Morgunblaðið - 16.07.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga GÆÐA TRÉLÍM Á FRÁBÆRU VERÐI Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Landslið Íslands í hestaíþróttum fyr- ir Heimsmeistaramót íslenska hests- ins í Berlín, sem fara mun fram 4.- 11. ágúst næstkomandi, var form- lega kynnt í verslun Líflands í gær. Við val á landsliðinu var horft til ár- angurs á þremur WorldRanking- mótum, m.a. Íslandsmótinu sem fór fram í byrjun júlí. Einnig var horft til árangurs íslenskra knapa á stór- mótum erlendis. Sigurbjörn Bárðar- son landsliðsþjálfari fór yfir val á knöpum og hestum í liðið. Fjórir knapar urðu heimsmeist- arar árið 2017 og áttu því öruggt sæti í landsliðinu en sjö knapar voru valdir í íþróttakeppni í fullorðins- flokki og fimm í ungmennaflokki. Sex hross frá Íslandi verða auk þess sýnd á kynbótasýningu á mótinu. Í tilkynningu frá Landssambandi hestamannafélaga kemur fram að mikill hugur sé í liðsmönnum og að væntingar séu um góðan árangur á mótinu, en landsliðið flýgur til Berl- ínar 31. júlí. Landslið Íslands í hestaíþróttum hefur verið valið fyrir Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Berlín Mikill hug- ur í liðs- mönnum Morgunblaðið/Hari Guðni Einarsson gudni@mbl.is Makríll var kominn upp að landi við Keflavík á föstudaginn var, að sögn Þorsteins Sigurðssonar, sviðsstjóra uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsókna- stofnun. „Ég fékk hringingu um leið og þar sást vaðandi makríll,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að útlitið nú væri svipað og síðustu ár. Nú stendur yfir árlegur fjölþjóð- legur sumaruppsjávarvistkerfisleið- angur Alþjóðahafrannsóknaráðsins (IESSNS) í Norðurhöfum. Hafrann- sóknaskipið Árni Friðriksson tekur þátt í leiðangrinum ásamt skipum frá Noregi, Færeyjum, Grænlandi og Danmörku. Þetta er tíunda árið í röð sem Haf- rannsóknastofnun tekur þátt í leið- angrinum. Eitt meginverkefnið nú er að líta eftir makríl. Þar verður einnig aflað gagna sem nýtast við fjölbreytt- ar rannsóknir á vistkerfinu, allt frá frumframleiðni til útbreiðslu hvala. Safnað er gögnum fyrir 21 mismun- andi rannsóknarverkefni, þar af fjög- ur ný. Þeirra á meðal eru fitumæl- ingar á makríl og söfnun á erfðaefni úr íslenskri sumargotssíld. Árni Friðriksson er búinn að fara norður fyrir land og mun síðan leita fyrir sunnan land. Um borð eru sjö vísindamenn og 17 manna áhöfn. Færeyska skipið Finnur Fríði hefur leitað á svæði suðaustan við landið og hefur fundið makríl þar. Einnig er búið að leita í hafinu milli Noregs og Íslands. Þorsteinn sagði að makríll hefði fundist suðvestan við Ísland. Það er ekki óvenjulegt þótt lítið hafi sést af makríl norðan við landið. Makrílveið- ar eru byrjaðar við Vestmannaeyjar og hafa gengið ágætlega. Skipin hafa verið við veiðar í Háfadýpinu. Græn- lendingar eru byrjaðir að veiða vest- an við miðlínuna. Hingað er væntan- legt norskt skip sem mun taka þátt í rannsóknarleiðangrinum fyrir hönd Grænlendinga. Verkefninu lýkur um verslunar- mannahelgi og fyrstu niðurstöður eru væntanlegar um miðjan ágúst. Ástandið í sjónum mikilvægt Hitastig sjávar hefur mikil áhrif á lífríki sjávar. Hlýr sjór í kringum landið er m.a. talinn hafa haft þau áhrif að loðnan færði sig vestur í kaldari sjó. Samhliða hlýnuninni fór makríll að ganga á Íslandsmið. Átan er fóður fyrir uppsjávarfiska og ungviði flestra nytjafiska sem fer fyrst í ljósátuna og svo í stærri bráð, að sögn Þorsteins. Það er því jákvætt að næg áta sé í sjónum eins og vor- leiðangur Hafrannsóknastofnunar 2019 leiddi í ljós. Makríllinn kominn upp að landinu  Fjölþjóðlegur leiðangur rannsakar uppsjávarvistkerfið í Norðurhöfum  Fitumæla makrílinn Rannsóknarleiðangur » Hægt er að fylgjast með framgangi ferða skipa í ár- legum sumaruppsjávarleið- angri á slóðinni skip.hafro.is. » Leiðangursfólk heldur úti bloggi: pelagicecosystem- survey.wordpress.com. » Þar er greint frá mörgu sem borið hefur við í leið- angrinum. Í fyrri hluta leið- angursins sáust til dæmis alls 94 hvalir af ellefu teg- undum. Mest sást af grind- hvölum, langreyðum og hnúfubökum. Auk þess steypireyður, stærsta dýra- tegund allra tíma. Sumarupp- sjávarleiðangur hafrannsókna- stofnana í Norðurhöfum Árni Friðriksson Finnur fríði Kings Bay Vendia Ferill og staðsetning skipanna 15. júlí Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is 82 viðtöl hafa þegar verið tekin í hús- næði Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, sem var opnuð á Akureyri 10. maí síðastliðinn. Mið- stöðin býður upp á ráðgjöf og upplýs- ingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi en öll þjónusta og ráðgjöf Bjarmahlíðar er undir sama þaki, í gula húsinu á Aðalstræti 14, til að auð- velda þolendum að leita sér aðstoðar. Sambærileg Bjarkarhlíð Bjarmahlíð byggir á sömu hug- myndafræði og Bjarkarhlíð, sem er sambærileg þjónusta í Reykjavík. „Þegar við fórum af stað með þetta úrræði heyrði ég einhverjar gagn- rýnisraddir sem sögðu að fólk myndi ekki þora að nýta sér þetta. En raunin er bara allt önnur,“ segir Guðrún Kristín Blöndal, teymis- stjóri í Bjarma- hlíð, í samtali við Morgunblaðið, en hún segir að alls 37 einstaklingar hafi nýtt sér úr- ræðið frá opnun og mikill meirihluti þeirra sé konur. Guðrún segir að fólk leiti til Bjarmahlíðar af ýmsum ástæð- um, til að mynda leiti þangað fólk sem hefur orðið fyrir áfalli vegna ofbeldis í æsku, fólk sem glímir við afleiðingar ofbeldissambands sem er lokið, fólk sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi og fólk sem býr við ofbeldi í nánu sam- bandi og er að reyna að losna úr því. Guðrún segir að samstarf við lögregl- una sé ákaflega mikilvægt í málum eins og þeim sem síðast eru nefnd en viðtöl við lögreglu vegna slíkra mála fara fram í húsnæði miðstöðvarinnar eins og önnur þjónusta. Auk lögreglu- þjónustu býður Bjarmahlíð m.a. upp á félagsráðgjöf, aðstoð vegna áfalla- og streituröskunar, lögfræðiaðstoð og jafningjafræðslu og er öll þjónusta unnin með fjölmörgum samstarfsaðil- um miðstöðvarinnar. „Það er töluvert auðveldara að koma í Bjarmahlíð og hitta óein- kennisklædda lögreglukonu en að fara upp á lögreglustöð,“ segir Guðrún. „Þetta auðveldar aðgengi þolenda ofbeldis að þjónustu og úrræðum. Þess vegna er þetta svona mikilvægt.“ Hafa tekið 82 viðtöl  Mikilvægt að auðvelda aðgengi þolenda að þjónustu Guðrún Kristín Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.