt og þú svitnar mun minna • 5 pör í pakka • Stærðir: 39 - 42 og 43 - 46 Vnr: M451 044 Verð: 4.990 kr. (5 pör í pakka)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.