Morgunblaðið - 23.07.2019, Page 10

Morgunblaðið - 23.07.2019, Page 10
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Síðustu ár hafa erlendir fjárfestar keypt jarðir við Búðardalsá á Vest- urlandi og við Kelduá á Austurlandi. Staðsetningin er hér sýnd á korti. Annars vegar hefur svissneski fjárfestirinn David Jakob Blumer keypt tvær jarðir á Austfjörðum. Hann er svissneskur ríkisborgari og yfirmaður hjá BlackRock, einu stærsta fjárfestingarfélagi heims, sem nýverið fjárfesti í Marel. Blumer er menntaður í hagfræði frá Zürich-háskóla en hann starfaði m.a. lengi hjá Credit Suisse. Jarðirnar tvær eru nú skráðar á félag hans, Aldgate eignir ehf., sem stofnað var síðla árs 2017. Sam- kvæmt kaupsamningi keypti Blumer jörðina Arnaldsstaði í Fljótsdals- hreppi í eigin nafni 28. september 2017. Kaupverðið var 16 milljónir króna. Fram kemur í yfirliti fasteignaskrár að til jarðarinnar heyra 11,6 hektarar af ræktuðu landi, lítið hesthús og 149 fermetra einbýlishús. Jörðin er flokkuð sem eyðijörð með sumarbúsetu. Hún er nú skráð í eigu Aldgate eigna. Þá keypti sama félag jörðina Eyri 27. október 2018. Ekki er getið um kaupverðið í afsali eignarinnar en brunabótamat sagt 32,6 milljónir. Fram kemur í fasteignaskrá að á jörðinni er 200 fermetra fjárhús, 50 fermetra véla- og verkfærageymsla, 160 fermetra íbúðarhúsnæði, 100 fer- metra hlaða 26,9 hektarar af rækt- uðu landi. Samanlagt eru því 38,5 ha af ræktuðu landi á jörðunum tveim- ur. Eitt fallegasta bæjarstæðið Þess má geta að rætt var við Jón Úlfarsson, þáverandi ábúanda á Eyri, í Morgunblaðinu í árslok 2007. Sagði í inngangi fréttarinnar að á Eyri við Fáskrúðsfjörð væri líklega eitt fallegasta bæjarstæði landsins. Þriggja hektara spilda til handa dótt- ur seljanda er undanþegin kaup- unum. Þá má seljandi dvelja eins lengi á jörðinni og hann kýs án ann- ars endurgjalds en sem svarar rekstrarkostnaði húss. Aldgate eignir hafa ekki birt árs- reikning vegna ársins 2018. Í árs- reikningi 2017 segir að tilgangur fé- lagsins sé „umsjón og rekstur fasteigna, fjárfestingar í fasteignum og öðrum verðmætum, skógrækt, uppbygging frístundabyggðar og tengd starfsemi“. Arnaldsstaðir eru við Kelduá. At- hugun á eignarhaldi á nærliggjandi bæjum í Suðurdal – Bringubakka, Fremri-Víðivöllum, Klúku, Sturlu- flöt, Víðivallagerði, Ytri-Víðivöllum og Þorgerðarstöðum – bendir til að þær séu í eigu innlendra aðila. Með kaupum Blumers fjölgar jörðum á Austurlandi sem eru í er- lendri eigu. Eins og rakið var í Morgunblaðinu á laugardaginn var er á fjórða tug jarða á Austurlandi sagður í eigu breska auðmannsins James Arthur Ratcliffe. Jarðirnar eru við Þistilfjörð, Bakkafjörð, Vopnafjörð og Seyðisfjörð. Þá hafa erlendir fjárfestar keypt Heyklif en framkvæmdastjóri fyrirtækis í Mónakó er í forsvari fyrirhugaðs hótelreksturs við Stöðvarfjörð. Hafa erlendir fjárfestar því komið sér fyrir við flesta firði Austurlands. Skráð í kantónunni Zug Hins vegar hafa svissneskir fjár- festar eignast þrjár jarðir við Búð- ardalsá á Skarðsströnd; Hvalgrafir, Hvarfsdal og Tinda. Eignarhaldið er skráð í gegnum íslenska félagið Búð ehf. sem er aftur í eigu svissneska fé- lagsins Búðardalsá AG (hér skrifað með íslenskum stöfum) sem er skráð í kantónunni Zug í Sviss. Samkvæmt fyrirtækjaskrá kant- ónunnar var félagið stofnað í nóv- ember 2016. Félögin Budardalsa SA og Budardalsa Ltd. eru tilgreind í sama skráningarskjali. Þrír eru skráðir í stjórn; Balthasar J. Meier, André R. Bartlome og Peter B. Arn- old. Meier og Arnold eru skráðir í Sviss en Bartlome í Hong Kong. Ekki virðist getið um eigendur. Samkvæmt heimildum blaðsins eru eigendurnir Svisslendingar sem hafa stundað veiði á Íslandi í áratugi. Þeir séu nú fullorðnir menn. Eftir kaupin á Búð ehf. og umræddum jörðum hafi þeir gert upp íbúðarhús á Hvalgröfum og stækkað það. Fjár- festarnir noti það sem veiðihús í þær fáu vikur sem þeir dvelji á Íslandi við veiðar ár hvert. Veitt á tvær stangir í ánni Á jörðinni Hvalgröfum eru 17,8 hektarar af ræktuðu landi og rúm- lega 90 fermetra einbýlishús. Á jörðinni Hvarfsdal er aðeins skráð lax/silungsveiði í fast- eignaskrá. Jörðin er skráð eyðijörð í afrétt. Á jörðinni Tindum eru skráðir 14,4 hektarar af ræktuðu landi og lax/ silungsveiði. Jörðin er skráð eyðijörð í fasteignaskrá. Tvær stangir eru í Búðardalsá og skiptist atkvæðisréttur í veiðifélagi árinnar jafnt milli Svisslendinganna og íslenskra landeigenda. Fram kom í Bændablaðinu í haust að Svisslendingar leigi líka Dunká og Álftá á sömu slóðum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru fjár- festarnir við Búðardalsá ekki tengdir þeirri leigu. Þeir munu hafa skoðað leigu í Krossá en horfið frá því. Þá sagði í frétt Bændablaðsins að er- lendur veiðimaður væri kominn með Hítará en það var ekki útskýrt nán- ar. Milljarða uppbygging áformuð Fleiri jarðir á Austurlandi gætu skipt um hendur á næstunni. Fram kom í Morgunblaðinu á föstudaginn var að jörðin Heiði í Skaftárhreppi væri til sölu. Á jörð- inni er náttúruperlan Fjaðrárgljúfur. Þá má nefna að Áslaug Magnús- dóttir, athafnamaður í New York, og meðfjárfestar keyptu Össurardal ár- ið 2016 með uppbyggingu ferðaþjón- ustu í huga. Hann er rétt norðan við Höfn í Hornafirði. Umrætt svæði er milli Eystrahorns og Vestrahorns og austur af Jökulsárlóni. Svisslendingar kaupa jarðir  Fjármálamaður frá Sviss keypti Arnaldsstaði í Fljótsdalshreppi og jörðina Eyri við Fáskrúðsfjörð  Hópur fjárfesta frá Sviss keypti þrjár jarðir við Búðardalsá í Dalabyggð  Veiðiréttindi innifalin 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Fram kom í Morgunblaðinu sl. laugardag að John Harald Örneber ætti félagið Varpland. Stuðst var við skráningu hjá Creditinfo. Þetta reyndist ekki rétt. Þannig hafði fulltrúi nýrra eig- enda félagsins samband og benti á að Varpland hf. væri nú í eigu Kjal- ar fjárfestingarfélags ehf. og Axi- om ehf., sem væru alfarið í eigu ís- lenskra aðila. Eignarhaldið hefði breyst síðastliðið haust. Samkvæmt Creditinfo eiga Guð- mundur Ingi Jónsson og Þorlákur Traustason báðir 50% hlut í Kili fjárfestingarfélagi. Axiom ehf. er hins vegar skráð í eigu Guðmundar Halldórs Jónssonar. Félagið Varpland átti jarðirnar Tungu, Neðri-Bakka, Brekku og Kirkjuból sunnan Ísafjarðardjúps en þeim fylgdu veiðiréttindi í Langadalsá og Hvannadalsá. Örne- berg keypti þær af Landsbank- anum, alls 17 þúsund hektara. Þess má geta að Guðmundur Hall- dór er barnabarn stofnanda BYKO, Guðmundar Halldórs Jónssonar. Samkvæmt ársreikningi Kjalar fjárfestingarfélags 2017 jókst hagnaður ársins úr 182 milljónum árið 2016 í 1.634 milljónir árið 2017. Félagið átti 100% hlut í Ís- lenskri orkuvirkjun ehf., MBE 2 ehf. og Miðbæjareignum ehf. og 99,98% hlut í EU Fund slhf. (heitir nú Gagnavarslan ehf.) Þá átti fé- lagið 50% hlut í ÍslandsApóteki, ásamt hlut í félögunum Solid Clouds ehf. og Posa ehf. Eignarhaldið breyttist JARÐIR VIÐ HVANNADALSÁ OG LANGADALSÁ Ísafjarðardjúp Tunga Neðri-Bakki Brekka Kirkjuból Jarðirnar Tunga, Neðri-Bakki, Brekka og Kirkju- ból eru í eigu Varplands hf. Jarðir í Langadal Ljósmynd/Albert Kemp Náttúra Fáskrúðsfjörður undir regnboga. Jörðin Eyri er við fjörðinn. Fáskrúðsfjörður Reyðarfjörður Eyri Fáskrúðs- fjörður Stöðvarfjörður Ke ld uá Arnaldsstaðir Jö ku lsá í Flj óts da l Eignarhald jarða í Dalabyggð og á Austurlandi Jarðir á Skarðsströnd í Dalabyggð Jarðir í Fljótsdal og við Fáskrúðsfjörð S K A R Ð S - S T R Ö N D Tindar Breiðafjörður Geirmundarvogur Hvarfsdalur Búðardalsá Hvarfs- dalsá Hvalgrafi r Búð ehf. Budardalsa AG Skráð í Zug í Sviss, eigendur virðast ekki vera skráðir Hvarfsdalur Tindar Hvalgrafi r Aldgate eignir ehf. David Jakob Blumer Arnaldsstaðir Eyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.