Morgunblaðið - 23.07.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019
Páll Vilhjálmsson bendir á aðhvorki „orkupakkinn“ né
EES-samningurinn sem veldur
honum hafi verið til umræðu fyrir
þingkosningar, en almenningur
hafi vaknað til
vitundar um að
fullveldi þjóð-
arinnar í orku-
málum væri í
hættu:
Viðbrögð rík-isstjórn-
arinnar, og sér-
staklega
Sjálfstæð-
isflokksins, voru kolröng. Í stað
þess að kannast við að EES-
samningurinn var redding á sínum
tíma vegna útþenslu Evrópusam-
bandsins láta stjórnvöld eins og
samningurinn sé meitlaður í stein
og skuli gilda til eilífðarnóns. ESB
er ekki lengur í útþenslu, Brexit
er skýrasta dæmið. Ísland hafnaði
að ganga í ESB um áramótin
2012/2013. Hvorttveggja átti að
leiða til þess að stjórnmálakerfið á
Íslandi tæki EES-samninginn til
gagnrýnnar meðferðar. Það brást.
Orkupakkinn er þannig afleið-ing af tvennum mistökum. Í
fyrsta lagi að EES-samningurinn
skuli ekki vera í gagnrýnni endur-
skoðun – sem myndi sjálfkrafa
setja fyrirvara á innleiðingarferli
laga og reglugerða ESB.
Í öðru lagi er forræði þjóð-arinnar yfir raforkumálum eitt
og sér slíkt stórnál að orkupakk-
ann hefði átt að ræða í þaula fyrir
kosningar. Enn er orkupakkinn
ekki afgreiddur frá alþingi. Enn
er tími til að bæta fyrir ofan-
greind mistök. En menn þurfa að
sjá að sér og viðurkenna að til-
gangi stjórnmála hafi ekki verið
sinnt sem skyldi. Og þar ber
stærsti stjórnmálaflokkurinn
mesta ábyrgð. Nema hvað.“
Páll
Vilhjálmsson
Ráðuneytið ófært
um mat á EES
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Bandaríska barnið sem grunur lék á
að væri með E. coli-sýkingu reyndist
ekki vera með hana.
Eitt barn til viðbótar greindist
með E. coli-smit á föstudaginn. Það
er þriggja og hálfs árs gamalt barn
sem borðað hafði ís í Efstadal II fyr-
ir þremur vikum og hafði umgengist
sýktan einstakling tveimur til þrem-
ur vikum fyrr. Samkvæmt tilkynn-
ingu frá sóttvarnalækni í gær heils-
ast barninu vel og er undir eftirliti á
Barnaspítala Hringsins.
Í gær voru rannsökuð saursýni frá
15 einstaklingum sem borist höfðu
dagana á undan en enginn greindist
með E. coli-sýkingu. Frá því að E.
coli-sýkingin kom upp í Efstadal
hafa 22 einstaklingar greinst með
sýkinguna, 20 börn og tveir fullorðn-
ir. Annar fullorðni einstaklingurinn
hafði borðað ís í Efstadal II 8. júlí.
Að sögn sóttvarnalæknis hefur eng-
inn annar greinst með E. coli-sýk-
ingu eftir að fyrri aðgerðir til að
rjúfa smitleiðir voru settar í gang.
Seinni aðgerðin hófst 18. til 19.
júlí, eftir það hafa engir einstakling-
ar greinst með E. coli-sýkingu. Hinir
sýktu utan einn borðuðu allir ís í
Efstadal II.
Bandaríska barnið ekki með E. coli
Eitt barn greindist á föstudaginn
22 sýkst frá upphafi, þar af 20 börn
Morgunblaðið/Hari
Efstidalur II Allt lítur út fyrir
að E. coli-sýkingin sé í rénun.
Smálánafyrirtækið eCommerce
2020 Aps, í eigu Kredia Group, til-
kynnti í gær um nýtt skammtímalán
á 53,7% vöxtum. Neytendasamtökin,
sem hafa lengi barist fyrir því að
böndum verði komið á ólöglega vexti
eins og tíðkast hafa hjá smálánafyr-
irtækjum, segja að þau telji yfirlýs-
inguna jafngilda því „að fyrirtækin
viðurkenni að fyrri vextir hafi verið
ólöglegir“.
Vextirnir eru rétt innan þeirra
marka sem kveðið er á um í lögum
um neytendalán, en þar segir að ár-
leg hlutfallstala kostnaðar, sem er í
raun eiginlegir vextir, megi aldrei
vera hætti en stýrivextir að við-
bættum 50 prósentustigum. Stýri-
vextir eru nú 3,75% og því ljóst að
þessi tala er 53,75%. Á 53,7% vöxt-
um má taka 20.000 króna lán og
greiða af því 729 krónur í vexti á
mánuði, eða 10.740 krónur á ári.
Fyrir 100.000 króna lán í mánuð
væru 3.647 krónur greiddar í vexti á
mánuði, eða 53.700 krónur á ári.
Fyrirtækið eCommerce 2020
kynnir möguleikann engu að síður
sem bætt kjör, enda hafa smá-
lánafyrirtæki árum saman komist
hjá lögunum með því að skrá höf-
uðstöðvar sínar erlendis. Sama gild-
ir um fyrirtækið eCommerce 2020,
en það var stofnað árið 2016 og hefur
höfuðstöðvar við Havnegade,
skammt frá Nýhöfn í miðborg Kaup-
mannahafnar, en móðurfélagið
Kredia Group er skráð í Bretlandi.
Fyrirtækið hefur ekki starfsleyfi
sem fjármálafyrirtæki frá íslenska
Fjármálaeftirlitinu, en má starfa
innan Evrópska efnahagssvæðisins
á danska leyfinu.
Neytendasamtökin hvetja alla
sem hafa tekið lán með ólöglegum
vöxtum að krefjast endurútreikn-
ings lána sinna og eftir atvikum end-
urgreiðslu og veita þau leiðbeiningar
um það ferli á vef sínum.
„Viðurkenning á
ólöglegum vöxtum“
Smálánafyrirtæki
boðar vexti eftir
neytendalögum
Lán Ófyrirleitin starfsemi smá-
lánafyrirtækja er mikið rædd.