Morgunblaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 Kranar gnæfa Landslag borgarinnar breytist hratt í takt við fjölda byggingarkrana, en umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir sem breyta munu Hlíðarenda í Reykjavík í íbúðarhverfi. Árni Sæberg Heilbrigðisáætlun til ársins 2030 var sam- þykkt á Alþingi nýlega. Háværar deilur hafa spunnist um hana og hafa læknasamtökin gagnrýnt áætlunina fyrir að einblína á ríkisrekstur og líta framhjá mikilvægum þáttum í heilbrigðis- kerfinu. Þessi gagn- rýni endurspeglar þá skoðun meðal lækna að vaxandi ríkisforsjá sé fram undan þó svo að ekki sé um það fjallað í áætluninni enda er hún mjög almennt orðuð. Birgir Jakobsson, fyrrverandi land- læknir, sem nú gegnir stöðu aðstoð- armanns heilbrigðisráðherra, hefur í tilefni af þessari gagnrýni sett fram harðorðar ásakanir í garð sjálfstætt starfandi sérfræðilækna. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að íslenska heilbrigðiskerfið hefur fengið mjög háar einkunnir í samanburði við helstu nágranna- löndin. Samkvæmt vandaðri rann- sókn sem birtist í breska lækna- tímaritinu Lancet 2018 var íslenska heilbrigðiskerfið í öðru sæti meðal þróaðra ríkja og í fyrsta sæti á stöðl- uðum aðgengis- og gæðakvarða (Healthcare Access and Quality Index). Þau lönd sem við lítum helst til í samanburði, Noregur, Finnland, Svíþjóð, Danmörk og Holland, voru öll fyrir neðan Ísland. Sjálf- stætt starfandi sér- fræðilæknar sem hafa sinnt um þriðjungi allra læknisverka í landinu samkvæmt samningi Sjúkratrygg- inga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur eiga sinn þátt í þessum árangri en aðgengi að þjónustu sérfræðilækna hefur verið óhindrað og milliliðalaust. Nú er þessi starfsemi sett í óvissu vegna afstöðu stjórnvalda til hennar. Deil- ur milli starfsfélaga sem ættu að vinna saman að því að móta framtíð- ina í íslenskri heilbrigðisþjónustu hafa einnig dregið athyglina frá því jákvæða sem vert er að halda á lofti um íslenska heilbrigðiskerfið. Þegar heilbrigðisáætlunin er lesin vandlega er ljóst að þar er mikil áhersla á stjórnun og stofnanir og orðið sem mér datt í hug var stofn- anavæðing heilbrigðisþjónustunnar. Flestum finnst nóg komið af slíku enda eru stórar ríkisstofnanir alla jafna svifaseinar og ópersónulegar. Það sem fólk vill þegar það leitar til lækna er að fá fljóta, örugga og sam- fellda þjónustu. Ég gladdist þegar ég sá að tryggja á greiðara aðgengi að þjónustunni. Gott aðgengi er grundvallaratriði. Hætt er við því að ef gengið verði lengra í stofnana- hugsuninni muni aðgengi verða tak- markað og sjúklingarnir eiga erfitt uppdráttar með sín vandamál. Bið- listavandinn er gott dæmi um þetta. Annað markmið í heilbrigðis- áætlun sem hefur átt undir högg að sækja er samfella í þjónustu við sjúklinga. Það er hending ef sjúk- lingar sem hafa verið á Landspít- alanum muna hver læknirinn þeirra var. Þetta stafar af því að einn lækn- ir tekur á móti sjúklingnum, annar leggur inn á legudeild og sá þriðji kemur á stofugang daginn eftir. Ásamt fagmennsku og góðri þekk- ingu er samfella í stundun sjúklinga eitt mikilvægasta grundvallaratriði í góðri læknisþjónustu. Á fyrstu sólarhringum legunnar er mikilvæg- ustu upplýsinga aflað og ákvarðanir um rannsóknir og meðferð teknar. Núverandi stundunarkerfi á LSH tekur ekki nægilega mið af þörfum sjúklinga að þessu leyti heldur snýst frekar um skipulag spítalans og hentugleika starfsfólksins. Skortur á samfellu er ekki vegna þess að sér- fræðilæknarnir séu að vinna á stof- um eins og haldið hefur verið fram. Margir afkastmestu og bestu læknar spítalans vinna bæði á LSH og á stofum. Þeir stuðla einnig að bættu aðgengi að þjónustu LSH enda fá þeir tilvísanir frá heilsu- gæslunni og greiða götu sjúkling- anna inn á spítalann. Samfellan á einnig undir högg að sækja í heilsu- gæslunni sem er nú að stórum hluta mönnuð af afleysingafólki, sérstak- lega á landsbyggðinni. Það er því verk að vinna í þessum málum og ánægjulegt að heilbrigðisyfirvöld geri sér grein fyrir því. Annað mikilvægt atriði sem ber að fagna í heilbrigðisáætlun er áherslan á breytingar á fjármögnun sjúkrahúsanna. Birgir hefur rétti- lega bent á að breyta þurfi fjár- mögnun í sjúkrahúsrekstrinum frá föstum fjárlögum til greiðslu fyrir unnin verk þannig að ekki sé eitt kerfi fyrir utanspítalaþjónustu og annað fyrir sjúkrahúsin. Hið svo- kallaða DR-kerfi er afkastahvetj- andi og má búast við því að verði sú leið farin og rétt útfærð muni leys- ast úr læðingi það mikla afl sem býr í Landspítalanum og hans frábæra starfsfólki. Núverandi fjármögn- unarkerfi hefur í besta falli lítinn sem engan hvata til afkasta og leiðir til lélegrar nýtingar á starfsfólki og tækjum og aukins kostnaðar. Lengi hefur verið kallað eftir þessari breytingu, meðal annars frá LSH. Sjúkratryggingar Íslands mundu annast samninga fyrir hönd ríkis- sjóðs á mestum hluta heilbrigðis- þjónustunnar eins og gert er ráð fyrir í lögum um sjúkratryggingar. Það er nokkuð sérstakt að höfundar heilbrigðisáætlunar skuli mæla svo sterklega með þessari aðferð við fjármögnun á öllu kerfinu þegar þeir hafa gagnrýnt harðlega samning Sjúkratrygginga við Læknafélag Reykjavíkur sem byggist einmitt á þessari aðferð. En mæli þeir manna heilastir í þessum efnum og vonandi verður heilbrigðisáætlun ekki aðeins fögur fyrirheit heldur upphaf að nýrri sókn í heilbrigðismálum á Ís- landi. Eftir Stein Jónsson » Ásamt fagmennsku og góðri þekkingu er samfella í stundun sjúk- linga mikilvægasta grundvallaratriði í góðri læknisþjónustu. Steinn Jónsson Höfundur er prófessor í lungnasjúk- dómum við Landspítala og lækna- deild Háskóla Íslands. steinnj@lsh.is Hvað er jákvætt við heilbrigðisáætlun?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.