Morgunblaðið - 23.07.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.2019, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Tryggingamiðstöðin hf. (TM) á nú í viðræðum við Klakka ehf. um kaup á öllum eignarhlutum í dótturfélagi þess síðarnefnda, fjármögnunarfyr- irtækinu Lykli hf. Þetta kom fram í tilkynningu sem TM sendi frá sér til kauphallar á sunnudag. Gangi samningar eftir mun TM greiða 9,25 milljarða króna fyrir eignarhlutinn auk alls hagnaðar Lykils eftir skatta á árinu 2019. Hagnaður Lykils eftir skatta í fyrra var rúmlega 1,2 milljarðar króna. Ef hagnaður ársins verður í líkingu við það má ráðgera að endanlegt kaup- verð verði í um 10,5 milljarðar króna. Fyrirhuguð kaup eru þó háð áreið- anleikakönnun og samþykki hlut- hafafundar TM. Þá verður Fjár- málaeftirlitið að leggja blessun sína yfir að TM megi fara með virkan eignarhlut í Lykli og þannig sam- þykkja hið nýja eignarhald. Vonir beggja aðila standa til að viðræður taki um tvo mánuði. Féllu frá kaupunum í fyrra Þetta er ekki í fyrsta sinn sem TM gerir tilraun til að kaupa Lykil. Nú er liðið um ár frá því að framan- greind fyrirtæki hófu fyrst viðræður um kaup TM á öllu hlutafé Lykils. TM ákvað þó að falla frá kaupunum ríflega mánuði eftir að viðræður hóf- ust og gerðu fyrirtækin með sér samkomulag þar sem kveðið var á um að ekkert yrði af kaupunum að svo stöddu. Þegar verið var að leita að kaup- anda í fyrra naut Lykill aðstoðar Beringer Finance ehf., sem sá um að annast söluferlið fyrir hönd seljanda. Fjárfestum stóð til boða að skila inn óskuldbindandi tilboðum í allt hlutafé félagsins, en í útboðsferlinu var leitað til innlendra og erlendra fjárfesta. Forsvarsmenn Klakka ehf. ákváðu í kjölfarið að ganga til við- ræðna við TM. Þrátt fyrir að samningar hafi ekki náðst á þeim tíma virðast báðir að- ilar nú vonast til að hægt sé að ljúka verkinu í annarri tilraun. Mikill vöxtur síðustu ár Lykill fjármögnun er fjármála- fyrirtæki sem býður fjármögnunar- leiðir við kaup og rekstur fasteigna og lausafjármuna. Þjónustan stend- ur einstaklingum, fyrirtækjum og öðrum rekstraraðilum til boða. Samanlögð heildarafkoma Lykils síðustu tvö ár nemur tæplega 3,3 milljörðum króna. Þar af eru tæp- lega 2,6 milljarðar tilkomnir vegna hreinna vaxtatekna. Mikill vöxtur hefur verið í vaxtatekjum félagsins síðustu ár, en frá árinu 2015 hafa þær aukist um tæpan milljarð króna, úr 1,4 milljörðum króna í tæplega 2,4 milljarða króna í fyrra. Eiginfjárhlutfall Lykils á árinu 2018 var 33,3%, en alls námu eignir félagsins í fyrra nær 38 milljörðum króna. Eigið fé Lykils var því um 12,6 milljarðar króna. Sé miðað við að endanlegt kaup- verð Lykils nemi um 10,5 milljörðum króna er P/B hlutfall (margfeldi eig- in fjár) félagsins 0,83. Forvitnilegt verður að fylgjast með hvort fyrirtækin nái saman í annarri tilraun, en líkt og fyrr segir er niðurstöðu að vænta á næstu átta vikum. Gera aðra kauptilraun Morgunblaðið/Hari TM Tryggingamiðstöðin hefur nú hafið viðræður um kaup á Lykli hf.  Tryggingamiðstöðin reynir nú að kaupa Lykil hf. í annað sinn  Mikill hagn- aður af rekstri Lykils síðustu ár  Endanlegt kaupverð nemi um 10,5 milljörðum Lykilstærðir TM » Eigið fé TM í lok fyrsta árs- fjórðungs 2019 nam tæpum 13 milljörðum króna. » Skuldir félagsins námu 27,4 milljörðum í lok fjórðungsins. » Markaðsvirði TM í Kauphöll nam 22,2 milljörðum króna í lok dags í gær. 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á nú áhrif til lækkunar og þar ræð- ur mestu 11,2% lækkun á fötum og skóm. Verð á húsgögnum lækkar þá um 9,2%. Talsverða at- hygli vekur að flugfargjöld til út- landa hækka aðeins um 6,3% en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir talsvert meiri hækkun þess liðar. Þannig spáði Arion banki 23,9% hækkun og Landsbankinn spáði 26,9% hækkun. Síðarnefndi bankinn bendir á að það hefur reynst að jafnaði 12% ódýrara fyrir Íslendinga að fljúga til út- landa í júlí á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Tólf mánaða verðbólga mælist í júlímánuði 3,1% og lækkar úr 3,3% frá því í júní. Þannig hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,21% frá fyrra mánuði. Er þetta í annað sinn á þessu ári sem verðhjöðnun kemur fram í mæl- ingum Hagstofunnar. Þannig lækkaði vísitala neysluverðs einn- ig í janúar síðastliðnum og þá um 0,4%. Kom sú lækkun til vegna janúarútsala. Sumarútsölur hafa Verðhjöðnun mælist í júlímánuði  Sumarútsölur hafa talsverð áhrif Morgunblaðið/Hari Miðaverð Mun ódýrara er að fljúga til útlanda nú en í sama mánuði í fyrra. ● Samsett hlutfall í rekstri VÍS reyndist 94,8% í júnímánuði en fyrir ári var hlut- fallið 97%. Samsett hlutfall er tjóna- kostnaður, endurtryggingakostnaður og rekstrarkostnaður af vátryggingahluta starfseminnar sem hlutfall af iðgjöld- um. Þetta kemur fram í tölum sem fyrirtækið hefur sent frá sér. Þar kemur einnig fram að ávöxtun fjárfestinga- eigna VÍS hafi reynst 0,2% í mán- uðinum. Það sem af er ári reynist ávöxtunin hins vegar 8,2%. Samsett hlutfall hjá VÍS reyndist 94,8% í júní 23. júlí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.93 125.53 125.23 Sterlingspund 156.66 157.42 157.04 Kanadadalur 95.71 96.27 95.99 Dönsk króna 18.789 18.899 18.844 Norsk króna 14.592 14.678 14.635 Sænsk króna 13.331 13.409 13.37 Svissn. franki 127.06 127.76 127.41 Japanskt jen 1.1601 1.1669 1.1635 SDR 172.71 173.73 173.22 Evra 140.31 141.09 140.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.938 Hrávöruverð Gull 1437.05 ($/únsa) Ál 1832.5 ($/tonn) LME Hráolía 62.5 ($/fatið) Brent Heimsmark- aðsverð á gulli hélt áfram að hækka í gær og hefur nú náð hæsta gildi sínu í sex ár. Þannig hefur verð á hverja únsu gulls farið vel yfir 1.420 Bandaríkja- dali. Nemur árs- hækkunin um 16,4%. Hafa greiningaraðilar bent á að væntingar um vaxtalækkun Seðla- banka Bandaríkjanna hafi þrýst verði gulls upp að undanförnu og þá hefur aukið spennustig í sam- skiptum Bretlands og Bandaríkj- anna annars vegar og Írans hins vegar haft sitt að segja um þróun hrávöruverðs á mörkuðum. Gullið ekki hærra í 6 ár Traust Fjárfestar leita í málminn.  Fjárfestar leita í öryggið á óvissutímum ● Leigufélagið Heimavellir hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í gær, eða um 5,08% í afar takmörk- uðum viðskiptum upp á 15 þúsund krónur. Gengi félagsins stendur í 1,25 kr. TM hækkaði um 1,94% í við- skiptum upp á 215 milljónir og stend- ur gengi félagsins í 32,77 krónum. Á sunnudag var tilkynnt um kaup TM á Lykli fjármögnun. Kvika banki hækk- aði um 1,58% í 92 milljóna króna við- skiptum og stendur gengi félagsins í 10,9 krónum á bréfið. Þá hækkaði Marel um 1,33% í 735 millljóna króna viðskiptum. Gengi Marels nemur nú 608 kr. á bréfið. Mest lækkuðu hluta- bréfin í HB Granda, eða um 0,84% í 88 milljóna króna viðskiptum. Heild- arvelta í kauphöllinni í gær nam 2 milljörðum króna. Gengi Heimavalla hækk- aði um 5% í Kauphöll STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.