Morgunblaðið - 16.07.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019
Mu-so
Verð áður 159.990,-
Verð nú127.990
Mu-so QB
Verð áður 99.990,-
Verð nú 79.990
Sumartilboð
á Naim Mu-so og Mu-so QB
20% afsláttur
Um helgina fór stærsta
knattspyrnumót landsins fram,
Símamótið hjá Breiðabliki, sem
5., 6. og 7. flokkur kvenna taka
þátt í. Mótið hefur aldrei verið
stærra í sniðum en í ár þar sem
þátttakendur voru um 2.300 í
344 liðum frá 41 félagi. Það má
þá einnig rétt ímynda sér þær
þúsundir foreldra, þjálfara, sjálf-
boðaliða og starfsmanna í viðbót
sem að mótinu koma.
Ég vil senda mikið hrós á
skipuleggjendur. Þótt mörg þús-
und manns hafi verið á mótinu
um helgina fann maður aldrei
fyrir því; skipulagið var til fyrir-
myndar og dreifing viðburða um
svæðið mjög góð. Það er svo
sannarlega ekki sjálfgefið að
halda svona viðburð, hvað þá
svona vel, og maður sá í verki
þann sterka félagsanda og ein-
ingu sem ríkir innan Breiðabliks.
Án þess væri erfitt að gera þetta
að veruleika.
Ég vil vitna í skrif Hákons
Gunnarssonar sem birtust á
stuðningsmannasíðu Breiðabliks
eftir mótið þar sem hann tengir
það við heimsmarkmið Samein-
uðu þjóðanna.
„Inntak heimsmarkmiðanna
er að „allir taki þátt“ og að allir
íbúar jarðar fái tækifæri til að
nýta hæfileika sína á sem bestan
hátt. Símamótið hefur nákvæm-
lega það inntak að leiðarljósi og
það var unun að horfa á gleðina
og ánægju allra um helgina á
Símamótinu 2019.“
Þetta finnst mér fanga vel
hvað viðburður á borð við þetta
mót er mikilvægur. Það var frá-
bært að fylgjast með stelpunum
gefa allt inni á vellinum og bæta
sig greinilega með hverjum
leiknum. Umfram allt virtust þær
svo skemmta sér konunglega,
sem að sjálfsögðu skiptir mestu
máli.
BAKVÖRÐUR
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
HANDBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Handknattleikskonan Hrafnhildur
Hanna Þrastardóttir vildi komast
út úr þægindarammanum á Selfossi
þegar hún ákvað að söðla um og
semja við franska A-deildarliðið
Bourg-de-Péage Dróme en hún
skrifaði undir samning við liðið síð-
asta föstudag. Þessi 24 ára gamla
stórskytta hefur verið einn besti
leikmaður íslensku úrvalsdeild-
arinnar undanfarin ár en hún segir
að draumurinn hafi allaf verið að
spila sem atvinnumaður.
„Þetta er virkilega nýtt fyrir mér
auðvitað því ég er búin að spila á
Selfossi alla mína ævi. Ég er fyrst
og fremst spennt fyrir þessu frá-
bæra tækifæri og tímabilinu sem er
fram undan hérna í Frakklandi.
Liðið kom saman á föstudaginn síð-
asta eftir sumarfrí þannig að ég var
að hitta alla hjá félaginu þá í fyrsta
sinn. Það var tekið mjög vel á móti
mér og þetta leggst bara hrikalega
vel í mig,“ sagði Hanna sem flaug
út til Frakklands á föstudaginn en
hún var á leið á sína fyrstu æfingu
með franska liðinu þegar Morgun-
blaðið heyrði í henni.
„Þetta kom upp í byrjun sumars
þegar forráðamenn Bourg-de-
Péage settu sig fyrst í samband við
umboðsmann minn. Eftir það gerð-
ust hlutirnir mjög hratt og að lok-
um ákvað ég að stökkva á tækifær-
ið að spila í frönsku A-deildinni.
Þetta lið á sér ekki langa sögu í
efstu deild Frakklands og er til-
tölulega nýkomið upp úr B-
deildinni. Þær héldu sér uppi í
fyrra en að sama skapi eru
ákveðnar breytingar í gangi í leik-
mannahópnum og markmið sum-
arsins var að styrkja hópinn. Ég er
hluti af þessum breytingum hjá lið-
inu og markmiðið er að gera betur í
deildinni í ár en í fyrra.“
Stóra stökkið í djúpu laugina
Hanna tók þá ákvörðun að yfir-
gefa uppeldisfélag sitt Selfoss síð-
asta vor en hún stundar nám í
sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands,
sem hefur meðal annars haldið
henni hér á landi undanfarin ár.
„Ég tók þá ákvörðun þegar liðið
féll í vor að ég ætlaði mér ekki að
vera áfram á Selfossi. Ég hefði hins
vegar skoðað það að vera áfram ef
við hefðum haldið okkur uppi. Þeg-
ar allt kemur til alls var þetta bara
fínt spark í rassinn fyrir mig per-
sónulega því ég vil auðvitað ná
lengra í handboltanum. Ég hef hins
vegar verið í háskólanámi meðfram
handboltanum þannig að það hent-
aði mér ágætlega að spila á Íslandi.
Ég ákvað hins vegar að taka stóra
stökkið núna í sumar og skella mér
út í djúpu laugina og það verður
forvitnilegt að sjá hvernig mér mun
ganga. Þetta er hörkudeild hérna í
Frakklandi og það verður gaman
að kljást við leikmennina og liðin
sem spila hérna á næstu leiktíð.“
Eftirsóttur biti
Hanna var markahæsti leik-
maður úrvalsdeildarinnar árin 2015,
2016 og 2017 og voru mörg stór lið
sem reyndu að fá hana, bæði hér
heima og erlendis.
„Ég var með tilboð í höndunum
frá bæði liðum heima á Íslandi sem
og á Norðurlöndunum. Það voru
þónokkur lið sem vildu fá mig
þannig að ég er í raun bara búin að
liggja undir feldi síðan deildin klár-
aðist að skoða mín mál. Ég taldi
það hins vegar rétta skrefið fyrir
mig á þessum tímapunkti á ferl-
inum að fara til Frakklands. Það
var mikill áhugi á Norðurlöndunum
en ástæðan fyrir því að ég valdi
Frakkland er einfaldlega sú að mér
fannst það mest spennandi stökkið
af því sem í boði var. Ég er aðeins
að hoppa út í djúpu laugina hérna
og það heillaði mig á einhvern hátt
að sjá hvernig mér mun takast að
kljást við þetta verkefni.“
Hefur fylgst með franska
landsliðinu
Frakkar eru ríkjandi heims-
meistarar í handbolta en þótt
Hanna hafi ekki fylgst neitt sér-
staklega mikið með efstu deild
Frakklands á undanförnum árum
hefur hún fylgst vel með heims-
meisturunum sem leika flestir í
frönsku A-deildinni.
„Ég get ekki sagt að ég hafi
fylgst neitt mikið með frönsku
deildinni í gegnum tíðina. Ég hef
hins vegar fylgst mun meira með
franska landsliðinu og flestallir
leikmenn þess spila í frönsku A-
deildinni. Ég hef hins vegar ekki
fylgst jafn vel með deildinni og til
dæmis deildunum á Norðurlönd-
unum þannig að ég er spennt að
kynnast þessu öllu mun betur. Ég
get alveg viðurkennt það að ég var
í ákveðnum þægindaramma á Sel-
fossi þar sem mér leið mjög vel
enda þekki ég alla þar. Það var
mjög vel hugsað um mig hjá félag-
inu, það voru allir boðnir og búnir
að aðstoða mig hvenær sem var og
það er þeim að þakka að ég er
komin á þann stað sem ég er á í
dag í handboltanum. Ég vil hins
vegar fara aðeins út úr þæginda-
rammanum, meðal annars því þar
gerast hlutirnir, og sjá hvort ég
verð ekki betri handboltaleikmaður
fyrir vikið.“
Meiðslin skemmdu fyrir
Hanna segir að draumur hennar
hafa alla tíð verið að reyna fyrir sér
í atvinnumennsku og hún hefði ver-
ið löngu farin út ef ekki hefði verið
fyrir krossbandsslit árið 2017, sem
hélt henni frá keppni í tæpt ár.
„Frá því að ég byrjaði í hand-
bolta hefur drauminn alla tíð verið
að fara út í atvinnumennsku og
kljást við það. Fyrir tveimur árum
meiddist ég illa þegar að ég sleit
krossband en á þeim tímapunkti
var ég í raun á leiðinni út að skoða
aðstæður hjá öðru liði. Það fór allt
út um gluggann eftir meiðslin þar
sem ég var frá í heilt ár og það var
erfitt tímabil fyrir mig. Ég tók því
þá ákvörðun að fara í háskólanám
og vera áfram á Íslandi en stefnan
hefur alltaf verið að fara utan í at-
vinnumennsku,“ sagði Hanna í
samtali við Morgunblaðið.
Tvær íslenskar landsliðskonur
leika í frönsku A-deildinni í vetur
því Mariam Eradze hefur verið í
röðum Toulon síðustu ár og verður
þar áfram. Helena Rut Örvars-
dóttir hefur hins vegar yfirgefið Di-
jon eftir að hafa leikið þar seinni
hluta síðasta tímabils og er komin
til danska B-deildarliðsins Sönder-
jyskE.
Á endanum reyndist fallið
vera gott spark í rassinn
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir samdi við Bourg-de-Péage í Frakklandi
Stefnan alltaf sett á atvinnumennsku Vildi komast úr þægindarammanum
Morgunblaðið/Eggert
Frakkland Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir á landsliðsæfingu. Hún er komin í frönsku alpana þar
sem hún leikur með Bourg-de-Péage í efstu deild Frakklands á komandi keppnistímabili.