Morgunblaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 ✝ Birna SifBjarnadóttir skólastjóri fæddist í Reykjavík 2. september 1981. Hún lést á heimili sínu 27. júní 2019. Foreldrar henn- ar eru þau Bjarni Þórarinn Bjarna- son, f. 7. október 1942, og Sigríður Ólafsdóttir, f. 18. mars 1946. Systkini Birnu Sifjar eru Sig- urður Bjarnason, f. 15. janúar 1965, Gísli Jón Bjarnason, f. 7. nóvember 1972, Margrét Ína Bjarnadóttir Persson, f. 3. febr- úar 1975, og Kristjana Ruth Bjarnadóttir, f. 2. desember 1979. Systkini Bjarka eru þau Ein- ar Þórarinsson, f. 14. júní 1976, og Rut Þórarinsdóttir, f. 5. apríl 1979. Birna Sif ólst upp í Selja- hverfinu, gekk í Seljaskóla og seinna í Menntaskólann við Sund þar sem hún lauk stúd- entsprófi árið 2001. Eftir það lá leiðin í Kennaraháskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist með B.Ed-gráðu í grunnskólafræð- um árið 2006. Birna hóf störf við Ölduselsskóla sem grunn- skólakennari og starfaði þar í tíu ár. Árið 2016 hóf hún störf sem deildarstjóri í Flataskóla í Garðabæ. Árið 2017 lauk Birna Sif M.Ed-gráðu í stjórnunar- fræði menntastofnana við Há- skóla Íslands og tók á sama ári við stöðu aðstoðarskólastjóra í Breiðholtsskóla. Árið 2018 hóf Birna störf sem skólastjóri Ölduselsskóla þar sem hún starfaði til dánardags. Útför Birnu Sifjar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 15. júlí 2019, klukkan 13. Birna hóf sam- búð árið 2006 með Bjarka Þórarins- syni, f. 5. apríl 1983. Þau gengu í hjónaband 22. ágúst 2009. Þau bjuggu alla sína sambúð í Reykja- vík. Bjarki er byggingartækni- fræðingur og starf- ar hjá Mannviti. Börn Birnu og Bjarka eru þær Ronja Ruth, f. 13. október 2008, Birgitta Sigríður, f. 13. júlí 2011, og Birta Dís, f. 8. október 2015. Foreldrar Bjarka eru þau Þórarinn Þórarinsson, f. 16. september 1953, og Birgitta Guðnadóttir, f. 25. júlí 1952. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Elsku litla systir mín er látin. Litli unginn hennar mömmu og pabba. Minningar um blíðu, hjálpsemi, hugulsemi og svo margt annað hellist yfir mig og sú óbærilega sorg og söknuður sem mun fylgja mér um ókominn tíma. Ég mun ekki jafna mig á þessum missi, en ég mun lifa með minningunum um hana um ókomna tíð. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matthías Jochumsson) Þín systir Margrét. Elsku litla systir og besta vin- kona mín, ég er svo þakklát fyrir alla okkar ást og vináttu sem mun að eilífu lifa í mínu hjarta. Þitt fallega bros, þínir ljósu lokkar, hláturinn og gleðin verða mín minning um þig. Ég elska þig og þú verður ávallt hjá mér þar til daginn þeg- ar leiðir okkar liggja saman á ný. Senn eru dagar sóleyjanna taldir. Ég sé þig í anda fella kvíðatár þegar þú finnur á morgun kulið koma koma inn um dyrnar, strjúka þér um brár. Senn eru dagar sóleyjanna taldir. Sumarið reyndist furðu stutt í ár. (Hannes Pétursson) Hvíldu í friði, engillinn okkar. Þín systir Kristjana Ruth (Jana Ruth). Ég kynntist Birnu Sif þegar ég kom inn í fjölskylduna í byrjun þessarar aldar. Fyrsta minning mín af henni er þegar ég sat í sóf- anum í Hálsaselinu og Birna Sif söng í sturtunni af svo mikilli inn- lifun að ég hélt að þakið færi af kofanum. Voru svona atvik greinilega svo algeng að enginn kippti sér upp við tónleikahald örverpisins á baðherberginu. Ég segi núna að þetta hafi hljómað eins og Mariah Carey væri mætt á svæðið, sem ég er ekki viss um að hafi verið hin raunverulega upplifun, en góð saga skal ekki sannleikans gjalda. Kostir Birnu komu strax í ljós þegar maður kynntist henni og það sem ein- kenndi hana var hvað hún var of- boðslega góð og falleg stelpa að innan sem utan. Hún lýsti upp hvert það rými sem hún gekk inn í og gerði hverja stund sem mað- ur naut með henni skemmtilega og upplífgandi. Þá var Birna Sif umburðarlyndasta manneskja sem ég hef kynnst og hafði hún ofboðslega þolinmæði fyrir ókost- um annarra. Birna Sif var gríðar- lega metnaðarfull í bæði leik og starfi, og hætti ekki fyrr en tak- marki hennar var náð. Skipti þar engu máli hvort það væri sem nemandi, kennari, skólastjóri eða móðir. Birna Sif gerði allt sem hún gerði af fullu afli og hikaði hvergi. Í raun var hennar stærsti ókostur hversu svakalega leiðin- legt var að elda handa henni, en hún vó það upp með eftirréttun- um sem voru sérgrein hennar og reiddir fram af mikilli kostgæfni. Birna Sif er meðal annars fyrsta og eina manneskjan sem ég þekki sem hefur grillað fyrir mig kanil- snúða í útilegu. Þó að ég hafi gert grín af því þá skal það viðurkenn- ast að þeim var tekið fagnandi þegar tilbúnir voru. Það var mér mikill heiður að fá að kynnast henni Birnu og njóta þess tíma sem ég fékk með henni. Birna Sif skilur eftir sig mikið og stórt tómarúm, sem aldrei verður að fullu fyllt. Stelpurnar hennar þrjár sem eru, líkt og mamma þeirra var, ljósberar gleðinnar munu þó komast langt með að fylla það tómarúm og halda áfram að gleðja okkur með hlátri sínum og uppátækjum. Að ógleymdum Bjarka, sem án hennar Birnu við hefðum ekki kynnst. Yndislegri mann hefði Birna ekki getað fundið. Þau pössuðu svo vel saman að það var engu líkara en handritið hefði verið skrifað fyrir fram. Meira að segja nöfnin þeirra stuðla og hljóma eins og titill á væminni unglingabók. Birnu verður sárt saknað af fjölskyldu sinni og vinum, og án efa af öllum þeim sem höfðu nokkur kynni af henni. Terry Pratchett sagði að enginn væri í raun dáinn fyrr en áhrif hans á heiminn hyrfu. Sporin sem hún Birna skildi eftir sig og áhrif hennar á fjölskyldu sína og vini munu seint hverfa og því mun Birna lifa í minningu okkar um ókomna tíð. Bjarki, Ronja Ruth, Birgitta og Birta Dís, hugur minn hvílir hjá ykkur á þessari erfiðu stundu. Megi almættið vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk. Fjölskyldu Birnu og minnar, og fjölskyldu Bjarka, vil ég votta mína dýpstu samúð. Takk fyrir mig, Birna mín. Við hittumst svo í sumarlandinu þeg- ar minn tími kemur. Þorgils. Tárin renna. Hvað er hægt að segja? Þetta er svo sárt. Síðan þú kvaddir okkur hef ég svo oft hugsað: „Nú þarf ég að tala við Birnu mína.“ Þú sem varst svo ráðagóð og tilbúin að hlusta, en þurftir oft líka eyra: „Vala, hvað mundir þú gera?“ Þú varst mér svo kær og ég leit svo upp til þín, þetta sjálfsöryggi þó að þú gætir líka verið lítil í þér. Þessi metn- aður sem þú hafðir fyrir starfinu þínu og lífsgleðin. Það er svo stutt síðan við sátum hérna við eldhúsborðið okkar Einars og skoðuðum Íslandskortið og vor- um að spá og spekúlera hvaða staði hvert okkar vildi skoða í sumar. Bjarki vildi helst skoða virkjanir eða virkjanakosti en þú varst til í allt, það skemmdi ekki fyrir ef þú gætir kíkt í búðir. Þú áttir risastóran vinahóp og sank- aðir að þér góðu fólki. Mér finnst svo erfitt að tala um þig í þátíð. Þú skilur eftir þig stóra holu í mínu hjarta en ég fæ að elska þig áfram í gegnum dásamlegu stelp- urnar þínar, Ronju, Birgittu og Birtu. Takk, elsku Bjarki, fyrir að koma með þessa dásamlegu konu inn í fjölskylduna okkar, ég er ríkari að hafa fengið að kynn- ast henni. Þín, Valborg (Vala). „Það reddast“ voru orð sem hljómuðu gjarnan með glaðmild- um og áhyggjulausum tón. Þann- ig kom hún Birna Sif inn í líf mitt fyrir um 13 árum þegar þau Bjarki kynntust, glaðlynd og með sannkallað „can-do“ viðhorf þar sem ekkert var ómögulegt. Virk- aði best undir pressu. Fyrir nokkrum árum spurði Vala hana hvort hún væri til í að setja sam- an smá vísu eða ræðu í fermingu hjá Aroni. Það var alveg sjálf- sagt. Svo fórum við að verða óró- leg, því hún var ekki búin að setja neitt á blað, ekki einu sinni dag- inn fyrir ferminguna. En þar klikkaði Birna ekki, þegar ferm- ingardagurinn kom var hún klár með hnyttinn og skemmtilegan vísnabálk um drenginn okkar sem hún svo gerði aftur í ferm- ingunni hjá Birgi Daða. Að segja sögur eins og þessa af Birnu er ekki flókið, því hún var opin og einlæg, sagði hispurs- laust sínar meiningar og skoðan- ir. En að segja sögur af henni í þátíð og að engar fleiri sögur verði til um hana er hreint ótrú- legt. Birnan okkar sem var svo skyndilega tekin frá okkur. Sárs- aukinn og söknuðurinn er ólýsan- legur og skarðið sem hún skilur eftir er svo stórt. Og þegar þann- ig á við er erfitt að koma orðum að hlutunum. Elsku Birna, minning þín lifir áfram í huga okkar. Minning þín lifir í yndislegu og kláru stelpun- um ykkar Bjarka sem við munum leggja okkur fram við að styðja og styrkja, bæði í nútíð og fram- tíð. Einar Þórarinsson. Elsku Birna. Þegar ég frétti af andláti þínu neitaði ég að trúa því lengi vel. Ég kom ekki upp orði og gat ekki hreyft mig. Lengi. Ég trúi ekki að ég sitji hérna skjálf- hent og tárvot og skrifi um þig minningargrein, þessu er jafn erfitt að kyngja og kekkinum sem situr fastur í hálsinum á mér. Minningargrein … Þetta ætti að vera ræða fyrir afmæli eða orð sögð í notalegu samtali yfir kaffi og kók light. Vinátta þín var og er mér mikils virði. Sönn vinátta byggist ekki á talningu á fjölda samverustunda eða langri sögu um samfylgd í lífinu heldur er sönn vinátta sú sem er gefandi, nærandi, notaleg og uppbyggj- andi, jafnvel þótt viðkynningin sé stutt. Við vorum búnar að vera saman í bekk í heilan vetur í Kennó þegar við fundum allt í einu að við smullum saman, okk- ur báðum að óvörum því eins ólík- ar og við eflaust virtumst vera, þá vorum við það alls ekki og æv- intýrin sem fylgdu í kjölfarið næstu tvö ár voru svo mýmörg að þegar ég lít í baksýnisspegilinn skil ég ekki alveg hvernig þetta voru bara tvö ár en ekki a.m.k. tuttugu. Við ýfðum upp uppá- tækjasemina í hvor annarri og bættum hvor aðra upp þennan vetur sem við leigðum saman. Ég dáðist að framhleypni þinni, hressileika og hispursleysi. Þú hafðir einstakan hæfileika til að koma á óvart, og stundum var næstum eins og þú værir feimin við hæfileika þína, færni og kunn- áttu. Eftir útskrift, þegar við vor- um báðar komnar í sambúð og fulla kennslu, stóðum í barneign- um, fasteignakaupum og fram- haldsnámi, þá fækkaði samveru- stundunum óhjákvæmilega en við reyndum að sporna við því með matarklúbb, saumaklúbb og mömmuklúbb. Það er dýrmætt í dag að eiga þær minningar. Flest okkar samskipti enduðu á „við verðum að fara að hittast“ og hittingarnir með kveðjuorðunum „látum ekki svona langt líða þar til næst“. Eftir situr samviskubit yfir öllum vannýttu tækifærun- um, söknuður eftir þeim sam- verustundum sem hefðu getað orðið og þakklæti fyrir þær ánægjulegu stundir sem voru. Hvíl í friði kæra vinkona og megi allar góðar vættir vaka yfir og styrkja Bjarka og fallegu dætur ykkar. Mikill er þeirra missir. Freyja Rut Emilsdóttir. Elskuleg vinkona mín Birna Sif er látin, langt fyrir aldur fram. Lífið er breytt og allt verður öðruvísi án Birnu. Ég kynntist Birnu árið 2006 þegar við réðum okkur sem kenn- arar við Ölduselsskóla. Fljótlega tókst með okkur einlægur vin- skapur og síðar fjölskyldna okkar og vinanna. Vinnufélaginn Birna var dríf- andi, hugmyndarík og jákvæð. Skipti ekki máli hvort unnið væri að áhugahvetjandi verkefnum fyrir nemendur eða skipulagn- ingu viðburða á vegum starfs- mannafélagsins, alltaf var hún í lykilhlutverki. Hún bjó yfir ein- stakri skipulagshæfni og var framúrskarandi í mannlegum samskiptum og var alltaf með lausnir á hverju viðfangsefni, hvers eðlis sem það var. Eftir þessu var tekið innan kennarasamfélagsins og fjölmörg verkefni sem Birna setti saman eða kom að hafa verið notuð víða í skólastarfi. Hún var rétt um þrí- tugt þegar hún hafði tvisvar hlot- ið viðurkenningar frá foreldra- samfélaginu fyrir framúr- skarandi störf í þágu skólans og nemenda. Magnaður kennari sem nemendur, foreldrar og sam- starfsfólk virtu og báru lof á. Birna Sif fór í mastersnám í stjórnun og ég var alltaf viss um að þar yrði hún frábær eins og í öðrum verkum sem hún hafði tæklað svo vel. Það var því okkur sem þekktum Birnu Sif einstök ánægja þegar hún sótti um skóla- stjórastöðu við Ölduselsskóla ár- ið 2018 og fékk stöðuna. Já það var verðskuldað enda svo hæfir einstaklingar ekki á hverju strái. Mikil gleði var með ráðninguna og Birna sannaði sig svo sannar- lega síðasta skólaár sem framtíð- arleiðtogi. Áherslur hennar voru meðal annars á nýsköpun í skóla- starfi sem hún ætlaði að hrinda í framkvæmd næsta skólaár. Áherslur Birnu munu svo sann- arlega lifa með okkur. Vellíðan nemenda og starfs- fólks var Birnu ofarlega í huga og þar vann hún ötullega að laða fram hið góða hjá öllum og sam- eina og sætta oft á tíðum sjón- armið þeirra sem voru á öndverð- um meiði. Andrúmsloftið í kringum hana var alltaf gott enda var hún skynsöm og skarpgreind. Með fjölskyldum okkar þróað- ist góður vinskapur sem aldrei bar skugga á. Sá vinskapur er sannur og mun áfram vara, alltaf. Ferðalög innanlands sem utan voru árlega hjá fjölskyldum okk- ar og alltaf lukkuðust ferðirnar vel. Þar var alltaf þemað að öllum liði vel, fjör alla daga, upplifa eitt- hvað nýtt og Birna gætti þess að engir lausir endar væru. Hún horfði oft lengra og öðruvísi á hlutina og í víðara samhengi. Mér finnst óbærilega sárt að heyra ekki í Birnu framar en minning um stórkostlega konu lifir og á eftir að hafa áhrif víða um framtíð alla. Við fjölskyldan vottum elsku Bjarka og dætrunum Ronju Ruth, Birgittu Sigríði og Birtu Dís okkar dýpstu samúð. Sömu- leiðis vottum við öðrum aðstand- endum og vinum samúð. Megi all- ar góðar vættir ykkur vernda, styrkja og hugga. Vinarkveðja, Jens Karl Ísfjörð. Við fæðumst með aðeins eina vissu og það er að við deyjum. En hvenær veit enginn. Það er samt svo óréttlátt að ungt fólk sé tekið í burtu frá okkur áður en það hafi að okkar mati fengið að klára sitt hlutverk. Birna Sif var nemandi hjá mér á leikskóla þá þriggja ára gömul og var hún ákveðin, örugg, lítil stelpa sem vissi hvað hún vildi og hvert hún var að fara. Síð- an fór hún í Seljaskóla þar sem hún og dóttir mín voru bekkjar- félagar og ég fylgdist með henni í fjarlægð. Hún var svo heppin að eiga móður sem tók þátt í því að vera bekkjarfulltrúi með mér og þannig tengdist ég henni betur. Við Birna urðum síðan sam- starfskennarar fyrir rúmum tíu árum og var hún alltaf svo dugleg í að sameina alla starfsmenn í skólanum gegnum starfsmanna- félagið þar sem hún fann upp á hinum ýmsum skemmtunum með „yngri“ samstarfsfélögum okkar og ég man að margir kennarar voru undrandi á því hve samfélag Ölduselsskóla væri frábært, þeg- ar ég sagði þeim hvernig við í Ölduselsskóla vorum alltaf að hugsa um heildina. Í Öldusels- skóla er svolítið sérstakt sam- félag starfsmanna; þar eru allir boðnir og búnir að gera öllum glaðan dag þegar það á við og Birna Sif lagði sitt á vogarskál- arnar til að við gætum öll verið í sama samfélagi. Ég var líka svo heppin að fá að vera umsjónarkennari tveggja eldri dætra hennar og Bjarka og við áttum dásamlegt samstarf þar sem hún var áhugasöm um nám þeirra. Síðasta vetur tók hún við skólastjórastöðu Öldusels- skóla og ég var mjög hreykin af því að hafa lagt eitthvað á vogar- skálarnar á hennar yngri árum. Birna Sif var óhrædd við að taka ákvarðanir sem skólastjóri sem voru ekki allra en við samstarfs- félagar hennar fundum fyrir því að hún stóð þétt við bakið á okk- ur, sama hvað, og hún stóð sig mjög vel sem skólastjóri og vildi alltaf gera allt sem hún gat fyrir fólkið sitt. Hún tók ákvarðanir og stóð við sitt en var alltaf til í að hlusta á rök annarra og ég minn- ist bara eins, þegar hún hafði gert drög að stundaskrá næsta vetrar fyrir fyrsta bekk, þá benti ég henni á ýmsa hluti sem betur mættu fara. Á tveimur dögum var hún búin að breyta stundar- skránni og ég sagði við hana, Birna þú færð ellefu fyrir þetta. Hvernig getur þú verið farin frá okkur nema fyrir það að vera aðalskipuleggjari fyrir þann sem öllu ræður. Alltaf gat ég komið til hennar og blásið ef mér fannst eitthvað vera að. Þá áttum við okkar dásamlegu stundir sem ég endaði gjarnan á að segja „veistu, Birna, það er alltaf gott að koma til þín“. Birna Sif var svo tilbúin að vera með okkur í undirbúningi fyrir ferð til Ítalíu þar sem hún var ekki bara yfirmaður heldur ein af okkur og ég ætla að minn- ast hennar þar sem hún liggur í sólbaði við laugina með Elínu Ingu vinkonu sinni og fær sér hvítvínsglas og nýtur sín vel með okkur samstarfsfólki sínu. Það verður sárt að koma til vinnu í haust og Birna Sif ekki þar en ég veit að við, starfsfólkið í Öldusels- skóla, munum halda merki henn- ar á lofti. Elsku Birna Sif, nú ert þú komin í sumarlandið þar sem ég veit að þér er ætlað hlutverk sem þú átt eftir að standa með prýði eins og öll þau hlutverk sem þú tókst að þér. Elsku Bjarki, Ronja Rut, Birgitta Sigríður og Birta Dís, minning um góða konu verð- ur alltaf með okkur. Elín Guðfinna Thorarensen. „Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr, ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður, verða betri en ég er.“ … segir í laginu. Þessi orð eiga svo sannarlega við núna þegar ég sest niður og skrifa minningar- grein um þig, elsku Birna Sif. Kynntist þér fyrst þegar ég byrjaði að vinna í Ölduselsskóla haustið 2012. Frábær og svo vel liðinn kennari, bæði af nemend- um og samstarfsfólki. Ég fann það strax að þarna var flottur og metnaðarfullur kennari á ferð. Svo ákvaðstu að róa á önnur mið, fórst sem deildarstjóri í Flataskóla eitt ár og síðan að- stoðarskólastjóri í Breiðholts- skóla annað ár, þar sem ég fékk sannarlega að njóta þess að hafa þig, þar sem dóttir mín gekk í þann skóla þá. Við ræddum oft í síma í gegnum ferlið þegar þú varst að ráða þig þangað og við vorum báðar svo hamingjusamar þegar þú fékkst stöðuna þar. Það var svo gott að leita til þín þar, koma við hjá þér fá ráð og ræða heimsins mál. Síðastliðið haust varstu ráðin skólastjóri Ölduselsskóla og þá varstu fyrst komin heim og tal- aðir um það hvað það væri gott að vera komin heim í Öldó. Ég var svo glöð og þakklát þegar þú fékkst stöðuna, dóttir mín var þá komin í þann skóla og við vorum alsælar að Birna okkar væri orðin skólastjóri. Starfið þitt einkennd- ist af metnaði og þú vildir allt gera til að líðan nemenda og starfsfólks væri sem best. Þegar ég fékk símtalið, fimmtudaginn 27. júní, þess efnis að þú hefðir látist þá um morg- uninn stöðvaðist eitthvað inni í mér, hjartað mitt brotnaði í þús- und mola og tíminn stöðvaðist. Ég sem ræddi við þig í síma dag- inn áður og þá endaðir þú símtal- ið á „sjáumst svo í síðasta lagi í haust“. Þessi setning glymur í höfðinu á mér. Ég sofna á kvöldin og vakna á morgnana með því að hugsa um þig, Bjarka og stelp- urnar. Mikið sem lífið getur verið ósanngjarnt og óréttlátt, kona með flottar og metnaðarfullar hugmyndir varðandi skólann okkar og fjölskyldu sem verður sannarlega tómleg án þín. Það verður erfitt og skrítið að mæta í vinnuna í haust og engin Birna Sif, get ekki hugsað þá hugsun til enda. Nú heyri ég þig segja „iss, þetta verður ekkert mál, þið rúllið þessu upp,“ en svona orð koma svo týpískt frá þér! Hafðir mikla trú á öllum í kringum þig. Elsku Birna mín, sakna þín meira en orð fá lýst. Ég á til Birna Sif Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.