Morgunblaðið - 23.07.2019, Síða 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Enn er hægt að
gera góð kaup
Str. 36-56
Útsalan
í fullum
gangi
Í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30 verður á
sjónvarpsstöðinni N4 sýndur fyrsti
þátturinn af fjórum sem ber yfir-
skriftina Garðarölt í blómabænum
Hveragerði. Þar heimsækir Karl Eskil
Pálsson fólk sem á fallega garða við
hús sín, en sterk hefð er fyrir slíku
meðal Hvergerðinga.
Í hverjum þætti verða tveir garðar
heimsóttir, í kvöld meðal annars sér-
staklega fallegur yndisreitur þeirra
Áslaugar Einarsdóttur og Péturs
Reynissonar sem búa við götuna
Lyngheiði. Af nægu er að taka í
næstu þáttum en þeir verða jafnan á
þriðjudagskvöldum næstu vikur, og
svo endursýndir reglulega og að-
gengilegir á netinu.
Hveragerði á N4
Garðarnir í
blómabænum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Upptökur Karl Eskil Pálsson og
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, formað-
ur umhverfisnefndar Hveragerðis.
Kolbeinn Óttars-
son Proppé,
sagnfræðingur og
alþingismaður,
ræðir sögu hátíða
á Þingvöllum í
síðustu fimmtu-
dagsgöngu þessa
sumars, en hún
er nú í vikunni;
25. júlí. Lagt
verður af stað frá
Hakinu kl. 20. Sjálfur skrifaði Kol-
beinn rit um hátíðahöld og Þingvelli
þar sem hann kafaði í sögu þeirra
hátíða sem þar hafa verið haldnar,
hver með sínum áherslum. Einnig
greindi hann orðfæri höfðingjanna
sem á Þingvöllum töluðu á þessum
hátíðarstundum.
Þingvellir á fimmtudag
Kolbeinn talar
Kolbeinn Óttars-
son Proppé
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Dynkur í Þjórsá er einnsvipsterkasti foss lands-ins. Hann hafa fæstir séðnema á ljósmyndum.
Torfært er að náttúruvættinu sem
er inni á reginfjöllum, á stað sem
sárafáir koma á. Alls er fossinn 38
metra hár þar sem hann breiðir úr
sér á klöppunum og fellur síðan
fram í þröngu gili. Tilkomumikið er
að standa á barmi þess og virða
fossinn fyrir sér; þar sem ljósbrúnt
jökulvatnið veltist fram stalla og
niður í djúpið.
Grófur jeppavegur
Um það bil 40 kílómetrar eru
frá Sultartangavirkjun að Dynk. Er
þá beygt til vinstri við skilti sem er
merkt Gnúpverjaafréttur sem er
rétt áður en komið er að brúnni fyr-
ir framan stöðvarhús aflstöðv-
arinnar. Þar tekur við grófur jeppa-
vegur; fyrst um þokkaleg gróið land
sem verður hrjóstrugra eftir því
sem ofar dregur.
Örnefni á þessum slóðum vitna
mörg um að þetta er upprekstrar-
land bænda í gamla Gnúpverja-
hreppnum. Kóngsás er einn þessara
staða – há bunga sem víðsýnt er frá.
Í orðsins hljóðan liggur að þangað
fór fjallkóngurinn jafnan til að hafa
góða yfirsýn þegar hann skipaði
smalamönnum til leita, hverjum á
sitt svæðið. Raunar er eftirtektar-
vert í sveitum á Suðurlandi, og
raunar víðar á landinu, hve mjög
menning þar mótast oft af fjall-
ferðum og návígi við öræfin. Þau
eru fólkinu helgur staður.
Búðarhálsfoss úr austri
Ekið er um hryggi og yfir ár og
gil á afréttinum, uns komið er að
látlausu máluðu skilti með klunna-
legum störfum þar sem stendur
Dynkur. Krókavegur tekur þá við
uns komið er á bílastæði svo ekki
verður lengra ekið. Þá er ekki annað
í stöðunni en binda á sig göngu-
skóna og ganga að fossinum um það
tveggja kílómetra leið, fyrst um
malarkamba en svo grónar grundir
fram að Þjórsá og að gilbrún. Þar
blasir dýrðin við; Dynkur, sem af
austurbakka Þjórsár heitir Búð-
arhálsfoss.
Ofan og neðan við Dynk eru
tveir aðrir fossar í Þjórsá, Gljúfur-
leitarfoss neðar og Kjálkaversfoss
nokkru innar í landinu. Svæði þetta
var fyrr á árum talsvert í um-
ræðunni. Laust eftir næstliðin alda-
mót hafði Landsvirkjun uppi ráða-
gerðir um svonefnda Norðlingaöldu-
veitu. Þar var gert ráð fyrir stíflu og
vatnsmiðlun í Þjórsárverum, en þá
hefði vatn að mestu verið tekið af
Þjórsá og fossarnir þá orðið berar
klappirnar. Raunar var vatnsrennsli
Þjórsár á þessum stað minnkað
verulega með Kvíslaveitu sem var
útbúin fyrir um 35 árum. Með henni
er austustu upptakakvíslum Þjórsár
veitt til vatnsmiðlunar virkjana á
Tungnár- og Þjórsársvæðinu; það
eru 40% af náttúrulegu rennsli ár-
innar. Fossarnir hafa því misst tals-
verðan mátt frá því sem áður var.
Einn í heiminum
Hvergi var fólk að sjá í ferð
blaðamanns – og förunautar hans – í
leiðangrinum um Gnúpverjaafrétt
síðastliðinn laugardag. Umhverfið
var líkt því sem gerðist í barnabók-
inni frægu; Palli var einn í heim-
inum. Slíkt var þó ágæt tilbreyting
frá kraðaki því sem er niðri í byggð
og á fjölförnum ferðamannastöðum.
Útkoman úr ferðinni var svo fínar
myndir og góðar minningar; það er
alltaf gaman að koma á áhugaverða
staði sem setja sterkan svip á land-
ið.
Þorsti Á stífri göngu á heitum degi er kærkomið að finna fallegan fjallalæk og
ausa vatni í lófa sér og svala þurrum líkamanum, eins og blaðamaður gerði.
Dagsferð að fossinum Dynk
Fossinn fagri! Dynkur í
Þjórsá er á reginfjöllum
og þangað fara því fáir
þó að staðurinn sé vel
þekktur af myndum. Er
38 metra hár en verulega
vatnsminni nú en var
fyrr á árum.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Dynkur Alls er fossinn 38 metra hár þar sem hann breiðir úr sér á klöppunum og fellur fram í þröngu gili.
Jurt Holtasóley, þjóðarblómið sjálft, dafnar á bökkum Þjórsár við fossinn.
Dynkur í Þjórsá
(Búðarhálsfoss)
Kortagrunnur: OpenStreetMap
Sultar-
tangalón
Þjórsá
BÚ
ÐA
RH
ÁL
S
FOSSHEIÐI
Sultartanga-
virkjun
Dynkur
Gljúfurleit
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Merking Þetta mjög svo látlausa
skilti vísar að stórbrotnum stað.