Morgunblaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 Elsku engillinn okkar, mamma, tengdamamma, amma og langamma, MARÍA SIGURBORG JONNÝ RÓSINKARSDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Eir, áður Melseli 8, kvaddi á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 1. júlí. Útför fer fram frá Fossvogskirkju 18. júlí klukkan 15. Sérstakar þakkir til starfsfólks Eirar og B2 fyrir fagmennsku, alúð og manngæsku. Ottó K. Ólafsson Björk Baldursdóttir Jakob Ólafsson Helena S. Leósdóttir Little Rósinkar S. Ólafsson Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir Guðný Ólafsdóttir Ómar Þ. Gunnarsson Ásgeir K. Ólafsson Aðalheiður Gylfadóttir barnabörn og barnabarnabörn Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. ✝ Fjölnir Lúð-vígsson fædd- ist 30. maí 1962 í Reykjavík. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suður- lands 8. júlí 2019. Fjölnir var son- ur hjónanna Ingi- bjargar Ásthildar Michelsen, f. 27. nóvember 1938, d. 25. mars 2011, og Lúðvígs Thorbergs Helgason- ar, f. 18. janúar 1936, d. 14. júlí 2011. Systkini Fjölnis eru Guðný Bergdís, Birgir Freyr, Björn Fjalar og Frank Vígberg Snær. Árið 2011 kom í ljós að Fjölnir var rangfeðraður og var líffræðilegur faðir hans giftu sig 23. júlí 1994. Hún átti soninn Rúnar Mána Baldurs- son, f. 29. júní 1988, þegar hún kynntist Fjölni og tók þá Fjölnir Rúnari sem sínu eigin barni og ól hann upp. Rúnar Máni er í sambúð með Karitas Mist Hjartar- dóttur. Dætur Ingibjargar og Fjölnis eru Birta Líf Fjölnis- dóttir, f. 8. nóvember 1990. Hún er í sambúð með Gunnari Rafni Pálssyni og saman eiga þau þrjú börn. Helga Lind Fjölnisdóttir, f. 11. júní 1995, og er hún í sambúð með Ósk- ari Heiðari Hanssyni. Fjölnir vann við ýmis störf til sjós og lands, en síðustu 13 ár áður en hann varð að láta af störfum vegna heilsubrests starfaði hann hjá Pípulagn- ingaverktökum ehf. Fjölnir verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju í Grafar- holti í dag, 15. júlí 2019, klukkan 14. Sveinn Svanur Jónsson, f. 11. nóv- ember 1922, d. 14. september 1998. Börn hans eru Guð- rún, Magnús (lát- inn), Hulda, Samúel (látinn), Anna Ósk og Gunnar. Fyrri eiginkona Fjölnis var Sandra Margaret Bradley. Sonur þeirra er Dane Robert Ludvigsson, f. 30. október 1984. Hann er í sam- búð og búsettur í Ástralíu með Katharine Brown. Dane á þrjá syni með fyrrverandi eigin- konu sinni, Samantha Court- ney. Eftirlifandi eiginkona Fjöln- is er Ingibjörg Margrét Krist- jánsdóttir, f. 8. júní 1967. Þau Elsku pabbi. Ég trúi þessu ekki enn og veit hreinlega ekki hvar ég á að byrja. Ég bjóst ekki við að sitja hér með brotið hjarta að skrifa til þín þessi orð en lífið er ósanngjart og þú fórst alltof snemma frá okkur öllum. Ég vildi að þú gætir leitt mig upp að altarinu eins og þú ætl- aðir að gera en ég veit að þú verður mér við hlið þó svo að þú verðir ekki sýnilegur. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Þú hefur kennt mér svo margt og mótað mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég gæti ekki óskað mér ann- ars pabba en þín. Þegar ég var lítil bað ég þig alltaf um að breiða yfir mig og að syngja Blátt lítið blóm eitt er og það gerðir þú öll kvöld. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: Gleymdu ei mér. Væri ég fleygur fugl flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. (Þýsk þjóðvísa) Ég veit að einn daginn munum við hittast á ný á sólríkum stað, borða saman skonsur, drekka kakó og hlusta á NýDönsk. En þangað til mun ég halda minningu þinni á lífi. Ég elska þig og farðu varlega. Þín pabbastelpa, Helga Lind. Elsku pabbi, það sem lífið get- ur verið ósanngjarnt! Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt „þú ert alveg eins og pabbi þinn“ – og það sem það fór í taug- arnar á mér. Þegar maður eldist hins vegar áttar maður sig stundum á hlut- unum og í dag get ég verið stolt af því að vera „alveg eins og pabbi minn“ því það er nú bara þannig að pabbi minn, þú, varst óskap- lega skemmtilegur, fyndinn, sterkur, lifandi og einstakur kar- akter. Það var aldrei lognmolla í kringum þig og þó að við höfum ekki alltaf átt skap saman þá get ég verið ævinlega þakklát fyrir að hafa átt pabba sem að var svona mikill vinur minn. Veiði- ferðirnar, barbíleikurinn, tónlist- in, útilegurnar, skonsubakstur, hláturinn, gráturinn og allt þar á milli. Í dag er ég líka þakklát fyr- ir það að börnin mín hafi átt svona dásamlegan afa og ég mun svo sannarlega sjá til þess að þau muni eftir þér og viti hversu frá- bær afi þeirra var. Takk fyrir að hafa stutt mig í allri þeirri vitleysu sem ég hef ákveðið að brasast í gegnum og ekki síst, takk fyrir ómælda ást og kærleik. Minning þín lifir að eilífu. Ég elska þig. Birta Líf. Elsku pabbi minn, ég er enda- laust þakklátur fyrir að þú komst inn í líf mitt þegar ég var eins árs. Þú hefur kennt mér svo margt og gert mig að manninum sem ég er í dag. Ég hefði ekki geta eignast betri pabba og föðurfjölskyldu sem tók mér strax með opnum örmum, ást og hlýju. Alltaf hefur þú stutt við bakið á mér og við höfum alltaf verið góðir vinir. Ég á eftir að hugsa um þig allt mitt líf með hlýju í hjarta. Ég mun halda minningu þinni á lofti með því að segja litlu stelpunni minni, sem kemur í heiminn í desember, sögur af þér. Þannig mun hún fá að vita hvað hún átti góðan afa. Ég elska þig og mun sakna þín og við öll. Tími okkar var of stuttur en hann var ómetanlegur og þú kenndir mér að lífið er ekki alltaf dans á rósum og að við eigum að njóta augnabliksins. Vera ófeim- in við að tjá tilfinningar, taka líf- inu ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég elska þig. Hvíldu í friði. Þinn Rúnar Máni. Elsku besti Fjölli minn. Þá ertu búinn að fá hvíldina og varst hvíldarþurfi. Samt ekki nema nýorðinn 57 ára. Þú varst búinn að berjast eins og hetja í tvö ár og fékkst eitt ár lengur en búist var við því sjúk- lingar með lungnakrabbamein lifa yfirleitt ekki nema í ár. Þú varst heldur ekki einn, hún Ingibjörg þín sá alveg um þig þennan tíma og stóð vaktina í 24 klukkutíma allan þennan tíma, enda var samband ykkar einstakt og áttuð þið ekki nema nokkra daga í 25 ára brúðkaupsafmæli. Þú varst alltaf baráttujaxl og harðduglegur og sýndir það í veikindum þínum hversu dugleg- ur þú varst. Þú varst vinamargur eins og sést á öllu því sem gert hefur verið fyrir ykkur úti og inni. Við vorum vinir frá því að við hittumst fyrst og sú vinátta entist allt til enda. Þið Imba mín gáfuð okkur þrjú yndisleg barnabörn og þrjú lang- ömmubörn og eitt á leiðinni. Þú eignaðist lítinn nafna síðasta sumar og varst ekki lítið lukku- legur með það. Við komum alltaf yfir til ykkar í morgunkaffi og alltaf sagðir þú allt gott og að þú hefðir það fínt. Það var ekki fyrr en síðasta hálfa mánuðinn sem þú sagðist vera svo óskaplega þreyttur, þá sá maður líka svo vel að hverju dró. Við forum í sex daga ferð til Nor- egs til Höllu systur og ég kvaddi þig sérstaklega vel þar sem ég fann á mér að ég myndi ekki hitta þig aftur, enda kvaddir þú daginn áður en við komum heim. En við eigum bara góðar minn- ingar um þig Fjölli minn sem hægt er að ylja sér við. Ég veit að Einar bróðir tekur vel á móti þér og þið getið skeggrætt um dúfna- rækt og heimsmálin í sumarland- inu. Við höldum vel utan um elsku Ingibjörgu okkar og börnin og bið ég Guð að gefa systkinum þín- um og allri stórfjölskyldunni styrk á þessum erfiðu tímamót- um. Ég elska þig út í geim og aftur heim. Þessi fátæklegu orð eru fyrir hönd okkar Kidda. Þín tengdamamma, Helga. Í dag kveðjum við yndislegan bróður og mág sem kveður okkur allt of snemma aðeins 57 ára eftir erfið veikindi síðastliðin tvö ár. Hann var alltaf svo duglegur og handlaginn bæði til vinnu og heima hjá sér og mikill fjöl- skyldumaður. Hann var líka góð- ur frændi og sakna þau frænda síns mjög mikið. Við áttum marg- ar útilegurnar saman og varð Úlfljótsvatn oftast fyrir valinu því þar var hægt að sitja við vatn- ið langt fram á kvöld við veiðar. Það eru 20 ár síðan við fórum öll saman til Benidorm, sem var ógleymanleg ferð. Árið 2003 fór- um við hringinn í kringum landið saman ásamt Bjössa bróður og fjölskyldu.Við eigum eftir að sakna Fjölla mikið en minningin um góðan dreng lifir. Elsku Ingi- björg, börn, tengdabörn og barnabörn, megi kærleikurinn umvefja ykkur og styrkja. Lífið er aðeins lítil stund, lánuð og tekin aftur. Þú fæðist og lifir á lánaðri grund, uns leggur þig dulinn kraftur. (LTH) Guðný og Brynjar. Fjölnir Lúðvígsson  Fleiri minningargreinar um Fjölni Lúðvígsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Einar Bogi Sig-urðsson fæddist 28. júlí 1959 í Hafnarfirði. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Mos- fellsbæ 30. júní 2019. Foreldrar hans eru Sigurður Ágúst Finnbogason, f. 5. júní 1939, og Guð- ríður Einarsdóttir, f. 18. okt. 1938. Systur hans eru Jóhanna Ríkey, f. 18. sept. 1960, og Eva, f. 5. okt. 1967. Einar Bogi giftist Hjördísi 1989. Eiginkona hans er Clare Patricia Dilworth, f. 23. febr. 1989. 3) Erna, f. 7. apríl 1993. Einar Bogi giftist Kristjáni Inga Jónssyni, f. 30. nóv. 1957, þ. 8. ágúst 2002. Foreldrar hans voru Jón Vigfús Bjarnason, f. 23. mars 1927, d. 5. maí 1990, og Hansína Margrét Bjarnadóttir, f. 13. júlí 1926, d. 27. ágúst 2004. Einar Bogi lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1980 og BS-prófi í landfræði frá Háskóla Íslands árið 1985. Hann starfaði lengi hjá Samvinnubank- anum og síðar Landsbanka Ís- lands, m.a. sem útibússtjóri á Reyðarfirði og Höfn. Síðustu ár- in starfaði hann við hlið eigin- manns síns við garðyrkju og blómaskreytingar. Útför Einars Boga fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 15. júlí 2019, og hefst athöfnin kl. 15. Rafnsdóttur, f. 4. sept. 1960. Þau skildu árið 2000. Börn þeirra eru 1) Ágúst Rafn, f. 28. júlí 1983, Sambýlis- kona hans er Rakel Guðmundsdóttir, f. 6. jan. 1982, börn þeirra eru Alex Breki, f. 29. júlí 2005, Björn Andri, f. 19. maí 2006, Linda María, f. 14. júlí 2006, Daníel Ágúst, f. 25. mars 2008, og Matthildur Sara, f. 16. jan. 2014. 2) Matthías, f. 18. ágúst Ein af mínum fyrstu minning- um er af pabba. Þá var pabbi að skúra í banka og ég var tekinn með. Margar af æskuminningum mínum af pabba tengjast bönkum. Hann vann lengi í Samvinnubank- anum, mér fannst alltaf spennandi að fara í heimsókn til hans og skoða mig um. Oft var ég með hon- um og iðulega hitti pabbi einhvern á förnum vegi sem hann þekkti. Þá gaf hann sér tíma til að spjalla, ég minntist oft á það að það væri leið- inlegt að fara eitthvað með pabba þar sem hann þekkti alla og þurfti að tala við alla. En þannig var hann pabbi, gaf sér tíma fyrir fólk. Þegar ég var 10 ára fluttumst við til Reyðarfjarðar þar sem pabbi tók við útibústjórastöðu. Systkini mín Matthías og Erna voru þá búin að bætast við hópinn. Pabbi tók starf sitt alvarlega og vildi gera það sem hann gat fyrir fólk og minntist á það að þegar hann var að vinna úti á landi þá hefði honum fundist hann hafa verið að vinna fyrir fólkið en ekki banka. Pabbi náði að koma sér inn í flest svið samfélagsins hvort sem það var Lions eða þorrablóts- nefndin. Það átti vel við pabba enda hafði hann gaman af mann- fögnuði og átti auðvelt með að kynnast fólki. Nokkrum árum síðar var kom- ið í Hafnarfjörð og má segja að á þeim tímapunkti hafi eitthvað breyst. Bankinn hafði breyst og pabbi var ekki sáttur með þær breytingar. Þá lá annað á brjósti pabba. Þegar ég var 17 kom pabbi út úr skápnum og byrjaði stuttu síðar að búa með Kristjáni Inga. Þetta var erfitt tímabil. Pabba var svo sagt upp störfum hjá bank- anum, hann var sáttur og í raun þungu fargi af honum létt. Að lok- um sættist ég við breytta heims- mynd og hjálpaði til að brosið hjá pabba, sem hafði dofnað aðeins síðustu árin, var snúið aftur. Með nýja lífinu hans pabba kom Kristján inn í líf okkar. Þeir áttu vel saman og lífsgleðin var auðsjáanleg hjá þeim. Kristján tók okkur börnunum hans pabba vel og með árunum bættust svo börnin mín við og þeir tóku við nýjum titlum sem afar með ein- skærri gleði. Börnin óskuðu oft eftir að fá að fara til afa og afa enda vissu þau að það yrði tekið vel á móti þeim. Ís í frystinum og djús í ísskápnum. Pabbi og Kristján fluttu að endingu að Suður-Reykjum í Mosfellsbæ og þar fann pabbi sig. Pabbi var alltaf í garðinum. Blómahaf, mergð trjáa og stór sundlaug sem börnin mín hafa eytt ómældum stundum í, ein- kenndi hann. Það er við hæfi að pabbi hafi að lokum endað líf sitt á þeim stað sem hann elskaði. Tíminn til að segja bless kom aldrei. Það á eftir að sitja eftir hjá mér að ég gat ekki kvatt þig al- mennilega og að ég átti eftir að hringja aftur í þig. Símtalið sem beið var til að skipuleggja afmælið okkar. Í þetta skipti beið stór- afmæli sem aldrei verður af. Fram undan eru afmælisdagar sem ég neyðist til að eiga einn en ekki með pabba mínum. Eitt er víst að ég mun aldrei gleyma þér og alltaf geyma þig í hjarta mínu. Ég veit að Doddi tók á móti þér með skonsur og þú fylgist með okkur núna með bros á vör eins og alltaf. Þú lifðir lífinu með frjálsri að- ferð, ég hefði einungis óskað þess að þú hefðir getað verið lengur með okkur. Ágúst Rafn Einarsson. Í dag kveð ég elsku bróður minn sem varð bráðkvaddur á heimili sínu. Allt of fljótt og alls ekki tímabært. Einar Bogi var aðeins 14 mán- uðum eldri en ég en þrátt fyrir lítinn aldursmun æxlaðist það þannig að við vorum ekki í sama skóla frá 10-11 ára aldri og áttum aldrei sameiginlega vini. Þá voru áhugamál okkar gjörólík, ég var alltaf að leika mér með strákunum og Einar Bogi með stelpunum. Einar Bogi kynntist Hjördísi, fyrrverandi eiginkonu sinni, í Versló og eignuðust þau þrjú börn. Barnabörnin eru orðin fimm. Þau skildu eftir um 20 ára hjónaband þegar Einar Bogi átt- aði sig á því að hann væri samkyn- hneigður og kom út úr skápnum. Það voru erfið spor fyrir Einar Boga og fjölskylduna alla. En á sama tíma má segja að við höfum náð betur saman og orðið meiri vinir á fullorðinsárum. En Einar Bogi fann ástina að nýju þegar hann kynntist Krist- jáni Inga. Það má segja að hann hafi byrjað nýtt líf um fertugt, hann tók af sér bindið og hætti í bankanum. Þeir Kristján Ingi voru eins og samlokur, algjörlega óaðskiljanlegir þau 19 ár sem þeir fengu saman. Það var alltaf stutt í brosið og dillandi hláturinn þegar við fjöl- skyldan og ótal vinir hittumst. Einars Boga verður sárt saknað en honum er ætlað annað mikil- vægara hlutverk í sumarlandinu. Hugur minn er hjá mömmu og pabba, börnunum hans þremur, Ágústi Rafni, Matthíasi og Ernu, barnabörnunum sem hann elskaði svo mikið, en ekki síst hjá elsku Kristjáni Inga sem hefur misst allt. Guð gefi þeim og okkur öllum styrk í sorginni. Jóhanna Ríkey (Hanna systir). Þeir mættust á götuhorni og annar þeirra sagði „áttu eld?“ Þar með kviknaði bál sem lifði þar til Einar Bogi lagði í sína hinstu för. Ég minnist feimna hljóðláta mannsins sem brosti með falleg- um augunum koma inn í fjöl- skylduna, í byrjun var hann afar hlédrægur, en hann snerti hjörtu allra með ljúfu og fallegu fram- komunni. Mörgum árum og mörgum þéttum faðmlögum síð- ar stend ég með honum í eldhús- inu á Reykjum. Hann var að elda humarsúpu í eldhúsinu hennar Haddýjar frænku, sem þegar þarna var komið við sögu, var orðið eldhúsið hans og Kristjáns Inga. Yfir humarsúpupottinum sagði hann mér frá því að á yngri árum hafi hann margsinnis riðið hesti framhjá húsi blómabóndans á Reykjum og horft þangað með forvitni. Hann velti fyrir sér hvaða draumaveröld væri þarna og hver byggi í þessu ævintýra- lega húsi, svo lýsti hann því hversu óraunverulegt sér fyndist að nú væri hann að upplifa ástina og hamingjuna hér og nú. Við stórfjölskyldan eigum öll okkar minningar frá Reykjum þar sem ævinlega var opið hús og allir velkomnir. Sveitin hjá Haddý frænku og Jovva frænda var ævintýraheimur systkina- barnanna allra. Eftir að Kristján Ingi og Einar Bogi fluttu í húsið var engu breytt og engu hent, en óhætt er að segja heimilið hafi fengið á sig enn meiri ævin- týrablæ sem nú líkist safni sem á sér ekkert líkt. Í garðinum búa hænur og han- ar og þar ægir saman furðuleg- ustu hlutum úr öllum áttum. Gamlar ryðgaðar mackintosh- dósir, brotnir blómavasar, garðá- höld frá því um miðja síðustu öld, vírbútar, lúnir skór, grjót og steinar af öllum stærðum og gerð- um, trjádrumbar og hundruð blómstrandi plantna úti um allt og í hverju skoti, engu líkt. Ég er þakklát fyrir allar ánægjulegu stundirnar á Reykj- um, bæði í æsku og einnig hin síð- ari ár. Elsku Kristján Ingi, fallega bjarta brosið hans Einars Boga mun lifa með okkur öllum. Ég bið góðan Guð að vernda þig og veita þér styrk til að takast á við lífið í komandi framtíð. Blessuð sé minning Einars Boga. Margrét Kjartansdóttir. Einar Bogi Sigurðsson  Fleiri minningargreinar um Einar BogaSigurðsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.