Morgunblaðið - 16.07.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019
Hjörtur Ármann Ei-
ríksson, fv. fram-
kvæmdastjóri Iðn-
aðardeildar Sambands
íslenskra samvinnu-
félaga og síðar Vinnu-
málasambands sam-
vinnufélaga, er látinn,
90 ára að aldri.
Hjörtur lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli 13. júlí sl. Hann
fæddist í Reykjavík
11. nóvember 1928 og
var yngsta barn
hjónanna Eiríks
Hjartarsonar, raf-
magnsfræðings og skógræktar-
frömuðar, og Valgerðar Kristínar
Ármann húsfreyju sem fyrir áttu
sjö dætur. Hjörtur ólst upp í
Laugardalnum þar sem faðir hans
hóf skógrækt en þar er nú Grasa-
garður Reykjavíkur.
Hjörtur tók verslunarpróf frá
Verslunarskóla Íslands 1946 og fór
þá til náms í Englandi og starfaði
fyrir Loftleiðir í London að námi
loknu. Hann nam
ullarfræði við Háskól-
ann í Aachen í Þýska-
landi á árunum 1953-
1956.
Hjörtur starfaði
nær allan sinn starfs-
aldur fyrir Samband
íslenskra samvinnu-
félaga. Hann gegndi
mörgum nefndar- og
ábyrgðarstörfum, m.a.
fyrir ullarráð Íslands,
fagráð textíliðnaðarins
og iðnaðarráðuneytið.
Skógrækt var honum
hugleikin eins og föð-
ur hans og ræktun landsins hans
hjartans mál. Hjörtur Ármann var
umdæmisstjóri fyrir Rótarý árið
1973 og síðar gerður að heiðurs-
félaga klúbbsins.
Hjörtur Ármann giftist 17. júní
1957 Þorgerði Septínu Árnadóttur,
húsmóður og myndlistarkonu, f. 8.
maí 1928, d. 3. maí 2002. Börn
þeirra eru fjögur, barnabörn átta
og barnabarnabörn sex.
Andlát
Hjörtur Ármann
Eiríksson
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Búsetu og starfi í dreifbýlinu fylgir
að fólk þarf að geta sinnt fjöl-
breyttum hlutverkum og gengið
fumlaust í verkefnin sem upp koma
hverju sinni. Taka því sem að hönd-
um ber, enda enginn annar sem gríp-
ur boltann,“ segir Auðbjörg Brynja
Bjarnadóttir, hjúkrunarstjóri við
heilsugæsluna á Kirkjubæjar-
klaustri. Þar eystra hafa á síðustu
misserum orðið nokkur alvarleg slys
svo manntjón hefur hlotist af. Í að-
gerðum á vettvangi þar hefur Auð-
björg verið í aðalhlutverki, hjúkr-
unarfræðingurinn sem 17. júní sl.
fékk riddarakross hinnar íslensku
fálkaorðu „fyrir framlag til heil-
brigðis- og björgunarstarfa í heima-
byggð,“ eins og komist var að orði.
Bið eftir hjálp er alltaf löng
Þann 27. desember 2017 valt rúta í
Eldhrauni skammt vestan við
Kirkjubæjarklaustur; í því slysi lét-
ust tveir og tíu slösuðust alvarlegra.
Nákvæmlega sama dag í fyrra létust
svo þrír og fjórir hlutu alvarleg
meiðsl þegar jeppi fór út af hring-
veginum á einbreiðri brú yfir Núps-
vötn á Skeiðarársandi. Í báðum
þessum tilvikum kom að málum
björgunarlið víða að, en fyrst á stað-
inn var fólk úr héraði. Kemur þá að
þætti Auðbjargar, sem starfað hefur
á Kirkjubæjarklaustri síðastliðin tólf
ár. Hún flutti á svæðið árið 2007 og
býr á Maríubakka í Fljótshverfi.
Þaðan af bæ er Bjarki Vilhjálmur
Guðnason, eiginmaður Auðbjargar,
og eiga þau þrjú börn.
„Í dreifbýli er bið eftir fyrstu hjálp
alltaf löng. Sérhæfðar björgunar-
aðgerðir og fyrstu viðbrögð eru á
höndum fárra. Ég er reyndar lán-
söm að hafa fjölbreytta menntun
sem hentar vel; það er að vera
menntuð bæði sem hjúkrunarfræð-
ingur, ljósmóðir og sjúkraflutn-
ingamaður. Að mínu mati eru for-
réttindi að starfa í héraði, það eru
fjölbreytt og margvísleg verkefni
sem þarf að takast á við. Þetta er
ákveðinn lífsstíll,“ segir Auðbjörg.
Óvissan gerir starfið heillandi
Verkefnin á Heilsugæslunni á
Klaustri segir Auðbjörg annars vera
mjög fjölbreytt. Þangað komi fólk
vegna veikinda, smávægilegra sem
alvarlegra, og til að leita hjálpar eftir
slys af af öllum stærðargráðum.
„Þetta er blanda af almennri heilsu-
gæslu og fyrsta viðbragði í neyð.
Maður veit aldrei hvað dagurinn ber
í skauti sér – og vissulega gerir sú
óvissa starfið á sinni hátt heillandi.“
Í umfangsmiklum verkefnum og
slysum koma margir að aðgerðum,
svo sem hjúkrunafræðingar og
læknar, sjúkraflutningamenn, lög-
regla, björgunarsveitarfólk og fleiri.
Er þá unnið eftir skipulagi sem al-
mannavarnadeild ríkislögreglu-
stjóra hefur innleitt, sem gerir alla
vinnu skilvirkari og þar með örugg-
ari. Allir hafa sitt ákveðna hlutverk
og tala sama tungumál, að sögn Auð-
bjargar.
„Oft er það sama fólkið sem maður
fer með í útköll; svo sem lögreglu-
þjónar, björgunarsveitarfólk,
sjúkrabílstjórar og fleiri. Vissulega
reyna svona mál á alla en skila líka
því að við byggjum öll á sameigin-
legri reynslu sem nýtist í næsta út-
kalli. Samvinna og traust hefur ein-
kennt alla vinnu en það er lykilatriði
ef árangur á að nást. Í erfiðum að-
stæðum á vettvangi slysa eru þá til
staðar tengsl og virðing og af því
skapast drifkraftur sem drífur okkur
til að leysa verkefnin og sinna þeim
með sóma,“ segir Auðbjörg Brynja,
sem telur svonefnda viðrunarfundi
sem jafnan eru haldnir eftir um-
fangsmiklar aðgerðir vera mjög mik-
ilvæga. Þar fái allir tækifæri til að
segja sitt og miðla af reynslunni.
„Fólk sem tekur þátt í svona að-
gerðum getur sótt sér handleiðslu
eða sálfræðiaðstoð telji það þörf á.
Að koma að alvarlegu slysi og jafnvel
látnu fólki reynir á alla. Baklandið
þarf því að vera traust; félagastuðn-
ingurinn er því ómetanlegur og skil-
ar alltaf sínu.“
Alla jafna er heilbrigðisþjónustan í
dreifbýlinu sterk þó ekki séu allar
margir á útkallslistanum. Við slík-
ar aðstæður er reyndar björgunar-
lið annars staðar frá yfirleitt nokk-
uð fljótt á vettvang, en fyrsta hjálp
sem heimafólk veitir skiptir samt
alltaf mestu.
„Það er nauðsynlegt að mann-
skapurinn hafi færni og þjálfun til
að takast á við krefjandi verkefni –
og því þarf þjálfun, endur-
menntun, góðan búnað og svo
framvegis. Og sé horft til þess að
verkefnunum fjölgar er mikilvægt
að tryggja fastar og reglulegar af-
leysingar. Að ætla fólki að vera
alltaf til taks og á bakvakt gengur
ekki upp til lengdar,“ segir Auð-
björg Brynja um verkefnin og held-
ur áfram:
Hugað að slysavörnum
„Síðast en ekki síst verður að
huga að slysavörnum, en mörg
slys verða hér við Kirkjubæjar-
klaustur. Þar vitum við að vega-
kerfið ber ekki þann mikla
umferðarþunga sem nú er, ein-
breiðar brýr eru slysagildrur og
ökumenn ef til vill ekki vanir þeim
akstursaðstæðum sem hér eru.
Síðast en ekki síst mætti notkun
öryggisbelta vera meiri enda duga
slíkar slysavarnir jafn vel og hafa
bjargað óteljandi mannslífum.“
Sterk þjónusta og reynt fólk
FÆRNI OG ÞJÁLFUN TIL AÐ MÆTA KREFJANDI VERKEFNUM
Slys Þrennt lést og fjórir slösuðust þegar bíll fór út af Núpsvatnabrú í desember sl.
Baklandið þarf að vera traust
Hjúkrunarfræðingurinn Auðbjörg Bjarnadóttir stendur vaktina á Kirkjubæjarklaustri Fékk
fálkaorðuna fyrir björgunarstörf Bið eftir hjálp er alltaf löng Alvarleg slys hafa orðið á svæðinu
Tilbúin Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir hefur fjölþætta menntun og reynslu
að baki sem kemur sér vel í starfi við heilsugæsluna á Kirkjubæjarklausti.