Morgunblaðið - 23.07.2019, Qupperneq 30
30 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Tilvalinn með
á völlinn í
sumar
70 ára Sigurður er
Siglfirðingur. Þar býr
hann og hefur gert síð-
an hann útskrifaðist
1974 úr Tækniskóla Ís-
lands sem byggingar-
tæknifræðingur. Nú er
hann verkefnastjóri hjá
Framkvæmdasýslu ríkisins.
Börn: Ari Sigurðsson, f. 1971, Hlöðver
Sigurðsson, f. 1973, og Þorsteinn Freyr, f.
1984. Fósturdóttir Sigurðar er Björg Sig-
rún Baldvinsdóttir, f. 1962.
Eiginkona: Sigurleif Brynja Þorsteins-
dóttir þroskaþjálfi, f. 1948 í Reykjavík.
Foreldrar: Hlöðver Sigurðsson skóla-
stjóri, f. 1906, d. 1982, frá Reyðará í Lóni
í Austur-Skaftafellssýslu, og Katrín Guð-
rún Pálsdóttir hjúkrunarkona, f. 1907, d.
1982, frá Litlu-Heiði í Mýrdal í Vestur-
Skaftafellssýslu.
Sigurður
Hlöðvesson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur illa sinnt því að taka smá-
atriðin með í reikninginn og situr nú uppi
með afleiðingarnar; margt smátt gerir eitt
stórt.
20. apríl - 20. maí
Naut Snúðu ekki baki við gömlum vini,
sem leitar til þín og þarfnast hjálpar þinnar.
Láttu ekki skapið hlaupa með þig í gönur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Sumum finnst þú hinn besti ráð-
gjafi. Leyfðu öðrum að njóta sín, þú þarft
ekki að ráða öllu. Reyndu að miðla málum
á fordómalausan hátt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það verða báðir aðilar í sambandi
að leggja sitt af mörkum ef sambandið á
að blómstra. Kafaðu djúpt og reyndu að
komast til botns í því sem veldur þér
áhyggjum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Auðvitað hefur þú fullan rétt á þínum
skoðunum eins og hinir. Einhver vill nálgast
þig en þú ert ekki viss.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ný kynni færa þér ferskar hug-
myndir og breytingar á reglubundinni rút-
ínu gera daginn eftirminnilegan. Þú rennir
blint í sjóinn í ákveðnu máli.
23. sept. - 22. okt.
Vog Sýndu öðrum samstarfsvilja. Athug-
aðu hvar þú getur orðið að liði. Þolinmæði
þrautir vinnur allar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú átt í vandræðum með eitt-
hvað sem þú fórst létt með hér áður fyrr.
Fólk talar ekki af heilindum og það skapar
óvissu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Einhver óróleiki ríkir á vinnu-
stað þínum og þér finnst erfitt að átta þig á
stöðu mála. Finndu þér tómstundagaman
sem þú getur hellt þér út í.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gættu þess að enginn notfæri
sér góðmennsku þína. Reyndu að sýna þol-
inmæði þegar þú hittir manneskju sem er
greinilega í uppnámi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Alveg upp úr þurru færð þú
óvenjulega hugmynd um hvernig þú getir
skemmt þér. Náðu valdi á lífi þínu í dag
með afdráttarlausri yfirlýsingu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert mjög sjálfstæð/ur í dag.
Vertu samt ekki afundin/n þótt aðrir reyni
að leiðbeina þér. Ástamálin blómstra og þú
svífur um.
sat í stjórn þess um árabil, en félagið
stóð meðal annars að útgáfu
útgerðar- og siglingasögu Borgfirð-
inga árið 2011, Víst þeir sóttu sjóinn,
og stuðlaði að varðveislu eina hússins
sem byggt hefur verið í tengslum við
útgerð í Borgarnesi, Grímshússins í
Sveinn hefur ávallt verið mjög
virkur í félagsstarfi, meðal annars í
Lionshreyfingunni frá 1968, Ung-
mennafélaginu Skallagrími og í Fé-
lagi eldri borgara í Borgarnesi frá
því hann hafði aldur til. Hann er einn
af stofnendum Grímshúsfélagsins og
S
veinn Gunnar Hálfdán-
arson er fæddur 23. júlí
árið 1939 í Þórshamri á
Vesturgötu 78 á Akra-
nesi. Hann gekk í barna-
skóla á Akranesi og lauk skyldunámi
frá Gagnfræðaskóla Akraness. Svo
lærði hann prentiðn í Steindórs-
prenti og lauk prófi frá Iðnskólanum
í Reykjavík. Sveinn starfaði við
prentiðn frá árinu 1955 til 1983.
Lengst af rak hann eigin prent-
smiðju, Prentborg í Borgarnesi, eða
frá árinu 1967. Hann var inn-
heimtustjóri Kaupfélags Borgfirð-
inga 1983-2001 og formaður og fram-
kvæmdastjóri Verkalýðsfélags
Borgarness, síðar Stéttarfélags
Vesturlands, á árunum 2001-2008.
Sveinn endaði starfsferil sinn í
Stéttarfélagi Vesturlands. „Ég ætl-
aði reyndar aldrei að skipta mér af
verkalýðsmálum þar sem ég taldi
mig hafa fengið nóg af þeim í æsku,“
segir Sveinn, en Hálfdán faðir hans
var formaður Verkalýðsfélags Akra-
ness í 26 ár. Hálfdán sat einnig í bæj-
arstjórn á Akranesi fyrir Alþýðu-
flokkinn um áratugaskeið. „Ég hef
hins vegar greinilega ekki fengið nóg
af pólitíkinni þó svo að pabbi hafi átt
sæti í bæjarstjórn í 32 ár, því ég ætl-
aði mér að verða þingmaður árið
1978. En kjósendur vildu mig ekki,
en sátu þó uppi með mig sem vara-
þingmann í eitt kjörtímabil,“ segir
Sveinn.
Foreldrar Sveins fluttu á Akranes
vestan af fjörðum í upphafi búskapar
síns en samgangur við ættingja fyrir
vestan var ætíð mikill, ekki hvað síst
við hina rómuðu Gromsara. „Ég hef
því ávallt haft miklar taugar vestur
þó ég hafi aldrei búið þar. Ég er líka
mikill Skagamaður og Borgnesingur.
Má eiginlega segja að ég líti á mig
sem vestfirskan Skaga-Borgnesing,“
segir Sveinn. Hann ólst upp á Akra-
nesi með foreldrum sínum og systk-
inum þremur, lengst af á Sunnubraut
14. Sveinn kvæntist Ásu Baldurs-
dóttur í október árið 1960 og hóf bú-
skap með henni á Akranesi. Þau
bjuggu þar í fjögur ár og svo tvö ár í
Reykjavík. Síðan fluttu þau í Borg-
arnes 1967 og hafa búið þar allar göt-
ur síðan.
Brákarey. Á landsvísu var Sveinn
einn af þremur yfirskoðunarmönnum
ríkisins og átti sæti í undirbúnings-
nefndum í tengslum við sameiningu
sveitarfélaga.
Sveinn lítur sáttur um öxl á tíma-
mótum. „Ég hef átt mjög gott líf. Ég
á góða konu og börn sem hefur öllum
vegnað vel og það veitir mér mikla
ánægju að sjá þau og fjölskyldur
þeirra vaxa og dafna. Þá hef ég verið
ánægður í þeim störfum sem ég hef
sinnt. Ég hef líka verið heppinn og
sloppið lifandi frá slysi þegar krana-
bóma féll á mig árið 1969 og frá
krabbameini árið 2016. Ég hef svo
sannarlega margt til að vera þakk-
látur fyrir í lífinu,“ segir hann.
Fjölskylda
Eiginkona Sveins er Ása Bald-
ursdóttir, f. 14. september 1941. Hún
er fyrrverandi móttökustjóri á
Heilsugæslunni í Borgarnesi. For-
eldrar hennar voru hjónin Baldur
Bjarnason bifreiðarstjóri, f. 1915, d.
2007, og Hólmfríður Sigurðardóttir
verslunarkona, f. 1916, d. 2012. Þau
bjuggu í Borgarnesi.
Börn Sveins eru 1) Guðrún Agnes
Sveinsdóttir, gjaldkeri Skagans 3X,
Sveinn Gunnar Hálfdánarson, fv. prentsmiðjustjóri, innheimtustjóri og formaður – 80 ára
Við útskrift Afmælisbarnið ásamt börnum sínum og eiginkonu í útskriftarveislu Kristínar barnabarns og Bergþórs
stjúpbarnabarns, á heimili Hálfdánar. Frá vinstri: Sveinn, Guðrún Agnes, Hólmfríður, Hálfdán og Ása.
Vestfirskur Skaga-Borgnesingur
Hjónin Sveinn og Ása giftust 1960 og fluttu í Borgarnes 1967.
40 ára Þorgerður er
fædd og uppalin í
Reykjavík og býr þar
nú. Hún er stúdent úr
Verzlunarskólanum og
viðskiptafræðingur frá
HR. Þaðan hefur hún
einnig meistaragráðu í
verkefnastjórnun. Þorgerður starfar hjá
Stefni og er framkvæmdastjóri fast-
eignaþróunarfélagsins Landeyjar.
Börn: Gerður Gígja Óttarsdóttir, f. 2009,
Hjördís Lóa Óttarsdóttir, f. 2012, og Einar
Helgi Óttarsson, f. 2015.
Eiginmaður: Óttar Örn Helgason, hag-
fræðingur hjá Fossum mörkuðum, f.
1978 í Reykjavík.
Foreldrar: Hjónin Gerður Pálsdóttir
kennari, f. 1946, og Einar Ragnarsson
tannlæknir, f. 1944, d. 2015. Búsett í
Reykjavík.
Þorgerður Arna
Einarsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is