Morgunblaðið - 23.07.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
K371 sófi
Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir
3ja sæta 2ja sæta og stólar
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Erum á
facebook
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sumarið er gjarnan tími framkvæmda utandyra
í borgarlandinu og þá er góðviðri nýtt til þess að
lagfæra ýmislegt og viðhalda öðru, til dæmis
malbika götur og sinna gróðri. Af og til reynir á
þolinmæði ökumanna sem eiga leið um fram-
kvæmdasvæði borgarinnar. Það átti við ofarlega
á Laugavegi í gær þar sem tvær flugur voru
slegnar í einu höggi og unnið að því að hengja
upp skilti á hús og gangstéttarhellur lagðar.
Lokað vegna lagfæringa á Laugavegi
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Tími viðhalds og viðgerða utandyra stendur sem hæst
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Við útilokum það ekki en höfum að
sama skapi ekki skoðað kostinn sér-
staklega,“ segir Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra. Vísar hún í máli
sínu til umfjöllunar Morgunblaðsins
síðustu daga þar sem fjallað hefur
verið um hugsanlega sameiningu
Arion banka og Íslandsbanka. Að
hennar sögn eru vangaveltur um
sameiningu íslensku viðskiptabank-
anna ekki nýjar af nálinni „Þetta
eru hugmyndir sem komið hafa upp
og eru því ekki nýtilkomnar. Það
hefur verið bent á að hægt sé að ná
fram aukinni hagræðingu í banka-
kerfinu með sameiningum,“ segir
Katrín.
Eins og fram kom í umfjöllun
Morgunblaðsins telja sérfræðingar
að hægt sé að
auka verðmæti
eignarhluta ríkis-
ins í ríkisbönkun-
um með samein-
ingu
framangreindra
banka. Þannig
ætti ríkið um
40% hlut í banka
skráðum á mark-
að í Svíþjóð og á
Íslandi. Þá myndi ríkið jafnframt
eftirláta einkaaðilum að straumlínu-
laga bankann ásamt því að veita öfl-
ugt aðhald.
Katrín segir að það geti reynst
erfitt að sameina banka sem annars
vegar er í eigu íslenska ríkisins og
hins vegar í eigu einkafjárfesta.
„Það þyrfti að greina slíkt mjög
vandlega enda getur það verið afar
vandasamt fyrir ríkið að vera með-
eigandi í áhættusömum fjármála-
rekstri. Þess utan eykur það mjög á
flækjustigið að vera með bæði
einkaaðila og ríkið í rekstri á einum
og sama bankanum,“ segir Katrín.
Draga verði úr eignarhaldi
Að sögn Katrínar kann hugsanleg
sameining Íslandsbanka og Arion
banka að stangast á við samkeppn-
issjónarmið. Þá sé mikilvægt að
hagsmunir landsmanna séu hafðir
að leiðarljósti þegar teknar eru
ákvarðanir með eignarhluti ríkisins
í bönkunum. Þar komi t.d. til greina
að heimila bönkunum að vinna sam-
an að innviðaþróun að undangengnu
samþykki Samkeppniseftirlitsins.
„Ríkisstjórnin er sammála um að
draga verði úr eignarhaldi á bönk-
unum. Að okkar mati er mikilvæg-
ast að tryggja að kostnaður og
áhætta almennings verði lágmörk-
uð,“ segir Katrín.
Mikið hefur verið rætt og ritað
um áhrif fjártækni á íslenska við-
skiptabanka undanfarin misseri. Þá
hafa sérfræðingar jafnframt varað
við því að verðmæti eignarhluta rík-
isins í bönkunum geti dregist veru-
lega saman af þeim sökum. Spurð
hvort hún telji ástæðu til að hafa
áhyggjur af þróuninni kveður Katr-
ín nei við. Hún tekur þó fram að
áhætta felist í bankarekstri.
„Þetta er ákveðin áhætta fyrir
ríkið þó að ekkert bendi til þess
núna að eignarhlutur ríkisins í
bönkunum rýrni. Það er samt ekki
að ástæðulausu sem við teljum
skynsamlegt fyrir ríkið að vera ekki
eins umsvifamikið á bankamarkaði
og raun ber vitni,“ segir Katrín.
Málið ekki verið kannað
Forsætisráðherra segir ekki útilokað að bankar verði sameinaðir Enn sem
komið er hafi sameining Arion banka og Íslandsbanka þó ekki verið skoðuð
Katrín
Jakobsdóttir
Slökkt hefur verið á einum af þrem-
ur kerskálum álversins í Straumsvík
vegna óróleika í kerjum. Mbl.is
greindi frá þessu í gær.
Bjarni Már Gylfason, upplýsinga-
fulltrúi Rio Tinto á Íslandi, sagði í
samtali við mbl.is að ákvörðunin
hefði verið tekin til að tryggja öryggi
starfsfólks. Segir hann að mikill óró-
leiki hafi verið í rekstrinum að und-
anförnu sem rekja megi til þess að
álverið hafi verið að fá óvenjulegt
súrál frá nýjum birgjum. „Okkar
rekstur er ekkert vanur að fá þetta
efni,“ sagði Bjarni við mbl.is. Hann
kveður of snemmt að segja til um
fjárhagslegt tjón vegna ákvörðunar-
innar en augljóslega sé ekki verið að
framleiða í skálanum sem nú er úti.
Framleiðslugeta álversins í
Straumsvík er um 212 þúsund tonn á
ári.
Slökkt var á kerskálanum í tveim-
ur skrefum, fyrst í fyrradag og svo
aftur í fyrrinótt. Alls eru 160 ker í
hverjum kerskála í álverinu.
Ljósbogi talinn hafa myndast
Samkvæmt heimildum mbl.is
myndaðist svokallaður ljósbogi í ker-
skálanum. Á Vísindavefnum segir að
ljósbogi myndist þegar rafstraumur
fer um gas og hitar það gífurlega. Al-
gengt er að hitastig í þessum að-
stæðum sé á milli 20.000 og 30.000
°C. Bjarni Már Gylfason sagðist í
samtali við blaðamann mbl.is ekki
geta tjáð sig um málið. freyr@mbl.is
Slökkt á kerskála í álverinu
í Straumsvík vegna óróleika
Ákvörðunin
tekin til að tryggja
öryggi starfsfólks
Morgunblaðið/Ómar
Óróleiki Nú er aðeins kveikt á
tveimur kerskálum í álverinu.
Björgunarsveitir
voru í gærkvöldi
að aðstoða mann
sem lent hafði í
sjálfheldu í Goða-
hrauni á Fimm-
vörðuhálsi. Fé-
lagi mannsins
tilkynnti atvikið
klukkan 18, en
maðurinn hafði
verið að klifra
þegar hann rann
niður á syllu og festi fótinn á milli
steina. Voru fimm hópar björgunar-
sveitarfólks sendir af stað. Komu
hinir fyrstu þeirra á staðinn upp úr
kl. 20 og hófust þegar handa um
björgun við frekar erfiðar aðstæð-
ur.
Þegar Morgunblaðið fór í prent-
un í gærkvöldi var enn unnið að því
að losa manninn sem ekki var tal-
inn slasaður þrátt fyrir óhappið.
Þriðja útkallið
Þetta var þriðja útkall björgunar-
sveita á Fimmvörðuháls á fimm
dögum.
Fastur á
Fimm-
vörðuhálsi
Björgun Fjöldi
manns aðstoðaði.
5 björgunarsveitir
sendar á staðinn
Skartgripasalar hafa lýst yfir
áhuga á að smíða skartgripi úr
tönnum og beinum grindhvalanna
sem strönduðu á Löngufjörum á
Snæfellsnesi. Að sögn Þorgríms
Leifssonar, annars af landeig-
endum Litla-Hrauns, hafa nokkrir
skartgripasalar á höfuðborgar-
svæðinu haft samband við hann.
„Fleiri en einn skartgripasali vilja
hengja þetta á brjóstið á fallegum
konum og körlum,“ segir Þor-
grímur.
Tennurnar og beinin verða tekin
þegar hræin rotna og er Þorgrímur
þegar búinn að merkja staðinn. Ef
þörf krefur verða þau hífð upp úr
sandinum í Gömlueyri með traktor.
Tennur hvalanna á Löngufjörum
eru um fimm sentimetra langar.
Í dag fara tveir sérfræðingar frá
Hafrannsóknastofnun á staðinn og
skoða hvalina.
Vilja gera
skart úr
hvaltönnum