Morgunblaðið - 23.07.2019, Blaðsíða 27
Hafnarfjörður verður öðruvísi
án hennar Þóru Antons.
Guðmundur Árni Stefánsson.
Mig langar að minnast elsku
vinkonu minnar, Þóru Valgerð-
ar, og rifja upp með nokkrum
orðum aðdraganda að okkar
kynnum.
Kynni okkar Þóru hófust árið
1971 þegar hún hafði misst eig-
inmann sinn Ólaf Þórarinsson
snögglega. Þá vorum við hjónin
nýflutt í okkar fyrstu íbúð að
Öldugötu 42 í Hafnarfirði með
frumburð okkar þriggja ára.
Þarna hafði myndast alveg sér-
stakt samfélag fólks á öllum
aldri sem bjó við Öldugötu 42 og
44. Þóra bjó í 44 og vorum við
báðar með yngstu eigendum
þarna. Einhverra hluta vegna
fékk ég ekki frið í sálinni fyrr en
ég tók í mig kjark til að banka
upp á hjá Þóru og votta henni
samúð mína. Þóra sagðist hafa
átt von á komu minni og upp frá
því urðum við miklar vinkonur
þrátt fyrir 11 ára aldursmun og
við héldum góðu sambandi eftir
að við Geiri fluttum af Öldugöt-
unni eftir átta ára búsetu og
Þóra stuttu síðar með Friðþjófi,
seinni eiginmanni sínum.
Fyrir nokkrum árum
ákváðum við að hætta að gefa
hvor annarri afmælisgjafir og
fórum frekar saman út að borða,
helst á veitingastöðum þar sem
aðstaða var góð til að rabba um
allt milli himins og jarðar og
gefa sér góðan tíma saman. Tví-
setnir veitingastaðir voru okkur
því ekki að skapi. Einnig höfð-
um við það prinsipp að fara
aldrei úr landi eða í lengri frí
nema láta hvor aðra vita.
Andleg málefni voru okkur
mjög hugleikin og við sóttum
marga miðilsfundi saman. Fyrsti
fundurinn sem við fórum á var
hjá indverskum miðli sem var
staddur hérlendis tímabundið.
Við höfðum pantað tíma með
löngum fyrirvara. Deginum áður
en að tímanum kom, andaðist
Steinunn dóttir Þóru úr illvígum
sjúkdómi sem hún hafði verið að
berjast við um langt skeið. Þóra
tók ekki annað í mál en að við
færum til miðilsins. Á þessum
fundi fékk Þóra mörg svör og
var glöð að hafa ekki hætt við að
fara á fundinn. Næstu áratugi
brölluðum við margt skemmti-
legt saman og áttum fjölmargar
ánægjulegar samverustundir.
Má þar nefna mánaðarlegar
ferðir okkar í nudd og slökun til
Grindavíkur og var allur dag-
urinn tekinn í það.
Síðastliðin ár var Þóra búin
að vera mikið veik og vissi í
hvað stefndi. Við töluðum alltaf
opinskátt um hennar veikindi og
hún hélt áfram að lifa lífinu lif-
andi og tók ekki annað í mál.
Við vorum báðar hreinskiptnar
hvor við aðra fram á síðasta
dag. Hún var glæsileg kona í
alla staði og betri vinkonu hefði
ég ekki getað óskað mér. Vin-
áttan gaf okkur báðum mjög
mikið og ég á eftir að sakna
elsku Þóru vinkonu minnar mik-
ið.
Þóra átti gott líf með Frið-
þjófi eiginmanni sínum og var
ánægð með það sem þau höfðu
upplifað saman. Hennar tími var
hins vegar kominn og hún var
reiðubúin til að fara yfir í Sum-
arlandið að hitta látna ættingja
sína sem voru henni mjög kærir.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Elsku Friðþjófur, Óli Þór og
fjölskyldur. Mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur til ykkar og megi
guð vera með ykkur í sorginni.
Hvíl í friði, elsku Þóra mín.
Þín vinkona,
Vala.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Þóra Antonsdóttir var yngst
systkinanna á Höfða, eldri voru
Guðrún og Friðrik. Nú eru þau
öll gengin, heimilisfólkið sem
var mér ungum dreng í sveit svo
náið. Foreldrar þeirra voru
Steinunn Guðmundsdóttir og
Anton Jónsson og þar var einnig
Bríet Guðmundsdóttir. Mann-
margt var á Höfða á sumrin og
lífið var endalaust samspil við
náttúruna, heyskap, skepnur og
silung. Tilveran var ríkulega
krydduð með sögum og kátínu.
Þóra var létt í lund en alls ekki
skaplaus. Uppátæki ungdómsins
voru stundum kostuleg einkum
ef fullorðnir brugðu sér af bæ.
Úr þessu umhverfi flutti Þóra
og stofnaði heimili í Hafnarfirði
með manni sínum Ólafi Þórar-
inssyni. Ungum þótti mér gott
að líta í kaffi til þeirra Óla og
Þóru. Það var mikið áfall er
Ólafur féll skyndilega frá og
Þóra mætti fleiri áföllum en
brotnaði ekki. Seinni maður
Þóru er ljúfmennið Friðþjófur
Sigurðsson. Hann var hennar
stoð og stytta og hún hans. Síð-
ustu ár hrjáðu langvinn veikindi
Þóru en hún stóð ætíð keik, flott
klædd og brosandi við öll tilefni.
Allt til síðasta dags. Aðstand-
endum Þóru vottum við Sigrún
dýpstu samúð.
Vertu nú sæl og ljósinu falin.
Jón Ólafsson.
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019
✝ Hans Jón Þor-valdsson fædd-
ist á Siglufirði 30.
ágúst 1933. Hansi
lést á sjúkradeild
Heilbrigðisstofn-
unar Norðurlands á
Siglufirði 13. júlí
2019.
Foreldrar hans
voru Þorvaldur
Þorleifsson skip-
stjóri frá Grund á
Siglufirði og Líney Elíasdóttir
húsfreyja frá Krosseyri við Arn-
arfjörð og var Hans elstur
þriggja barna þeirra. Hin eru
Guðný Soffía, f. 1934, d. 2004,
og Elías Ævar, f. 1948.
Hansi, eins og hann var yfir-
leitt alltaf kallaður, vann mikið
á sjó, bæði á togurum og á línu-
Hjördís Aðalsteinsdóttir, d. 31.
október 2000. Þau gengu í
hjónaband 3. maí 1975. Synir
þeirra eru tveir, Heimir Gunn-
ar, f. 17. febrúar 1975, og Valur
Freyr, f. 16. júlí 1979. Hjördís
átti með fyrri eiginmanni sínum,
Arnari Ólafssyni, þau Bergþóru,
f. 8. febrúar 1962, Aðalstein
Þór, f, 7. júlí 1963, og Örnu, f. 5.
október 1967, og með Karli Har-
aldi Bjarnasyni soninn Bjarna
Bjarkan, f. 20. mars 1971.
Hansi var af þeirri kynslóð
þar sem mestur tími fór í vinnu
og færri stundir voru til tóm-
stundastarfa. Þó lék hann á
harmonikku, einkum á sínum
yngri árum, en fyrir kom að
hann gripi í hana, þá einkum á
tyllidögum. Kenndi meira að
segja bróður sínum honum
Elíasi að spila, gaf honum líka
fyrstu harmonikkuna.
Afkomendur hans eru 55 tals-
ins.
Útför Hansa fór fram frá
Siglufjarðarkirkju hinn 20. júlí
2019.
og netabátum. Þá
vann hann á árum
áður í sementsverk-
smiðjunni á Akra-
nesi um tíma og á
Keflavíkurflugvelli.
Hansi bjó næstum
alla sína ævi á
Siglufirði með við-
komu á Ólafsfirði
um tíma.
Fyrri eiginkona
Hansa var Erna
Jakobína Gestsdóttir. Þau
gengu í hjónaband 30. ágúst
1957. Synir þeirra eru Þorvald-
ur Stefán, f. 10. maí 1957, Gest-
ur, f. 3. ágúst 1958, og Gunnar,
f. 17. febrúar 1960, en hann lést
af slysförum 16. júní 1966. Hansi
og Erna skildu.
Seinni eiginkona hans var
Kallið er komið, það er komið
að leiðarlokum. Afi minn hann
Hans Jón Þorvaldsson hefur
kvatt þessa jarðvist. Ég er
nokkuð viss um að hann hafi
kvatt okkur viss í sinni sök, þótt
erfitt sé fyrir okkur sem horfum
á eftir honum að kveðja. Allt á
sér upphaf og endi, þó svo í
minningum úr bernsku hafi
Hansi afi alltaf verið eins, með
skegg, gleraugu og í köflóttri
skyrtu. Það fór ekki mikið fyrir
honum og vildi hann ekki láta
mikið fyrir sér hafa. Hann var
rólegur maður að eðlisfari, spak-
ur, flinkur í höndunum og fróð-
ur. Nýtti sér nýjustu tækni og
fylgdist því vel með hvað var að
gerast í heiminum.
Ég fékk nafnið Jón í vöggu-
gjöf í höfuðið á afa, þrátt fyrir
að hann hafi ekki notað það mik-
ið þá ber ég það með stolti, er
ég þess einnig fullviss að ég hafi
erft fleira frá honum því þrjósk-
ur var hann líka.
Þegar ég lít um öxl og rifja
upp minningarnar um afa eru
mér kærastar samverustundirn-
ar sem við áttum þegar afi og
Hjördís amma bjuggu rétt hjá
okkur á Hverfisgötunni á Siglu-
firði, en samgangur var þá mik-
ill. Eftir að Hjördís amma dó
minnkaði samgangurinn og ég
flutti burt og fór í nám. Ég
hugsa oft að ég hefði átt að vera
duglegri að rækta sambandið en
er þó þakklátur fyrir þær minn-
ingar sem ég á, þær ylja.
Hvíldu í friði elsku afi minn,
núna eruð þið Hjördís amma
sameinuð á ný.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
(Höf. ók.)
Elsku pabbi minn, Þorvaldur,
Heimir og Valur, ég sendi ykkur
og fjölskyldum mínar innilegu
samúðarkveðjur á þessum erfiðu
tímum.
Þinn sonarsonur,
Jón Örvar Gestsson.
Elsku Hansi minn. Nú þegar
þú hefur fengið hvíldina yljum
við okkur við allar minningarnar
sem við eigum um þig og allan
þann kærleik sem þú gafst okk-
ur. Þú varst einn af föstu punkt-
unum í tilverunni staðfastur og
trúr þínu spurðir alltaf frétta af
þínu fólki og fórst ekkert leynt
með stolt þitt á strákunum þín-
um. Þú skilaðir þínu lífsverki vel
og getur gengið stoltur frá
borði.
Minning í kertaljósi.
Er þér til heiðurs kveiki ég á kerti
með kærleika ég man hin liðnu ár
og finn að oft þinn hugur hjartað
snerti
þá hrynja niður kinnar gleðitár.
Ég stari inn í ljóssins blíða loga,
sem lýsir mína sál og hjarta mitt
þar sé ég mynd af þér í björtum boga
og brosið færist yfir andlit þitt.
Ég skynja yl og mátt frá mínum
stjaka
því myndin þín í kertaljósi er.
Á meðan einhver von hér fær að vaka
þá verður ekki hægt að gleyma þér.
(Kristján Hreinsson)
Sjáumst seinna elsku Hansi
minn.
kveðja
Valdís.
Hans Jón
Þorvaldsson
Haustið 1967 var verið að
stækka Félagsheimilið og vann
Heimir það verk með sínum
mönnum, en hann rak trésmíða-
verkstæði sem nefndist Kvistur.
Í desember kviknaði í húsinu í
miðri kvikmyndasýningu. Varð
uppi fótur og fit og tókst að
bjarga ýmsu og slökkva eldinn
eftir að miklar skemmdir höfðu
orðið. Það kom í hlut Heimis að
stýra uppbyggingunni eftir brun-
ann, annast samskipti við opin-
bera aðila svo sem Félags-
heimilasjóð og fleiri og
fjármagna verkið. Gekk hann
fram í því eins og öðru með festu
og kappi.
Áður en til þessa kom hafði
verið ákveðið að æfa og sýna leik-
ritið Mann og konu í leikstjórn
Kristjáns Jónssonar. Þrátt fyrir
þetta áfall var ákveðið að leik-
félagið héldi sínu striki og var æft
um veturinn ásamt því að leik-
félagar lögðu nótt við dag við
sjálfboðastarf við endurbygg-
inguna. Þetta tókst, þó stundum
væri lítið sofið, og var vígsla á
endurbyggðu félagsheimili og
frumsýning á Manni og konu í
aprílmánuði 1968, en þar lék
Heimir aðalhlutverkið, séra Sig-
valda, eins og áður er getið. Það
þótti rösklega að verið.
Rósa var einnig mjög virk í fé-
lagsstarfi og stóð ávallt fast við
bakið á Heimi í störfum hans.
Eins og oft var hún konan á bak
við tjöldin og bar ekki framlag
sitt á torg. Á síðari stigum end-
urbyggingarinnar mæddi mikið á
konunum að skipuleggja, mála,
sauma og setja upp gluggatjöld.
Þar reyndist Rósa betri en engin,
en hún var einstaklega traustur
vinur og vönduð manneskja.
Í stuttri grein verða ekki tí-
undaðar allar þær skemmtilegu
stundir sem við áttum saman.
Samvera okkar og samstarf við
þau Rósu og Heimi og minningin
um þau er okkur afar dýrmæt og
þess vegna ákváðum við að senda
þessa kveðju.
Afkomendum þeirra færum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Greta Jónsdóttir og
Pétur Bjarnason, Þórunn
Helga Sveinbjörnsdóttir og
Hannes Friðriksson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR GÍSLASON,
áður Ljósheimum 20,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
sunnudaginn 7. júli.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Ingibjörg Friðriksdóttir
Andri M. Guðmundsson Bibbi Brannäs
María Guðmundsdóttir David Heckadon
Jóhannes W. Guðmundsson Ásta K. Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Af heilum hug þökkum við öllum
þeim sem hafa sýnt okkur hlýju
og vinarhug við fráfall okkar ástkæra
ÁRNA SVERRIS ERLINGSSONAR
húsasmíðameistara og kennara.
Megi góðar vættir fylgja ykkur.
Sigríður Sæland
Hulda, Rannveig
og fjölskyldur
Ég var svo hepp-
in að kynnast Þor-
geiri stuttu eftir
komu mína til
landsins. Ég sé fyr-
ir hugskotssjónum mér hvernig
hann virti mig fyrir sér fullur
forvitni, eins og hann horfði í
raun á allt og alla, jafnt mann-
eskjur sem sköpunarverkið. Ég
vissi að hann var að vega mig og
meta, en ekki til þess að dæma
heldur til þess að komast að því
hvað í mér bjó. Þetta gerði hann
við alla; hann leitaði að þeim
eiginleikum sem gera hverja
einustu mannveru að einstöku
og óendurtakanlegu kraftaverki.
Hann skildi mikilvægi þess að
Þorgeir
Þorgeirsson
✝ Þorgeir Þor-geirsson fædd-
ist 1. ágúst 1933.
Hann lést 20. júní
2019.
Þorgeir var jarð-
settur 12. júlí 2019.
þegja, því hvernig
er hægt að hlusta á
einhvern annan án
þess að þagga niður
í sjálfum sér?
Þögnin er list –
tákn þess að verið
sé að skapa rými
innra með sér til að
meðtaka það sem
frá hinum kemur;
tákn um athygli og
skilning. Og Þor-
geir var sannur listamaður sem
gaf auðmjúklega til kynna að
hann gæti lært margt af lífs-
reynslu annarra, þó að raunin
væri sú að hann hafði miklu
meira að kenna öðrum.
Og mikilvægi þess sem sagt
er felst ekki í fjölda orðanna;
hjá Þorgeiri voru setningarnar
stuttar, athugasemdir þar sem
hann lét í ljósi skoðanir sínar,
oft af ríkri kímni sem sýndi
hvað hann tók lífið alvarlega.
Hann sagði fáein innihaldsrík
orð og þá skildu menn að „það
er nefnilega það“, eins og hann
komst sjálfur svo oft að orði, en
ég man einnig hversu oft við
skellihlógum saman þegar við
leyfðum okkur að gera grín að
raunveruleikanum.
Þorgeiri var ekkert óviðkom-
andi en hann skoðaði raunveru-
leikann einnig með augum vís-
indamannsins, sem hann og var.
Hann sýndi mikinn áhuga á
minni menningu og sparaði þá
ekki orðin til að spyrja en um
leið hjálpaði hann mér á ómet-
anlegan hátt að nálgast íslenska
menningu í öllum sínum mynd-
um, ekki síst tungumálið. Ég
vissi að ég gat alltaf leitað til
hans og fengið faglega hjálp og
stuðning. Meðal margs annars
fór hann yfir ritgerðir og þýð-
ingar en hann var alltaf svo til-
tækur og áhugasamur að ég
hafði á tilfinningunni að ég væri
að gera honum greiða en ekki
öfugt.
Í áranna rás hefur einnig
þróast vináttusamband milli
móður minnar og eiginmanns
annars vegar og Þorgeirs og
Kristjönu, eiginkonu hans, hins
vegar og hjá þeim fyrrnefndu
hefur það vakið sömu tilfinn-
ingar og ég lýsti hvað sjálfa mig
varðar hér að ofan. Við vorum
alltaf velkomin til þeirra og vor-
um svo heppin að fá þau í heim-
sókn til okkar á Ítalíu. Sam-
verustundirnar voru fjölmargar
og ógleymanlegar.
Við erum öll þakklát fyrir að
hafa mátt verða samferða Þor-
geiri í þessari tilveru, samferða
manni sem með opinn huga velti
fyrir sér leyndardómum lífsins.
Hvíli hann í friði.
Elena, Franca og Luca.
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar