Morgunblaðið - 23.07.2019, Síða 25
Amma hélt rússneskunni við
allt sitt líf, las rússnesk blöð og
bókmenntir sér til dægrastytt-
ingar. Einnig reyndi hún að miðla
rússneskukunnáttunni til barna-
barna sinna með misjöfnum ár-
angri. Þeir eru ógleymanlegir
laugardagarnir sem við Helga
frænka áttum með ömmu að læra
rússnesku og borða grjónagraut.
Amma var minnug með ein-
dæmum, forvitin og við hana átti
maður samtöl sem voru á sama
tíma fræðandi, spennandi og
skemmtileg. Þegar við heimsótt-
um ömmu gátum við alltaf gengið
að þremur hlutum vísum: góðu
kaffi, áhugaverðum samræðum
og afsökunarbeiðni um að hún
ætti ekkert að bjóða okkur á
sama tíma og hún dró fram alls
konar veitingar.
Um leið og við kveðjum ömmu
Siggu með söknuði erum við
þakklát fyrir þann tíma sem
fengum með henni.
Margrét og Ólafur.
Það er skrítið til þess að hugsa
að við eigum ekki eftir að hitta
ömmu Siggu aftur. Amma var
mjög óvenjuleg amma. Hún tal-
aði rússnesku og vissi næstum
allt. Ef það var eitthvað sem hún
var ekki viss um þá fann hún út
úr því. Það var mjög þægilegt að
geta hringt í hana þegar við vor-
um í vandræðum með verkefni í
skólanum, hún gaf miklu betri
svör og skýringar en orðabækur
eða Google. Amma fylgdist vel
með öllu og hafði oft lesið sér til
um tölvuleiki eða fótboltamenn
sem við vorum að fylgjast með.
Það var líka mjög fyndið þegar
við vorum að útskýra fyrir henni
tölvuleiki eða nýjustu tæknina í
símunum okkar, en þó svo að hún
hafi ekki viljað snjallsíma fannst
henni samt áhugavert að skoða
öppin sem við vorum að nota eins
og t.d Spotify. Oft þegar amma
kom í heimsókn fórum við í
spurningaleik. Við gúggluðum
rithöfund eða land og spurðum
hana svo spurninga upp úr Wiki-
pedia. Hún vissi næstum alltaf
svörin og stundum kepptu hún og
pabbi og þá var annaðhvort jafn-
tefli eða þá að amma vann. Við
fórum oft með ömmu upp í Heið-
mörk og tíndum ber og sveppi, og
einu sinni gleymdum við ílátum,
en þá stakk hún upp á að setja
berin í húfu sem við vorum með.
Amma var alltaf hjá okkur á jól-
unum og passaði upp á að við
tækjum gjafirnar upp í rólegheit-
unum, sem var ekki alltaf auð-
velt. Henni fannst ekki sniðugt ef
við rifum pappírinn og þegar hún
tók utan af pökkunum var eins og
pappírinn væri ónotaður. Það var
mjög týpískt fyrir ömmu, hún
vandaði sig við allt sem hún gerði
og var aldrei að flýta sér. Við
kveðjum ömmu með söknuði og
erum þakklátir fyrir allar góðu
minningarnar.
Ólafur og Arnar Leó.
Á mildum sumarmorgni þann
15. júlí sl. andaðist kær frænka
okkar, Sigríður Helgadóttir.
Hljóðlega og með reisn kvaddi
hún þetta jarðlíf í faðmi fjöl-
skyldu sinnar.
Hugurinn reikar aftur í tím-
ann heim í fjölskylduhúsið á
Njálsgötu 15, þar sem Sigga, eins
við kölluðum hana, sleit barns-
skónum. Húsið höfðu afi okkar og
amma, heiðurshjónin Þórður
Kristjánsson og Sigríður Þor-
kelsdóttir, bæði ættuð af Snæ-
fellsnesi, eignast í félagi við börn
sín. Sigga frænka var barnabarn
þeirra hjóna, dóttir Guðlaugar.
Sterk tengsl eru á milli afkom-
enda Sigríðar og Þórðar sem
lengst af bjuggu á Njálsgötu 15
ásamt þremur dætrum, syni,
tengdasyni og börnum þeirra.
Ein dætranna bjó á Akureyri, en
þær systur voru mjög nánar,
hringdu oft hver í aðra en aðeins
„eitt viðtalsbil“ í einu. Alltaf var
gist á Njálsgötunni þegar fjöl-
skyldan á Akureyri kom til borg-
arinnar. Þar var gestkvæmt og
alltaf nóg pláss. Skoðun okkar er
að þetta farsæla nábýli og vinátta
hafi styrkt fjölskylduböndin sem
hafa haldist mann fram af manni.
Á heimilum okkar voru marg-
ar fjölskyldumyndir. Á einni
myndinni var fallegt stúlkubarn
að lesa í bók. Þetta var Sigga
frænka og sagt var að hún væri
sílesandi.
Sigga gerðist snemma fróð-
leiksfús og bókelsk og þótti sýnt
að hún myndi ganga menntaveg-
inn. Hún tók stúdentspróf á lýð-
veldisárinu 1944 og fór svo til
náms til Svíþjóðar. Það þótti
litlum frændum og frænkum í
húsinu bæði framandi og merki-
legt. Hún hafði alla tíð verið eins
og stóra systir okkar og fyrir-
mynd og nú var hún á leið út í
heim.
Sigga frænka var stórglæsileg
kona og mikil reisn yfir henni.
Hún var hæglát og hlý, hafði ein-
lægan áhuga á frændfólkinu,
hvað hver væri að gera og hvern-
ig því vegnaði.
Hún var ætíð bókelsk og naut
þess að spjalla um bókmenntir.
Hún var minnug með afbrigðum,
gat þulið heilu kvæðin blaðalaust
á mörgum tungumálum allt fram
í andlátið.
Heimili þeirra Siggu og Olla
bar vott um smekkvísi og menn-
ingarbrag. Alltaf var tekið rausn-
arlega og með ljúfmennsku á
móti okkur og fjölskyldum okkar.
Minnumst við þeirra stunda með
hlýju og þakklæti.
Sigga bjó síðustu árin á Afla-
granda. Þar hittumst við oftar en
áður. Aldrei missti hún af bóka-
spjallinu sem var einu sinni í viku
í félagsmiðstöðinni og einnig var
hún í spilaklúbbi, sem hún hafði
mjög gaman af. Alltaf var hún
jafn fróðleiksfús og notaði tölv-
una til að afla sér þekkingar og
finna út hvar fjölskyldumeðlimir
væru staddir í heiminum.
Sigga frænka náði háum aldri.
Hún varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að halda óskertu minni og
geta fylgst með atburðum líðandi
stundar fram á síðasta dag.
Við vottum börnum hennar og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúð. Siggu frænku verður
lengi minnst.
Ásta Anna Vigbergsdóttir,
Helga Gunnarsdóttir.
Sigga frænka var án efa ein at-
hyglisverðasta manneskja sem
ég kynntist sem barn og allt til
þess dags sem við síðast hitt-
umst. Hún var ljúf en ákveðin, sí-
fellt spyrjandi og ekki síður
ánægð með svörin, hversu gáfu-
leg þau voru í gegnum árin. Taldi
þó betur að rétt væri sagt frá og
staðreyndir væru á hreinu.
Það var því gott að vanda vel
svörin og enn betra væri maður
með spurningu sem að hún gæti
tekist á við. Þannig upplifði ég
Siggu. Athugul og næm á það
sem í kringum hana var. Hún
mundi svo vel og kunni frá svo
mörgu að segja og ræða. Hún
hafði skoðanir sem ég kunni að
meta.
Í Karfavoginum komum við á
heimili sem tók á móti okkur líkt
og óskrifað handrit. Þarna gat
allt gerst. Menning, skoðanir,
málverk, sögur og jafnvel ögrun í
skák, svo ekki sé minnst á að-
fangadag með fjölskyldunni sem
lifir líkt og hafi gerst í gær.
Kæra fjölskylda og ástvinir
Siggu, ég votta ykkur samúð
mína. Megi minning hennar og
nærvera vera okkur til heilla í
framtíðinni.
En þegar hinzt er allur dagur úti
og uppgerð skil,
og hvað sem kaupið veröld kann að
virða,
sem vann ég til:
í slíkri ró ég kysi mér að kveða
eins klökkan brag
og rétta heimi að síðstu sáttahendi
um sólarlag.
(Stephan G. Stephansson)
Kristján Þór Árnason.
Sigríður móðursystir mín var
það sem pabbi kallaði fínt fólk.
Lýsingin olli mér heilabrotum
sem barni því Sigga var ekkert
það sem orðin merktu í mínum
huga; gull og gimsteinar. Þvert á
móti var myndin af henni dálítið
grátóna og í bakgrunni bókahill-
ur fylltar torræðum textum í
ljósum pappírskiljum. Smám
saman kom þetta þó heim og
saman, ég áttaði mig á merkingu
orðanna og af hverju virðing
pabba fyrir mágkonu sinni var
sprottin. Sigga var ekki bara vel
lesin og með próf í slavneskum
tungumálum heldur gædd gáfum
sem gera fólk að góðum mann-
eskjum. Fínu fólki. Svo lékum við
pabbi Siggu, fengum okkur smók
úr ósýnilegri sígarettu, tylltum
vísifingri á kinn, þumli undir
höku og þóttumst tala af viti. En
auðvitað náðum við engan veginn
þessari dularfullu og fínlegu
blöndu af visku, reisn, húmor og
hlýju sem einkenndi alla hennar
framkomu.
Löngu síðar kynntist ég Siggu
sem vinnufélaga þegar hún redd-
aði mér starfi í Safnahúsinu við
Hverfisgötu. Ég minnist þess
ekki að hafa þurft að sanna ágæti
mitt neitt sérstaklega af þessu
tilefni, tengslin við Siggu virtust
duga. Og þegar lítilvæg ég hóf
þar störf fannst mér ég jafnvel
njóta svolítillar virðingar fyrir
vikið enda móðursystir mín þar í
miklum metum. Hún vann á
þeim tíma að heildarskrá þýð-
inga á verkum Halldórs Laxness
og sinnti því verki af mikilli ná-
kvæmni og vandvirkni. Reyndar
held ég að hún hafi vandað sig við
allt það sem hún tók sér fyrir
hendur. Hún talaði hægt og tjáði
sig ávallt að athuguðu máli, og
það var engu líkara en hún hugs-
aði til hlítar hver útskeif skref
sem hún tók, svo hægar voru
hreyfingar hennar. Yfir öllu
þessu var mikill þokki og svo full-
komlega andstætt fasi eigin-
manns hennar, Ólafs Helgasonar
heitins, sem var stundum hvass í
tali og snarlegur, kvikur í hreyf-
ingum, rekandi sig í allt og bölv-
andi af sinni einstöku hlýju. Hár
hans var líka stundum svolítið úf-
ið í hnakkanum; hár Siggu sat
alltaf fast á sínum stað og hár-
greiðslan tók engum stórkostleg-
um breytingum í tímans rás.
Dásamlegt par, Sigga og Olli.
Svona lifa hversdagslegar en
dýrmætar myndir í huganum, og
þær er auðvelt að færa í orð. Erf-
iðara er að tjá minninguna um
nærveru Siggu. Ég hugsaði það
þá og ég rifja það upp núna, að í
návist hennar var allt einhvern
veginn eins og maður vildi hafa
það; eins og ekkert slæmt gæti
komið fyrir mann. Það rímar við
fræg orð um þá tilfinningu að
vera staddur inni í verslun með
gull og gimsteina.
Sigrún Pálsdóttir.
Sigríður Helgadóttir er nú
sofnuð svefninum langa. Hún
kvaddi nokkuð óvænt. Það var
annars ekki hennar háttur; hæg-
lát og fumlaus framkoma ein-
kenndi vandað fas hennar.
Eiginmanni hennar, Ólafi
Helgasyni heitnum, var undir lok
sjöunda áratugarins falið að
stýra Útvegsbanka Íslands í
Vestmannaeyjum. Fjölskyldan
fluttist frá Reykjavik og bjó í
bankastjóraíbúðinni í hjarta bæj-
arins. Dóttir þeirra og jafnaldra
Kaja varð mín besta vinkona.
Frú Sigríði fannst lítið til kvik-
myndaframboðsins koma, þó
með einni undantekningu og boði
hennar á kvikmyndina Z eftir
Costa Gavras – ádeilu á grísku
herforingjastjórnina með tónlist
Mikis Theodorakis.
Ólafur gerði óspart grín að
tónlistargoðum okkar Kaju,
þeim Dylan og Cohen. Til sann-
færingar bauð hann okkur í stofu
upp á klassík og Coca Cola í gleri
og setti á fóninn sinfóníu Beetho-
vens nr. 9; í lokin þökkuðum við
pent fyrir drykkinn.
Þau hjón voru flinkir pedagóg-
ar, mér fannst í samtölum eins og
þau löðuðu fram atómin í hugar-
heiminum, hamskipti og hugar-
afl. Heimaey var fyrir mér sam-
svörun hins minni heims og hins
meiri en raunverulegar land-
kannanir voru greinilega mögu-
legar handan við höf. Samtals-
listina léku þau tæpitungulaust
en líka af nærgætni, kímni og ein-
stakri glaðværð. Þau voru alþýð-
legir heimsborgarar sem leiftr-
uðu af greind; staflar af erlendum
dagblöðum stóðu sem himnastig-
ar um gangana og bækur á upp-
runamálum í hillukílómetrum.
Ólafur var norskur konsúll.
Þegar von var á Ólafi Noregskon-
ungi var frú Sigríður að heiman,
en konsúllinn hugðist bjóða hon-
um í kaffi heima í stofu. Hann bað
okkur Kaju að redda þessu í ein-
um hvelli; á bakka stóðu svo kon-
unglegar veitingar; seytt rúg-
brauð og kæfa auk hunangsköku
úr Strákabakaríi og Brynjólfs-
búð. Voru konungur og konsúll
sammála um að ekkert toppaði
þetta. Svíi af Bonnierættinni
þakkaði fyrir sig með ævilangri
áskrift að Dagens Nyheter. Ekki
síst var frú Sigríður ánægð með
matardálkana og galdraði fram
sænskar kræsingar sem hún bað
okkur stöllur um að dekka fram
við tilefni ásamt nettum ösku-
bökkum við hvern disk; þá þótti
flott að kveikja sér í rettu milli
rétta og að sjálfsögðu reyktu þau
elegant grískar Hellas; þær feng-
ust líka hjá Tóta í Turninum. Á
Heimaey var allt til.
Frú Sigríður hvatti til að leita
út fyrir landsteinana; var sjálf
langförul og tungumálajöfur.
Nemendur Gagnfræðaskólans
nutu agaðrar kennslu hennar í
erlendum málum, en hún hafði
vald á fleiri tungumálum, þar á
meðal rússnesku. Hún vakti
áhuga og víkkaði sjóndeildar-
hringa, stóð ósjaldan á fætur í
miðjum samræðum, sótti bækur
og sagði kannski: „Gluggaðu í
þetta Gunna mín, hann Gorkij er
oft svo naskur á þetta sem þú ert
að tala um“ eða otaði að mér Den
första etappen eftir Aleksöndru
Kollontaj. Hennar máti að tjá sig
um heimsmálin var mildur og
diplómatískur, leiddi athyglina
fremur að spaugilegu hliðunum
en þeim dómhörðu með kankvís-
um athugasemdum og tvíræðu
brosi.
Blessuð sé minning sæmdar-
hjónanna Sigríðar Helgadóttur
og Ólafs Helgasonar.
Með samúðarkveðju frá okkur
Max og Ingibjörgu Iris.
Guðrún Dager Garðarsdóttir.
Ég átti því láni að fagna að
vera samstarfsmaður Sigríðar
Helgadóttur á Landsbókasafni
Íslands, í Safnahúsinu við Hverf-
isgötu. Það voru skemmtileg ár.
Oft var slegið á létta strengi og
hlegið svo dátt að undir tók í hús-
inu. Sérstaklega góður andi ríkti
ætíð meðal starfsfólksins á gamla
safninu.
Sigríður var mikið prúðmenni
og hafði góða nærveru. Hún var
einn af okkar færustu skrásetj-
urum. Vönduð vinnubrögð ein-
kenndu störf hennar í hvívetna.
Oft var leitað ráða hjá Sigríði og
hún hafði alltaf svör á reiðum
höndum. Hún var ekki margmál
en hæglát og virðuleg lét hún
verkin tala.
Sigríður var mikil tungumála-
manneskja, var hámenntuð í slav-
neskum málum og vann við
skráningu erlendra rita af ein-
stakri fagmennsku. Í þeim flóknu
fræðum hafði hún yfirburðaþekk-
ingu. Hún hafði glöggskyggni til
að fást við smáatriði og að vinna
nákvæmnisverk. Sigríður var í
lykilstöðu og treyst fyrir verkum
sem aðrir gátu ekki ráðið við.
Traust samstarfsmanna og virð-
ingu átti hún ótvírætt.
Ég minnist látinnar heiður-
skonu með hlýhug og þakklæti.
Aðstandendum sendi ég innileg-
ar samúðarkveðjur.
Svanfríður Sigurlaug
Óskarsdóttir.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
MÁLFRÍÐUR B. JÓNSDÓTTIR,
Fríða,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn
16. júlí.
Ásgeir Sigurðsson
Richard Jacobson
Jóhann Jacobson Ingunn Steina Ericsdóttir
Ásgeir Jóel Jacobson Þrúður B. Svavarsdóttir
Ríkarður Ingi Jóhannsson Youkiki Hyodo
Sigríður D. Jóhannsdóttir Ólafur Á. Ásgeirsson
Fríða Tinna Jóhannsdóttir Björn Þór Ingason
og langömmubörn
Góður og gegn-
heill maður hefur
lokið langri lífs-
göngu. Kynni mín
af Garðari Guð-
mundssyni hófust á fjórða ári
mínu í Barnaskóla Ísafjarðar
þegar nám hófst í öðru en
grunnfögunum lestri, skrift
og reikningi. Garðar hafði þá
fengið það hlutverk að leiða
unga barnaskólanema inn í
heim íslenskrar og erlendrar
náttúru. Sumt var kunnuglegt
eins og lýsingar á hundum,
köttum, kindum, kúm og
hestum en annað meira fram-
andi eins og dýr sem bjuggu í
frumskógum Afríku og Asíu,
dýrum eins og ljónum, tígr-
isdýrum, fílum, gíröffum og
flóðhestum. Garðar hafði lag
á að gera lýsingarnar lifandi
og flytja okkur í huganum inn
í þennan fjarlæga heim.
Minnisstætt er þegar hann
brá mynd af krókódíl með
gapandi gin upp á töfluna og
spurði okkur hvað best væri
að gera ef við lentum í kjaft-
inun á þessum! Lítil ráð
kunnum við krakkarnir við
því en það kunni Garðar.
Svarið var að spyrna með
bátum fótum í augun að inn-
an, þá opnaðist kjafturinn vel
og hægt væri að stökkva út!
Ég skildi seinna að merking
þessa var einkum sú að þessi
hægláti maður hafði húmor-
inn í lagi. En Garðar fræddi
okkur einnig um það sem nær
okkur var, íslensk blóm og
jurtir og hvernig blómin
fjölguðu sér með frævun sem
var ýmist skordýrafrævun
með aðstoð flugna, vindfræv-
un eða sjálfsfrævun. Jónína
Jakobsdóttir kona Garðars
lýsti einhverjum efasemdum
við mig um mikla náttúru-
fræðiþekkingu Garðars en
hversu góð sem hún kann að
hafa verið, þá tókst honum að
Garðar
Guðmundsson
✝ Garðar Guð-mundsson
fæddist 26. janúar
1924. Hann lést 7.
júlí 2019. Útför
hans fór fram 16.
júlí 2019.
gera kennslu-
stundirnar svo lif-
andi að þær eru
mér enn minnis-
stæðar.
Leiðir okkar
Garðars lágu síð-
an saman þegar
ég kom heim frá
Kanada árið 1969
og tók við rekstri
innflutningsversl-
unarinnar Sand-
fells. Garðar hafði þá tekið við
rekstri föðurarfleifðar sinnar
og afa, Verslun Björns Guð-
mundssonar, sem í daglegu
tali var alltaf kölluð Björns-
búð. Seinna var tekið upp
slagorðið „fastur punktur í til-
verunni“. Svo sannarlega var
Björnsbúð fastur punktur
undir stjórn Garðars og Alla
bróður hans og seinna sona
Garðars. Þeir bræður og fjöl-
skyldan öll voru táknmynd
kaupmannsins á Ísafirði, alltaf
reiðubúnir til þjónustu, að
leiðbeina viðskiptavinum og
sýna þá velvild sem einkenndi
góða kaupmenn. En hlutverk
Garðars var stærra. Hann axl-
aði þá ábyrgð að stýra fjár-
reiðum rekstrarins sem sann-
arlega var ekki auðvelt á
þessum tíma þegar rekstur
lítilla og meðalstórra mat-
vöruverslana barðist í bökk-
um. Ég er þess fullviss að
Garðar vann afrek á þessum
árum að halda trausti birgja
sinna og lánveitenda með
heiðarlegri framkomu og orð-
heldni. Við Garðar áttum
fjölda samtala á þessum árum
og tókst að leysa öll mál í vin-
semd og bróðerni. Fyrir það
virði ég mjög þennan gamla
kennara minn og viðskiptavin
og minnist hans með þökk og
með einum þeirra dýrustu
orða sem íslensk tunga geym-
ir. Garðar Guðmundsson var
drengur góður.
Við Salbjörg sendum Jón-
ínu, sonum þeirra og öllum að-
standendum innilegar samúð-
arkveðjur. Guðmundur
Halldórsson biður einnig fyrir
kveðjur og þakkar indæl
kynni við þau hjón.
Ólafur Bjarni Halldórsson.