Morgunblaðið - 23.07.2019, Side 1

Morgunblaðið - 23.07.2019, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 3. J Ú L Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  171. tölublað  107. árgangur  VILJA HAFA DÝRMÆTIÐ Í KIRKJUNUM LEITUÐU UPPRUNANS Á NETINU BANKAR 2 ÆTTERNI 12KIRKJUGRIPIR 6 Fjöldi landsela lá á Löngufjörum á sunnanverðu Snæfellsnesi á laugardaginn var og sólaði sig í sumarblíðunni. Að sögn Ragnars Axelssonar ljósmyndara, sem flaug þar yfir og tók myndina, sýnir hún aðeins brot af selamergðinni sem þar var. Selirnir höfðu markað slóðir í hvítan fjörusandinn þar sem þeir höfðu mjakað sér til sjávar eða aftur á land og stjakað sér áfram á hreifunum. Landselastofninn hefur veikst talsvert samkvæmt talning- um og nú er svo komið fyrir honum að Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að sett verði bann við beinum veiðum á tegund- inni. Einnig verði leitað leiða til að draga úr meðafla landsels við netaveiðar. Landselir hafa verið taldir reglulega frá árinu 1980. Stofninn er nú metinn vera 72% minni en 1980 en 23% stærri en 2016. Samkvæmt mati eru nú 9.400 dýr í stofninum en lágmarksstærð hans á að vera 12.000 selir. Landselir sóla sig á Löngufjörum Morgunblaðið/RAX Guðni Einarsson Jón Birgir Eiríksson Ekki er tilefni til að efna til at- kvæðagreiðslu meðal flokksmanna Sjálfstæðisflokks vegna þriðja orkupakkans miðað við inntak máls- ins og eðli þess, að mati Birgis Ár- mannssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks. Aðspurður segir hann engin fordæmi fyrir því að heimildinni hafi verið beitt og að hún hafi nýlega komið inn í skipu- lagsreglur flokksins. Hann kveðst ekki vita til þess að undirskrifta- söfnun sé hafin. Brýnt að ræða við flokksmenn Birgir vísar til þess að þriðji orkupakkinn feli ekki með neinum hætti í sér þær stórfelldu breyting- ar sem stundum séu látnar í veðri vaka. „Þetta mál hefur að mínu mati fengið mun meiri umfjöllun og gagnrýni en innhald þess gefur til- efni til. Það er út af fyrir sig staða sem þarf með einhverjum hætti að bregðast við, en gefur að mínu mati ekki tilefni til almennrar atkvæða- greiðslu,“ segir Birgir sem á von á því að fundar- höld verði vegna málsins og stöð- unnar í stjórmál- um almennt á næstu vikum. „Þingflokkurinn hefur rætt það, vegna þessara skiptu skoðana innan flokksins, að það sé brýnt að nota sumarið til að eiga samtöl við flokksmenn með einum eða öðrum hætti og ræða þetta mál, koma sjón- armiðum á framfæri og hlusta á at- hugasemdir,“ segir Birgir. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, kvaðst í samtali við blaðið hafa orðið var við efasemdir um orkupakkann, m.a. í þingflokki sjálfstæðismanna. Birgir segir að það verði að koma í ljós hvort einhverjir þingmenn greiði atkvæði öðruvísi en aðrir í þing- flokknum. „Ég veit það eitt að þeg- ar ákvarðanir voru teknar í þessum efnum innan þingflokksins, þá var það gert án andmæla og ég tel enga ástæðu til að ætla annað en að sú samstaða sem verið hefur í þing- flokknum haldist,“ segir Birgir. Viðmælendur blaðsins úr hópi andstæðinga þriðja orkupakkans innan flokksins vilja sumir flýta flokksráðsfundi sem halda á í sept- ember nk. og halda hann áður en þing kemur saman og ræðir orku- pakkann. Birgir segir það ekki raunhæfan kost. „Flokksráðsfundur er haldinn af öðru tilefni og til þess að fjalla almennt um stefnumörkun flokksins, en ekki til að taka afstöðu til einstakra mála. Það er nokkuð umhendis að færa jafn stóran og viðamikinn fund til,“ segir hann og vísar til þess sem fyrr kom fram, að annar vettvangur verði notaður til þess að ræða málin. Matthildur Skúladóttir, stjórnar- maður í Verði - fulltrúaráði sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, segir andstæðinga orkupakkans svekkta yfir því hvernig komið er og margir séu óánægðir með ríkisstjórnina. Ekki tilefni til atkvæðagreiðslu  Býst við fundarhöldum um orkupakkann á næstu vikum Birgir Ármannsson MOrkupakkinn veldur ólgu »16 Svissneskir fjárfestar hafa á síðustu árum keypt þrjár jarðir við Búðar- dalsá á Skarðsströnd. Með kaup- unum deila þeir jöfnum atkvæðis- rétti í ánni með íslenskum land- eigendum á svæðinu. Samkvæmt heimildum blaðsins dvelja fjárfest- arnir nokkrar vikur á svæðinu á ári. Þeir hafi stundað veiðar á Íslandi í áratugi. Veiðin sé þeirra ástríða. Jafnframt hefur svissneski fjár- festirinn Jakob David Blumer keypt tvær jarðir á Austurlandi. Önnur er við Fáskrúðsfjörð en hin er við Kelduá inn til landsins. Með kaup- unum eiga erlendir fjárfestar jarðir við flesta firði á Austfjörðum. Íslendingar keyptu jarðirnar Hins vegar keyptu íslenskir fjár- festar fjórar jarðir við Langadalsá og Hvannadalsá á Vestfjörðum, sem verið höfðu í eigu Johns Örnebergs. Kaupendurnir voru annars vegar félag Guðmundar Inga Jónssonar og Þorláks Traustasonar og hins vegar félag Guðmundar Halldórs Jóns- sonar, barnabarns stofnanda Byko. Seljandinn, Örneberg, tengist timburiðnaði. baldura@mbl.is »10 Morgunblaðið/Einar Falur Veitt við Langadalsá Íslenskir fjárfestar keyptu jarðir við ána. Keyptu veiðijarðir við Búðardalsá  Svissneskir fjárfestar sækja í veiðiskap ÚTILOKAR EKKI SAM- EININGU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.