Morgunblaðið - 16.07.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019 Raðauglýsingar Ýmislegt Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opið hús t.d. spil kl. 13-15. Bridge kl. 12.30. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinnuhópur kl. 12- 16. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40- 12.50. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700. Boðinn Þriðjudagur: Bridge og Kanasta kl. 13. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring- boðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hugmyndasamkeppnin í fullum gangi lýkur að kveldi 17. júlí. Hádegismatur kl. 11.30. Salatbar kl. 11.30-12.15. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Tölvu- og snjallsímakennsla kl. 10.30. Opin handverkstofa alla virka daga. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Hádegismatur frá 11.30 til 12.30 alla daga vikunnar og kaffi frá 14.30 til 15.30 alla virka daga. Verið velkomin á Vitatorg. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13. handavinna, kl. 13.30 alkort. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Bridge í handavinnustofu kl. 13. og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upples- tur kl. 11, hádegisverður kl. 11.30, kaffihúsaferð kl. 14, síðdegiskaffi kl. 14.30, tölvu- og snjalltækjakennsla kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness kl. 7:10, kaf- fispjall í króknum kl. 10.30, pútt á golfvellinum kl. 13:30. Minnum á harmonikkuballið við höfnina á fimmtudaginn dönsum, borðum og tröllum. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.00. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Félagsstarf eldri borgara Smáauglýsingar Bækur Hvaða efni er í Hornstranda- bókunum? Dæmi: Viðtal Stefáns Jónssonar við Alexan- der Einarsson frá Dynjanda. Viðamikið viðtal við Arnór Stígsson frá Horni. Skipasmiðir á Hornströndum. Þáttur af Halli á Horni. Eggert Ólafsson: Ferð til Hornstranda 1754. Hornstrandavíkingurinn Sumarliði Betúelsson. Það kaupir sér enginn hamingju, sagði Sonja Benjamísson de Zorrilla. Gamanmál af Hornströndum Finnbogi Hermannsson: Viðtal við Huldu M. Eggertsdóttur. Jóhanna Hrafnfjörð: Ljósmóðir af Hornströndum segir frá. Þorvaldur Thoroddsen: Ferðasaga frá Vestfjörðum 1886-1887. Guðrún Guðvarðardóttir: Hvað stað þykir þér vænst um? Jóhann Pétursson vitav: Hef aldrei þekkt að vera einmana á Horni. Kjartan T. Ólafsson: Æskuminningar og atvinnusaga úr Aðalvík. Jóhann Hjaltason: Yzt á Hornströnd- um, ferðaminningar 1940. Ævar Pedersen: Hvítabirnir á Vest- fjörðum fyrr og síðar. Allar 5 frítt með Íslandspósti 7.500 kr. Vestfirska forlagið jons@snerpa.is Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bókhald NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8682. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Atvinnublað Morgunblaðsins fimmtudaga og laugardaga Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað? Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100 Allar auglýsingar birtast í Mogganum, á mbl.is og finna.is 200 mílur Tannlæknastofa í Reykjavík óskar eftir aðstoðarfólki. Um er að ræða 60% og hins vegar 100% starf Kostur er að umsækjandi hafi lokið tanntæknanámi, en starfsreynsla á tannlæknastofu eða við sambærilegt starf kemur einnig til greina Æskilegt er að geta hafið störf um miðjan ágúst, en annars eftir nánari samkomulagi. Þau sem hafa áhuga á þessum störfum eru vinsamlegast beðnir um að senda upplýsingar um sig og meðmæli á netfangið flottartennur@gmail.com fyrir 26. júlí nk. Fullum trúnaði er heitið. Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágúst nk. í Menntaskólanum í Kópavogi uppl. í s. 8201071 Kaldasel@islandia.is ✝ Laufey Guð-björg Jóhann- esdóttir frá Hlíðar- húsum í Sandgerði fæddist 8. ágúst 1933. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 29. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jó- hannes Eiríksson frá Skorholti í Leir- ársveit, Borg., f. 12. febrúar 1895, d. 27. desember 1949, og Ragnheiður Helgadóttir frá Akranesi, f. 18. nóv. 1894, d. 9. jan. 1979. Laufey var yngst fjögurra eldrar hans voru: Geir Þór- arinsson frá Gerðiskoti, Eyrar- bakka, f. 3. feb. 1906, d. 17. des. 1983, og Margrét Eyjólfsdóttir frá Buðlungu í Grindavík, f. 14. des. 1905, d. 8. sept. 1968. Börn Laufeyjar og Ingiþórs eru sex. 1) Jóhannes Margeir, f. 1953, kvæntur Guðbjörgu Magneu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn, níu barnabörn og þrjú barnabarnabörn. 2) Ragn- ar, f. 8. ágúst 1955, d. 10. okt. 1983. 3) Ragnheiður Ása, f. 6. nóv. 1958, d. 18. feb. 1965. 4) Margrét, f. 14. des. 1962, gift Jó- hanni Inga Grétarssyni og eiga þau fjögur börn og fimm barna- börn. 5) Heiðar, f. 11. júní 1965, ókvæntur og barnlaus. 6) Ragn- heiður Ása, f. 30. júlí 1966, gift Gunnari Einarssyni og eiga þau alls sex börn og eitt barnabarn. Útför Laufeyjar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 16. júlí 2019, klukkan 13. systkina. Elst var Guðrún Helga Sigurbjörnsdóttir, hálfsystir sam- mæðra, f. 6. okt. 1917, d. 30. des. 1997. Sigurjón Jó- hannesson, f. 21. des. 1925, d. 17. des. 1970. Bergey Pálsdóttir Jóhann- esdóttir, f. 22. des. 1929, d. 18. sept. 1995. Þann 31. maí 1952 giftist Laufey Ingiþóri H. Geirssyni vélstjóra, síðar slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, f. 17. feb. 1930, d. 23. maí 1995. For- Viðkvæm og brotin, en alltaf svo ótrúlega sterk. Alltaf tilbúin að hjálpa öllum í kringum þig en gleymdir oft sjálfri þér. Lífið var svo sannarlega ekki alltaf dans á rósum eins og pabbi hefði sagt, farðu varlega var þitt einkennis- orð enda búin að finna fyrir erfiðleikum lífsins í gegnum nán- ast allt þitt líf. Sorgin bankaði oftar á dyrnar en almennt gerist hjá fólki. Þú talaðir sjaldnast um það, hélst bara áfram fram á við. Krafturinn og dugnaðurinn í þér var með ólíkindum, þú þeyttist út um allt, elskaðir að hitta fólk og spjalla um daginn og veginn. Þú vitjaðir þeirra sem sjúkir voru og varst alltaf trú og traust vinum þínum. Ég minnist þeirra daga er ég ólst upp, hvað mér fannst gaman að fá að taka þátt og aðdáunarvert að fylgjast með handavinnunni og bakstrinum og elskaði þegar saumaklúbburinn kom saman. Já, saumaklúbbur- inn sem konur Lúðrasveitar- manna stofnuðu og kölluðu sig Tónafreyjur. Þau voru ófá hlað- borðin sem þú barst fram af því- líkri kostgæfni og dásemd og það var föndrað, prjónað, heklað og saumað svo fátt eitt sé nefnt. Það lék allt í höndunum á þér, elsku mamma mín. Ég reyni mitt besta við að gera eins og þú, það hef ég frá þér, föndrið, handa- vinnuna og baksturinn. En sama hvað ég reyni vilja dætur mínar bara ömmusúpu. Kjötsúpan þín var einfaldlega sú besta í heimi, draumtertan og dásamlegu pönnukökurnar sem þú varst þekkt fyrir og bakaðir í tonnavís. Ó hvað ég á eftir að sakna þín mikið, þín sem varst svo vön að koma á hverjum degi að tékka hvort allt væri í lagi hjá ung- unum þínum. Við pössum upp á hvort annað við systkinin sem eftir erum, hafðu engar áhyggj- ur mamma mín. Ég trúi því að pabbi og syst- kini mín Raggi og Ása og fullt af fallegu fólki hafi tekið vel á móti þér. Takk fyrir dásamlega tíma, við hittumst síðar. Ég elska þig elsku fallega mamma mín og guð veri með mér og þér. Sem ungu barni þú ruggaðir mér í svefninn, með söng á vörum þér. Svaf ég þá vel og svaf ég fast því ég vissi, alla þína ást mér gafst. Er erfitt ég átti þú studdir mig, kenndir mér hvernig á að virða sjálfan sig. Vera góð og heiðarleg muna það, virða hvar sem ég dvel Ólst mig upp með von í hjarta, mér til handa um framtíð bjarta. Hamingjusöm ég á að vera, elskuleg móðir sem allt vill gera Með þessum orðum vil ég þakka þér alla þá ást og umhyggju sem gafst þú mér. Ég elska þig mamma og mun ávallt gera, vil ég þú vitir það hvar sem ég er. (Höf. ók.) Þín dóttir, Ragnheiður Ása. Móðir mín lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 29. júní síð- astliðinn eftir stutt veikindi. Þakklæti er það fyrsta sem kemur upp í hugann minn þegar ég minnist móður minnar og föður. Þakklæti fyrir að hafa átt þau sem foreldra. Þakklæti fyrir að hafa átt hlýtt og notalegt heimili. Þakklæti fyrir að hafa átt for- eldra sem lögðu metnað sinn í að halda gott heimili. Þakklæti fyrir hve reglusöm og hugulsöm foreldrar mínir voru. Þakklæti fyrir hve vel þau hugsuðu um okkur systkinin. Þakklæti fyrir að geta látið hugann reika og fundið enn bök- unarlyktina í minningunni og hugsað um nýstraujuðu náttfötin og rúmfötin á rúminu. Þakklæti fyrir hvað þau voru okkur traust. Þakklæti fyrir fyr- irgefningu þegar maður leitaði á ranga braut í lífinu. Þakklæti fyrir að þau buguðust ekki við allt það mótlæti sem þau þurftu að ganga í gegnum í lífinu. Þakk- læti fyrir þolinmæðina. Þakklæti fyrir allar góðar minningar. Foreldrar mínir voru ekki rík af peningum, en ekki fátæk held- ur. En þau voru bæði rík af ást og kærleika til okkar. Það er það sem gildir, veraldleg gæði skiptu þau ekki miklu máli. Þau gildi fór ég með út í lífið. Reyndi að kenna mínum börnum það að samheldin fjölskylda og kærleikur er það sem telur í lífinu. Foreldrar mín- ir geta verið sátt við hvað þau stóðu sig vel og gerðu sitt besta. Sumt tekst og annað ekki, það er bara þannig lífið. Ég enda þetta með bæninni sem móðir mín fór alltaf með við rúmið mitt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Þín elskandi dóttir Margrét. Elsku amma mín, nú ertu far- in frá okkur. Ég er varla búin að átta mig á því að þú sért raun- verulega farin. Þetta gerðist allt svo fljótt. Ég mun sakna þín og ég hugsa til þín. Hugsa til þín og afa. Ég vona af öllu hjarta að þér líði vel og að þú sért búin að hitta Aron bróður, afa og alla sem þú saknaðir svo mikið. Þegar ég hugsa um þig hugsa ég fyrst og fremst um hversu sterk þú varst. Amma Laufey sem var búin að lifa þá tímana tvenna. Ég sótti styrk til þín í sumar þegar Aron Davíð okkar kvaddi þennan heim. Ég fann styrk þinn og æðruleysi og það hughreysti mig í þessari miklu sorg sem við fjölskyldan erum að ganga í gegnum. Þegar við vorum lítil fannst okkur alltaf svo gott að gista hjá ömmu og afa. Þú dekraðir okk- ur systkinin upp úr skónum. Það var alveg sama hvað það var, alltaf var amma tilbúin með mat handa okkur, heitt teppi, hlýju og öryggi. Mér fannst allt- af jafn gaman að koma til þín á Lyngholtið og ég gleymi seint þeim minningum sem þar urðu til. Ég er svo þakklát fyrir tím- ann sem við fengum saman síð- asta haust, þegar við Aron Burkni fengum að búa hjá þér í nokkrar vikur. Þegar við kom- um heim eftir langan dag varst þú alltaf tilbúin með heitan mat handa okkur og uppbúið rúm. Okkur leið afskaplega vel hjá þér og ég er mjög þakklát fyrir þann tíma. Við Aron Burkni eigum eftir að sakna þín mikið og hann tal- ar um hvað þú varst alltaf góð amma og að þú hafir gert heimsins bestu pönnukökur jafnvel þó að þú værir þreytt. Ég elska þig amma mín, von- andi sjáumst við öll einhvern tímann aftur. Þín Heiða Ósk. Elsku besta amma mín og langamma, það er erfitt að staldra við og hugsa til þess að við eigum ekki eftir að hitta þig aftur, yndislegri ömmu var ekki hægt að eiga og fyrir það erum við þakklát. Mínar bestu bernskuminn- ingar eru úr Lyngholtinu með þér og afa og þá sérstaklega þegar þú kenndir mér bænirnar og um Guð, Selvoginn og litla hjólhýsið. Það að fara með þér í vinnuna í Ragnarsseli var líka í miklu uppáhaldi. Þú varst sú besta sál sem ég hef kynnst og vildir allt fyrir alla. Þú varst mér bæði amma og vinkona og gat ég sagt þér ýmislegt og treyst þér fyrir og ég er þakklát fyrir það. Missirinn er mikill en minn- ingarnar taka nú við og þær eru margar góðar. Elsku amma, nú ert þú komin til afa, Ásu, Ragga og Arons. Hvíl í friði, engillinn okkar. Laufey G. Jóhannesdóttir, Nökkvi Rúnar Sigurjónsson. Laufey Guðbjörg Jóhannesdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningar- grein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Undirskrift | Höfundar eru beðn- ir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.